Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 14

Morgunblaðið - 13.02.1969, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1989. Helgi Kr. Jónsson — Minningarorð Hann var fæddur og alinn upp á Mjósundi í Ámessýálu. Sonur Jóns Jónssonar bónda þar og konu hans, Alexíu Guðmunds- dóttur Börn þeirra voru tíu. Helgi var yngstur systkinanna, efnilegur drengur og snemma bráðgerr. Minnist ég þess að mjög ungur lærði hann t.d. á org el til þess að spila við messur í Villingaholtskirkju Kennari 'hans var ísólfur Pálsson tón- ■skáld. Helgi var spilari í þeirri ■kirkju meðan hann átti heima í Villingaholtshreppi. Gott harmon <íum átti hann og var mörg 'skemmtistund að því er hann 'lék á það. Helgi Kr. var prúð- ur maður skemmtilegur og glað- ur greindur vel og vakti traust Fönguiegur var hann og fríður sýnum. Á unglingsárum var hann t Guðlaugur Guðmundsson frá Mundakoti, Eyrarbakka, andaðisit á sjúkrahúsinu Sel- fossi, aðfaranótt 10. þ.m. Jarð arförin ákveðin frá Eyrar- bakkakirkju laugardaginn 15. þ.m., kl. 2 síðdegis. Fjrrir hönd aðstandenda Theodór Guðjónsson. t Jarðarför önnu Guðmundsdóttur frá Brekkum í Hvolhreppi, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febr. kl. 10.30. Vandamenn. lánaður eins og það var kallað, til hjálpar á gott heimili í sömu sveit. Þar var heimasæta, sem heillaði hug hans. Fríð konia, grandvör til orða, svo af bar, og kvenkostur mjög góður. Hún hét Ingibjörg Sigmundsdóttir á Vatns enda. í>au giftust 1909. Konungs leyfi þurfti til þess. Þótt hann gengi svona ungur í hjónaband entist hærleikur þeirra vel til endadægurs beggja. Hún er látinn fyrir nokkrum ár- um. Á Vatnsenda bjuggu þau til ársins 1921 Við sem sáum gömlu og dimmu bæina skiljum það að ungt fólk þráði betri híbýli, enda þótt tím- ar væru þannig að margur „reisti sér hurðarás um öxl“ með bygg- ingu. En einhver nýtur þeirra verka sem unnin eru. Helgi byggði timburhús á Vatnsenda, sem ennþá stendur þar við silungs og svanavatnið. Söknuður var þeim hjónum að því að fara frá þessum stað, til Reykjavíkur þar sem við tóku ólík viðfangsefni. Það var létt yfir heimilinu sem þau nú kvöddu, þar laðaðist margur að og ekki sízt ungt fólk, sem naut þar saklausrar lífsgleði, með þessum skemmtilegu hjónum. Það an á því einn og annar góðar minningar. Helgi fékkst lengst af við verzlunarstörf eftir að hann flutt ist til Reykjavíkur. Þótti hann lipurmenni í því starfi. 1927 réðst hann starfsmaður til „Alliance" hf. Jón Ólafsson bankastjóri réð hann til sín þar. Helgi var þakk látur fyTÍr samveru og vináttu þessa elskulega og maeta manns, og svo síðar Ólafs sonar hans, sem þakkaði honum með góðri grein. Helgi var áhugasamur starfs- maður hjá þessu félagi og vann þar meðan kraftar entust. Lengst verzluniarstjóri fyrir norðan á sumrum, en á skrifstofu sama fyrirtækis á vetrum. Segir það t Faðir minn Kristján Einarsson frá Hermundarfelli, andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu Akureyri, mánudaginn 10 þ.m. