Morgunblaðið - 13.02.1969, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.02.1969, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969. BRUNAVARÐAFÉLAG Reykja- víkur var stofnað fyrir réttum 25 árum — hinn 13. febrúar 1944. Félagið er hagsmunafélag brunavarða í Reykjavík án samn ingsréttar og hefur það stuðlað að ýmsum umbótum fyrir bruna verði þennan aldarfjórðung, sem það hefur starfað. Árið áður en félagið var stofn að hafði brunavörðum í Reykja- vík verið fjölgað í 22, en áður höfðu aðeins 12 menn gegnt störfum brunavarða. Stofnfélag- ar voru því 22 og enn eru 8 þeirra starfandi brunaverðir. Fyrsti formaður félagsins var Anton Eyvindsson og árið 1963 var hann gerður að fyrsta heið- ursfélaga félagsins, þá sjötugur. Kjartan Ólafsson er einnig heið- ursfélagi. Nú eru félagar 52 starfandi brunaverðir og að auki eldvarnareftirlitsmenn, verkstæð Núverandi stjóm Brunavarðafélags Reykjavíkur, talið frá vinstri: Guðbrandur Bogason, gjald- keri: Sigurjón Kristjánsson, sjóðsritari: Valur Þorgeirsson, ritari: Finnur Fichter, formaður og Matthías Eyjólfsson, varaformaður. — Ljósm. Mbi. Ól. K.M. V "*v- Brunavarðafélag Reykjavíkur 25 ára ismenn Slökkvistöðvarinnar, svo og fyrrverandi brunaverðir. Aðalhvatamenn að stofnun fé- lagsins voru þeir Karl Bjarna- son og Sigurbjörn Maríusson, þeir eru báðir látnir. Eitt merkasta verkefni félags- ins á þessum éirum var stofnun bókasafns brunavarða. Var það stofnað haustið 1945 eftir bruna, sem varð í prentsmiðju Guten- bergs. Prentsmiðjustjórinn, Stein grímur Guðmundsson gaf þá 1000 krónur til safnsins og voru það verðlaun til brunavarða fyrir vasklega framgöngu í prentsmijð unni. Síðan hefur sérhver bruna vörður greitt árlega í safnsjóð og telur safnið nú tæplega 1500 bindi og er brunavörðum mikil dægrastytting á næturvöktum og um helgóir. Sumarið 1966 réðst félagið í það stórvirki að halda hér nor- rænt brunavarðamót. Undanfar- in ár höfðu þrír fulltrúar fé- lagsins sótt álík mót á hinum Norðurlöndunum, en ‘66 komu til íslands 40 brunaverðir frá Norðurlöndunum, og Bretlandi. Tóku einnig þátt í mótinu all- flestir íslenzkir brunaverðir. Þegar nýja Slökkvistöðin var reist, var mjög bættur hagur fé- lagsins. Félagið fékk húsnæði til afnota bæði fyrir starfsemi^ sína og einnig fyrir bókasafnið. í dag stofu Slökkvistöðvarinnar var og aðstaða til fundahalda. Félagið á nú sjónvörp, kvikmyndasýn- ingavél og knattborð til afnota fyrir félaga sína í Slökkvistöð inni. Slökkviliðsstjórinn í Reykja- vík hefur ætíð verið mjög hlynnt Anton Eyvindsson — fyrsti formaður félagsins Jón Sigurðsson — lengst af slökkviliðsstjóri í tíð félagsins. ur félaginu að sögn. Finns Richt ers, formanns félagsins, Pétur Ingimundarson gegndi því em- bætti er félagið var stofnað, en lengst gegndi því í tíð félagsins Jón Sigurðsson eða í 1'9 ár. Bftir maður hans var Valgarð Thor- oddsen og núverandi slökkviliðs- Hér birtist ein fyrsta myndin, sem tekin var af brunavörðum íReykjavík eftir stofnun félags ins. Myndin er frá vorinu 1945. stjóri er Rúnar Bjarnason. Stjórn félagsins er kosin ár- lega. Frá upphafi hafa alls 9 menn gegnt formannsstörfum, lengst þeir Leó Sveinsson og Bjami Bjiarnason, báðir í 8 ár samfleytt. Núverandi stjórn fé- lagsins skipa: