Morgunblaðið - 08.08.1969, Side 17
MORGUNÍBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1'969
17
land bjó til 1905 og gat „Kloifið
köfnunarefnið úr loftinu". Og
Sam Eyde verkfræðingur sá, að í
þessum lampa var leið til að
breyta vatnsaflinu í „erlendan
gjaldeyri". Þetta varð upphaf
vatnsorkuvirkjunarinnar í Nor-
egi, sem síðan hefur átt gildastan
þáttinn í því að gera Noreg að
velmeigunarlandi. Því að nær all-
ur miálimiðnaður Noregis byggist
á vatnsorkunni.
Mikilll hluti þessarar sýninigar
beinist að því að gera almenn-
inigi ljóst, hve miki-nn þátt vís-
indastarfsemin eigi í þróun at-
vinnu og iðnaðar. Sá sem geng-
ur þarna um sýninguna nokkra
stund, sannfærist um, að án
taeknivisindanna er öll framför
iðnaðarins óhugsandi. Og þegar
íslendingar halda svipaða sýn-
ingu einhverntíma, verða þeir
e'kki í vandræðum með kjörorð
hennar, því að Jónas Hafflgrims-
son lagði okkur það tiil fyrir 180-
40 árum: „Vísindin efla alla
dláð!“ En Gamafl maður, eins og
ég, hrekkur þó í kút þegar hann
sér „robot“-manninn á sýning-
unni vera að gera teikningu að
húsi, samkvæmt Skipun „elek-
tronisks heila“. Þá finnst manni
allt þetta fara hraðar en þörf er
á, og hugsar með sér gamlf orð-
tak, sem haft er eftir síra Árna
Þórarinnssyni: „Ljúigðu nú ekki
svona hratt, Gústi bróðir — ég
hef ekki við að trúa þér“.
En gamall maður, sem var að
skoða eitt viðundrið, tautaði
fyrir munni sér: „Þetta geta þeir
gert — og þeir fljúga kringum
tunglið. En að koma á friði í
Vietnam eða við Suez — það
geta þeir ekki“.
Skúli Skúlason.
- KUZNETSOV
Framhald af bls. 13
anir þá. Svona- hélt þetta áfram
a.m.k. til ársins 1963, er Krús-
jeff setti stólinn fyrir dyrnar
er hann var að berjast fyrir
eigin pólitísku lífi.
Eftir 1964, að Krúsjefif féll,
lagðist allt í dróima. Enginn
vissi hvað hin nýja stjórn
m.undi gera. Nýja stjómin vissi
það ekki sjálf. í mærfellt tvö
ár deildu aðilar hennar inn-
byrðis, reyndu að koma efna-
hagsmálum í eitthvert horf og
timinn ledð. Engar meirilháttar
gtefnubreytingar urðu á þess-
um tíma. En á þessum tíma ó-
vissu fór öryggislögregan,
KGB, að láta æ meira að sér
kveða og ná til sín völdum á
nýjan leik. Og í febrúar 1966
var gjónarspilið með Sinyav-
sky og Daniel sett á svið að
undirlagi hennar. Þeir höfðu
verið haindteknir nokkru áður,
sakaðir um að hafa gefið út
bækur, gem óhugsandi var að
gefa út í Rússlandi, undir dul-
nefnum á Vesturlöndum. Við
vituim nú hvað gerðist. Þeir
hlutu grimmdlega dóma, og af-
rit af því, sem fram fór í rétti
þessuim, og smyglað var til Vest
urlanda, sýnir ljóslega hvaða
nýja vald það er, sem sovézk-
ir menntamenn standa nú and-
spænis.