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 15. þ.m. og hefst kl. 1.30. Einar Kristjánsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför fósturmóður minnar og systur Þorbjargar Guðmundsdóttur. Henning Kjartansson, Hallgrímur Guðmundsson. t Kveðjuathöfn Benónýju Þiðriksdóttur frá Grenjum, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. febr. kl. 1.30. Jarðsett verður frá Álftár- tungu laugardaginn 15. febr. kl. 2 e.h. — Blóm vinsamlega afþökkuð. Fyrir hönd aðstandenda. Magnús Baldvinsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarð- arfarar Sigríðar Júdith Magnúsdóttur. Vandamenn. sína sögu þegar húsbóndaskipti eru ekki tíð. Helgi og Ingibjörg eignuðust tvo syni. Annar dó við fæðingu, en hinn Sigmundur R. lifir og var þeim elskulegur sonur, enda drengur góður; var athvarf, þar en um leið verðskuldað. Þegax Helgi var kominn á sjúkrahús lét hann og tengdadóttirin ekki á sér standa að heimsækja hann og taka harrn heim með sér með an mögulegt var, heilsu hans vegna. Kunnu hann vel að meta það af beggja hálfu. Tildrögin eru ekki alltaf hag- stæð Fjölskylda þessi hafði fyr- ir nokkru gert ráðstafanir til ársdvalar erlendis vegna sér- stakrar skólagöngu. Var mér kunnugt um að ekki var Helgi kvaddur með léttum huga, því þótt einhverrar bjartsýni gætti um endurfundi var vafinn meiri. Enda þótt einkasonurinn gæti ekki verið við dánarbeðinn er aðalatriðið hversu þessi fjöl- skylda öll lifði farsælu lífi sam- an í eindrægni. Sonarbörnin öll voru Helga óendanlega mikils virði, Eftir að þau fóru skrifaði elzta bamið honum oftast tvis- var í viku. Það var auðséð að hugurinn var heima og hafði ekki gleymt elskulegum afa. Þeg ar kraftar voru þrotnir og hann gat engu valdið sá ég hann oft með þessi bréf milli handa sér: Þau virtust vera homum helgur dómur, en kannski um leið af- urðir þeirrar elskusemi er hann sáði í bamshuga. Mér fannst eins og hann héldi á vegabréfi til annars heims. Ég er í hópi þeirra, sem hef góðs að minnast um Helga Kr. Þegar ég var bam, og rnaut alla tíð vináttu hans. Ég leitaði stundum athvarfs hjá honum. Nú er hann dáinn og grafinn. En í dag, þrettánda febr. er af- mælisdagurinn hans. Því vel ég þann dag til þess að þakka það, að ég og svo böm mín áttum hann að vini. Við sem þekktum Helga lengst og bezrt, gleymum ekki hver hann var. Áslaug Gunlnaugsdóttir. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og hjálp við andlát og jarðarför Finnboga R. Sigurðssonar fisksala, Stigahlíð 43. Sigurbjörg Guðleif Guðjónsdóttir, börn, tengdasonur og barnabörn. Eiríkur Steinsson M inningarorð Fæddur 25. des. 1898 Dáinn 6. febr. 1969 „EIN er sú saga — og hún sönn“, var honum tamt orðtak. Síðasta blaði lífssögu hans var flett að morgni hins 6. febrúar sl., er hann, venju sínni trúr, hugðist klæðast til starfa. Ekki er mér til efs, að þessi sögulok hafi verið Eiríki sönn- ust. Honum varð aldrei brugðið um hálfkák — gekk enda flest- um mönnum lengra í hverju því er hann tók sér fyrir hendur, þó ekki yrði það honum til þeirrar verðmætasköpunar, sem mölur og ryð fá grandað; sizt hin síðari ár. Skapferli hans var slíkt, að ólíklegt hefði hann tekið því með jafnaðargeði að þurfa að leggj- ast í kör — þó enginn megi sköp- um renna. Þrítugum manni reynist erfitt að minnast sjötugs vinar síns í hefðbundnum stíl hástemmdra æviatriða. Til þess skortir bæði kunnugleika á fyrstu fjórum ára- tugum Eiríks Steinssonar, svo og löngun tU að gera mót viilja látins vinar — því fátt hefði ver- ið