Morgunblaðið - 10.07.1969, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JÚLÍ 1969
Sj Kenneth Royce
sannfæra mig eða sjálfan þig?
— Hún tekur áreiðanlega við
honum.
Pont var enn efablandinn, en
sagði: — Ef svo er, þá ætla ég
að taka benzín í Túnis. Við kær
um okkur ekki um neinar stöðv-
ar á leiðinni þangað.
Tueker snörlaði eitthvað, og
var enn að berjast við sjálfan
sig. Þeir stönzuðu á afviknum
stað til þess að sjá, hvernig Ro-
bert vegnaði. Sárið á hnakkan-
um var orðið ljótt og hann var
enn meðvitundarlaus, og þeir
tóku ábreiðu úr skottinu og
breiddu yfir hann.
Tucker setti véilna í gang,
hugsi. — Hvers vegna drap Le-
boeuf hamn ekki?
— Ef þér á að vegna vel, vinur
sæll, verðurðu að kynnast svona
mönnum betur, og það fljótt,
sagði Pont. — Léboeuf gat ekki
almennilega drepið Robert, því
að með þeirri rannsókn, sem fram
fer á málinu, mega þeir ekki
fara svo óvarlega að. Þeir hafa
enn von í peningunum sínum.
Tucker svaraði ólundarlega:
— Það er nú sama, hvemig þeir
færu að því — þið munduð alltaf
vita, að þeir hefðu gert það.
— Auðvitað veit ég, hver er
aðalmaðurinn. Leboeuf er ekki
annað en þræll hjá Capelli, og
Capelli er aðalmaðurinn í Mafí-
unni, og er enn hættulegri vegna
þess að í seinni tíð hefur hann
gengið í bandalag við Cosa
Nostra, sem er sams konar félags
skapur á Korsíku og starfar aðal
lega í Frakklandi.
Tucker stanzaði við benzín-
stöð, en leit aftur fyrir sig um
leið, til þess að sjá, hvert Robert
hefði nokkuð hreyft sig.
En sú varð raunin á, að Robert
gaf ekkert lífsmark frá sér fyrr
en þeir voru komnir margar
mílur áleiðis og þegar það varð,
var hann eins og óður og reyndi
að brjótast út undan teppinu.
Pont rétti út hÖnd og tók tepp-
ið ofan af honum, en Robert
brauzt um á sætinu og horfði
eins og hálfruglaður á Pont.
Hann var illa til reika og tauga-
óstyrkur, en hafði samt allgóðan
hemil á hræðslu sinni.
Tucker leit í spegilinn og
sá hvíta, óttaslegna andlitið
— Þetta er allt í lagi René. Við
björguðum þér eins og hetjur.
Robert hneig niður í sætið.
— Ég skal verða ykfcur þakklát-
ur að eilífu. Hann reyndi
að telja mér trú um, að hann
væri sendur frá ykkur. Hann
var viðkumnanlegur, en ég
treysti honum ekki, enda leizt
mér ekkert á hann. René Ro-
bert andvarpaði og greip báð-
um ^ höndum um hnakkann.
— Ég reyndi eftir því sem ég
gat, að tefja fyrir honum. Ég
treysti ykkur til fullnustu, herr-
ar mínir,og ég sé nú, að þar
skjátlaðist mér ekki.
Pont og Tucker litu hvor á
amnan. Veslings Robert! Hann
var enn uppfullur af trúnaðar-
trausti og þakklátsemi, og sann-
færður um, að góðu mennirnir
kæmu alltaf á vettvang í tæka
tíð.
Þeir óku áfram, án þess að
stanza, og höfðu alla glugga
opna, til þess að hleypa inn
loftinu, sem kólnaði ofurlítið
vegna hraðans á bílnum. Þeir
voru allir óhreinir og þráðu það
mest að komast í bað, en samt
stakk enginm upp á því að
stanza og engan langaði til þess.
Það var enn eftir klukkustundar
birta og Tucker fór nú að svip-
ast um eftir stígnum, sem lá til
rammsóknarstöðvarimmar.
Tucker stanzaði við fyrstu kofa-
þyrpimgumia, við endamn á stígn-
um, horfði ranmsakandi á kofana
og komst að þeirri niðurstöðu,
að fólkið væri við höfrumgatjarn
irmar. Nú, er þeir voru komnir á
staðinn, var eims og sjálfstraust
hans færi eitthvað að bila. —Þið
bíðið héma meðan ég er að finma
hana.
Tucker var eitthvað hikandi
og velti því fyrir sér, hvers
vegna hamn væri að þessu. Hann
flýtti sér ekki eftir troðningnum,
sem lá að höfrungatjörninni, og
hefðu ekki mennirnir beðið eftir
honum í bílnum, hefði hann trú-
lega snúið við. En svo skamm-
aði hann sjálfan sig fyrir hug-
leysi og hélt áfram.
