Morgunblaðið - 23.04.1969, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 1969
— Reykvísk fræði
Framhald af bls. 15.
hefði, ef þjóðflutningumim hefði
ekki linnt, ef engin Reykjavík
hefði orðið til að taka við hinum
óánægðu. Hvað hefði gerzt?
Hefði ekki farið fyrir gervallri
íslandsbyggð nákvæmlega eins
og nú hefur fairið fyrir sumum
afskekktum sveitum þessa lands,
sem hafa gereyðzt á undanföm-
um áratugum: Fólkið hefur flutzt
á braut, jafnt og þétt, þar til svo
var komið, að þeir, sem lengst
þráuðust við, sáu sér ekki leng-
ur fært að þrauka „sakir fá-
rnennis" og fluttu líka buæt?
Byggðin eydd? Allt búið
Líka má snúa dæminu við og
hugsa sér, að allir, sem fluttust
vestur um haf, hefðu í þess stað
setzt að í Reykjavík. Þá væri
borgín þriðjungi fjölmennari en
hún er nú. Einnig þannig sést,
hvað tapazt hefur.
Fróðlegt er og að lesa frá-
sagnir og hugleiðingar Áma Óla
um fyrstu byggð Reykjavíkur,
fyrst sem bújarðar og svo löngu
seinna sem kaupstaðah Árni
hallast að því eins og raunar
flestir, ef ekki allir fræðimenn,
sem um hafa fjallað, að Ing-
ólfur Arnarson hafi viljandi
valið sér búsetu í Reykjavík
vegna hafnarinnar. Margir hafa
undrazt þá hending, að höfuð-
borg skyldi seinna rísa á jörð
fyrsta landnámsmannsins. Ráð-
gátan er þó gizka auðskilin, ef
hliðsjón er höfð af, að Ingúlfur
tók land á öræfurn (svo voru
hafnleysur nefndar til forna)
suðurstrandar og hélt þaðan
vestur á bógínn. Hvers var hann
að leita? Var hann ekki að huga
að, hvar lenda mætti skipi nokk-
urn veginn áfallalaust? Minna
má á, að enn í dag er Reykjavík
uppskipunarhöfn fyrir austustu
bæi í Fljótshverfi a'ð ógleymdum
þeim svæðum, sem nær liggja.
Árni Óla ræðir um, hvar bær
Ingólfs hafi staðið og hefur á
því sínar ákveðnu Skoðanir. Sá,
sem þetta ritar, er langt frá því
að vera dómbær um þá hluti, en
þykir Árni Óla færa gild rök
fyrir sínu máli.
Langur tími líður frá land-
námi Ingólfs til upphafs fjölbýlis
í Reykjavík. Tilkoma Reykja-
vikur sem iðnaðarþorps er í
rauninni einstæður kapítudi í ís-
landssögunni.
Ekki aðeins staðsetning þess er
skemmtileg söguleg tilviljun,
heldur og sú staðreynd, að
Reykjavík skuli frá fyrstu tíð
byggjast upp á sömu greinum
sem enn í dag hljóta að teljast
lifibrauð borgarbúa — iðnaði,
verzlun og, fiskveiðum.
Troðningur sá, sem Ingólfur
má hafa gengið frá bæ sínum til
sjávar, varð þá fyrsta gata
Reykjavíkur: Aðalstræti — önn-
ur tilviljun, ekki stórvægileg, en
engu síður hnyttileg.
En segja má um æsku höfuð-
staðarins, eins og stumdum er
sagt um frægar stjömúr í kvik-
myndum, að líf ha.ns hefu.r ekki
ávallt verið rósUm baðað. Mundi
það ekki hafa verið í samræmi
við stjórnarfar og aldarfar
átjándu aldar, t. d., að fyrsta
stórhýsið, (á þeirra tíma mæli-
kvarða), sem hér var reist, hlaut
að verða tugtihús? Snemma var
líka reist hér konunglegt fálka-
hús, svo sem gerla greiinir frá
í Svip Reykjavíkur, og sýnist
ekki í þann tíð hafa verið stjan-
að meir við önnur kykvendi
þessa fróns en fálkakindur þær,
sem jöfur lands ætlaði sjálfum
sér og öðrum nóbílismönnum til
yndis og skemmtunar. Fálkunum
var ekki bjóðandi nerna glænýtt
nautaket, og hefðu skólapiltar á
Hólavelli hrósað happi, ef svo
vel hefði verið við þá gert.
Tugthús og fálkahús — það
segir nokkra sögu. Var það svo
ekki með lýðveldinu hér, sem
ýmsir fræðimenn tóku að halda
því fram, að í rauninni hefðu
Danir aldrei kúgað íslendinga,
eins og áður hafði verið trúað.
