Morgunblaðið - 03.08.1969, Síða 24
24
MORG UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. ÁGÚST 196®
inn í vélinni, heyrði hann nú
smellina í vélbyssu. Meðan
hann lægi svona flatur gátu
þeir ekki séð hann og þykkt
tréð í skipinu mundi nægja til
þess að vernda hann. Svo fremi
þeir hittu ekki neinn mikilvæg-
an vélarhluta eða skrúfurnar,
eða eldsneytisgeyminn, væri allt
í lagi. -Með þeim hraða, sem nú
var á og með því að snúa bátn-
um sitt á hvað, mættu þeir telj-
ast heppnir, ef þeir næðu al-
mennilegu miði. og auk þess yrði
hann bráðum kominn nægilega
langt frá þeim.
Þetta virtust mennirnir um
borð í snekkjunni gera sér ljóst,
því að skothríðin hætti Eftir
nokkra stund settist • Tucker í
stjórnsætið, en bakið á því var
allt orðið götugt eftir bvssukúl-
ur. Rétt við fæturna á honum,
fór varðmaður Gass að hreyfa
sig. Tucker festi stýrið og dró
manninn út á afturþilfarið. Með
erfiðismunum dró hann hann út
að riðinu og hélt honum þar föst
um. Nú tóku brúnu augun að
depla, en Tucker vildi ekki eiga
neitt á hættu. Hann hélt mann
inum föstum á skyrtunni og
sagði: — Þú þarft ekki annað
en synda að snekkjunni Hann
sá hræðsluna í augum mannsins
og handleggirnir á honum tóku
að hreyfast. Tucker tók á og
maðurinn steyptist fyrir borð og
hvarf í sjávarfroðuna. Nú athug
aði hann stefnuna, tók eftir því
á mælinum, að eldsneytisgeym-
irinn var næstum fullur en hve
lengi hann mundi endast og hve
langt hann væri frá landi, hafði
hann enga hugmynd um.
Þegar hann leitaði í káetunni,
fann hann þar kort yfir strönd
Túnis, loftskeytatæki og kíki.
Hann horfði nú gegnium hann
og aftur fyrir sig, eftir röstinni
undan bátnum. Rétt í bili elti
hann enginn, og sem snöggvast
varð hann hissa á þessu.
Við nánari athugun þóttist hann
sjá, að Capelli mundi hafa tal-
ið það vonlaust verk að elta
hann. En hann gat beitt ótal
öðrum aðferðum og feiti ftalinn
mundi neyta hverrar þeirra sem
væri til að ná í Pont og Tucker
— nú mundi hann beita liði sínu
með fullum krafti til að hefta
för þeirra og framgang.
Grár þokubakki var við sjón-
hringinn, en veðrið var enn
ágætt og Tucker var viss um, að
þarna var strönd Túnis. Hann
hafði verið á ferð í fjörutíu
mínútur, og gerði sér því Ijóst,
að þeir höfðu farið lengra út á
sjó en hann hafði haldið.Hann
leit enn aftur fyrir sig, og enn
var ekkert að sjá. Einstakir bát
ar frá ströndinni voru nú að
koma í ljós, og hann gekk fyrir
fullum krafti og vélin hámaði i
sig eldsneytið, og nú áttaði
hann sig á því, að enda þótt
hraðinn væri mikilvægui', mátti
hann ekki verða eldsnevtislaus.
Hann reisti sig upp úr sæt-
inu, stóð fyrir framan stýrið og
horfði á þokubakkann smám
saman taka á sig myndir. Nú
suðaði í loftskeytasímanum.
Hann leit á hann og vissi ekki,
hvað gera skyldi. Suðið hélt á-
fram, svo að loks tók hann sím
ann, forvitinn og hræddur í
senn.
— Herra Tucker? Það var
raffinerad 0 strumpelegans
Vel
klœdd
notar
VOGUE
Viljið þér hafa fallegri
fætur, þá ráðleggjum við
Vogue-sokka og sokkabux-
ur.
Vogue er sænsk gæðavara,
sem framleidd er úr fínu
og mjúku úrvalsgarni.
Vogue hefur úrvalið í
sokkum og sokkabuxum.
Vogue hefur gæðin.
Fætur er reynt hafa Vogue
biðja aftur um Vogue.
Sölustaðir: Vogue, Skólavörðust. 12,
Vogue, Laugav. 11, Vogue, Háa-
leitisbr., Vogue, Hafnarfirði, Verzl.
Skemman, Akureyri, Kaupfélag Þing-
eyinga, Húsavík, Femina, Keflavík,
og Verzl. Sigurðar Ágústssonar,
Stykkishólmi, Verzl. Drífandi Vest-
mannaeyjum, Verzl. Böðvars Svein-
björnssonar, ísafirði.
ekki hægt að villast á yfir sig
kurteisiri röddinni i Gass. Tuck-
er viðurkenndi hikandi, að
hann væri að tala. Gass virt-
ist ofurlítið móður. — Ég er
feginn, að ég skyldi ná í yður
nógu snemma. Þér getið talað
frjálslega, hr. Tucker. Ég er
kominn á mitt eigið skip og á
leið til Túnis.
