Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.1969, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969. Rætt um korninnflutnings- stöð í Sundahöfn — 24 kornturnar og blöndunarstöðvar UMRÆÐUR fara nú fram um korninnflutningsstöð í hinni nýju Sundahöfn. En á garðinum, sem gengur út í Sundið, er möguleiki til að byggja allt að 24 kornturna, sem taka 500 tonn hver ,og yrði garðurinn þá lagð- NOKKRAR umræður urðu á Al- þingi í gær um kærumál á hend- ur forstöðumanni vinnuhælisins á Litla-Hrauni. Sagði Jóhann Hafstein dómsmálaráðherra í svari sinu við framkominni fyr- irspum frá Ágústi Þorvaldssyni, að kvörtunarbréf nokkurra starfs manna á Litla-Hrauni hefði ver- ið ítarlega kannað, en að þeirri könnun lokinni hefði ráðuneytið ekki séð ástæðu til að aðhafast frekar í málinu. Ráðherra sagði, að vissulega væri ekki hér um neitt pukur- mál að ræða. Morgunblaðið hefði skrifað um þetta mál, og í til- efni þeirra skrifa hefði ráðu- neytið gefið út yfirlýsingu og leiðrétt misskilning og missagn- ir er fram komu í fréttum. Sagði ráðherra, að skrif Morgun- blaðsins, væru því miður ekki fallin til þess að bæta úr skák í máli þessu. í framsöguræðu sinni gat Ágúst þess, að hann flytti þessa fyrirspurn, vegna beiðni frá mörgum aðilum. Sagði hann að kæran hefði vakið mikla athygli fyrir austan Fjall og væri mikil ólga út af þessu máli í næsta ná- grenni sitaðarins. Þá ræddi Ágúst ur undir slíka starfsemi og nefnd ur Korngarður. Gunnar Guðmundsson, hafnar- stjóri, skýrði Mbl. svo frá, að allt frá því að Sundahöfn var fyrirhuguð hefði verið rætt um möguleika á að koma þar upp fantgelsismálin almennt nokkuð, og sagði að brýna nauðsyn bæri til úrbóta á því sviði. Gerði hann fyrirspum til ráðherra, um hvað framundan væri í fangels- ismálefnunum. Jóhann Hafstein dómsmálaráð herra svaraði fyrirspurnunum. Sagðist hann geta upplýst að fang elsismálin hefðu verið til ítar- legrar athugunar í dómsmáia- ráðuneytinu og við afgreiðslu fjárlaga hefði verið veitt til þeirra auknu fé. ítarleg áætlun hefði verið gerð um aukningu fangelsisrýmis og væntanlegar aðgerðir í þeim efnum. Mál þessi yrðu fyrst rædd innan rík- isstjórnarinnar, og þegar ákvörð un hefði verið takin þar, væri ekkert því til fyrirstöðu að gera Alþingi grein fyrir þeim. Ráðherra svaraði síðan þeim fyrirspumum er þingmaðurinn hafði lagt fram á þingskjali: Hvað hyggst dómsmálaráðherra gera viðvíkjandi kæru, sem hon- um hefur borizt frá nokkrum Starfsmönnum á Litla-Hraiuni um mieint misferli forstöðumanns vinnuhælisins, Markúsar Einars sonar. Framhald á bls. 23 korninnflutningsstöð. Og nú færu einmitt fram miklar um- ræður um þetta. Hefðu korn- innflytjendur mikinn áhuga á málinu, en núna snerust umræð- ur aðallega um möguleika á að afla fjármagns. Sú hugmynd er uppi, að reisa 500 tonna korntuma á fyrrnefnd um garði í Sundahöfn. Yrði korn flutt laust í skipum og dælt upp í tumana með dælu úr landi. Áð- ur hefur laust korn verið flutt með skipum til landsins og þá dælt á bíla og ekið í burtu. Nú er hugmyndin að þær fóður- blöndunarstöðvar, sem reknar eru hér, fengju aðstöðu til blönd unar í nágrenni við turnana. Að slíku fyrirkomulagi væri mikið hagræði og verulegur sparnaður, að því er hafnarstjóri tjáði Mbl. Kom er mun ódýrara laust í afgreiðslum erlendis, flutningsgjald er lægra fyrir ósekkjað korn og svo sparast i uppskipun og akstri hér. Tregt hjó Grindo- vikurbntum NOKKRIR bátar hafa róið frá Grindavík. Hefur afli verið held- ur tregur, og gæftir stopular, svo róðrar eru ekki margir. Nokkuð af aflanum hefur farið til vinnslu í frystihúsin á staðnum, en nokkuð verið flutt til Reykja- víkur. Telpn fyrir bíl NÍU ára telpa, Guðný Svana