Dansíkir embættismenn hafi
jafnvel verið enn hortugri við
heimamenn sína en fátæklinga
þá, sem forsjónin hafði eins og
af henúingu valið stað í þessu
hrjáða landi. Þeir góðu menn,
fræðimennirnir, hafa náttúrlega
hugsað sem svo, að sjálfstætt
fólk ætti að tala vel um sína
fyrri drottna og ekki erfa við
þá smámuni. Eða héldu þeir, að
kúgun væri bara fólgin í að gefa
mönnum á hann yfir búðarborð
eða eitthvað .svoleiðis?
Nei fari það kolað.
Auðvitað kúguðu Danir íslend-
inga — ekki kannski svo mjög
í stjórnarfarslegu tilliti, enn síð-
ur í menningarlegum skilningi,
heldur fjárhagslega. Eða hvers
vegna mundu þeir hafa meinað
fslendinigum að stofna svo mikið
sem eina kaupstaðarmynd, þar
til Skúla Magnússyni tókst með
frekju og lagni að kría peninga
út úr stjórninni til að koma fót-
um undir Innréttrngarnar?
Ekki eru undur, þó gamlar
minjar þéttbýlis í Reykjavík séu
fátæklegar: lítil og ljót tknbur-
hús, reist af vanefnum og ennþá
meiri vantrú á þennan dratt-
haila hans hátignar.
Misjafnt er, hversu menn virða
nú þessar gömlur minjar. Tákna
þær nokkuð nema eymd og nið-
urlæging? Og hví er þá verið
að halda þeim við og vemda þær,
sem kostar auðvitað sína pen-
inga?
Sem maður virðir fyrir sér
gömul og lágreist hús Reykja-
víkur, t. d. þau, sem flutt hafa
verið að Árbæ — virðast þau
þá ekki vera svo vesæl, bæði
að útsjón og sögu, að þau hefðu
betur verið gefin eldinum?
Fljótt á litið, kannski. Að minnsta
kosti eru líkux til, að ýmsir,
sem ekki eru handgengnir þess-
um gömlu minjum, mundu svara
því játandi. Hinir, sem lifa og
hræirast í sögunni, eru vafa-
laust á annarri skoðun. Þeir líta
ekki á umbúðirnar, heldur á
innihaldið, ef svo má að orði
kom-ast um sögulegar minjar.
Því það er ekki saga þeirra
sjálfra — í mörgum dæmum
lítilfjörleg — sem helgar rétt
þeirra, heldur saga borgarinnar.
Þau urðu mjór vísir að miklu.
Það er þeirra aðalsmerki.
Þegar vélt er um, hverju skuli
fleygja og hvað skuli varðveita
af leifurn hins liðna, er vita-
skuld óhjákvæmilegt að gera sér
sem gleggsta grein fyrir sögu-
legu gildi þess, sem um er að
ræða hverju sinni.
Með hliðsjón- af verkaskiþting
nútímans hlýtur það að vera
fáeinna fræðimanna að meta það
gildi fyrir heildina eða þá aðila,
sem stýra framikvæmdunum í
umiboði hennar. Bækur Árna Óla
munu þannig teljast drjúgt fram
lag til matsins, þegar meta skal
fáskrúðugan arf þann, sem
gamla Reykjavík hefur eftir sig
látið.
Erlendur Jónsson.
— Dægrastytting
Framhald aí bls. 15.
íkipið svarar ekki. En það er
erfitt að gera upp á milli þessara
sagna, enda þótt rök megi færa
að því, að Hammond Innes
kunni meira fyrir sér í skáld-
sagnagerð en Alistair MacLean,
bók hans sé frekar í ætt við
bókmenntir en Arnarborgin. Inn-
es er það ekki nóg að setja sam-
an æsaindi frásögn, hann skyggn*
ist líka, með drjúgum árangri í
sálarlíf þess fólks, sem hann
lýsir.
