Morgunblaðið - 28.06.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.06.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2®. JÚNÍ 1909 13 Þessir tveir glæsilegu íslenzku stóðhestar sýndu yfirtjurða mikla reiðhesíahæfileika. Sá brúni er islenzkum hestamönnum kunnur. Er það Vörður frá Kýrholti í Skagafirði, en í eigu Walters Feldmanns í Aegidienberg. Er Vörður sonur Harðar frá Kolkuósi, sem stóð fremstur stóðhe.sta hér i Reykjavik si. sum- ar á landbúnaðarsýningunni, en móðir hans er dóttir Nökkva frá Hólmi. Hlaut Vörður hæs; stig á sýningunni sem alhiiða gæðingur og afkastahestur. Tók hann þátt í flestum keppnis- greinum og var oftast meðal þriggja beztu hesta. Frú Ursula Becker er svo á Hrappi þarna með á myndinni, sem er tekin meöan á yerðlaunaveitingu stendur. LRNDSKEPPNIN í TÖLTREID Sviss, Þýzkalandi, Hollandi, Danmörku, Svíþjóð og fslandi. Formaður sambandsins var kjörinn Svisslendingurinn Dr. Ewald Isenbiigel, kennari við landbúnaðardeild háskólans í Zúrich. Dr. Isenbúgel varði doktorsritgerð fyrir þremur árum síðan við þennan sama háskóla, og fjallaði doktors- ritgerðin um íslenzka hestinn. Áð ur hafði Þjóðverji varið doktors- ritgerð um sjúkdóma í íslenzkum hestum, og á næsta hausti verður varin doktorsritgerð í Berlín, sem fjallar að mestu leyti um ís- lenzka hestinn, en gerir einnig skil öðrum smáhestakynjum á eyjum og strandhéruðum við norðanvert Atlantshaf. Ekki er vitað um, að annar íslenzkur bú- peningur hafi vakið jafn mikinn áhuga hjá erlendum fræðimönn- um. Er þetta góð vísbending um mikilvægi hestsins okkar og hvers við megum af honum vænta í framtíðinni. Aðrir í stjórn áðurnefnds 'Ev- rópusambands eru: Gunnar Bjarnason frá íslandi (varafor- maður), Walter Feldman frá Þýzkalandi (íþróttaleiðtogi), Max Indermaur frá Sviss (gjaldkeri), og Gunnar Jónsson frá Dan- mörku (ritari). Hér á eftir verður sagt frá ýms um keppnisgreinum og birtar myndir af sigurvegurunum. Frá- sagnirnar koma fram í mynda- textunum. Einn athyglisverðasti og skemmtilegasti þá tur sýningarinnar vai að sjá Kurt Hilzensauer frá Saarbrúcken þeysa um á sýningar- svæðinu með íslenzku fimm-eyki. Það var sem snillingurinn spil- aði á vel samæfða hliómsveit. Þetta er glæ iieg íþrótt, sem íslend- ingar þurfa að læi a og stunda. Það liæfir hestelskri þjóð. Þátttakendur í þjálfunarkeppni. í Þessari keppni þarf hesturinn að sýna fullkomna hlýðni og láta fyrirhafnarlaust að stjóm. Því minna sem knapinn sést hreyfa sig og því meira, sem hesturinn geiir, þeim mun beiur er riðið. Þessir 4 vel þjálfuðu hestar hreyfðu sig um sýningar- svæðið undir knöpunum sem leikfimismenn á gólfi. Hér sjást frá vinstri: 1. Walter Feldmann, junior, á Funa, syni Svips frá Akureyri. 2. Frú Ursula Becker á Hrapp frá Garðsauka. 3. Ungfrú Dagmar Schmidt frá Pforzheim á blesótta hestin- um Gáska. Var hún sigurvegari í keppninni. 4. Walter Feldmann, senior, á Verði frá Kýrholti. Pííngstsonntag.den 25,RIai,vOH 8-12 und von 15-16 Uhraufiium tiesfut itegídicnberg s Pf)HfcstKHmt3$í.e*a» 2$. Wa».«» n ?,öe«ts<Ae fefaflriþfpnf*; Aúktiðt! Víðs vegar á vegamótum Sjö- fjallalanda (Sibengebirge) mátti á hvítasunnu sjá merki sýning- arinnar, en það sýnir íslenzkan hest á skeiðtölti. „Quadrilja“ er ein hin vandasamasta reiðmennsku íþrótt, sem kostur gefst á. Þeir, sem heimsótt hafa spánska reiðskólann í Vín, minnast þessarar glæsilegu sýningariþróttar, því að sýningar þar hefjast oftast á „quadrilju". Saariendingarnir, sem fjölmenntu á sýninguna í Aegidienberg, sýndu þarna vel þjálfaða og samstillta „quadrilj u“. Er þessari íþrótt helzt hægt að líkja við gólf- æfingar og göngu leikfimismanna. Bar mönnum saman um, að íslenzki hesturinn væri mun bet- ur gerður fyrir þessa íþrótt en menn höfðu haldið, því að samanburðurinn frá Vín er svo harð- ur. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem „quadrilja“ er sýnd á íslenzkum hestum. Vak i þetta mikla hrifningu áhorfenda. Hér er enn nýr þáttur fyrir islenzka hestamennsku. Hvað vantar hina hest- elsku, íslenzku þjóð, sem er orðin heimsfræg af gæðingum sínum, jafnvel orðin frægari af þeim en af skáldum sanum og rithöfundum. — Hana vantar reiðskólann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.