Harðardóttir, Austurbrún 6, varð fyrir bíl á mótum Hverfisgötu og Vatnsstígs í gær. Hlaut hún áverka á höfði og einnig kvart- aði hún um eymsl í baki. Hún var flutt í Slysavarðstofuna. Fólksbíl var ekið austur Hverf isgötu, þegar litla telpan hljóp skyndilega norður yfir gatnamót in og varð fyrir bílnum. Umræður um kæru- mál á Litla-Hrauni Samkomulagi fagnað — Rœtt við forustumenn sjómanna og útgerðarmanna MBL. sneri sér í gær til nokkurra forustumanna þeirra samtaka, sem aðild áttu að sjómannadeilunni og leitaði álits þeirra á niðurstöðum samningavið- ræðnanna. Fara svör þeirra hér á eftir: Agúst Flygenring, formað- ur samninganefndar útgerð- armanna: — Það eru vitanlega allir fegnir að málfð er nú til lykta leiitt, og róðrar geta hafizt. Ég tel að sjómenn hafi með þessum samnmgum fengið veigamikla kjarabót, þótt hún komi ekki fram á þessu ári. Fiskverð kemur einnig til með að hækka, og þamnig fá sjómenn hækkanir í krónu- tölu, sem svarar til þeirra hækkana, sem aðrir lands- menn hafa fengíð með vísi- tölubótum. Það var vissulega fyrir hendi vilji hjá útvegs- mönnum að sjómemnimir fengju eirns mikla kjarabót og mögulegt var, en hins vegar verður að segja það, a’ð eftir þessa samninga líta útvegs- menn ekki björtum augum á framtíðima. Ákvörðunin um Mfeyrissjóðinn kemur til með að leggja þurvgar kvaðir á þá, en gefið var tveggja ára að- lögunartímabil og er það at- riði, sem er mikils virði fyrir okkur. Verkfallið hefur vitam- lega valdið miklu tjóni, og nú eins og ævinlega hefðu laun- þegar þurft að beita verkfalls vopninu með gát. GuSmundur H. Oddsson, formaður Farmanna- og fiski- mannasambandsins: — Mestur tími samnimga- viðræðnanna fór í að finna mögulegan grundvöll fyrir líf eyrissjóðsstofnun sjómanna. Slík sjóðsmyndun hefur verið 20 ára baráttumál skipstjórn- armanna og vissulega kemur hann til með að verka sem kjarabót. Ætlunin er, að sjóðs greiðslurnar séu miðaðar við vissa upphæð, en ekki afla- hlut eins og hjá togarasjó- mönnum. Hann tekur líka gildi í áföngum 40% árið 1970, 80% árið 1971 og að fullu 1972. Atkvæðagreiðslur um tillögu sáttasemjara hófust hjá félög- unum úti á landi í gær og í dag verða fundir hjá Skip- stjórnar- og stýrimannafélag- inu Öldunni í Reykjavík, Vél Stjórafélagi fslands, Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Báru í Hafnarfirði og Skip- stjóra- og tsýrimannafélaginu Vísi í Keflavík. Við munum reyna að flýta talningu at- kvæða, sem fer fram sameig- inlega fyrir öll félögin, þann- ig að henni verði lokið í kvöld. Pétur Sigurðsson, ritari Sjó- mannafélags Reykjavíkur, sagði: — Ég fagna því mjög að samningar hafa tekizt 'og þakka það fyrst og fremst þeim mönnum, sem hafa starf að að samningunum. Af hálfu Sjómannafélags Reykjavíkur hafa það verið Jón Sigurðs- son og Sigfús Bjarnason. Mið- að við þær aðstæður, sem skapast hafa, tel ég, að stigið hafi verið stórt spor í þá átt að ná fram kröfum, sem sjó- menn hafa barizt fyrir í ára- tugi, en ég vil leggja áherzlu á, að sjómenn tóku á sig veru- legar fórnir fyrir jól. Sigfús Bjarnason hjá Sjó- mannafél. Reykjavíkur sagði: — í samninganefndinni var mjög gott samstarf. Hins veg- ar var minna samband við samninganefnd yfirmanna en æskilegt hefði verið og tel ég það miður farið. Ég tel, að töluvert hafi áunnizt í þeim tveimur höfuðmiálum, sem lengi hefur verið barizt fyrir, þ.e. aðild að lífeyrissjóði og greiðslu á fæðiskostnaði. Ég vona, að félagsmenn okkar skilji, að ekki er hægt að koma öllu fram í einu, en þetta er góður áfangi. En ég vil einnig undirstrika, að sjó- menn hafa tekið á sig geysi- iegar fórnir. Verksummerki eftir þjófana í Frigg. Þjófarnir unnu stórkostleg spjöll — í 3 fyrirtœkjum i Carðahverfi