Sama gildir að nokkru um
Phyllis A. Whitney. Skáldsaga
hennar Undarleg var leiðin eT
hefðbundin lýsing á einkenni-
legu fólki í dularfulilu umhverfi,
bandarísk að allri gerð. Alistair
MacLean og Hammond Innes ertl
aftur. á móti dæmigerðir Evrópu
menn. Enda þótt Undarleg var
leiðin sé bók með glöggum og
skörpum mannlýsingum, er hún
reyfarakennd. Phyllis A. Whit-
ney er í mun að vekja hroll með
frásögn sinni, halda lesandanum
í spennu til söguloka. En margt
í sögunni er betur fallið tid að
kalla fram glott lesandans held-
ur en hrylling. Miranda Heath,
aðalpersóna bókaTinnar, er í
rauninni ástsjúk þótt hún leiki
jafnan göfuglynda konu, sem
vill komast að hinu sanna um
fortíð föður síns. Kínverska kon-
an, ekkja skipstjórans, er aumk-
unarverð og skopleg í ýmsum
tiltektuim sínum og sama er að
segja um hinn lfibstlhneigða
Pryott, sem lætur heillast af
peningum eimum saman. Þrátt
fyrir þetta er Undarleg var leið-
in tilraun til að skilja fólk,
kanna myrkar hugrenningar
þess. En sennilega er þessi bók
ætluð konum fyrst og síðast.
Karlmenn munu finna meira við
sitt hæfi í bókum þeirra Ali-
•stairs MacLeans og Hammond
Innes.
Andrés Kristjánsson þýðir
Arnarborgina, Magnús Torfi
Ólafsson Silfurskipið svaraf
ekki, og Anna Björg Halldórs-
dóttir Undarleg var leiðin. All-
ar eru þessar þýðingar sóma-
samlegar og er það út af fyrir
sig fagnaðarefni. Útlit bókanna
er þokkalegt.
Jóhann Hjálmarsson.
SjónvarpsumboB
Umboðsmaður þekktra sjónvarpstækja óskar eftir að fá aðila
til að annast sölu úti á landi. Sérstaklega á Austur- og
Vesturlandi.
Þeir er hefðu áhuga sendi nöfn sín á afgr. Mbl. merkt:
„Sjónvarp — 2571".
Iðnaðarhúsnæði
óskast á jarðhæð fyrir bílaverkstæði og lager.
Tilboð merkt: „2524" sendist blaðinu fyrir 1. maí.
Fram tíðarsfarf
Kona yfir þrítugt óskar eftir framtíðarstarfi. Létt skrrfstofu-
störf, eða verzlunarstörf kæmu til yreina. Er gagnfræðingur,
hef endurhæft mig.
Tilboð sendist Mbl. fyrir fyrsta maí, merkt: „1313 — 2614".
Úr sjóði Fríðn Proppé og
P. Stefónssonnr frn Þvern
verður veittur styrkur í maí n.k , að upphæð kr. 32.500,—,
til framhaldsnáms í verzlunarfræði í enskum eða amerískum
verzlunarháskóla.
Umsækjendur skulu m.a. hafa lokið prófi frá Verzlunarskóla
Islands með 1. einkunn og unnið við verzlunarstörf a.m.k.
1—2 ár.
Skriflegum umsóknum ber að skila til skrifstofu Verzlunarráðs
Islands fyrir 7. maí n.k. og verða þar veittar nánari upplýsingar.
VERZLUNARRÁÐ islanrs.
Hestamannafélagið
FÁKUR
Sumarfagnaður
-verður í félagsheimilinu í kvöld kl. 21. Sýnd verður kvik-
myndin Á fjallaslóðum tekin af Ósvaldi Knudsen.
Dansað til kl. 2.
Hópferð á hestum
verður sunnudaginn 27. apríl. Farið verður Hafravatnshringinn.
Lagt af stað frá skeiðvellinum kl. 2 e.h. og hesthúsinu í Selási
kl. 2.30 e.h.
Athugið! Félagsmenn þeir sem taka vilja þátt í firmakeppn-
inni hafi samband við Gunnar Tryggvason.
Lfósmyndasýning
I tilefni að 25 ára afmæli hins íslenzka lýðveldis 17. júní n.k.
hyggst Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur efna til sýningar á Ijós-
myndurn teknum af og vegna hátíðahaldanna 17. júní 1944.
Þeir aðilar, sem filmur eða myndir hafa í sínum fórum af
atburðum 17. júní 1944 eru vinsamlegast beðnir að hafa sam-
band við formann þjóðhátíðarnefndar, Skúlatúni 2, síma 18000
eða Böðvar Pétursson. slma 16837, eigi síðar en 1. maí n.k.
Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur.
Ljósmæðrafélag íslands
og Hjúkrunarfélag Islands
halda sameiginlegan félagsfund í Domus Medica þriðjudag-
inn 29. apríl kl. 20.30.
Fundarefni: Páll Lindal borgarlögmaður:
Nýskipun félagsmála hjá Reykjavíkurborg.
STJÓRNIN.
A 2. HUNDRAÐ STÓR - VINNINGAR
FRÁ 160 ÞÚSUND TIL 214 MHLJÓN KRÓNA
MIÐI I DAS ER STDR-MÖGULEIKI
%
*