Morgunblaðið - 08.08.1969, Side 13

Morgunblaðið - 08.08.1969, Side 13
MORGUNIBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1989 13 Ástæðurnar til flótta Kuznetsovs - EFTIR EDWARD CRANKSHAW Nafnið Kuznetsov hljómar dá lítið undarlega. Brezkum eyr- um virðist það naumast raun- verulegt; það virðist tilheyra öðrum heimi og allt geti komið fyrir mann, sem kallaður er Kuznetsov. En með Rússum er þetta eitt algengasta manns- nafnið, Kuznets þýðir það sama og Smith á enskri tungu. Á yfirbor'ðinu var þessi rúss neski hr. Smit'h, Anatoly Kuznetsov betur í sveit settur en margir rithöfundar aðrir í Sovétríkjunum. Skáldsögur hans, „Babi Yar“ og „Eldur- inn“ vökbu mi'kla athygli hundr uð þúsunda lesenda — slíkt er ekki óalgengt í Sovétríkjumuim, en öfundsverðuir er hann af les endahópnum ef legigja á vest- ræna mælistiku á hann. Er hann var aðeins 39 ára hafði hann þegar komið ár sinni svo fyrir borð, að hann taldist til hinna betur settu, naut þeirra þæginda að hafa eigið herbergi í Moskvu og heimili úti á lands byggðinni, fjarri skuggtuim Kremlarmúra. Satt er það að vísu, að veitzt hafði verið að honum fyrir „hug myndafræðilegan sljóleika“ og fyrir að hafa huiga sinn bund- inn of mikið við það, sem miður færi í daglegu lífi í Sovétríkj- unum. Þessar árásir voru hins vegar aðeins varnaðaiskot fyr ir framan stefni, ef svo mætti segja, en ekki breiðsíður til þess að skjóta hann í kaf, svo líkingunni sé áfram haldið. All ir sovézkir rit'höfundar, sem eitthvað komast áfram, verða fyrir þessu af og til og vita hvernig þeir eiga að haga sér. Til þess að svo liti út að verið væri að gagnrýna Kuznetsov af hryggð fremiur en reiði, honum til leiðbeiningar fremur en til refsingar, var hann nýlega skipaður í ritstjórn tímaritsins Yunost (Æska), sem gefið er út í tveimur milljónum eintaka, og heflur löngum verið þekkt að því að laggjast gegn fávizku byltingarsinnaðra stjórnar- valda. í þessum efnum var hann heppnari en hinn hug- myndaríkri og snjalli Alksionov sem rekinn var úr ritstjórninni á sama tíma. Þannig fór og fyr- ir Yevgeny Yevtushenko, sem nú er kominn í skammakrókinn þrátt fyrir hina frábæru hæfi- leika sína í því efni að hlaiupa með héranum og veiða með hundunum, svo líkingamál sé enn notað. Til að kóróna þetta allt var Kuznetsov sendur til London til þess að viða að sér efni um dvöl Lenins þar í borg á sama tíma og Sovétstjórnin hugsar sig vissuleiga oftar en tvisvar um að leyfa ritíhöfundum að fara til Vesturlanda. Segja má að heimurinn hafi legið fyrir fótum hans. Gætti hann þess nægilega vel, hvað hann Skrif aði og birti, gæti Kuznetsov hafa styrkzt stöðugt í sessi, hagnazt af lexíum þeim, sem hann hefur horft á útdeilt til margra virtra starísbræðria sinna — fangelsiun Sinyavsky og Daniel, þagnarmúrinn um- hverfis Solzíhenitsyn og hina hægfara þrúgun á hinu mæta og áður vaxandi skáldi Voz- nessensky. Þrátt fyrir allt þetta tekur hann sjálfur þá ákvörðun að hefja nýtrt líf sem innflytjandi í erlendu landi, þar sem siðir koma homum ókunnuglega fyr- ir sjónir, sumir hverjir eru hon um e.t.v. ógeðfelldir, og harun gebur ekki talað tungu lands- manna. í öllu raungildi gæti harni hafa flutzt til annarrar Anatoly Kuznetsov. Myndin er reikistjörnu. Skorið hefur ver- ið á allt það, sem hann hefur nokkru sinni skrifað eða jafn- vel hugsað um. Hann verður að tala og lesa með hjálp túlks, hann verður að skrifa með að- stoð þýðanda og hann veit ekk ert um þá þjóð, sem hann verð- ur nú að skrifa fyrir. Ákvörð- un hans var ekkert smámál. Úr því að Kuznetsov sá si>g tilneyddan að taka hana, er ljóst, að raunverulegir hagir hans