Morgunblaðið - 31.07.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBL.AÐIÐ, FlMMTUDAGUR 31. JÚLÍ H969
15
fe>*lí rftOII* * mmm b i tlrlllrlflíllfiC
$&&
í_m i >
■tí'/'■£■'/?Z,'<''$\
yWX'Z,%-
"■" - 't 'V ,: ’ 'v ^ "v >'•'- >;
yvs/'/./'. ■'..'■'>%■''/ýyy//. /Z". '</. ■
'mrnmm:
Kekkonen forseti Finnlands leggur homsteininn að fyrstu bíla
verksmiðju landsins í nóvember s.l. Lengst til vinstri á myndinnl
er V. Leskinen, viðskipta- og iðn aðarmálaráðherra Finna. •>
Þannig mun einn bíllinn, sem Finnar eru að hefja framleiðslu á,
líta út. Myndin er tekin á hinni alþjóðlegu bílasýningu í Hels-
inki i september 1968.
Bifreiðasmíðafirmað var stofn-
að 15. ágúst 1968 og nefnist það
SAAB-Valmet Ab. Það er stað-
sett í borginni Uusikaupunki
sem liggur á suð-vestur strönd
Finnlands. Eru þaðan góðar sam
göngur á sjó.
Magn framleiðslunnar verður
15.000 bílar á ári og eru þessar
tegundir framleiddar: Saab 99,
Saab 96 og Saab 95. Eignarihlut-
deild er þannig háttað að helm-
ing hins nýja firma eiga Svíar,
Saabfélagið en helminginn
finnska firmað Valmet Oy. Fjár-
festingin í þessum nýju bílaverk
smiðjum nemur alls 90 milljón-
um finnskra marka. Unnt verð-
ur án mikils viðbótarkostnaðar
að tvöfalda framleiðsluina upp í
80.000 bíla á ári.
Hornsteinn verksmiðjunnar
var lagður 28. nóvember s.l. og
mun framleiðsla bílanna hefjast
NÝR MARKAÐUR FYRIR ÍSLENZKAN
KAVIAR í DANMÖRKU
Solon mnn verðn um 5 millj. kr. ó þessu nri
Hér á síðunni hefur áður verið
minnzt á útflutning okkar á grá-
sleppuhrognum, og hve mikil
verðmæti færu forgörðum við
við það að hrognin eru að miklu
leyti seld út söltuð í tunnum, í
stað neytendaumbúða. Nú hefur
það gerzt að fyrir atbeina ís-
lenzka sendiráðsins í Kaupmanna
höfn hefur verið unninn upp
verulegur markaður fyrir grá-
sleppuhrogn í neytendaumbúðum
í Danmörku og er búizt við að
þar muni verða seld hrogn fyrir
5 millj. króna á þessu ári.
Fer hér á eftir frásögn um
þetta athyglisverða framtak.
sendiráðið í Kaupmannahöfn
markaðsleit í Danmörku fyrir nið
ursoðin grásleppuhrogn undiir
nafninu „Jökla Caviar“ eftir ósk
framleiðanda. Erfitt Vcir um vik
í fyrstu, þar sem Danir hafa 5—6
Úr þessum innflutningi hafa
þeir meðal annars unnið fram-
leiðslu sína, en oft orðið að
blaúda þessa vöru með dönskum
og norskum grásleppuhrognum.
Almennt mun þó álitið, að stærð
íslenzku grásleppukrognanna sé
að öllum jafnaði meiri en hinna,
og því er íslenzki caviarinn á-
ierðarfallegri og betri vara yfir-
leitt.
