Morgunblaðið - 24.01.1969, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1969.
- BJARNDÝR
Framhald af bls. 3.
„Allt í lagi ég held í homin“
Vordag einn, árið 1914 var
uppi fótur og fit austur á Seyð
isfirði. Fréttir bárust af því
eð isbjörn hefði sézt á sundi
úti á firðinum. Fóru þrír bát-
ar vel vopnaðra manna í
skyndi út á fjörðinn og eftir
harða skothríð var dýrið af
velli lagt. En þessi „ísbjörn"
var að því leyti frábrugðinn
öðrum að hann var hyrntur
vel.
Á þessum árum var kirkju-
setur Seyðfirðinga á Vestdals
eyri, miðju vegar milli kaup-
staðarins og prestsetursins að
Dvergasteini. Leiðin til kirkj
unnar lá eftir svokölluðum
Háubökkum, sem eru snar-
brattir bakkar upp frá sjón-
um. Ekki var búið að leggja
veginn yfir Fjarðarheiði þeg-
ar þetta skeði, heldur fóru út
héraðsmenn þá oftast yfir
Vestdalsheiði.
Atburðurinn skeði á sunnu-
degi og voru fermingarbörn
úr kaupstaðnum á leið til
kirkjunnar, þar sem prestur-
inn, séra Björn Þorláksson,
veitti þeim kristilega upp-
fræðslu. Með börnunum var
fullorðinn maður, Stefán Ingv
ar Sveinsson. Á sama tíma
var bóndi á ferðinni niður á
Seyðisfjörð og fór hann Vest-
dalsheiði. f neðstu brekkunni
ofan við Vestdalinn varð fyr-
ir honum hvítt hreindýr.
Hundur var með bónda, og
komst hann í mikinn víga-
móð, • er hann sá hreindýrið
og stökk í það. Varð dýrið
ofsahrætt og stökk niður Vest
dalinn með hundinn á hælun-
um, fram af Háubökkum og
beint í sjóinn. Sáu þau sem
í kirkjuferðinni voru dýrinu
bregða fyrir í svip um leið
og það stökk í sjóinn og voru
ekki í vafa um að þarna hefði
ísbjörn verið á ferð. Hröðuðu
þau ferð sinni til Vestdalseyr-
ar og þaðan var hringt til
Seyðisf jarðar og sagt að bjarn
dýr hefði hlaupið í sjóinn af
Háubökkum og hefði það synt
út fjörð.
Á Seyðisfirði var til mikið
af góðum vopnum og brugðu
menn skjótt við og mönnuðu
þrjá báta, og reru út á fjörð.
Sáu þeir dýrið og byrjuðu
að skjóta á það af löngu færi,
þar sem ekki þótti fýsilegt að
koma mjög nærri svo hættu
legu dýri. Fór svo að dýrið
var fljótlega drepið. Brugðu
menn síðan tógi í það og reru
sem leið lá til Liverpool-
bryggjunnar, þar sem mikill
hópur manna var samankom-
inn, m.a. allir helztu fyrir-
menn staðarins. Er jullan sem
dýrið var fest í, var dregin
upp að bryggjunni losnaði
bandið á dýrinu og hrópaði
þá einn þeirra er á bryggj-
unni stóð: „Ætlið þið að
missa dýrið.“ Einn þeirra er
í jullunni var hafði skjót við-
brögð og tókst að ná taki á
því, kallaði hann síðan tU
hryggjumanna: „Engin hætta,
ég held í hornin." Þá urðu ýms
ir skrýtnir í framan.
Hreindýr voru alfriðuð þeg
ar þetta skeði, en skotmönn-
unum var sleppt á þeirri for-
sendu að þeir hefðu skotið dýr
ið sem ísbjörn."
Bjarndýr og
varðhundar—
ÉG minnist þess ekki, að hafa
heyrt eða lesið um það í sam-
bandi við komu bjarndýra hing-
að til lands, að hundar hafi
nokkurntíma komið verulega
við sögu er dýrin fundust. Þetta
er harla furðulegt þegar það er
haft í huga hvað hundar gegna
miklu hlutverki á heimskauta-
svæðum við að vara við bjarn-
dýrum, þeir verða varir við dýr
in í margra kílómetra fjarlægð
ef vindur stendur af þeim.
Að hugsa sér annað eins og
það, að bjarndýr er búið að
valsa um Grímsey dögum sam-
an, og hafði nær orðið dreng að
bana, án þess að nokkur hund-
ur reki upp bofs. Hefði björn
komið svona nærri byggð á
Grænlandi, þó ekki hefði verið
nema stutta stund, hefðu allir
hundar í mílufjarlægð tryllzt.