skapi hans fjær. Við moldir hlaðast upp ljúfar minningar. Ekki mun ofsagt, að kunnugleiki okkar Eiríks sé nær þrem áratugum, því fjarri mun því, að ég hafi verið hættur að væta buxur, er ég fór að vera daglegur gestur í vörubílnum hjá honum. Mun l'áta nærri, að hann hafi fóstrað mig að nokkru — og síðar bróður minn — öH sokkabandsárin, eða þar til við náðum skólaaldri. Réði þar ekki fádæma bíladella okkar bræðra nema að litlu — barngæði Eir- íks voru slík, að við löðuðumst að honum sem segull nálinni — og fárra munum við hafa litið upp til sem hans, á þeim árum. Seinna snerist fóstrið til sam- starfs — í skólaleyfum á tánings- árunum — og minni menn meg- um við bræður vera, ef kynni okkar af dugnaði og ótrúlegri starfsorku Eiríks hafi ekki í þann tíma orðið okkur til nokkurs þroska. Hin síðari ár, er Eiríkur, langt um aldur fram, gerðist of líkams hrumur til erfiðs aksturs, stóð hann fyrir flöskumóttöku í verk- smiðjuafgreiðslu H.F. Ölgerðar- innar Egill Skallagrímsson v'& Frakkastíg — en við það fyrir- tæki hafði hann unnið, af fá- dæma atorku, í yfir þrjá áratugi. Ekki er mér grunlaust um, að faðir minn hafi löngu verið far- inn að líta hann jafn sjálísagðan fyrirtækinu og vörumerki þess .— og vart til hugar komið, að hann skyldi í nokkurn tíma víkja meðan uppi stæði. Sú varð og á raunin. Við kveðjum nú Eirík Steins- son. Honum fylgja þakkir for- eldra minna, fyrir áratuga þjón- ustu og órofa tryggð við heim- ili þeirar; við bræðurnir þökk- um tryggum vini. Fjölsikylda mín tekur undir þau orð — s<vo og samstarfsfólk um langt ára bill. Hann vissi sín beðið handan, móðunnar miklu. Tómas Agnar. Ingigerður Kristjáns- dóttir—Minningarorð Fædd 27. 8. 1878. Dáin 12. 1. 1969. Hér að hinstiu leiðar'lokum, ljúf og fögur minninig sikín.. Elskulega amima góða, um hin mörgu gæði þín. Allt frá fyrstu ævidögum, átum sikjól í faðmi þér. Hjörtun uingu ástúð vafðir, okkuæ gjöf sú dýrmæt er. Hvar, sem okkar liggja leiðir, lýsa göfuig áhrif þím. Eins og geisli á okkar brautum, aimma góð, þótt hverfir sýn. Athvarf hlýtt við áttum hjá þér, ástrík slkiildir bros og tár. í samleilk björt, sem sólslkinisdagur, samfylgd þín um horfin ár. Fyrir allt, sem okkur varstu, ástariþakkir færum þér. Gæði og tryggð er gafstu í verki, góðri konu vitni ber. Aðailsmerkið: elska og fóm.a, yfir þínum sporum sikin. hjartkær lifir minning þín. Kveðja frá systkimunmm Ásgarði. Eyjólfur Hjörleifsson Hverfisgötu 87, Rvk. t Elsku liitla dóttir okkar Anna Guðrún, sem lézt á Bamadeild Landa- kotsspítala 7. þ.m., verður jarðsétt frá Fossvogskirkju laugardaginn 15. febr. kl. 10.30. Sigríður Sveinbjömsdóttir, Sigurður Þorsteinsson, Bræðratungu, Grindavík. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför fóður okkar Jóreiðar Jóhannesdóttur frá Eystra-Miðfelli, Hvalfjarðarströnd. Fyrir hönd fjölskyldunnar. Steinunn Jósefsdóttir, Þorgeir Jósefsson. t Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð við amdlát og jarðarför Guðmundar Gíslasonar frá Auðkúlu í Araarfirði. Vandamenn. Skritstofur vorar verða lokaðar eftir kl. 14.45 í dag vegna jarðarfarar EIRÍKS STEINSSONAR bifreiðastjóra. HF. Olgerðin Egill Skallagrímsson Laugavegi 170 — 172.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.