Þekktasti framleiðandinn í Dan
mörku er Limfjords Östers Com-
pagniet, sem einnig hefir mikinn
útflutning af þessari vöru til
JÖKLA-CAVIAR
Haustið 1967 hóf
íslenzka
Utflutningur
tækniþekkingar
Ýmis fiskiðnaðaráform í undirbúningi
íslenzkir verkfræðingar og
tæknifræðingar hafa lítt lagt
það fyrir sig að fjalla um verk-
efni í útlöndum. Þó gæti útflutn
ingur hugvits orðið mikilvægur
þáttur í þjóðarbúskap íslend-
inga, ef rétt er á málunum hald-
ið. Verkfræðifirmu á Norðurlönd
um vinna fjölmörg að verkefn-
um í þróunarlöndunum, og raun
ar víða um heim. Þannig skapa
þau starfsmönnum sínum mikla
vinnu og landi sínu gjaldeyris-
tekjur.
Yfirleitt er víða um fram-
kvæmdir að ræða sem hérlendir
tæknimenn gætu boðið í og tekið
að sér að undirbúa og hanna. Á
það ekki sízt við um sérmenntaða
menn í fiskiðnaði og tæknigrein
um sjávairútvegsins.
Hér skal getið um nokkur verk
efni á þeim vettvangi sem fram
undan eru:
KÚBA: Ákveðið var nýlaga
að Kúba miuindi mjög aiuka fiski-
mjölsframleiðslu sína á næstunni.
Er ákveðið að byggja tvær fiski
mjölsverksmiðjur, og verður önn
ur þeirra staðsett í Cienfuegos.
LIBYA: Rikisstjórn Libyu hef
ur gert áætlanir um stofnun nýs
mikils fiskveiðihlutafélags,
„Llbyan Fishing Company“, hef
ur iðnaðarmálaráðherra landsins
skorað á borgarana að kaupa
hlutabréf í félaginu. Félagið á að
stunda allar greinar sjávarút-
vtegs og vinnslu sjávarafurða.
Ríkisstjórnin mun veita fé til fé-
lagsins til kaupa á verksmiðjuim,
véium og fiskibátum. Gert er
ráð fyrir að flytja verði inn er-
lendis frá margt fiskibáta til
þessara framkvæmda.
SENEGAL: Unnið er nú að
því að byggja fyrstu fiskimjöls-
verksmiðjuna í Senegal. Er það
firmað Afric-Azote, sem að því
verki stendur. Á verfcsmiðjan að
geta unnið úr 120 tonnum af hrá
efni á dag.
SINGAPORE: Frá því var
skýrt á ráðsfundi South East As
ian Fisheries Development Cant-
ea' að komið yrði á fót mikillí
fiskiðmaðarmiðstöð í Singapore.
Verður þar einnig miðstöð fiski-
rannsókna fyrir þennan hluta
Asíu. Að þessu fyrirtæki munu
m.a. Japanir og Filippseyinigar
standa.
MEXICÓ: Spánverjar og Mexi
kanar hafa gert með sér sam-
stairfssamning um veiðar fisks í
salt og markaðsöflun í Mexikó.
Er fiskurinn veiddur af spönsk-
um skipum í norð- vestur Átlants
hafi. Síðan er fiskurinn fluttur
í verksmiðju í San Bartolo, Nau-
calpan, nálægt Mexikó City. Þar
er saltaði þorskurinn hreinsað-
ur, skorinn og þurrkaður. Hluti
hans er seldur í Mexikó, en hluti
hans er fluttur út til annarra
S-Ameríkulanda.
Er búizt við því að njeð þess-
ari aðferð verði unnt að selja
saltfiskinn fyrir verð, sem er um
það bil 25 prs. lægra en meðal-
verðið sem er í því landi um 240
kr. pr. kíló.
verksmiðjur, sem eru þaulreynd
ar í þessari framleiðslu, fram-
leiða gæðavöru og hafa setið að
markaðinum um tugi ára.
I mörg ár hafa Danir flutt inn
söltuð grásleppuhrogn í heilum
tunnum frá íslandi og var inn-
flutningurinn:
1966 289 tonn
1967 141 tonn
1968 270 tonn
margra annarra landa. Eyða þeir
milljónum króna í auiglýsinga-
starfsemi um caviarinn árlega,
þannig að allir þekkja Limfjords
caviar sem það bezta fáanlega af
þessari vörutegund.