Dubon prófessor sat við tjörn-
ina í stólnum síraum, en einhver
yngri maður stóð frammi á barm-
inum. Að því er Tucker gat bezt
séð var hann að láta einhvern
dúk úr gagnsæju plasti síga nið-
ur í vatnið, en hann var of á-
hyggjufullur til að hugsa nán-
ar um, hvaða tilraun væri verið
að gera. Hann stóð kyrr og
horfði á gráu skrokkana og
hlustaði á skelliraa, sem færðust
í aukana. Þegar prófessorinn
kom auga á hann, kinkaði hann
kolli til hans, rétt eins og hann
væri að koma of seint í tíma, og
sagði: — Þér finnið hana í rann-
sóknastofunni, herra minn. Tuck
er svaraði einhverju í þakk-
lætisskyni og flýtti sér að stóra
kofanum.
Það v ar afskaplega heitt
þarna inni og alls konar óhugn-
anleg hljóð heyrðust. Myndavél-
in stóð þarna fyrir framan eitt-
hvert áhald og segulbandsspól-
an var í gangi. Einhver vísinda-
maður í hvítum sloppi og svo
Denise voru svo öranum kafiin
við þetta, að hann varð að
klappa á öxlina á henni.
Hún snarsneri sér við og bjóst
við að sjá einhvern samverka-
manna sinna, en svo breytti hún
svip. Og svipurinn var svo marg-
ræður, að Tucker botnaði ekkert
í honum.. Hainn hafði búizt við
að lesa ánægju út úr honum, og
var ekki viss um, hvort henni
hefði snöggvast brugðið fyrir,
en svo varð svipurinn næstum
kuldalega glettinn.
—Þakka þér fyrir blómin.
— Blómin? Hún hafði hann
þegar í hendi sér og hann varð
vondur við sjálfan sig. Þessi
stelpuskratti bar alltaf hærri
hlut í viðskiptum þeirra og hann
faran reiðina sjóða upp í sér.
Hvers vegna hafði hann verið
svo vitlaus að vera nokkuð að
koma?
— Blómvöndinn, sem þú
fleygðir frá þér í vonzku. Það
hefði nú verið skemmtilegra að
láta rétta sér hann almennilega.
— Nú, þau blóm? Hann hikaði
og beið eftir einhverri bendingu
um, hvernig hann ætti að snúa
sér við henni. — Þú virðist ekk-
ert hissa að sjá mig.
Hún yppti öxlum. — Ég hef
nú engan tíma til að huigsa um
slíkt. Og hann faran, að hann
hafði verið bitinn af, eins og al
gjörlega þýðingarlaus persóna.
Svo ætlaði hann að fara að
hugsa um, hvers vegna viðbrögð
hennar væru honum svona mikil-
væg, en þorði ekki að hugleiða
það frekar. Hann kom því aftur
niður á jörðina.
— Gætirðu hýst hann Robert?
Þú manst eftir honum, það er
feiti frímerkjasafnarinn vin-
gjarnlegi. Svona hafði hann ekki
ætlað að bera upp erindið
— ekki svona snöggt.
— Við skulum fara út, það er
svo mikill hávaði héma .
Hann elti hana út, feginn að
losna við hávaðann og þunga
loftið í þessari frumstæðu rann-
sóknastofu.
Þau stóðu úti og pírðu aug-
unum móti sólinni og Denise
setti upp sólgleraugun sín.
Skammt frá þeim var prófessor-
imn að verða eitt'hvað æstur,
úti við tjörnina og gaf aðstoðar-
manni sínum einhver merki.
Denise Vey brosti undan
vörtum gleraugunum. — Þú varst
að spyrja um eitthrað viðvíkj-
andi honum Robert?
— Haran var í mikilli hættu
staddur. Gætirðu hýst hanin fyr-
ir mig?
Brosið þurrkaðist út, hægt og
hægt, og svörtu glerauguin lyft-
ust ofurlitið. Frá tjöminmi heyrð
ust Skellimir í höfruraguraum og
óp frá prófessoruraum, en það var
alveg annar heimur. í heimi
Tuckers var að draga úr hit-
anurn, og einhver kuldi lædd-
ist að þessum tveimiuir manineskj-
um, og hvor þeirra einangraðist
æ meir eftir því sem sekúnd-
urraar liðu hjá.
— Nei, sagði hún. — Ég mundi
ekki einu sinni láta mér detta
það í hug.
VII.
Tucker hafði ekki búizt við
þessu. Hann starði á hana og
reyndi að ákveða sig. En þótt
einkennilegt væri, fannst hon-
um hann hafa meira vald á hlut-
unum en áður, og vera einbeitt-
ari. — Hvað gengur að þér? Þeg
ar þú ert óþreytt, ertu hlý og
manneskjuleg, og það dásam-
lega, en undir eins og þú kemst
í varnarstöðu, ertu eins og klaki.
