Morgunblaðið - 13.02.1969, Side 4
4
MORGUNRLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969.
BÍUUEIGANFALURhf
carrental service ©
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLAR
1969 Toyota Corona 5 þ. km.
1969 V.W. 1200 3 þ. lun.
1968 Plymouth nýr, skipti ósk
ast á nýl. EvrópubíL
1968 Opei Rekord Coupé.
1968 Fiat 1100 8 þ. km.
1967 Fiat 850.
1967 Ford Fairline 500.
1967 Plymouth Satellite.
1966 Mustang Fastback.
1967 M. Benz 220-S.
1960 os ’66 V.W.
1963 Saab, rauður.
1967 Landrover B.
1967 Willy’s jeppi m/DS húsi.
1967 Gas m. disil og blæjum.
Jeppar í úrvalL
ftll IA | BÍLASALAN
fltl IH
Skúlagata 40 við Hafnarbíó.
S. 15014 — 19181.
VERIÐ VISS UM
AÐ ÞAÐ SÉ
VALE
Kúlu- og klinkuskrár
Smekklásar
Hurðardælur
J. Þorláksson
£■ Norðmann hf.
0 fslenzkir kvenbúningar
afskræmdir á leik-
sýningn
„Kæri Velvakandi!
Ég fór að sjá Galdra-Loft hjá
Leiksmiðjunni nú fyrir stuttu.
Einn hlutur skyggði mikið á
heildaráhrif þessarar leiksýning-
ar. Búningamir, sem Steinunn og
Dísa eru látnar klæðast, eru svo
ósmekklegir og mikil skömm, að
vonandi lætur þessi ágæti flokkur
ekki slíkt sjást 1 fleiri sjónleikj-
um.
Ég álít, að þegar sýnd eru göm
ul, íslenzk leikrit, sé eðlUegt, að
fenginn sé búningateiknari, sem
þekkingu hefur á klæðnaði íslend
inga fyrri alda. Erlendir búninga
teiknarar ættu sannarlega ekki
að fá starf við slíkt hér, nema
þeir hafi kynnt sér þessi mál
til hlítar. Það á ekki að koma
fyrir, að neinum léyfist að af-
skræma íslenzka þjóðbúninga, eins
og gert hefur verið í þessari sýn
ingu.
Bf flokkurinn hefur ekki haft
efni á þvi að fá rétta búninga
frá þvi tímabili sem leikurinn
gerist á, hefði hann að minnsta
kosti getað reynt að nota ódýr-
ustu gerð af búningum seinni
tíma, svo sem peysufötin frá 19.
öld, sem eru mjög fburðarlítil.
Þau hefðu ekki stungið eins í
augun og að taka sinn hlutinn
úr hverri búníngategund fyrir sig
frá því elzta til sfðustu ára, svo
sem satín-upphlutsbolur frá þess
ari öld. Svo að ekki sé minnzt
á alla nýsköpunina, sem höfð er
með.
Það munu margar íslenzkar kon
ur vera á sama máli og ég og
biðja þess, að annað hvort sjá-
ist islenzkur þjóðbúningur réttur
eða að öðrum kosti alls ekki.
Því miður veit fólk ekki, og
þá sérstaklega unga fólkið, hvem
ig fólk hefur klæðzt á 18. öld,
en „Gaidra-Loftur" mun látinn
gerast þá. Fyrir þá, sem vilja
vita það, má benda á tvær bæk-
ur, sem bera nafnið „öldin á-
*tjánda“ og gefnar eru út af
Bókaforlagi Iðunnar. Nánari upp-
lýsingar fengjust svo á Þjóðminja
safni íslands, þar sem búningar
og búningshlutar hafa varðveitzt.
§ Biskupsdóttirin
berhöfðaða
Kvenbúningur 18. aldar nefn-
ist faldbúningur og ber nafn sitt
af höfuðfatinu, sem nefnist krók-
faldur.
Upphlutsbolur var innan undir
alerma treyju, og hvít skyrta
upp í háls var undir bolnum.
Pilsið var sítt og gat verið með
röndum eða ýmiss konar mynztri
að neðan. Ef svunta var, þá var
hún alltaf síð.
En lítum nú á Steinunni og
Dísu í uppfærslu Leiksmiðjunn-
ar.
Báðar voru berhöfðaðar með
svart hárband og biskupsdóttirin
þar að auki með ennistopp nið-
ur i augu og lokka hringaða
fram við eyrun.