hafa verið mjög ólíkir því, sem ætla hefði mátt ef ókiunn- ugur hefði grennslazt fyrir um þá fyrir aðeins fáeinum dögum. Og vissulega er það svo. Það Skiptir raunar nánast engu hvað hann sjálfur segir okkur um ástæðurnar til hinnar ör- lagarílbu ákvörðunar sinnar. Allir þeir, sem einlhver skil kunna á núverandi högum menntaimanna og listamanna í Sovétríkjunum vita, að mynd sú, sem þar var upp dregin, var fölsk., jafnt í aðalatriðum sem smáatriðum. Rit Kuznetsov voru gefin út og það var dáðst að þeim — en allt það, sem hann gaf út þurfti fyrst að ritskoðast af honum sjálfum, og síðan hakk aði hinn opinberi ritskoðandi allt í sig áður en ritið ikom út. Naumast leikur á því nokkur vafi, að aðeing lítill hluti þess, Gaianskov tekin í London eftir flótta hans. sem hann skrifaði, sá dagsins Ijós. Hann mun ugglaust hafa skrifað aðrar bækur sér til hiug arhægðar og til þess að láta handritin ganga milli vina og aðdáenda sinna. Sá háttur sovézkra rithöfunda er nú orð- inn svo algengur, að segja má að nánast sé orðið um stofnun að ræða undir nafninu Samiz- dat, eða sjálfsútgája. Og á sama tima hefur stöðugt verið að honum lagt að skrifa þær teg- undir bóka og greina, sem hann ekki vildi skrifa, þ.e.a.s. bækur og greinar ritaðair á þann hátt að þær samrýmist hinni opinberu mynd af Sovét ríkjunum, sem á ekkert skylt við sannleika af neinu tagi. Jafnvel þegar hann hefur ekíki verið að vinna að ritstörfum, hefur til þess verið ætlazt af honum að hann tæki þátt í lygaistarfsemi frá morgni til kvölds — lyguim, sem til þess eins eru ætlaðar að halda völd um í höndum æðstu manna rík- iisins og óbeljandi undirsáta þeirra, em'bættismanna flokks- ins, starfsmanna flokksvélar- innar. Aðeins er um tvær leiðir að velja til þess að komast hjá því að flækjast í þemnan vef: Að þegja og þar með útiloka alla möguleika og vonir um að byggj a upp framtíð sína, jafn- Yevtushenko vel vonir um að geta dregið fram lífið nema með því að vinna verkamannavinnu. Hin leiðin' væri að mótmæla opin- berlega, og hætta þannig á fang eisun eða örugga útlegð á ein- hverjum afskekktum stað lands ins. Auk Kuznetsov hafa ugg- laust margir aðrir freistazt til þess á stundum að skera á böndin milli sín og Rússlands, en þar til fyrir skömmu gátu þeir enn vonazt eftir því, að betri tímiar væru í vændum. En á undangengnum þremur til fjór um árum hefur þrýstingurinn á frjálsa hugsun gerzt æ meiri. Það var ekki fyrr en innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu á sl. suimri að þeim, sem vonuðust til þess að hin nýj-a niðurdireps stefna væri aðeins tímabundið fyrirbæri á meðan miðlungs- menn réðu ríkjum, óttaslegnir og óvi'ssir, varð endanlega ljóst að þessari þróun mála yrði ekki snúið við. Tékkóslóvakíumálið skellti hurðinni í andlitið á öllum hug myndum manna um „sósíalisma með mannúðarandlit“ í Sovét- riíkjunum ekki síður en í Prag. Þessi reynsla varð mörgum sósí ölskum menntamönnum erfið raun. Hún táknaði að endir var bundinn á draum, sem þessir menn hafa alið í brjósti með meiri og minni bjartsýni uud- angengin 15 ár, eða allt frá því, að Stalín féll frá. Er „saimisteypustjórnir“ tóku völd, fyrst undir stjórn Malen- kovs, síðan Krúsjeffs, gerðusf spenmandi hlutir. Sumir þeirra, sem höfðu þagað árum saman, fundu rödd sína á ný. Martgir þeirra, sem látið höfðu að stjórn og hlýtt, töluðu nú loks ákveðið og sannfærandi um hið gkammarlega samstarf sitt við yfirvöldin. Ungir menn og kon ur, einikum ljóðskáldin spruttu upp hvarvetna, gagn- rýnandi hina eldri kynslóð fyr ir geðlurðulhátt og lýstu því raunar yfir, að það eina, sem þyrfti að óttast, væri óttinn