Morgunblaðið - 13.02.1969, Side 23

Morgunblaðið - 13.02.1969, Side 23
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1969. 23 Frá undirskrift samninga. Torfi Hjartarson, sáttasemjari, og Gunnar Hafsteinsson hjá LtÚ. - SJOMENN FA Framhald af bls. 24. komandi er hjá sömu útgerð séu þeir ekki þegar orðnir sjóðsfé- lagar. Uótt málamiðlunartillaga sú, sem lögð verður fyrir yfir- menn hafi ekki verið birt má telja víst, að þau atriði sem varða greiðslu á hluta fæðis- kostnaðar og lífeyrissjóðinn séu samhljóða í samningum undir- manna og yfirmanna. Auk fram- angreindra atriða eru nokkur önnur nýmælf í samkomulaginu við undirmenn. Sé síld seid er- lendis skal söluverð aflans að frádregnum 19% af síld til vinnslu og 10% af síld í bræðslu vegna útflutningsgjalds, tolli og löndunar- og sölukostnaði koma til skipta á sama hátt og tekið er fram í samningnum. Þegar síld er landað til mann- eldis erlendis skulu hásetar fá frí við löndun, en þó skulu þeir annast þvott lestar, uppstillingu og móttöku nauðsynja fyrir skip- ið, án sérstakrar greiðslu fyrir þau störf. FLENSAN FLENZAN er nu gengin yfir í Bandaríkjunum. Innanlands sjúkdómastofnunin í Atlanta segir að hún hafi verið á far- aldursstigi í 39 ríkjum, er hún var verst. Önnur ríki gáfu skýrslur um minni háttar veikindi. Aðeins í Louisiana voru of fá tilfelli til að boða faraldur. f öllum inflúensu- veikindum eru einkennin mjög mismunandi. Nokkrir sérfræðingar í far- öldrum eru sannfærðir um, að vírusinn, sem nefndur hefur verið A2 Hong Kong 68, virð- ist vera miklu fjölbreytilegri en hinir fyrri stofnanar. Til dæmis segjast margir sjúkl- ingar hafa gersamlega ólík einkenni þeim, sem nágrann* inn hefur. Einn kann að þjást af nefrennsli í 3 daga eða svo, með höfuðverk, bein- verkjum og hitavellu, meðan annar fær háan hita og fer eftir viku í vinnuna, qg slær um leið niður aftur. Af hverju sleppur einn sjúklingurinn svona vel, en annar fer svona illa út úr öllu saman? Svarið getur oltið á eðli vir usins og sömuleiðis á því, hvernig sjúklingurinn hefur farið út úr öðrum faröldrum inflúenzunnar. Sá fyrsti var 1957 og lagði í rúmið milljón- ir manna um heim allan. Þökk sé uppbyggingu móteit- urs í líkömum manna, að fólk ið hefur búið sér til varnir gegn þessum stofni eða öðr- um skyldum honum. En inflú- enzubakteríur eru færar um að breyta sér í ýmissa kvik- inda líki og geta breytt ein- kennum sínurn mjög skjót- lega. Þess vegna þarf ný varnar- lyf til að verjast þeim. HK- 68 kynnir sannarlega fyrir okkur stökkbreytingu frá A257-58, og hvort hann er nægilega breyttur til að geta kallast A3, er ennþá vafa- atriði. Samt sem áður er það ljóst, að þau fáu einkenni, sem sam eiginleg eru eldri A2 stofnum og HK-68, eru skýringin á mismunandi áhrifum og ein- kennum sjúklinga, segir dr. Robert Muldoon í Illinois há- skóla. Margir þeirra sem fengið höfðu slæma A2 flenzu áður höfðu ágæta vörn í líkama sér gegn hvaða skyld- um vírus ,sem vera skyldi. En margir þeirra, sem nú hafa verst farið út úr flenz- unni hafa aldrei áður fengið flenzu ,og hafa því enga vörn gegn sjúkdómnum. Þess vegna álíta margir læknar, að HK68 sé hættu- leg ungu hrau'stu fólki. f flest um faröldrum eru það aldrað- ir, heilsuveilir eða veikbyggð börn, sem fá lungnabólgu beinlínis vegna vírussýkingar lungnanna. Aðrir kunna að fá væga vírus-lungnabólgu, vegna þes®, að líkamir þeirra eru veikari fyrir eftir flenz- una. Gagnstætt þessu hafa í vet- ur margar ungar konur og ungir menn fengið inflúenzu lungnabólgu upp úr inflúenzu. Sumir sjúklinganna fara strax á fætur og leggjast strax aftur. Læknar segja Óþreyju sjúklinganna eina vera orsök þessa. Nýjustu skýralur segja, að flenzan sé gengin yfir að mestu ,en fyrir lamaðar stofn anir og lasið fólk ,eru töl- fræðilegar skýrslur til lítillar huggunar. KENNARAR LANDAKOTSSKÓLA — tái aðild að Lífeyrissjóði harnakennara LAGT hefur verið fram stjóm- arfrumvarp á Alþingi um breyt- ingu á lögum um Lífeyrissjóð barnakennara. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir þeirri breytingu á gildandi lögum um Lífeyissjóð bamakennara, að kennarar við stofnanir, sem láta í té kennslu samkvæmt fræðslukerfi ríkisins og með þeim hætti, er mennta- málaráðherra samþykkir, geti orðið sjóðfélagar í Lífeyrissjóði bamakennara. Er hér um að ræða einkaskóla fyrir skólaskyld börn og unglinga. Eins og sakir standa mun hér um einn skóla að ræða, sem ákvæði frumvarps- ins taki til, Landakotsskólann í Reykjavík. Leiðrétting um verðnndi blnðnmenn ÞAU mistök urðu á viðtalssíð- unni: Hvað sækja þau á blaða- mannanámskeið?, í Morgunblað- inu í gær, að föðurnafn eins þess, sem við var rætt, misrit- aðist. Var Ólafur Haraldsson þar skrifaður Matthías en hann er sonur dr. Haraldar Matthías- sonar, menntaskólakennara að Laugarvatni. Eru hlutaðei|?andi beðnir afsökunar á þessum mis- tökum. - LITLA-HRAUN Framhald af bls. 2 SVAR: Forstöðumiaður vinnu- hælisins hefur ekki verið kærð- ur, hins vegar barst dómismáia- ráðuneytinu bréf, dags. 20. marz 1968, kvörtun yfir framkomu og hegðun forstöðumannsins. Bréf þetta var undirritað af 6 af 17 starfsmönnum vinnuhælisins að Litla-Hnauni og einum fyrrver- andi starfsmanni. Meðferð þessa kvöntunarbréfs og niðurstaða ráðuneytisins er rakin í bréfi dags. 13. des. 1968, og var það sent stjórnarnefnd vinnuhælisins og forstöðumanni þess, Magnúsi Péturssyni gæzlumanni, fyrir hönd þeirra er báru kvörtunina fram. Niðurstaða ráðuneytisins og þar með ráðherra er sú, er sagt var frá í þessu bréfi, að ekki sé ástæða til frekari að- gerða vegna kvörtunarbréfsins frá 20. marz 1968. 2. spurning: Er það álit fang- elsisnefndar, sem skipuð var og falið að rannsaka þessi mál, að lausn þeirra sé fengin með því, að Sigurði KriStmundssyni bryta vinnuhælisins hefði verið sagt upp starfi án nokkurra viðhlít- andi skýringa? SVAR: Hæpið virðist að spyrja ráðherra um álit tiltekinna að- ila, með þeim hætti sem hér er gert. Alþingismenn gætu senni- lega nálgast slík viðhorf ann- arra aðila, eins og hér er spurt, með ekki minni varfæmi en ráðuneýtið, og má vera, að eitt- hvað slíkt búi á bak við þennan fyrirspurnarlið þingmannsins. Engu að síður hefur fulltrúi dóms málaráðuneytisins óskað umsagn ar fangelsisnefndarinnar um álit hennar. Formaður stjórnarnefnd ar vinnuhælisins svarar á eftir- farandi hátt í bréfi til dómsmála- ráðuneytisins, dags. 3. febr. sl.: f rannsókn þeirri, er nefndin á sínum tíma framkvæmdi vegna kærumála á hendur forstjóra vinnuhælisins, kom aldrei til tals ráðning á matsveininum né vinna hans á staðnum sem slík og hef- ur nefndin engin afskipti haft af uppsögn hans né fyrri ráðningu. Ágúst Þorvaldsson þakkaði ráðherra svörin, en sagði, að hann hefði séð álitsgerð stjórnar nefndar vinnuhælisins og væri hún mjög í ósamræmi við niður- stöður ráðuneytisins. Þingmað- urinn sagðist gera sér grein fyr- ir því að stjórn slíkrar stofnun- ar vaeri mjög vandasöm, en ekki bæri samt að fara með slík mál og þarna hefðu risið upp, sem einhver pukurmál. Þá vék þing- maðurinn að því að ekki hefði nein starfsemi farið fram í vinnu skálum á Litla-Hrauni, sem reist ir hefðu verið af tilhlutan fyrr- verandi forstöðumanns hælisins. Jóliann Hafstein dómsmálaráð- herra, sagði að álitsgerð sjálfrar stjórnarnefindarinnar hefði verið gaumgæfilega yfirfarin í dóms- málaráðuneytinu, og henni svar að í ítarlegri greinargerð, þ£ir sem ráðuneytið kæmist að þeirri niðurstöðu, að ekki sé tilefni til frekari aðgerða í þessu máli. Ekk ert hefði heyrst um það frá stjórnunarnefndinni að hún væri óánægð með þessa niðurstöðu, eða óskaði annarra aðgerða af hálfu ráðuneytisins. Ráðherra sagði, að ekki hefði