Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 3

Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 3
MORGUNB'LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969. 3 Ábyrgðailaus ræddi næst við okkur. Hann sagði: — (Mörgu er ábótavant. Kjaftafögin svokölluðu, þ. e. lesgreinarnar s. s. eins og landafræði, saga og náttúru- fræði taka 7 stunda rúm í stundatöflu hverrar viku og hafa allar sérstaka einkunn. Stærðfræði, sem einnig tekur 7 stundir hefur aðeins 1 eink- Einar Páll Smith. unn. Fólk, sem þannig er af guði gert, að það getur lært staðreyndir líkt og vélar hlýtuæ að hafa mikið betri að- stöðu til náms, en sá aðili, sem er stærðfræðilega sinn- aður og vill fremur skilja, en læra utanbókar. — >á er próffyrirkomulag- ið. >að mætir harðri mót- spyrnu. Ákveðið hefur verið að ekki verði samfellt upp- lestrarfrí í vor, heldur verði 4 til 5 daga upplestur fyrir hverja námsgrein. Þá sætir einkunnargjöfin og harðri gagnrýni. — Það þarf að breyta öllu skólakerfinu gagngert. Þetta smáræði, sem gert var er mjög umdeilt, einkum hin nýja einkunnargjöf. — I mínum skóla hefur skólastjórinn verið mjög skiln ingsríkur og hefur hann rætt við okkur um þessi mál. Það hafa kennararnir einnig gert og mér finnst þeir vera mjög jákvæðir, en mér skilst á ýmsum að annað sé uppi á teningnum í hinum skólunum. — Þá laragar mig til að minn ast á bókasöfn skólanna, sem eru ekki tiL Það þarf að koma Framhald á bls. 17 Gremjan leynir sér ekki f fyrrinótt náðust samningar við undirmenn á fiskiskipaflot- anum og lögð hefur verið miðlunartillaga fyrir yfirmenn. Síðustu 2—3 sólarhringana hefur verið Ijóst, að stefna mundi að lausn þessarar vinnu- deilu. Viðbrögð Framsóknar- manna og kommúnista við þeim tíðindum hafa verið afar athygl- isverð. Á mánudagskvöld var talið líklegt að fram kæmi sátta- tillaga frá sáttasemjara. Daginn eftir birti Tíminn frétt þar sem segir m.a.: „Á sáttafundi, sem hófst í gærkvöldi og stóð fram undir morgun mun sáttasemjari hafa kannað afstöðu deiluaðila til meginefnis hugsanlegrar sátta tillögu. Munu fulltrúar sjó- manna telja þau meginatriði mjög nálægt afstöðu útgerðar- manna til deiluaðila. Töldu þeir að ekkert það hefði komið fram sl. nótt sem benti til þess að á leiðinni væri sáttatillaga, sem kæmi það langt til móts við kröf ur sjómanna, að hægt væri að mæla með samþykkt liennar“. Þegar blaðamaður Tímans skrif- aði þessi orð á mánudagskvöld var engin sáttatillaga komin fram og vangaveltur blaðsins um efni hennar og afstöðu sjó- manna til hugsanlegrar sáttatil- lögu voru augsýnilega hafðar uppi í því skyni, að reyna að fá sjómenn til að fella sáttatillögu, sem fram kæmi með því að varpa rýrð á hana fyrirfram. Sáttatillagan kom aldrei fram vegna þess að samningar náðust en engum blandast lengur hugur um, að Framsóknarmenn hafa átt þá ósk heitasta að sjó- mannaverkfallið héldi áfram, jafnvel þótt það hefði í för með sér atvinnuleysi þúsunda verka- fólks um land allt. Sem fyrr setja þeir skyndihagsmuni Framsókn- arflokksins ofar þjóðarhag. | Kommúnistar daprir Kommúnistablaðið í gæ* óar þess glögg merki, að mikil sorg ríkir á ritstjórnarskrifum blaðs- ins yfir því að sjómannadeilan er að leysast. í frétt um að samn- ingar hafi tekizt við háseta segir blaðið m.a.: „Eins og sjá má hafa útvegsmenn ekkert gefið eftir í þessu samningaþófi. Er nú eftir að sjá hvort þetta samkomulag samninganefndanna um kjör bátasjómanna nær fram að ganga í félögunum". Hér er annars vegar reynt að varpa rýrð á samn inga þá, sem fulltrúar sjómanna hafa náð og hins vegar skín í gegn sú óskhyggja að samkomu- lagið verði fellt í félögunum. í náhorni kommúnistablaðsins í gær er einnig leitast við að draga úr tiltrú sjómanna á samningana. 