Morgunblaðið - 13.02.1969, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969.
Sithole dæmdur í sex ára
fangelsi í Rhodesíu
Leiðtogi svartra Rhodesíumanna hafði þegar verið í varðhaldi
frá 1964 án þess að mál hans kœmi fyrir dómstól
Salis'bury, Rhódesíu 12. feb., AP.
Séra Nbabaningi Sithole, annar
tveggja helztu blökkumannaleið-
toga Rhódesiu, var í dag dæmd-
ur í sex ára fangelsi fyrir að
hafa hvatt til samsæris er mið-
aði að því að myrða Ian Smith,
forsætisráðlnerra landsins, og tvo
ráðherra í ríkisstjórn hans. Sit-
hole hefur þegar áfrýjað dómi
þessum.
Séra Sithole er leiðtogi hins
svonefnda Zimbabwe þjóðarein-
ingarflokks Afriku (ZANU), en
starfsemi flokks þessa hefur ver-
ið bönnuð í Rhódesíu og hefuT
Sithole verið í stöðugu varðhaldi
frá 1964.
Samkvæmt ákærunni gegn
Sithole um samsæri með morð
að markmiði og hann var sekur
fundinn um, hefði verið hægt að
dæma hann til lífláts.
í nóvember sl. ræddi George
Thomson, ráðherra sá í brezku
ríkisstjórninni, er fer með mál
varðandi Rhódesíu, við Sithole,
er sá fyrrnefndi var í heimsókn
í Salisbury og reyndi árangurs-
laust að binda enda á deilur
Rhódesíustjórnar og brezku
stjórnarinnar. Var þetta talið
benda til þess, að Bretar teldu
að Sithole væTi enn mikili á-
hrifamaður meðal svartra Afriku
manna í Rhódesíu.
í greinargerð fyrir dómi sin-
um, sem tók á fjórða klukku-
stund, sagði John Lewis, dómari,
að Sithole hefði lýst vilja sínium
með eigin játningu sinni, er
hann hefði sagt að hann væri
hlynntur hryðjuverkastarfsemi.
Enda þótt Sithole hafi síðar
óskað eftir þvi að draga þessi
ummæli sín til baka, „tel ég
engan vafa leika á, að samvizka
- ISRAEL
Framhald af bls. X
á æfingaflugi í grennd við
vopnahléslínuna, er ísraelskar
þotur hefðu ráðizt á þær aftan
frá og hafið skothríð á þær með
byssum sínum.
Sýrlenzka orrustuþotan er
fyrsta flugvélin frá Sýrlandi,
sem skotin hefur verið niður
síðan í leifturstríðinu sumarið
1967, er sýrlenzki flugherinn
missti alls 52 flugvélar. ísrael
tryggði ffér þá fullkomin yfirráð
í lofti með leifturárás á flug
velli Sýrlands, Egyptalands og
Jórdaníu þegar á fyrstu mínút-
um styrjaldarinnar og mikill
hluti herflugvéla þessara þriggja
landa var eyðilagður, áður en
flugvélarnar náðu svo langt sem
að komast á loft.
Við Súezskurð áttu sér stað
nokkur smáátök í dag, en allt
var með kyrrum kjörum með-
fram Jórdanánni. Fréttir bárust
hins vegar um, að arabískir
íbúar á svæðum, sem hernumin
eru af ísraelsmönnum, hafi
gripið til nýrra mótmælaaðgerða
í Ramallah, Nablus Jerúsalem
og Gasa.
hans bauð honum að svara svo“,
sagði dómarinn.
„Þessi játning hans mun verða
til þess að svipta hann þeim hjúp
guðhræðslu og friðarvilja, sem
hann hefur reynt að sveipa sig “
Dómarinn sagði, að hann væri
sannfærður um að bréf, þar sem
morðáætluninni var nákvæmlega
lýst, hefði í raun og veru verið
ritað af Sithole sjálfum og
smyglað út úr Salisburyfangels-
inu fyrir hann.
Sithole sagði í yfirlýsingu fyr-
ir dómstólnum, áður en dómur-
inn var kveðinn upp yfir honurn:
,,Ég óska eftir því að nafn mitt,
hugsanir og sérhver gjörð verði
aðskilin frá hverskonar undir-
róðursstarfsemi og ofbeldi."
Sithole sagði að morð á stjórn-
málamönnum væru andstyggð,
svo sem sjá mætti af morðun-
um á þeim dr. Martin Uuther
King og Robert F. Kennedy.
Lögfræðingur Sitholes bað
dómarann að taka til greina hina
löngu varðhaldsvist án þess að
mál hans kæmi fyrir dóm.