Þefvísi hunda þarf ekki að
lýsa, en það þarf að kenna
hundum þau verk, sem þeir eiga
að vinna og geta unnið. Ég
þekki einn bónda, Jóhannes Ste-
fánsson á Kleifum, sem kann að
ala upp og þjálfa hunda, enda
landskunnur fyrir og fleiri
kunna að vera til sem leggja
rækt við að kenna hundum sín-
um. En því miður mun það vera
staðreynd, að íslenzkir hunda-
eigendur virðast lifa í þeirri
undarlegu trú, að hundum þurfi
ekki að kenna, þeir séu svo miklu
gáfaðri en mannskepnan, að
öll verkkunnátta sé þeim með-
fædd. Árangurinn er líka sá að
íslenzkir hundar eru miklu
gagnsminni en vera þyrfti.
En Eskimóar eru okkur miklu
fremri að þessu leyti. Þeir lifa á-
hyggjulausu lífi og óttalausu
með ísbirnina allt í kring um sig,
af því að þeir hafa kennt hund-
um sínum að halda vörð og að-
vara í fíma.
ísinn hefur nú í nokkur ár gert
meira vart við sig en um langt
skeið og ef framhald verður á
því má auðvitað alltaf búast við
að einn og einn björn gangi á
land. Mér fyndist þá heillaráð
að minnast þess, að hundar eru
þau alfullkomnustu aðvörunar
„tæki“ sem til eru, tæknin á ekki
neitt í fórum sínum sem jafnast
á við þá. —
Ég vona að Grímseyingar og
bændur á ísasvæðum gefi hund-
um sínum tækifæri til að njóta
sinna einstæðu hæfileika til að
vara við hættu af ísbjörnum.
Trausti Einarsson.
Við höfum verið beðnir að selja
Iítið trésmíðnverkstæði
Einnig kemur til greina að selja vélar verk-
stæðisins hverja fyrir sig.
Upplýsingar á skrifstofunni.
t. ÞOBSTEINSSON 8 JOHIBOI H.F.
Ármúla 1 .-. Grjótagötu 7
Simi 2-42.-50
Valið kom mér á óvænt
— spjallað vrð nýliðann í landsliðinu
Þegar Ingólfur Óskarsson
fyrirliði handknattleiks-
landsliðsins, hafði tilkynnt að
hann teldi sig ekki geta ver-
ið með í landsleikjunum, valdi
landsliðsnefndin 24 ára leik-
mann úr Haukum, Ólaf Ólafs
son, í hans stað. Verður þetta
jafnframt fyrsti landsleikur
Ólafs, sem hefur undanfarin
ár verið meðal okkar heztu
handknattleiksmanna og átt
drjúgan þátt í velgengni
Haukanna í íslandsmótunum
í handknattleik.
f gær náðum við tali af Ól-
afi, á vinnustað, en hann er
matsveinn í Straumsvík.
— Það kom mér sannar-
lega óvænt að vera valinn í
landsliðið núna, sagði Ólafur,
— þar sem ég hef fremur lít-
ið getað æft með því. Ég var
boðaður á landsliðsæfingar í
haust og æfði allvel fram að
áramótum, en varð þá að
hætta æfingum um sinn,
Ólafur Ólafsson
vegna vaktavinnunnar sem
ég stunda, en núna hef ég
svo hafið æfingar aftur.
— Ég byrjaði í handbolta
með þriðja flokki Hauka, en
hætti síðan með þeim um
skeið, er ég var norður á Ak-
ureyri, en þar æfði ég og
keppti með 2. deildar liði Ak
ureyringa eitt ár.
— Þetta verður náttúr
lega allt öðru vísi, en að
leika handknattleik með
Haukum. Mér lýst mjög vel
á taktikina sem landsliðið er
með, en er hins vegar ekki
mikið inn í henni. Þá kemur
það ef til vill til með að há
mér nokkuð hvað ég þekki
strákana lítið. Hef varla spil
að með þeim áður, nema þá
Stefáni, en það er mjög gott
að leika handknattleik með
honum.
— Leikurinn legst bara vel
í mig. Ég verð sjálfsagt tauga
óstyrkur þegar dregur nær
honum. En við ættum að eiga
alla möguleika á að vinna
hann, og vonandi verður sú
raunin á.