(Höfuðfat fylgir öllum íslenzík-
um kvenbúningum og oft það
fyrsta, sem konur létu á sig á
morgnana).
Báðar stúlkumar voru í upp-
hlutsbol utan yfir treyjunum, Stein
unn i boL sem náði niður á
mjaðmir utan yfir pilsið, en Dísa
í satínbol, svo flegnum, að hún
reimaði hann saman nokkru fyrir
neðan brjóstin, og fóðrið, sem fellt
er við bolinn að neðan, var utan
yfir pilsinu, (en á alltaf að vera
iranan undir). Smásvuntusnepla
höfðu þaer á maganum, og síðan
komu svört, síð pils með röndtun
að neðan, og hefðu þau getað
sómt sér á 18. öld. Pils Stein-
unnar var skemmt með því að
næla mislita tusku neðan á pilsið
að framan.
% Flegin var treyjan að
framan
Að lokum má geta þess, að
Tek veizlur
og önnur samkvæmi. — Uppl. í síma 18408.
Afgreiðsl usíarf
Rösk og ábyggileg afgreiðslustúlka, vön afgreiðslu,
getur fengið atvinnu í barna- og kvenfataverzlun 1
Miðbænum frá 1. marz n.k.
Umsóknareyðubiöð Mggja frammi á skrifstofu Kaup-
mannasamtakanna, Marargötu 2.
Höfum kaupanda að
5—6 herb. raðhúsi, einbýlishúsi eða sérhæð í Reykja-
vík, Kópavogi eða Garðahreppi. Þarf að vera tilbúin
undir tréverk og málningu eða lengra komið, jafnvel
fullkiárað. Mjög há útborgun og er hún eftir bygg-
ingarstígi hússins.
TRYGGINGAR OG FASTEIGNIR,
Austurstræti 10 A, 5. hæð,
sími 24850, kvöldsími 37272.
treyjan á Steinunnl var eins fleg
in að framan og unrat var og
engin skyrta innan undir. Dísa
hafði mjótt band um hálsinn, og
hékk smá, þrfhymd pjatla niður
úr því að framan og náði treyj
an upp að þvi.
Slík bönd bafa aldrei þekkzt
en hálsklútar voru notaðir ásamt
stífum kraga.
Fieiri skripi mætti nefna við
þessa búninga Leiksmiðjunnar, en
ég læt hér staðar numið, og vil
að lokum benda þessum leik-
flokki og öllum öðrum á sýningu
sem Þjóðminjasafn íslands efnir
til 22. febr — 9. marz.
Það verður sýning á islenzk-
um kvenbúningum frá 17. öld og
íram á okkar daga Jafnframt
kemur út bók um búningana, sem
£rú Elsa E. Guðjónsson, safnvörð
ur, hefur tekið saman.
fslenzkir leikarar! Leggið metn
að ykkar í að klæðast réttum bún
ingum við Islenzku leikritin!
Aðdáandi íslenzka þjóðbónings
ins“.
0 Fjöllin tóku jóðsótt, og
það fæddist lítil mús
Ofangneánda fyrirsögn setur
„húsfrú Málfríður" bréfi sínu, sem
hér fer á eftir.
„Velvakandi minn!
Um leið og ég sendi þér kveðju
Guðs og mína, langar mig til að
biðja þig um að ljá þessum lín-
um mínum rúm hjá þér.
Fyrir skömmu var hafin verð-
launasamkeppni um nafn á nýtt
æskulýðsheimili, þar sem var veit
ingahúsið „Lídó“. Árangurinn hef
ur nú verið birtur í blöðunum.
Tónabær skal það heita. Undar-
legt þykir mér, ef ekkert nýti-
legra hefur komi fram í öllum
þeim skara, sem Æskulýðsráði
Reykjavikur hefur borizt af nöfn
um. Nú er það vitað, að hér í
borginni eru til nöfnin Tónabíó,
Tjamarbær, Lindarbær og Miðbær.
Og nú á að fara að slengja þessu
saman. íslenzkukennararnir 1 út-
varpinu eru sf og æ að tönnlast
á orðfæðinni hjá okkur, en það
er eins og þeir fái litla áheyrn
Það er haldið áfram að gefa
verzlunum og samkomuhúsum
nöfn. Og það skeikar varia, að
þau séu látin enda á „ver“ kjör“
„garður" eða „bær“. Svona er nú
andagiftin. Hver apar eftir öðrum.