verið farið mieð þetta leiðinda- mál sem neitt pukurmáil. Þetta hefði ekki verið meira pukurmál en það, að Morgunblaðið hefði birt um það á útsíðu heilmiklar frásagnir frá hálfu fréttamanna. Þeim hefði ráðuneytið svarað með yfirlýsingu og leiðrétt þar með margar þær misfellur og misskilning, sem verið hefði í þessum fréttaklausum. Auk þess hefði ráðuneytið sent öllum dag- blöðunum yfirlýsingu í sam- bandi við þetta mál. — í sambandi við yfirlýsing- una, eða fréttagreinina í Morg- unblaðinu, vil ég láta þess get- ið, sagði dómsmálaráðherra, — að 10 af 17 Starfsmönnum vinnu hælisins á Litla-Hraimi sendu ráðuneytinu yfirlýsingu, þar sem þeir lýsa því yfir, að fyrrnefnd grein sé þeim með öllu óviðkom- andi og þeir vilji ekki vera neitt við hana riðnir, né önnur slík blaðaiskrif. Ég hygg að það sé rétt hjá fyrinspyrjanda, að það sé nokkrum vanda bundið að stjórna vinnuhæli eða fangelsi, en mér er ekki ljóst að skrif, eins og fram komu, því miður, í Morgunblaðinu um þetta mál, séu fallin til þess að bæta úr skák. - 4 BÆNDUR Framhald af bls. 24. til Loðmundarfjarðar og heyja þar. Og í vetur hafa þeir verið þar með það fé, sem þeir töldu sig hafa hey fyrir. Þeir komu í október- HEILDARAFLI landsmanna fyrstu 10 mánuði ársins 1968 var rúmlega 300 þúusnd tonnum minni en árið áður eða 512 þús- und tonn. Allan mun gerir síld- veiðin, sem var aðeins 508 þús- und tonn 1968 á móti 811 þús- und tonnum 1967. Bolfiskveiðin 1968 var nokkru meiri en 1967. Fyrra árið veidd LANDHELGISGÆZLAN, fór ís- flug í gær og kom í Ijós, að ís- inn hefur breytt sér talsvert fyr ir norðan land og sigling orðin erfið fyrir Horn. í skýrslu alnd- helgisgæzlumanna segir: Frá Straumnesi að Horn- fsbrúnin 1-3/10 er 27 sjóm. N og 20 sjóm. NV frá Skaga. ís- brún 4-6/10 er 34 sjóm. N og 26 NV frá Skaga, þaðan liggur hún 7 sjórri. A af Hornbjargsvita, 10 sjóm. fyrir Horn, Kögur og eða nóvemberbyrjun. Sagði Kristinn, að undanfarið hefði náðst í jörð, þangað til tók fyrir beit í gær vegna firosta. Hefði því fé verið beitt mik- ið. Hey væru næg og sjálfur kvaðst hann eiga nægt hey handa sínu fé, sem er 130 tals ins. Tíð hefur verið rysjótt í vetur, sagði Kristinn, frost farið upp í 18 stig. En það er mikill munur að hafa fólk á næstu grösum. Alþingi í gær BJÖRN Pálsson mælti fyrir þings ályktuniartillögu er hann flytur ásamt öðrum þingmanni Fram- sóknarflokksins, um breytiing lausaskulda útgerðarfyrirtækja í föst lán. Björn Jónsson mælti fyrir þingsályktumartillögu um hús- næðismál, og fjallar hún um á- skorun til ríkisstjómiarininar að láglaunafólk um land allt fái not ið sömu kjara við íbúðarkaup og í Reykjavík. Magnús Kjartamsson mælti fyr ir þingsályktunartillögu um eignakönnun. Páll Þorsteinsson mælti fyrir þingsályktunartillögu um fjár- framlög vegna byggingaráætlun- ar í Breiðholti. 336.5 þúsund tonn. Minna veidd ist af humar 1968, en hins veg- ar jókst rækjuveiði úr 1000 tonn um í 1600. Árið 1968 skiptist heildarafl- inn í 443.6 þúsund tonna báta- fisks og 68.4 þúsund tonna tog- arafisk. 1967 var bátafiskur 751.4 þúsund tonn, en togarafiskur 64.3 þúsund tonn. Straumnes, og 11 sjóm. V af Rit liggur ísbrúnin í V-læga stefnu. Frá Straumnesi að Horn- bjargsvita er ísinn 1-3/10 að þéttleika, eru þar ísspangir sem ná frá landi og út. Dreifðir jak- ar voru S að Dýrafirði og inn- an við ísbrúnina í Húnaflóa. AU ar víkur frá Hornbjargi og S fyT ir Geirólfsgnúp eru fullar af ís. Sigling frá Straumnesi og A fyrir Horn er seinfær í björtu og ófær í myrkri. Heildaraflinn minnkaði g.°) v-t/. "Ö%j !-3//0 Wk 1AK** v / ^ 34*4* uAþi* /ðé ■*/£, o'ú * y' "/'~ 'ó o 0 6° &öl> jS O O 0 0 ó 0 ^ O ö ' /% £ ik Hlh 'Ú1, q 0 o 0 o °Q ° O ^ - > r ^ A ~ '■ ufLXxjqir.v-f-vJjiXT jrjrr.| 20* Sigling erfið fyrir Horn VIKUR FULLAR AF IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.