Nýir menn reyndir í landsliðinu
NK. SUNNUDAG leikur knatt-
spyrnulandsliðið æfingaleik við
KR. Verður leikurinn á Vals-
Vellinum og hefst kl. 13,30, eða
•hálftíma fyrr en venjulega vegna
handknattleikslandsleiksins, sem
fram fer seinna um daginn. Verð
•ur landsliðið að þessu sinni KR-
inga laust, samkv. sérstakri ósk
KR-inga. Verður liðið sem ein-
valdurinn valdi, þannig skipað
á sunnudaginn:
Jóhannes Atlason, Fram. Þor-
steinn Friðþjófsson, Val. Baldur
Ccheving, Fram. Halldór Einars
son, Val. Guðnd Kjartansson,
ÍBK. Sævar Tryggvason, ÍBV.
Hreinn Eliiðason, Fram. Her-
mann Gunnarsson, Val, Sigurð-
ur Jónsson, Val. Ingvar Elísson,
Val.
Varamenn: Þorbergur Atlason,
Fram. Sigurður Albertsson, ÍBK
Helgi Númason, Fram. Reynir
Jónason, Val.
NK. SUNNUDAG leikur ungl-
ingalandsliðið í knattspyrnu æf-
ingaleik við Akurnesinga á Akra
nesi. Hefst leikurinn kl. 2.45.
Kl. 5 á sunnudaginn verður svo
haldinn unglingafundur á Akra
nesi, þar sem Árni Ágústsson,
Örn Steinsen og Helgj Daníels-
son munu kynna starfsemi knatt
spyrnusambandsins og knatt-
þrautir K.S.l.
Unglingalandsliðið er leikur
Fjórir leikmanna, þeir Baldur,
Halldór, Sigurður og Páll hafa
ekkd leikið með landsliðinu fyrr.
við Skagamenn verður þannig
skipað:
Sigfús Guðmundsson, Vík.
Björn Árnason, KR. ólafur Sig-
urvinsson, fBV. Magnús Þor-
valdsson Vík. Rúnar Vi'lhjálms-
son, Vík. Gylfi Gíslason, Self.
'Helgi Ragnarsson, FH. Jón Pét-
•ursson, Fram. Ágúst Guðmunds-
•son Fram. Marteinn Géirsson,
•Fram. óskar Valtýsson, ÍBV.
Varamenn: Hörður Helgason,
Fram. Sigurður Ólafsson Val.
Einar Gunnarsson, ÍBK. Pálmi
‘Sveihbjörnsson, Haukum.
Rafvirki ósknst strax
Föst vinna. — Tilboð sendist Mtíl. ásamt upplýsingum
um fyrra starf fyrir 28. janúar merkt: „Rafvirki —
6323“.
Unglingalandsliðið
Leikmaður
varð eftir
í U.S.A
ÞÝÐINGAR
Óskum eftir manni til þýðinga úr þýzku og ensku
í heimavinnu. Aðeins fólk með góða þekkingu kemur
til greina.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 27. þ.m. merkt:
„Heimastarf — 6174“.
Suðurnesjamenn — Suðurnesjamenn
Losum saltfarm í Keflavík um næstu mánaðarmót.
Væntanlegir saltkaupendur hafi vinsamlegast sam-
band við skrifstofu okkar, Garðastræti 3 sími 11120,
eða saltafgreiðslu okkar í Keflavík, sími 2740.
SALTSALAN SF.
KEFLAVÍKURÚTVARPIÐ
skýrði frá því I gær, að skóla-
stjóri Branydwina College
Bandarikjunum hefði veitt þær
upplýsingar að einn leikmanna
liðsins Sparta Prag, er lék hér
í desember og aftur í fyrrakvöld
hefði óskað eftir að gerast nem
andi skólans og þar með hætt
við að fara með liðinu til Ev-
rópu, og sagði skólastjórinn að
allt myndi verða gert til þess
að þetta yrði mögulegt fyrir
hann.
Þjálfari Sparta Prag vildi ekki
tala neitt um ástæðu þess að pllt
ur-inn varð eftir, en sagði, að
sér hefði verið kunnugt um að
10 klst. áður en þeir yfirgáfu
New York að skóiar í Banda-
Tikjunum hefðu sýnt mikinn
áhuga á að fá einstaka leikmenn
liðsins til þess að verða eftir.
Leikmaðurinn, sem eftir varð í
Bandaríkjunum, heitir Frantisek
Cikán, tvítugur að aldri og á
foreldra og sys’tkin á lífi í
Tékkóslóvakíu.