— Ég held ég hafi ekkert
við yður að tala, hr. Gass. Og
það held ég þér vitið. Tucker
brosti — í fyrsta sinn í margar
klukkustundir.
— Jú, það held ég þér haf-
ið, eftir að hafa hlustað á mig.
Capelli rífur allan framburð
yðar í tætlur. Hann getur safn-
að nógum fjarverusönnunum og
það er slæmt, þegar þér fóruð
um borð í óleyfi, eins og þér
gerðuð.
— Pont veit, að ég fór um
borð.
— Já, ég þykist vita, að
hann viti, að þér lögðuð af stað
með það fyrir augum. Er. hann
veit alls ekki, hvort yður tókst
það.
49
— Hvernig ætti ég annars að
vita um allt fyrirkomulag á
skipinu. Ég get lýst því ná-
kvæmlega.
— Virkilega, hr. Tucker?
Lögfræðinigamir hans Capelli
rífa það allt í tætlur. Þeir rounu
sanna, að þér hafið haft eða
séð teikningu af skipinu, og
gætu sennilega stunigið slíkri
teikningu á yðurl Og svo má
breyta allri innréttingu á einni
nóttu.
Allt í einu fann Tucker, að
Gass var eitthvað að snúa við
blaðinu. Hann breytti stefn-
unni ofurlítið og spurði síðan:
— Hvað eruð þér nú að brugga,
Gass?
Það varð þögn, svo að ekkert
heyrðist annað en brakið í sím-
anum.
— Munduð þér viðurkenna, hr.
Tucker, að ég hefði getað skotið
yður í hnakkann um leið og þér
fóruð út úr káetunni hans Cap-
elli?
Tucker hikaði og minntist þess,
að einmitt þetta hafði honum
dóttið í hug þá. — Þér hefðuð
sjálfsagt getað skotið á mig, en
ég veit bara ekkert, hversu góð
skytta þér eruð.
— Ég er fullgóð skytta á svo
stuttu færi, get ég fullvissað
yður . . .
Tucker greip fram í: — En
þér voruð bara ekki alls kostar
sáttur við Capelli á þeirri
stundu, eða hvað?
— Nei, og það er ég ekki, hr.
Tucker. Og einmitt þess vegna
er ég að hringja til yðar. Hann
lofaði Tucker að melta þessa at-
hugasemd dálítið, vel vitandi, að
hann roundi taka henni með
tortryggni.
— Og samt leyfði Capelli yður
að snúa aftur til skútunnar yð-
ar? Það var ekki ofmælt, að
Tucker væri tortrygginn.
Skríkjurnar í Gass mátti
heyra gegn um suðið í tækinu.
— Já, og hann léði mér meira
að segja bát. Við skulum líta-
raunsæilega á þetta. Ég hafði
fullan rétt á að vera reiður við
Capelli og það vissi hann. Hann
var í sjálfsvörn, eins og ég
núna. Hann tók segulbandið og
fleygði því fyrir borð, og meira
gat ég ekki farið fram á.
— Til hvers eruð þér þá að
hringja í mig? Tucker leit
snöggt á kompásinn og kortið
og veik bátnum ofurlítið til
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þú hagnazt á þvf að fara yfir bókhaldið í dag, þótt allt kosti meira
en þú gerðir ráð fyrlr.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Nú er tími til að koma með uppástungur þínar.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni.
Þú ert vel vakandi og kynnist því fleira fólki en þú áttir von á
að hitta.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Þú gerir breytingar heima fyrir, sem falla í góðan jarðveg. Not-
aðu þér samböndin, en hciðarlega.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Er þú álítur, að kringumstæðurnar vcrði þér að fótakefli, skaltu
skipuleggja vel. Allt að því til þriggja ára.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Ef þú gerir áætlun, sem er of margslungin, er hætt við að hún
komi ekki að fullu gagni. Reyndu að láta hverjum degi nægja sína
pjáningu.
Vogin, 23. september — 22. október.
Vertu hógvær, þvi að á þvi græðirðu mest.
Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember.
Þér ber ekki fyllilega saman við aðra i dag. Láttu ekki aðra bera
allan kostnaðinn.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desemb-er.
Þú færð góð tækifæri í dag, ef þú ert nógu alvarlega þenkjandi.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Góður dagur fyrir unga fólkið. Þeir, sem eru ungir í anda finna
til úýþri, varanlegri áhrifa . . . en þó aðeins í augnablikinu. Gerðu
ekki framtíðaráætlanir.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Erfiðleikar í fjarlægð verða viðráðanlegri, en naertæk verkefni
erfiðari.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Allir vilja láta Ijós sitt skína, hlýddu á þá, en hafstu ekkert að.
stjórnborða. Nú sá hann vel til
lands.