Margir samstarfsmanna þeirra
gvo og ýmsir sovézkir mennta-
menn, svo sem vísindamenn,
verlkifræðingar og háslkólapróf-
essorar mótmæltu réttar'höld-
unuim yfir rithöfundunum á
ýmsa vegu. Atburðurinn sýn-
ist hafa verið síðasta hálmstrá-
ið sem brast varðandi Svetlönu
dóttur Stalíns, og hafi orðið til
þess að hún tók endanlega á-
kvörðun um að fara frá Sovét-
rlkjunum. En hin raunveru-
legu, hörðu mótmæli komu frá
htnum yngstu, og þau tóku á
sig sérstakan blæ. í stjórnar-
tíð Krúsjeffs höfðu mótmælend
ur krafizt frelsis. Nefna má
hina frægu yfirlýsingu Pomer-
antsev um einlægni í bókmennt
um. Tvardovsky, sem hélt sið-
um Novi Mir opnum fyrir hina
beztu ungu rithöfundanna (um
þessar mundir er hart lagt að
honum að láta af starfi sínu).
Ilya Ehrenburg og fjölmargir
aðrir gerðust talamenn þess,
að tjáöinigamfreOisá væri
niauðsynlegt ef bókmennt-
irnar ættu að lifa og Sovét-
ríkiin að þroskast, rétt eins og
hér væri á ferðinni algjörlega
ný hugmynd, sem yrði að út-
Skýra á viðkvæman hátt, rækta
og hlúa að.
Unga fólkið, sem hélt uppi
mótmælunum á sjöunda tug ald
arinnar beitti öðrum rökum.
Ginsburg og Galanskov, sern
mótmæltu Sin y a v Sk y - D a niel
réttarhöldunium, voru sjálfir
handteknir og saiklfelldir fyrir
þær athafnir sínar. Kaustov og
Bukovsky, sem mótmæltu þeim
aðförum, voru han dteknir að
bragði líka. Hinn ungi Litvin-
ov og Larissa, kona Daniels,
sem mótmæltu öllu því, sem á
undan var gengið voru að lok-
um handtekin og send í útlegð
eftir að hafa mótmælt innrás-
inni í Tékkóslóvakíu. Hópur
ungs fólks í Leningriad var
dæmdur fyrir að dreifa bókum
útgefnum erlendis. Úkraínski
blaðamaðurinn Chornovil, sem
mótmælti hástöfum réttarhöld-
um yfir úkraínskum ættjarðar-
vinum, var handtdkinn. Allt
þetta fólk, og fjöldi annarra
sem þjáðst hafa á undanförn-
um þremur árum, höfðu ekki
fyrir því að nefna að tjáning-
arfrelsi væri æskilegt.
Það tóku þau sem sjálfsagð-
an hlut. Þau höfðu ekki fyr-
ir því að ræða um forheimskan
skrifstofubákns flokksins, því
það var talinn sjálfsagður hlut
ur. Öll byggðu þau málflutn-
ing sinn á hinni rituðu Stjórn
arskrá Sovétríkjanna, hinni
holu s/kiripastjórnareíkrá Stal-
íns, sem honum tólkst að
ble'kfkja heiminn með 1938.
Þetta var vissulega ný leið,
en ekki komust þau langt eftir
henni. Þeim var leyft að ræða
málin, deila og reka áróður í
sínum eigin hópi, en jafnskjótt
og einhver gerðist svo djarfur
að fara að höfða til almennings,
fólksins sjálfs, greip lögreglan
snarlega í taumana.
Og almenningur sjálfur gerði
lítið til aðstoðar. Efnahagslega
séð er ástandið betra í röðum
hans en áður var. Þar við bæt-
ist að menn eru eMá lengur
dregnir út úr rúmum sínum um
miðja nótt og skotnir, eða send
ir í þrælabúðir, fyrir að hafa
sagt „neðanjarðarskrítlur" ell-
egar muldrað gagnrýnisorð í
eigin barm. Hinn almenni borg
ari er öruggur, svo lengi sem
hann ekki þyrlar upp mold-
viðri, sem eftir verður tekið.
Fól'kið heifur liðið milkið á lífs-
hlaupi sínu, og því er það nægi
legt að vera enn á llílfi, hafa í
sig og á og eiga kost á því að
fá að standa í biðröðum til þess
að kaupa ýmsan neytendavarn
ing. Fólkið vill aðeins lifa kyrr
látu lífi 1 friði. í þessari til-
tölulega nýfúndnu vellíðan hef
ur það enga samúð með þessum
æsingamönnum og heimslku íde
alistum, sem blaðra um frelsi
og einlægni. Bezt er að lifa
lífinu eins og það er, og djöf-
ullinn hirðir þá, sem síðastir
verða. Þannig er hinn óhetju-
legri hugsunarháttur almenn-
ings.