Það leið hálft ár frá því að
sölutilraunir hófust með Jökla-
oaviar, þar til iheppnaðist að
selja fyrsta 100 gramima glasið.
Þessi tími var notaður til að að-
laga vöruna eftir markaðshorf-
um, bæði hvað snerti verð, útlit
umbúða og smekk fyrir danska
neytendur. Að þeim tíma liðnum
var hægt að bjóða 3 tegundir af
Jökla-caviar á markaðinn.
MJÖG VAXANDI SALA
1 marz 1968 hófst svo byrjun-
arsala og var fyrsti kaupandinn
á Fjóni, en brátt varð að finna
aðalumboðsmann, er dreift gæti
vörunni um allt landið. Vinir
sendiráðsins voru hjálplegir með
að benda á slíkan mann, og þeim
tilboðum um sölu, sem sendiráð-
inu höfðu borizt, var vísað til
'hans. Þegar í apríl—maí hefst
töluverð sala og má segja, að sal
an ykiist vibulega allt áiið 1968.
Á þessum 8 mánuðum nam út-
flutningurinn rúmlega einni millj
ón ísl. kr. Á tímiuim var eftinspurn
in svo mikil, að tvisvar varð að
senda töluverða slatta með flug-
vélum til að fullnægja henni, en
skipaferðir voru óhagstæðar á
þeim tíma.
í byrjun þessa árs voru gerðir
samningar við sölufyrirtæki 1
Danmörku með útsölum víða um
landið. Taka þessir hringir ákveð
ið magn á þverri viku, auk þess
sem vörunni er dreift til kaup-
manna og matvöruverzlana, sem
ekki standa að þessum samtök-
um. tó vantar enn að ná sölu til
tveggja stærstu hringanna þar,
en til þess standa góðar vonir á
næstunni. Útflutningurinn er það
sem liðið er af þessu ári kominn
á þriðju milljón ísl. króna og
mun sennilega verða um fimm
milljónir á öllu árinu 1969. Ætti
þetta að verða varanlegur mark-
aður um mörg ár framyfir og sí-
fellt vaxandi. Skilyrði fyrir þess
uim söluiárangri hafa verið haig-
kvæmt verð, framúrskarandi
vörugæði ásamt því, að öll af-
greiðsla útflutningsfyrirtækisins
á Jslandi hefir verið með afbrigð
um góð. Kaupmenn í Danmörku
hafa auglýst vöruna á eigin
kostnað bæði í dagblöðum og
neytendablöðum, þannig að ísL
fyriirtækið hefir ekki haft neinn
kostnað í sambandi við þessa
markaðsleit.
Framhald á bls. 8
Finnar hef ja bílaframleiðslu
Framleiða 15.000 bila á ári
FINNAR hafa nú byrjað
framleiðslu og útflutning á
bílum, og eru þeir önnur
Norðurlandaþjóðin sem það
gérir. Hin er vitanlega Svíar.
Má því ugglaust búast við
því, að innan skamms aki
finnskir bílar um íslenzka
vegi, en ekki er vitað til þess
að enn sé hérlendis neinn um
boðsmaður fyrir hina finnsku
bíla.
við lok þessa árs. Fullri fram-
leiðslu verður náð við lok árs-
ins 1971. ■
Til þess að byrja með er gert
ráð fyrir að langflestir bílanna
verði fluttir úr landi og gangi
þeir inn í útflutningsáætlanir
Saab-verkamiðjann.a sænSkiu. Er
frá líður mun þetta þó þreytast
og verksmiðjan fara að snúa sér
að varahlutaframleiðslu í allstór
um stíl. Finnar eru mjög stoltir
af þessum nýja þætti í atvinnu-
sögu sinni og telja að þessi nýja
verksmiðja muni hafa mikil og
góð áhrif á verzlunarjöfnuðinn.