Morgunblaðið - 31.07.1969, Blaðsíða 17
f
MORGUNBLAÐEÐ, FIMMTUÐAGUR 31. JÚIif K969
17
■*=r
Rafknúnar klukkur í háum,
hvítum stöpli kalla börn Stóra-
dalssóknar undir Eyjafjöllum til
messu í einum nýtízkulegasta
helgidómi landsins. Hann var
vígður af hr. biskupnum í mildu
vorveðri við mikið fjölmenni þ.
18. maí í vor.
Þá var mikil hátíð í Stóradals-
sókn.
í>á hafði bygging þessarar nýju
Stóradalskirkju staðið yfir s.a.s.
nákvæmlega í hálfan áratug, því
byrjað var að grafa fyrir henni
24. maí 1964. Nú stendur hún
þatrna fullbúin og vígð til helgra
nota og hefur kostað mikla og
fórnfúsa trú á sigur góðs málefn
is, fastheldna rækt við fornan
ihelig’iataið og 3 mfflj. knónia í pen-
ingum. Þetta er mikið verð frá
hvaða hlið sem það er skoðað.
Og svo segja menn og láta hafa
það eftir sér í útlöndum: íslend-
ingar eru tómlátir um trúmál og
vilja lítið gjöra og litlu fórna
fyirir kirfeju síne.
Stóra-Dalssókn var einu sinni
sérstakt brauð en heldur þótti
Iþa/ð tieikijiurýrt (V4 á við Hiotlit) og
voru prestar þar sjaldan lang-
dvölum. Einn dvaldi þar þó í 20
ár (1769-—89), fyrst aðstoðar-
prestur. Það var sr. Páll Magnús
son. Hann þótti „vel gefinn mað-
ur, kennimaður góður, hraust- ’
menni og starfsamur“. (Ævi-
skrár). Hann var afi sr. Páls
Matthiesen í Arnarbæli, föður sr.
Jens í Görðum. Sr Páll í Stóradal
vildi ekki hlýða konungsboð-
Skap um styttingu helgihalds á
stórhátíðum um einn dag og vildi
halda þríheilagt eins og áður
hafði verið venja frá ómunatíð.
Kvaðst sr. Páll ekki afleggja
messugjörð á þessum gömlu helgi
dögum meðan Eyfellingar vildu
sækja kirkju sína.
En það hafa sóknarmenn í
Stóradal löngum gert af mikilli
alúð og gera enn í dag. Er það í
samræmi við fyrrgreinda fórn-
fýsi þeirra og fjárframlög til
byggingar sinnar nýju kirkju.
Sóknarniefnd Stóradalssóknar
er skipuð þeim Eysteini Einars-
syni vegaverkstjóra á Brú, ólafi
Kristjánssyni á Seljalandi og
Símoni Oddgeirssyni í Dalsseli.
Með þeim voru í byggingarnefnd
þeir Hallvarður Kristófersson í
Stóradal og Ólafur Sveinsson í
Stóru-Mörk. Hvíldi á þessum
mönnum öll forusta um fjáröflun
og framkv'æmdir.
Hin nýja Stóra-Dalskirkja er
teiknuð af Ragnari Emilssyni en
yfirsmiður hennar var Þorsteinn
Jónsson í Draimg=ihlliðairdiail. Af
ótta við að einhver verðugur
gleymist, skal ekki lagt út í það
að telja hér upp alla verktakana,
sem séð hafa um ýmsa þætti bygg
ingarinnar.
En auðséð er á öllu, að þar
hafa verið að verki hinir fær-
ustu menn hver á sínu sviði að
verkhyggni og vöndugleik, sem
er þeim til sóma, því að svo sem
ætíð er, að verkið lofar sinn
meistara.
Það gæti sjálfsagt verið efni í
merka sögu, að segja frá því
hvernig tæplega 100 — eitt
hundrað — gjaldendur, hvar af
enginn er umfram bjargálna
mann, geta komið upp um þriggja
milljón króna húsi, sem ekki á
að gefa annan arð en gleði hjart-
ainis. En það er saga sem igætd bor-
ið nafnið: Mikið má ef vel vill,
eða Samtaka sigrum vér alla örð
ugleika (jafnvel gengislækkanir)
eða eitthvað því um líkt.
Ýmisir gáfu háair upþhæðir.
Dæmi: Einar Bergsteinsson frá
Fitjamýri arfleiddi kirkjuna að
eignum sínum, sem námu um
160 þúsund krónum. Og enn eru
gjafir að berast, nýlega ein upp
Biskup og sóknarprestur ganga i kirkju vigsíudaginn. Ljósm. Ottó Eyfjörð.
