Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 1

Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 1
24 SIÐUR 36. tbl. 56. árg. FIMMTUDAGUR 13. FEBRUAR 1969 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bandar íkin gætu miöl- að málum í Nígeríu ef Nixon er nógu snar í snúningum, segir Ojukvu, leiðtogi Biaframanna — Bandarískur þingmaður í loftárás Samninganefndir útgerðarmanna og undirmanna ásamt Torfa Hjartarsyni. (Ljósm. Kr. Ben.) Lagos, Umuahia og London, 12. febr. — AP LEIÐTOGI Biaframanna, Oju- kwu ofursti, lýsti því yfir í dag, að Bandaríkin ættu þess kost að gerast beinn málamiðlari í borg- arastyrjöldinni í Nígeríu, en til þess að svo mætti verða, yrði Richard Nixon, Bandaríkjafor- seti, að vinda bráðan bug að því áður en stjóm hans verður líkt við stjóm Johnsons, fráfarandi forseta. — Þá greindu heimildir, sem venjulega eru áreiðanlegar, frá því að í gærkvöldi hefði bandarískur öldungadeildarþing- maður, Charles Goodell frá New York, lent í loftárás, sem gerð var á Annabelleflugvöll í Biafra. Heimildimar segja, að Goodell hafi átt að fljúga með vél frá Rauða krossinum tdl Dahomey, er flugvélar sambandsstjómar- innar í Lagos hafi gert loftárás á Annabelle. Goodeil mun ekki hafa meiðst. Sagt er að hann Framhald á bls. 5 Samkomulagið staðfest í Vestmanna- eyjum, Akranesi og Grundarfirði Allsherjaratkvœðagreiðslu í Sjómannafélagi Reykjavíkur lýkur í dag — Sjómenn í Grindavík samþykkja samningana — Fundir og atkvœðagreiðsla hjá yfirmönnum SAMKOMULAGIÐ í sjó- mannadeilunni var staðfest á fundum sjómanna og útgerð- armanna í Vestmannaeyjum í gær og ennfremur hafði það verið staðfest á Akranesi og Sjólfboðdliðar? Kaíró, 12. febr. — AP YASSER Arafat, leiðtogi skæru- liðasveita Palestínuaraba, sagði í dag að ungir hollenzkir og fransk ir menn berðust með sveitunum sem sjálfboðaliðar ásamt öðrum sjálfboðaliðum frá Egyptalandi, Líbanon, írak og Sýrlandi, gegn fsraelsmönnum á svæðum þeim, sem fsraelsmenn hefðu hertekið. Ekki veitti Arafat nánari upp- lýsingar um málið, en hafði þetta að segja í viðtali í egypzka sjón- varpinu. Grundarfirði og hjá sjómönn um í Grindavík. Allsherjar- atkvæðagreiðsla hófst í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur í gærkvöldi og lýkur henni í dag. Þrír bátar réru þegar í gær- kvöldi frá Grundarfirði og höfðu yfirmenn þar fengið heimild til þess að fara út, þótt miðlunartillaga sátta- semjara í deilu útgerðar- manna og yfirmanna komi ekki til atkvæða fyrr en í dag. Yfirmenn greiða hver í sínu félagi, atkvæði um miðl- unartillöguna, en heildar- atkvæðamagnið úr öllum félögunum verður síðan lagt saman og telst tillaga sam- þykkt, ef meirihluti þess at- kvæðamagns er henni fylgj- andi. Gert er ráð fyrir, að fund- um í félögum sjómanna og útgerðarmanna verði lokið í dag, þannig að vekfallinu verði aflýst í kvöld, ef sam- komulagið verður alls stað- ar staðfest og miðlunartillag- an samþykkt í félögum yfir- manna. Á fundi Sjómannafélags Reykjavíkur í gær, gerðu for- svarsmenn félagsins grein fyrir samningunum og lýstu stuðningi Framhald á hls. 5 BARG LIFI50 HERMANNA Saigon, 12. febrúar — NTB KLDSNÖGGUR ofursti í herliSi Bandaríkjamanna í Suður-Viet- nam bjargaði í dag lífi 50 her- manna. Hefði hann hikað örfáar sekúndur, hefðu þeir sennilega allir misst lífið. Oetta átti sér stað, er Vietcong menn festu öfluga