Einu sinni skrapp orðið „stað-
settur" út úr manni, sem var að
tala I útvarp, og viti menn. Það
var eins og fólk hefði gripið
guð í fótinn og síðan eru allir
hlutir staðsettir, og orðið notað í
tima og ótima.
Ég held, að við séum að verða
að einni allsherjar hópsál með
asklok fyrir himin. Nú vill borg
arráð breyta nafninu 1 „Hlíðabær"
en litið finnst mér það nú skárra.
Og hver á svo að fá verðlaun-
in? Skyldi það verða hann eða
hún, sem stakk upp á seirani hluta
nafnsins, þ.e. „bær“ og fá helm-
ing verðlaunanna fyrir frumleg-
heitin?
Ekki alls fyrir löngu tók sig
til kona af Kjalarnesi og gaf
félagsheimilinu í sveitinni sinni
nafnið „Fólkvangur“, þvert ofan
í öll „ver“ og „garða“. Þessi kona
hefði að mlnu viti átt að fá tvisv-
ar sinnum fimm þúsund krónur
verðlaun. Og ef ég væri karlmað
ur, og þekkti hana í sjón, skyldi
ég taka ofan fyrir henni í hvert
skipti sem ég sæi hana.
Með vinarkveðju,
húsfrú Málhiidnr'*.
0 Tónabær? Hlíðabær?
ÓIi Tynes skrifar:
„Það er oft erfitt að finna rétt
nöfn á hlutina, eins og sannast
í frétt á baksíðu Morgunblaðsins
hinn 6. þessa mánaðar. Þar er
sagt frá deilu æskulýðsráðs og
borgarstjórnar um nýtt nafn á
veitingastaðnum Lido við Skafta
hlið. Æskulýðsráð vill, að stað-
urinn heiti „Tónabær". Fljótt á lit-
ið virðist það snoturt nafn og lík
lega ekki óviðeigandi. En það
finnst manni bara þar til maður
heyrir tillögu borgarstjómar, —
hún vill, að húsið heiti „Hlíðabær“
Oft hef ég dáðst að stórkost-
legu auðugu imyndunarafli borg
arstjómarinnar, en aldrei held
ég að andríki hennar og yfiraátt-
úruleg snilld hafi komið eins vel
fram og í þessu nafnavali. Hverj-
um öðrum hefði getað dottið í
hug jafn frumlegt og ferskt nafn?
Mér finnst sjálfsagt að kveða nið
ur með harðri hendi allar mót-
bámr gegn þessari dýrlegu vitrun
borgarstjómainnar.
Óli Tynes".
0 Velvakanda er alveg
sama
Var það ekki þaning, að Æsku-
lýðsráði Reykjavíkur leizt einna
bezt á Tónabæ, en borgarráði á
Hlíðabæ? Síðan mun borgarstjóm
hafa ákveðið að láta þá, sem stað
inn sækja fyrstu vikuna, greiða
atkvæði tim endanlegt nafn, og
hafa þeir þá úr fleirum að velja
en þessum tveimur. Bæði nöfnin
eru ósköp sviplaus og Tónabæir
þar að auki eitthvað tilgerðarlegt
og órökrétt. Maður einn var upp-
nefndur „tóni“, og hafði nafnið
sómt sér á koti hans. Hlíðabær
hefur þó þann kost, að það er
látlaust og skýrir með nafni sínu,
hvar staðurinn er í borgirmi, á
sinn hátt eins og Tjamarbær.
Annars skal það skýrt tekið
fram, að Velvakanda er alveg
sama og lætur ekki draga sig út
í heiftúðugar deilur, sem skipta
borgurunum um þessar mundir í
tvær fjandsamlegar fylkingar.
KAU PMAN NASAMTÖK
ÍSLANDS
Creiðsla söluskatts
Athygli félagsmanna Kaupmannasamtakanna er hér
með vakin á því, að þar sem tollstjóraskrifstofan
er lokuð laugardagínn 15. febrúar, sem er síðasti
greiðsludagur söluskatts fyrir 4. ársfjórðung 1968,
að heimilt er að greiða söluskattinn með þeim hætti
að póstleggja ávísun í ábyrgðarbréfi laugardaginn
15. febrúar, enda taki viðkomandi verzlun kvittun
fyrir afhendingu bréfsins.
Stjórn Kaupmannasamtaka fslands.