G. Br. skrifar:
I DAL UNDIR FJÖLLUM
Biskup fyrir aitari í Stóradalskirkju.
Gamla og nýja kírkjan í Stóradal.
í 40 þúsund krónur. Þá skal þess
getið, því að það mun nokkuð
sérstakt, að á sínum tíma eign-
aðist kirkjan dráttarvél, sem hún
gat leigt út og hafði af drjúgar
tekjur. Sýnir það, eitt með öðru,
hve fundvísir aðstandendur
kirkjubyggingarinnar hafa verið
í leit sinni að tekjuöflun til fram
kvæmda þessu hugðarmáli sínu.
Af gjöfum, sem kirkjunni hafa
borizt í öðru en peningum skulu
þessar nefndar: Predikunarstóll-
inn er gefinn til minningar um
Auðium í ValiBeli, af etakju h'aws
og börnum, skírnarfontur til minn
inlgar um Kriatján á Seljallaimdi o.
fl. af ekkju hans, sem nú er látin,
kirkjuklukkurnar gaf Eysteinn á
Brú, frú Hanna frá Holti gaf
biblíupúlt, kiross yfir altari er
gjöf frá fyrirtæki því í Þýzka-
landi, sem seldi glerið í glugg-
ana, ljósatæki gaf fólkið í Stóra-
dal og allir bændur í sókninni
gáfu ull af fé sínu í teppi
á kinkjuigóMið.
Eins og fyrr segir, fór vígsla
hinnar nýju og nýstárlegu Stóra
dall'dkinkj'U fram þainin 18. miaS.
Vair þar mikið fjölmenni. Biskup
framkvæmdi vígsluna en pastor
loci, sr. Halldór Gunnarsson í
Kolti prédikaði. Vígiglui voibtair
voru þau frú Hanna Karlsdóttir
og sr. Jón M. Guðjónsson, sem
bæði eru tengd tryggðarböndum
við Eyjafjallasveit frá veru sinni
í Holti. Ennfremur voru vígslu-
vottar þeir sr. Sigurður Haukdal
á Bergþórshvoli og Eysteinn Ein
arsson formaður sóknarnefndar.
Að vígslu lokinni var haldið að
Hvoli, þar sem um 250 manns sátu
boð sóknarnefndar í tilefni þessa
hátíðlega atburðar.
Eyjafjöllin hafa löngum þótt
bera af flestum sveitum að feg-
urð og tign. Vissulega er þar
margt að skoða af dásemdum nátt
úrunnar. Nú hefur henni bætzt
við eitt af mannanna verkum, sem
vert er að leiða auga að, þar sem
er Stóradals-kirkja hin nýja.
Hún kemur manni skemmtilega á
óvairt þegar ekið er fyrir Dalsás-
inn og horft er heim að þessu
óðali Runólfs Úlfssonar aurgoða,
sem kunnur er af Njálu. Hann
var vinur Þráins mikill. Úr boði
hans var Þráinn á heimleið, er
fundur þeirra Skarphéðins vairð
á ísum Markarfljóts svo siem
frægt er. Þegair Flosi kom aust-
ain til eftimmá'l'ainna eftiir víig
Höskulds, reið hann í Dal til
Runólfs til að hafa af honum
sannar sögur um vígið. „Ert þú
maður sannorðuc . . . og mun ég
því trúa öllu er þú segir mér
frá.“
Þetta er fögur mannlýsing og
vissulega er þess vert að sækja
\ þann stað heim þar sem slíkur
maður bjó. Nú er Runólfur í Dal
löngu genginn til feðra sinna. En
í dag má koma á óðal hans til
að hafa þair „sannar sögur.“
Kirkjurnar tvær, sú gamla og
sú nýja standa þar og' tala svo
kiriöiftuigu máli að enigin orð flá
lýst um þær stórbreytingar, sem
eru að gerast í byggingu helgra
húsa á íslandi. Inni á milli leið-
anna í kirkjugarðinum stendur
hið aldna hús og mun nú brátt
hverfa af sjónarsviðinu. En uppi
á hólnum austan við það gnæfir
hið nýja svo ólíkt og nýsköpun-
arlegt að enginn hlutur úr gömlu
kirkjunni mun þykja eiga þar
heima.
í kirkjugarðinum í Stóradal
eru hávaxin, vöxtuleg reynitré.
í skugga þeirra er nýorpin gröf
með krönsum bleikra blóma, en
inni í laufmiklum krónum þeirra
glymur söngur þrastanna sem
koma fljúgandi utan úr sólbjört-
um geimnum með æti til unga
sinna.
x