8TAKSTEII\!AR LANHSPRÓFSNEMAR efndu til ráðstefnu í Lídó í gær um menntakerfið í heild og ýmsa annmarka á Landsprófinu sem slíku. Ráðstefnuna sitja tveir fulltrúar úr hverjum landsprófsbekk og er ætlun nemendanna að ýta á eftir kröfum, sem settar voru fram í fyrra. Nemendurnir ein- skorða sig ekki við landspróf- ið sitt, heldur bera fram kröfur á sem breiðustum grundvelli nreð skólakerfið allt í huga. Þá gagnrýna nem- endurnir einnig mjög harð- lega þær breytingar, sem gerðar hafa verið, s. s- að gefa Frá fundi landsprófsmanna í Lídó í gær. — Ljósm.: Sv. Þorm. Landsprófsnemar gagn- rýna skólakerfið — RáSstefna um hvað skuli gera í Lídó í gœrkvöldi einkunnir í heilum tölum og að próf í einni námsgrein sé fellt niður að vori, án þess að nemiendum sé kunnugt um, hvaða grein það sé. Ráðstefnan samþykkti álykt <un um úrbætur og einnig var tekin ákvörðun um það hvort landsprófsnemar skuli taka þátt í fyrirhugaðri kröfu- göngu menntaskólanema, á laugardaginn kemur. Tilgang- ur ráðstefniunnar er að sam - ræma stefnuna og skipuleggja baráttuna fyrir bættri náms- tilhögun. Morgunblaðið ræddj í gær við nokkra fulltrúa á ráð- stefnunni. Fyrst ræddum við Jens Rúnar Ingólfsson, nem- anda í landsprófsdeild Gagn- fræðaskóla Austurbæj ar. — Hann sagði: — Ráðstefna þessi er til þess að samræma stefnu okk- ar. Mikillar óánægju hefur gætt með einkunnargjöf þá, sem nú hefur verið tekin upp, en hún felst í því að eink- unnir eru einungis í heilum tölum og aðaleinkunn með aukastaf. Nemandi, sem fær t. d. ágætiseinkunnina 9,4 fær í því tilfelli sömu einkunn og nemandi, sem aðeins hlýtur einkunnina 8,6 — það er 9,0. Þetta finnst mér óréttlæti og dregur betri nemandann nið- ur í einkunn, en kemur hin- um til góða. Á þessum nem- endum, sem í rauninni er mikill munur, verður enginn munur í einkunnargjöf. — Við spyrjum skólastjór- ana, hverju þetta sæti, en fá- um ávallt þau svör, að hér sé um ákvörðun Landsprófs- nefndar að ræða og ekkert sé við því að gera. Einnig á að fella niður próf í einni grein í vor, án þess þó að við vit- um, hver hún er. Þetta finnst mér fáránlegt og óréttlátt. Hins vegar yrði það stórt spor Nemandi sem missir kannski sitt uppsláttarfag getur hæg- lega fallið á prófinu og ef hann ákveður að reyna aftur við prófið er sparnaðurinn harla lítill fyrir þjóðfélagið. — Ýmislegt fleira kemur inn í þessa mynd. Sumir skólastjórar skilja okkur ekki. Þeir eru af kynslóð, sem er of fjarri okkur. T. d. reynist okkur oft erfitt að háldr skóladansleiki, þar gem skóla- stjórinn álítur að aðrir aðilar uppfylli Þá þörf til fullnus’fcu, það borgaði sig ekki að halda skólaböll. — Þá vildi ég drepa á Jens Rúnar Ingólfsson. Páll Hermannsson. í rétta átt, sé nemandanum tilkynnt hver greinin er eða þá hann fær sjálfur að velja hana. Hann getur þá lagt meiri áherzlu á þær grein- ar, sem hann hefur meiri áh'Uga á. —' Við höfum heyrt því fleygt að hér sé um sparnað- aráform einhvers konar. Ég skil ekki slíkan sparnað. — Hjördís Smith. kennslubækurnar. Þær eru ekki allar sem beztar, gamlar og úreltar. Landsprófið sem slíkt er raunar úrelt, en ég geri mér þó ljósar grein þess að það þurfi að vinza úr. En í rauninni fáum við lítið að vita um landsprófið og kenns'luhætti. — Ætlunin var að kjósa fulltrúa á þessa ráðstefnu, en allir skólastjórarnir snérust öndverðir gegn því nema skólastjóri Hagaskóla. Það var því eini skólinn, sem fékk að kjósa sér fulltrúa. Alla aðra fulltrúa varð að skipa með hliðsjón af nem- endakosningum í haust. Skóla stjórarnir eru alltof íhalds- samir. Páll Hermannsson, fulltrúi landsprófsnema í Hagaskóla leikur FYRIR ÞÚSUND KRÚNUR á mánuði og þúsund kr. útborgun getið þér fengið SÍRI svefnsófann sem tvímælalaust er vandaðasti svefnsófi, sem framleiddur er í dag. Þér getið valið um 70 mismunandi liti og áklæði á þennan sófa. Stólar fást í stíl. * i Simi-22900 Þegar Alþingi kom saman á ný á dögunum kepptust þingmenn Framsóknarmanna og kommún- ista um að lýsa yfir sérstökum vilja sínum til þess að stuðla að lausn sjómannadeilunnar. Ákafi þeirra var svo mikili að það eitt nægði til þess að vekja grun- semdir um að ekki væri allt með felldu. Skrif blaða þess- ara flokka síöustu daga hafa algjörlega staðfest það sem áður var vitað, að kommún- istar og Framsóknarmenn gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að spilla fyrir sáttum. Enn einu sinni hafa þeir leikið ábyrgðar- lausan leik með hagsmuni þjóð- arinnar, en að þessu sinni á óvenjulcgum alvörutímum. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.