— Við höfum fengið okkar að-
vörum, hr. Tucker. Jafnvel þó
að við drepum ykkur Pont, get-
ur tryggingafélagið orðið erfitt
viðureignar. Það getur ekki
sannað neitt, en það mun heimta
skýringar á hinu og þessu. Ég
fyrir mitt leyti held, að þetta
hafi misheppnazt, en það held-
ur Capelli ekki.
— Það er alveg sama, hvað
tryggingarnar halda. Það eina,
sem máli skiptir nú, er hvernig
krafan stendur, lagalega. Þær
verða alltaf að borga út, áður
en lýkur. Tucker áttaði sig á
því, að nú var hann farinn að
tala eins og einn hinna.
— Já, eins og málið stendur
nú. En ég hef orðið að taka á-
kvörðun. Of margt hefur farið
út um þúfur og þessi vandræði
halda áfram að hrella okkur.
Þetta skeður öðru hverju, mað-
ur verður fyrir óhöppum, og
þau halda áfram. Og ég vil
helzt sleppa við blóðbaðið, sem
ég held að sé yfirvofandi.
Tucker sagði: — Við verðum
að ræða þetta betur seinna. Ég
geng út frá, að þét viljið kom-
ast að einhverjum samningum.
upplýsingar, sem þér þurfið á
að halda. En svo vil ég vera
kominn burtu um það leyti sem
þér þurfið að nota þær með dkrif
lóga yfirlýsingu frá tryggingun-
um upp á vasann, að þær ætli
að láta mig i friði.
— Það mundu þær aldrei sam-
þykkja.
— Þér eruð barnalegur, hr.
Tucker þær myndu sam-
þykikja hvað sem væri til þess
að sleppa við að tapa hálfri
milljón punda.
Tucker var tekinn að svitna.
Gæti hann treyst Gass?
— Þér ættuð sakamálshöfðun
yfir höfði yðar,' engu að síður.
— Nei. Ég er ekki í þessu
öðruvísi en sem málamynda-
kaupandi, og svo á ég að dreifa
ósviknu frímerkjunum. Ég átti
engan þátt í fyrirætlunum hinna
um að eyðileggja flugvélina.
Þetta var nú sama sem játn-
ing. Ef Gass talaði öðruvísi en
undir fjögur augu, gat hann allt
af haldið því fram, að einhver
hefði verið að herma eftir hon-
um gegn um símann, en meira
vissi Tucker heldur ekki. Mað-
urinn var þarna að játa hlut-
deild sína í þessu fjöldamorði.
Eitthvað var loðið við þetta, en
var Gass að segja honum sann-
leikann, éða var hann að reyna
að blekkja hann?
— Ég skal hringja til yðar úr
landi.
— Það getur orðið um seinan.
Capelli er þegar farinn að ná
sambandi við alla sína menn.
Ef þér haldið, að þér hafið verið
ofsóttur hingað til, hr. Tucker,
þá megið þér trúa mér, að það
verður eins og hveitibrauðsdag-
ar í samanburði við það, sem á
eftir að koma. Capelli vildi yð-
ur feigan áður, enda hefði hann
verið öruggari þannig. En nú er
það honum áríðandi og það taf-
arlaust. Og það er engin hætta
á að hann nái ekki í yður. Og
Pont og stúlkuna og prófessor-
_ Ég skal gefa yður allar »nn' Hann mun ekki eiSa neitt
a hættu, og pegair hann er
Ramóna
Álfhólsvegi
veitir Ijúffenga sérrótti — Frá RAMÓNU getið þér
tekið sérréttina með yðúr heim. — Sími 41845.
í þessu skapi, hættir konum til
að ganga heldur otf langt en of
skammt. Hvar eruð þér núna?
Tucker var næstum búinn að
svara þessu ósjálfrátt, svo mjög
fór þessi meinleysislega spum-
ing, sem skotið var inn í sam-
talið, framhjá honum. Túnis var
fyrir stafni, heill hrærigrautur
af byggingum við víkina. Hann
dró aftur úr ferðinni. Hann vildi
komast sem fljótast í land til
þess að geta aðvarað Denise og
Pont, en hann gat ekki lokið
þessu samtali strax.
— Látið þér ekki eins og bölv
aður asni! sagði hann.
Tucker sá næstum fyrir aug-
um sér, þegar Gass yppti mjóu
öxlunum, og svaraði: — Gott og
vel. Ég ætla að orða þetta öðru-
vísi. Leggið þér ekki bátnum í
höfrinni. Nú þegar eru menn í
landi með kíkja, til þess að
grennslast eftir ferðum yðar.
Farið þér hvert sem yður dettur
í hug, en bara ekki til Túnis eða
La Goulette.
Án þess að hugsa sig um, tók
Tucker langa beygju til stjórn-
borða. Þetta væri sennilega gott