Sithole sat keikur er dómurinn
var upp kveðinn, og sáust ekki
á honum svipbrigði. Fjölskylda
hans sat á áheyrendapöllum.
Saksóknarinn hafði áður fall-
izt á þá tillögu verjandans, aý
dauðadómur væri ekki tilhlýði-
legur í málinu.
Sovézka fréttastofan Tass
sagði í dag, að sakir þær, sem
á Sithole hefðu verið bornar,
hefðu verið „upplognar af yfir-
völdum í Rhódesíu“.
- WILSON
Framhald af hls. 1
samningunum beita áhrifum sín-
um á áhrifaríkan hátt í því skyni
að binda enda á útþenslustefnu
Vestur-Þýzkalands gagnvart
Au'S'tur-Þýzkalandi og hefndar-
sinnaða viðleitni nýnazista, eins
og segir í orðsendingunni.
í fyrstu viðbrögðum Breta
gagnvart þessari orðsendingu er
bent á það, að ekkert af vestur-
veldunum þremur hefur viður-
kennt Austur-Þýzkaland og að
þau muni þess vegna ekki svara
austur-þýzku orðsendingunum.
Yfirlýsingar þær, sem Melvin
Laird, varnarm’álaráðherra
Bandaríkjanna, lét frá sér fara
i sjónvarpsviðtali hálfum sólar-
hring eftir að austur-þýzk stjórn
arvöld höfðu lýst yfir ferða-
banni sínu milli Vestur-Þýzka-
lands og Vestur-Berlínar, þykja
benda til þess, að bandaríska
stjórnin sé ekki mjög hrifin af
ákvörðun vestur-þýzkra stjórnar
valda um að láta forsetakosning-
arnar fara fram í Véstur-Berlín.
Sagði Laird, að þetta væri á-
kvörðun, sem Vestur-Þýzkaland
hefði tekið algjörlega upp á eig-
in spýtur og ekki leitað álits
bandarísku stjórnarinnar.
Með tilliti til þessa telja marg-
ir, að Austur-Þýzkaland og banda
menn þess, ekki sízt Sovétríkin
muni efna til mikils taugastríðs
gegn Vestur-Þýzkalandi í þeiiri
von, að takast muni að fá það
til þess að láta undan. Hefur aust
ur-þýzka fréttastofan ADN birt
margar fréttir frá fréttariturum
sínium í París, Moskvu, Damask-
us og öðrum höfuðborgum með
harðorðum yfirlýsingum varð-
andi fonsetakosningamar í Vest-
ur-Berlín. Þá hefur Neues
Deutschland, málgagn austur
þýzka ko'mmúnistaflok'ksins, birt
úrdrætti úr sovézka flokks-blað-
inu Pravda, hinu mikilsviirta
blaði Le Monde í París og úr
blöðum í Róm, Milano, Osló, Hel-
sinki og Kaupmannahöfn, þar
sem gagnrýnt er, að forsetakosn-
ingarnar séu látnar fara fram í
V eestur-Berlín.
SVII
Tilboð óskast
í viðbyggingu veiðihúss S.V.F.R. við Norðurá.
Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu félagsins að
Bergstaðastræti 12 B.
Skrifstofan er opin milli kl. 3 og 6.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
Eftir fund þeirra Wilsons for-
sætisrá’ðherra og Kiesinger
kanzlara í dag, var sagt, að báð-
ir aðilar hefðu verið sammála
um, að eiris og sakir stæðu nú,
væri ekki unnt að gefa á nokk-
urn hátt eftir í þessu máli með
tilliti til áróðursherferðar komm-
únistalandanna og ferðabanns
austurþýzkra yfirvalda.
ríkjanma) er snor í snúningum,
áður en hún fer að draga dám
af hinni gömlu, hefur hún mögu-
leika (á því að gerast sáttasemj-
ari)“, sagði Ojukwu,
í London voru brezkir embætt-
ismenn bæði undrandi og reiðir
í dag vegna ásakana Biafra-
manna þess efnis, að Bretland
reyndi að koma í veg fyrir frið-
arumleitanir í Nígeríu. Segja
embættismenn þetta „hlægilegt
og úr iausu lofti g.ripfð.“ Þess-
ar ásakanir Biframanna voru
birtar í brezku blöðunum í dag,
og er þar haft eftir Ojukwu of-
ursta, að Rretar styddu sókn sam
bandsstjórnarinnar með ráðum
og dáð, en reyndu á sama tíma
að koma í veg fyrir friðarumleit-
- SAMKOMULAG
Framhald af bls. 1
við þá en einn af helztu andstæð
ingum f élagsstjórnarinnar, Jón
Tímóteusson, bar fram nokkrar
fyrirspurnir um efni samkomu-
lagsins og að fengnum svörum
við þeim, lýsti hann yfir því,
að hann mundi hvorki hvetja
né letja menn til að greiða sam
komulaginu atkvæði.