BROTIZT var inn á þremur stöðum í Garðahreppi í fyrrinótit og stórkostleg spjöll unnin, án þess að þjófarnir hefðu anniað upp úr því en fyrirhöfninia. Mestar skemmdir urðu í Sápugerðinni Frigg, þar sem logsoðinn var upp peningaskápur og brenndar upp hurðir og hirzlur og munu þjóf- arnir hafa kveikt í við þá iðju og dreift síðan úr slökkvitækjum um allt. Hefur orðið þarrua tug- þúsundatjón. Einnig höfðu þjóf- arnir brotizt inn í Fappaverk- smiðjuma við Reykjanesbnaut, og í Garðahverfi í vélsmiðjuma Héðin og valdið spjöllum. f gærkvöldj var búið að hand- taka tvo tvítuga pilta, sem ját- uðu á sig verknaðinn. Það var ljóit aðkoma hjá starfs fólki sem kom á þessa vinnu- fltaði í gærmorgun, sagði Svieinn Bjömsson, rannsóknarlögreglu- maður í Hafnarfirði, en hann var í gær að vinna að rannsókn þessa máls. Fyrst er talið að þjófarn- ir hafi komið í Pappaverksmiðj- una, þar sem þeir reyndu að sprengja upp peningaskáp með slaghömrum og exi. Tókst þeim það ekki, en þeir eyðilögðu skáp inn, auk þeaa sem þeir brutu rúður og sprengdu upp hurðir. Þá hafa þeir líklega lagt leið sína í Sápugerðima Frigg, þar sem þeir brutu gat á plasthurð og komust síðan að smekklás fyrir útihurð og komust inn á lagerinn. Farið var í gegnum verksmiðjuna í skrifstofuna, þar sem brotnar voru upp tvær hurð ir og skúffur í öllum skrifborð- um. Þarna eru tveir peningaskáp ar. Var anmar ólæstur, ein hinn lokaður. Hafa þjófarnir þá sóibt logsuðutæki í verksmiðjuna og flutt þau inn í skrifstofuna, þar sem þeir brenndu stykki úr bak hlið skápsins. Við það virðast þeir hafa kveikt í húsinu, en sóttu þá slökkvitæki og tókst að slökkva eldinn, og sprautuðu slökkvilegi um allt. Engin pen- ingar voru í skápnum, en skjöl skemmdust. Þá notuðu mennirnir logsuðu- 'tækin við skjalciskáp og hafa brugðið logsuðutækjunum á sam lagningarvél á borðiniu og eyði- lagt hana, einnig á plastbrúsa á hillum. Þarna voru litlir peninga kassar, sem þeir náðu upp með fyrirhöfn, en í þeim voru engin peningar. Þá lögðu þeir leið sína á rannsóknarstofuna, og sprengdu upp kassa. Eftir þetta virðast mennimir hafa lagt leið sína í vélsmiðju Héðins í Garðahverfi, þar sem þeir sprengdu upp hurð og brutu rúður og höfðu heldur ekk ert upp úr krafsinu. Grikklandshreyfingin vill vísn Grikkjum úr Evrópurúðinu MBL. barst í gær eftirfarandi áskorun, sem Grikklandsihreyf- ingin sendi ríkisstjórninni: „Þrátt fyrir einlægar áskoran- ■ir lýðræðiisþjóða tii herforingja- sitjóirnarinnar í Grikklandi hefur hún ekki sýnit nokkum lit á að beina stjómarfari þar í lýðræð- is- og þingræ'ðisótt. Hún hefur sannarlega brotið gegn mannrétit indasátitmáa Evrópu frá 4. nóvl. 1950 og viðbótarsamningnum um mannréttimdi frá 20. marz 1952. Með þessu háttalagi hefur grískia herfaringjastjómin sýnt fyrirlitningu síina á Evrópuráðinu og tilganigi þess. Fyrir því skorar íslenzka Grikklandshreyfingin á háttvirta ríkisstjóm að fylgja eftir áskorun ráðgjafaþings Evrópuraðsins um að vísa Grikkliandi úr Evrópuráð inu.“ Frétfcatilkynningunni fylgdi yf irlýsing frá Andreasi Papan- dreou, sem ræðir þá kosti, er ráð gjafaþing Evrópuráðsina eigi nú völ á, er það þarf að ákveða hvort það reki einræðisstjórn grísku ofurstanma úr samfélagi lýðræð- isþjóðanna í Vestur-Evrópu. Það eigi þrjá möguleika: að reka of- urstana úr samtökunum, reka þá ekki úr samtökunum eða gefa þeim enn einu sinni frest til að færa sönnur á góðan vilja. Tel- ur Papandreou tvo seinni kost- ina óhæfa, en með því að velja fyrsta kostinn og reka grísku stjómina úr Evrópuráðinu stað- festi það gildi lýðræðisstofnana og raunhæfni þeirra verðmæfca sem fólgin séu í stofnskrá sam- takanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.