Finnur Richter, for maður: Matthías Eyjó’lfsson, vara formaður: Valur Þorgeirsson rit ari: Guðbrandur Bogason, gjald keri og Sigurjón Kristjánsson, sjóðsritari. Brunaverðir héldu afmælið há tíðlegt með hófi í Loftleiðahótel- inu í gærkvöldi. Barst félaginu fjöldi gjafa og heillaskeyta í til- efni afmælisians. „Glotaðir snillingar“ f BLAÐINU í gær var frétt um nýja framhaldsleikritið í útvarp- inu, sem verður flutt næstu 6 fimmtudaga kl. 7.30 hvert kvöld. í upphafi fréttarinnar féllu nið- ur tvær línur úr formála sögu- manns sem les með leikritinu. Framlhaldsleikritið er Glataðir snillingar eftir Færeyinginn Heinesen og Sveinn Einarsson stjórnar leikritinu, sem er þýtt af Þorgeiri Þorgeirssyni. For- m'álinn, sem fjallar um Færeyj- ar, er réttur á þessa leið: Óra- langt úti í kvikasilfursskímu út- hafsins rís einmana blýgrátt land. Samanborið við ógnarvíð- erni hafsins er þetta örsmáa klettótta land varla fyrirferðar- meira en sandkorn á dansgólfi. En skoðað með stækkunargleri er þetta sandkorn þó heimur út af fyrir sig. Já, meir að segja er þar einlhversstaðar duggunar- lítið þorp og bryggjur og vöru- skemmur, götur og stíga og bratta troðninga, gróðurreiti, torg og kirkjugarða. Þar er líka gömul kirkja á hæð svo úr turni henna sést vítt yfir húsþökin í bænum og enn lengra út á alveldi hafsins. Það var mörgum árum fyrr en saga þessi gerðist, að á hvössu síðdegi sat í tumi þessum maður ásamt þrem drengjum og blustuðu á kenjóttar tónasveifl- ur frá vindhörpu. Þetta var Korn elíus hringjari ísaksen og synir hans þrír þeir Moritz, Síríus og Kornelíus yngri“. Fasteignasalan Hátúni 4 A, Nóatúnshúslð Símar 21870-20988 I smíðum 2ja—4ra herb. íbúðir við Jörvabakka, fokheldar eða lengra komnar. 5 herb. íbúð við Dvergabakka tilb. undir tréverk nú þeg- ar. 4ra herb. íbúð við Hulduland, afh. í apríl, tillb. undir tré- verk. 6 herb. sérhæðir við Álfhóls- veg og Nýbýlaveg, fokheld- ar eða lengra komnar. Raðhús við Barðaströnd og Látraströnd, fokheld. Raðhús við Selbrekku, fok- held. Raðhús við Giljaland, fokhelt, eignaskipti möguleg á 3ja— 4ra herb. íbúð. Garðhús við Hraunbæ, fok- helt, gott verð. Einbýlishús í smíðum við Grundaland, Fagrabæ, Hjallabrekku, Lyngheiði, Markarflöt, Tjarnarflöt, Sunnuflöt og Bröttukinn í Hafnarfirði. Lóðir í Arnarnesi, Seltjarnar- nesi og Kópavogi. Jón Bjarnason hæstaréttarlögmaðnr Hilmar Valdimarsson ______fasteignaviðskiptl.__ 16870 í SMÍÐUM FOKHELT Raðhús við Barðaströnd Seltj.nesi. Tvær hæðir, innb. bílskúr á neðri, alls 228 ferm. Endahús. Raðhús við Giljaland, pallahús, alls 216 ferm. Húsn.málastj.lán áhvíl- andi. Raðhús við Selbrekku, Kóp. Tvær hæðir, 130 ferm. hvor, inng. bíl- skúr á neðri. Skipti á 3ja—4ra herb. íbúð æski leg. Raðhús við Vogatungu, Kóp. Tvær hæðir, 120 ferm. hvor. Væg útb. Einbýlishús á Flötunum á góðum kjörum. Einbýlishús 135 ferm. við Lyngheiði, Kópav. Verð 850 þús. 6 herb. 140 ferm. efri hæð, sér við^Nýbýlaveg, Kóp. Inmb. bílskúr á jarðhæð. Verð 800 þús. FASTEIGNA- PJÓNUSTAN Austurstræti 17 (Silli & Vatcii) Ragnar Tómasson hdl. simi 24645 sölumaöur fasteigna: Stefán J. Richter sfmi 16870 . kvöldsimi 30587 SAMKOMUR Heimatrúboðið. Almenn samkoma í kvöld kl. 20,30. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.