sjálfur. Harðir Stalínistar í röð um menntamanna, sem höfðu sannariega hagsmuna að gæta varðartdi undirokun þeirra starfsbræðra sinna, sem voru þeim betur gefnir, drógu sig inn í skel sína og fóru í „fýlu“. Það er svo sem ebki svo, að hörgull sé á þeim mönnum enn, og verður þeim bezt lýst með hínuim undirförla og nánast ó- læsilega skáldsagnahöfiundi Kodhetov, og Obakovsky, sem miklu seinna kom til Breblands til þess að útskýra í brezka sjónivarpinu hvílík nauðsyn það hefði verið að koma hinum alþekktu svikurum, SinyavSky og Daniel, bak við lás og slá. í fyrstu höfðu menn hljótt Solzhenitsyn um sig. Miklar vonir kviknuðu Sovétríkin voru að vakna. Krúsjeff þurfti sjálfur á rit- höfundum, öllum menntamöún um að halda í baráttu sinni fyr ir völdum og í hinni örvænt- ingarfullu tilraun sinni til þess að sigrast á lömun Stalínism- ans og hagnýta hæfustu menn þjóðarinnar til þess að komia efn alhagsmálum á réttan kjöL Það var einkum vegna barátt unnar við Stalínsfjötrana, sem enn lágu eins og mara yfir landinu að hann þarfnaðist stuðnings rithöfundanna. Það var af þeirri ástæðu að hann hvatti Solzíhenitsyn persónulega til dáða og leyfði honum síðan að gefa út hina fyrsbu, stuttu skáldsögðu sína „Dagur í lífi Ivan Denisovich", en í bók þeirri er flett ofan af þrælk- unarbúðum þeim, sem Krúsjeff kynnti sam þrælabúðir Stal- íns — og Molotovs, Malenkova og Kaganovich. En Krúsjeff, sem hafði þó þá Skynsemi til að bera að gena sér grein fyrir því, að ef So- vétríkin ættu ekki að sbaðna að dragast aftur úr yrði hann að leyfa mönnum að huigsa, hafði þó aldrei hugsað sér að þeir fengju algjört frjálsræði I þeim efnum. Það, sem hann stafndi að, var eins konar Stalínismi án ofsökna. Og ef undan eru dkilin eitt eða tvö atvik, er hann greip sjálfiur harkalega í taum- ana, er hann var sjálfur undir málklum þrýstingi frá andstæð- ingum sínum innan veggja Kreml, reyndi hann að við- halda nokkurs konar jafnvægi með því að leyfa frjálslyndari rithöfundum að stíga nokkur Skref áfram. Ef þeir hins veg- ar fóru yfir línuna, lét Krús- jeff Kodhetovana grípa í taum- ana og bíta frá sér. Þannig hélt þetta áfram I heilan áratug, tvö skref áfram og síðan eitt og hálft afturá- bak. Mi'kið gerðist á þessu tíma bili. Menn sögðu ýmislegt og gáfu út bækur um ýmis efni, sem óhugsandi hefði verið að gera á tímum Stalíns, og enda þótt Flokkurinn gripi stundum harikalega í taumana, var aldrei um raunverulegan ótta að ræða í röðum frjálslyndra. Þar við bættist að menntamenn skipt- ust frjálslega á slkoðunum, pré difcuðu siðgæði o.s.frv. Ég man að ég var á þessurn árum álhyggjufullur vegna hisp ursleysis þess, sem gætti meðal hinna ungu, þegar þeir töluðu við algerlega ókunnuga menn og jafnvel útlendinga. Ég spurði aftur og aftur í samtöl- um: „Er það skynsamlegt af þér að tala svona? Ættirðu ekki að sýna meiri var*kárni?“ Og ævinlega litu þesisir ungu menn á mig, líkt og þeim væri stoemmt, enda voru þeir skóla- börn er Stalín var og hét. „Hvernig getur þér dottið þetta í huig? Vissulega er langt frá því að allir hlutir séu í lagi Við eigum enn langa ferð fyriir höndum. En við vitum nú, hvert við stefnum. Við verðum að berjast við skriffinnskubá'knið. Gott og vel. Við munum berj- ast. En þeir munu aldrei fram- ar geta skaðað okkur.“ Ég er nú að tala um það fólk, sem var um tvítugsaldur- inn 1955 eða svo. Sumir jafn- aldra þeirra eru nú í fangelsi ellegar útlegð eftir slliríparétt- arhöld, sem haldin voru með leynd. Kuznetsov mundi hafia verið 25 ára gamall það ár. Kammski hafði hann sömiu skoð- Framliald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.