hleðslu af sprengjukvoðu á strætisvagn, sem var fullur af bandariskum hermönnum. Skjótari en elding þreif Harold Keeling ofursti í hleðsluna, reif hana lausa og kastaði henni burtu. Er hún sprakk, var strætisvagninn kom- inn tvö hundruð metra burt. Vietnamskt barn, sem var að leik þar hjá, særðist, en allir bandarísku hermennirnir sluppu ómeiddir. Þá festu skæruliðar kommún- ista einnig veski fullt af sprengj- um við hjól á strætisvagni fyrir utan herbúðir bandariskra her- manna, en hermaður tók eftir þeim og gat fjarlægt sprengj- urnar. Kveikiþráðurinn var þannig tengdur við hjól bifreið- arinnar, að sprengjurnar hefðu sprungið sama augna'blik og bif- reiðin hefði farið af stað. Wilson styður ákvörðun vestur-þýzku stjórnarinnar Yfirmaður herliðs Varsjárbanda- lagsins komin til A-Berlínar Bonn, Berlín, 12. febrúar NTB-AP 9 Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, lýsti í dag yfir fullum stuðningi sínum við þá ísraelsmenn skjóta niður sýrlenzka orrustuþotu Flugmaðurinn komst lifandi af Tel Aviv og Damaskus 12. febrúar, NTB, AP. ísraelsikar orrustuþotur skutu niður sýrlenzka orrustuþotu af rússncsku geröinni MIG-21 í loftbardaga yfir Golanhæðunum í dag. Skýrði ísraelski flugmað- urinn frá því, að hann hefði séð sýrlenzka flugmanninn skjóta sér út í fallhlíf og lenda örugg- lega Sýrlandsmegin við vopna- hléslínuna. Talsmaður ísraelsstjórnar skýrðj frá því í dag, að sýr- lenzka þotan hefði farið inn yfir ísraelskt landsvæði í norðaustur- horni landsins ásamt annarri sýrlenzkri orrustuþotu. Hefðu þær augsýnilega verið þarna á ferð í því skyni að taka loft- myndir af hernaðarmannvirkj- um Ísraelsmanna á þessu svæði. f Damaskus sagði talsmaður Sýrlandsstjórnar, að orrustuþot- urnar tvær hefðu einungis verið Framhald á bls. 5 ákvörðun vestur-þýzku stjórnar- innar að láta næstu forsetakosn- ingar Sambandslýðveldisins Þýzkalands fara fram í Vestur- Berlín, en forsetinn er kjörinn af þingi landsins. Áður hafa aust ur-þýzk yfirvöld sett ferðabann á vestur-þýzka þingmenn, þann- ig að þeir geta ekki komizt land- leiðis til Vestur-Berlínar. • Austur-þýzka stjómin sendi í dag formleg tilmæli til stjórna Bandarikjanna, Bretlands og Frakklands um að koma í veg fyrir, að nýr forseti Vestur- Þýzkalands verði kjörinn í Vest- ur-Berlín. Hefur verið hafin geysileg áróðursherferð í blöð- um, útvarpi og sjónvarpi í Aust- ur-Þýzkalandi gegn þessum for- setakosningum, sem fram eiga að fara 5. marz nk. • Ivan Jakubovski, yfirmaður herliðs Varsjárbandalagsins, er kominn til Austur-Berlínar og þykir það benda til þess, að her- æfingar séu í vændum á svæðinu í grennd við Berlín og í vestur- hluta Austur-Þýzkalands. Samkvæmt frásögn austur- þýzku fréttastofunnar ADN, var sendiráðum Bandaríkjanna og Bretlands í Prag og franska sendiráðinu í Varsjá afhent sam- hljóða orðsendingar, þar sem skorað var á ríkisstjórnir þess- ara landa að gera ráðstafanir til þess að hindra forsetkosningarn- ar í Vestur-Berlín. Segir í þess- ari orðsendingu meðal annars, að ráðandi aðilar verði að taka á sig fulla ábyrgð á þeim aðgerð- um, sem Austur-Þýz.kaland verði neytt til þess að gera til þess að tryggja frið og öryggi. Segist austur-þýzka stjórnin vona, að bandaríska stjórnin muni í samræmi við skuldbind- ingar sínar samkvæmt Potsdam- Framhald á bls. 5 I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.