Stjórn Sjómannafélags Reykja
víkur tók þá ákvörðun að við-
hafa allsherjar atkvæðagreiðslu
í félaginu um samkomulagið með
al þeirra félagsmanna, sem starfa
undir bátakjarasamningum. At-
kvæðagreiðslan hófst í gær-
kvöldi kl. 8-10 og heldur áfram í
dag kl. 10-12 og 2-5 en þá lýk-
ur henni. Ástæðan til þess að
allsherjaratkvæðagreiðsla er við
höfð er fyrst og fremst sú, að í
Sjómannafélagi Reykjavíkur eru
bæði bátasjómenn, togarasjó-
menn, og farmenn en hins vegar
hafa bátasjómenn einir atkvæð-
isrétt.
í gærkvöldi kl. 10 hófst fund-
ur hjá sjómönnum á Hellissandi
en símstöðin á staðnum lokaði
urn sama leyti, þannig að ekki
reyndist unnt að afla frétta af
þeim fundi. Sjómannafélag Ak-
ureyrar heldur fund í dag kl. 4
og Útvegsmannafélag Eyjafjarð-
ar og nágrennig heldur væntan-
lega einnig fund í dag. Ráðgert
er að Skipstjórafélag Norðlend-
inga haldi fundi á Akureyri og
Dalvik í dag. Útvegsmannafélag
Suðurnesja heldur fund um
samningana í dag. Fundur sjó-
manna í Vestmannaeyjum var
sameiginlegur fyrir háseta og
'Vélstjóra og var samkomulagið
staðfest með 71 átkv. gegn 40 en
á Akranesi var það samþykkt á
fundi sjómanna með 24 atkv.
gegn 6.
Lotks héldu skipstjórar og
stýrimenm í Vestmaunaeyjum
fund í gærkvöld og verða at-
kvæði send til Reykjavíkur til
taliningar.
ORÐSENDING til
leikíélaga út á landi
Þið sem hafið hringt eða
skrifað til mín undanfarin ár
og falast eftir leikriti, sem
fólk vill sjá, vinsamlega hafið
samband við mig ef þið eigið
enn aur og áhuga.
GUÐRÚN JACOBSEN
Eími 16557.
- NIGERIA
Framhald af bls. 1
hafi rætt vfð Ojukwu, ofursta, á
meðan á dvöl hans í Biafra stóð.
— Eftir loftárásina hélt Goodell
og fylgdarlið hans með næstu
vél, sem völ var á, til Sao Tome,
portúgölsku eyjarinnar um 320
km. suður af Nígeríu. (Islenzku
flugliðamir, sem fljúga fyrir
Transavia, halda til á Sao Tome.
— Innskot Mbl.)
I dag hélt Ojukwu, ofursti,
formlegan blaðamannafund á
heimili sínu, eftir að hafa fyrr
um daginn rætt við tvo brezka
Verkamannaflokksþingmenn,
Michael Bernes og Alexander
Lyon.
Er Ojukwu var að því spurð-
ur, hvort hann mundi samþykkja
að Bandaríkin gerðust beinn
sáttasemjari í styrjöldinni, sagði
hann, að „mesta stórveldi hins
vesitræna heims“ gæti beitt áhrif-
um sínum og framkvæmt ýmis-
legt á sjálfstæðan hátt án sam-
ráðs við önnur vesitræm ríki.
Mun Ojukwu hér hafa átt við
stuðning brezku stjórnarinnar
við sambamdsstjómina í Lagos.
Ojukwu sagði, að hann vissd,
að stjóm Nixons bæri „enga
beina ábyrgð á athöfnum fyrr-
verandi stjómair".
„Ef hin nýja stjórn (Banda-
HÁDEGISVERÐAR-
FUNDUR
Laugardagur
15. febrúar kl. 12.30.
Stefán G. Björnsson
forstjóri ræðir um
TRYGGINGAR.
HOTEL
FUNDARST AÐUR
VERZL. OG SKRIFSTOFUFÓLK, FJÖLMENNIÐ
OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI.
Neskirkja
Laugardagskvöldið
15. febrúar kl. 21,
orgelleikur og
almennur
sálmasöngur.
Árni Arinbjarnarson
leikur orgelverk.
Söfnuðurinn syngur
sálma við undir-
leik Árna Arin-
bjarnarsonar.
Allir hjartanlega
velkomnir.
Sóknarnefndin.