En þú mátt ekki stofraa Robert
í hættu vegna þeas eins, að þér
er lítið um mig.
Denise stirðnaði upp. — Það
er eins og okkur sé það áskapað
að vera alltaf að rífast — og
það mest vegna þfns eigin
sjálfsþótta. Hvað fær þig til að
halda, að ég meti þig svo mikils
að vera reið við þig?
— En hvers vegna þá að vera
að skilja veslings Robert eftir
á jarðsprengjusvæði, þar sem
hairan getuir ekiki hneyflt siig áin
þess að týna lífinu.
Hún svaraði þreytulega- —
Segðu mér frá þessu, og svo dró
hún sig inn í skuggann.
Tucker sagði henni alla sög-
una og beið eftir því að fá
skammir. En þess í stað brydd-
aði hún upp á atriði, sem hann
hafði sjálfur verið að hugsa um.
— Þú segir, að þessir menn
séu á hælunum á honum og
vilji hann feigan. Sjálfrar mín
vegna væri mér sama um þetta,
en ég verð nú að taka tillit til
samverkamanna minna.
Tucker yppti öxlum. — Já,
ég hafði nú líka verið að hugsa
um það. En ég held bara, að það
geti ekki komið til mála, að þeir
finni hann hérna. Annars hefði
ég alls ekki stungið upp 4 þessu
— ekki vil ég stofna þér í hættu.
— Ég er búin að segja þér,
að ég er ekki með neinar áhyggj-
ur, sjálfrar mín vegna. En hér
er ég bara undirtylla og get ekki
tekið annað eins og þetta að mér.
— Þú ættir nú samt að hafa
áhyggjur af því. Hann starði
reiðilega á hana. — Það e^ tími
til kominn, að þú gerir þér Ijóst,
að þú átt framtíð fyrir þér. Þú
sakaðir mig um að hafa ekki á-
huga á öðru en mínu eigin tjóni.
Gott og vel. Ég saka þig um að
fárast um smámuni. Þú ert ung,
Denise. Mjög ung og ekki eins
hörð og þú heldur sjálf. Vertu
uirng, vertu uirag stúlka aftur, og
láttu það ekki eftir þér að verða
að gamalli kellingu, þó aldrei
nema þú hafir misst manninn
Þetta var það áhrifamesta, sem
hann hafði enn sagt við hana.
Hún var föl og sólgleraugun
leyndu svipnum á henni að
nokkru, en hún hafði látið bug-
ast. Hann langaði til að taka um
axlirnar á henni og finna, að
hún þarfraaðist huigguiraaT, en það
hefði verið óheppilegt, ein.s og
á stóð, svo að hann stóð bara
kyrr og beið þess, að hún segði
eitthvað. Og þegar það varð,
var ofurlítill skjálfti í röddinni,
Electrolux
Kœliskápar
sjö stærðir
Frystiskápar
tvær stærðir
©
Vörumarkaðurinnhf.
J ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI81680
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Leggðu þig allan fram i dag, ef þú ætlar að aigra.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú skalt ekki leggja út á nýjar brautir í dag, en þú getur náð góð-
um árangri með að kynna þér málin, sem eru á dagskrá.
Tvíburamir, 21. maí — 20. júní.
Þú skalt ekki festa þig i neinu í dag, því að það er hægara í að
rata, en úr að kemast.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Þú stendur á krossgötum, og enda þótt þú hafist ekkert að verður
einhver brcyting á högum þínum.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Segðu gjarnan meiningu þína, og notaðu þér aðstöðu þina til að
bæta afkomuna.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
í dag er allt með ró og kyrrum kjörum. Það er einhver, sem er
tannhvassari, en ástæða er til, og þá er að taka þvi, og láta hann
bliðkast með tímanum.
Vogin, 23. september — 22. október.
Það gengur allt sæmilega i dag, svo að þú skalt nota tækifærið tii
þess að gera eitthvað fyrir sjálfan þig.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Ef þú gerir þér Ijóst, hvað þig vantar, skaltu ekki hika við að fara
fram á að fá það.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Gerðu breytingar, ef með þarf, og reyndu að leggja þig allan fram
við vinnu þína, því að annars gctur sá misskilningur, sem þegar er
orðinn, orðið langvarandi.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú sérð margt í dag, fiest ánægjulegt. Viðskiptin ganga betur en
venjulega og rómantíkin er með bezta móti.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Gefðu sköpunargáfu þinni lausan tauminn. Sviktu ekki það, sem þú
hefur lofað börnunum, en þú ert samt þinn eigin húsbóndl.
Fiskamir, 19. febrúar — 20. marz.
Þér kemur margt skemmtilegt á óvart 1 dag. Vertu áhorfandl og
segðu fátt . . . því að þú getur búizt við heilmiklu í viðbót.