Mótmælendur í röðum mennta
manna komust fljótlega á snoð
ir um að þeir stóðu einir og
óstuddir. Flestir skólabræðra
þeirra úr háskólum höfðu ekki
áhuga á neinu nema persónu-
legum frama sínum, en það jafn
gildir þvi að stinga höfðinu í
sandinn og hlýðnast fyrirskip-
unum. Hinir vellaunuðu vísinda
menn, verkfræðingar og aðrir,
gætu og hafa reyndar stundum
gagnrýnt harðlega ýmis-
legt í stjórnarfarinu og haft
ríka samúð með hinum ungu
mótmælendum. Þeir kynnu að
vona að einn góðan veðurdag
yrðu svo margir þeirra í hátt-
settum stöðum, að þeim mundi
takast að breyta valdahlutföll-
Skrifstofustúlka óskast
strax til starfa hjá stóru fyrirtæki. Verzlunarskóla- eða hlið-
stæð menntun áskilin.
Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt með-
mælum, sendist afgr. Mbl. fyrir 13. ágúst, merkt: „Stundvís
— 408".
Afgreiðslustarf
Bóka- og ritfangaverzlun vill ráða fólk til afgreiðslustarfa. Að-
eins kemur til greina reglusamt fólk með starfsáhuga. Ekki
unglingar. Heilsdags- eða hálfsdagsvinna.
Tilboð er greini aldur, fyrri störf og annað er máli skiptir, send-
ist afgreiðslu Mbl. fyrir 15. þ. m., merkt: „Afgreiðsla —
haust".
Iðnskólinn i Reykjavík
Námskeið fyrir þá nemendur, sem þurfa að þreyta aukapróf
vegna væntanlegrar skólasetu á næsta skólaári, hefjast 18.
ágúst n.k., ef næg þátttaka fæst.
Innritun fer fram í skrifstofu skólans dagana 11. og 12. ágúst.
Námskeiðsgiald, kr. 250,00 fyrir hverja námsgrein, greiðist
við innritun.
Skólastjóri.
OPIÐ KLUKKAN 9-1
NÁTTÚRA leikur
Öll nýjustu lögin leikin.
unum í Kreml. En þeir vissu
að þeir gátu ekkeirt gert nú,
þegar ólin var hert.
Það kom bezit í Ijóis, hversu
einir á báti mótmælendur voru,
er itólraium Tékkóslaiva tiil fre-ls-
isstefnu var barin niður harðri
hendi. Margir voru felmtri
slegnir. Margir neituðu að und
irrita dreifibréf ,sem mönnum
var þó gert skylt að skrifa á
Og lýsa þar með eindregnum
stuðningi við flokkinn og
stjómina varðandi Tékkósló
vakíumálið. En yfirgnæfandi
meirihluti fólks í borgum So-
vétríkjanna (bændurnir hafa
naumast heyrt Tékkóslóvakíu
nefnda) virtist þeirrar skoðun-
ar að Tékkóslóvakar hafi átt
skilið þá meðferð, sem þeir
fengu. Þeir voru aðeins erlend
plága, sem tímabært var orðið
að sníða stakk eftir vexti. Og
hug sinn sýndi fólkið í verki
er Litvinov, Larissa Daniel og
nokkrir aðrir mótmæltu á
Rauða Torginu. Almennir
Moskvubúar urðu á undan lög-
reglunni að ráðast að þeim.
Þau voru nefnilega að fremja
hina verstu hugsanlegu synd:
Rugga bátnurn!
Hinn síðasti mótmælaatburð-
ur, sem markverður má teljast,
var hið merka bréf til Samein
uðu þjóðanna í júní sl., þar sem
hópur rússneskra þjóðernis
sinna, sem stofnað höfðu Sam-
tök til varnar almennum mann
réttindum í Sovétríkjunum,
taldi að afturhvarf eigi sér nú
stað til Stalíns-tímabilsins, og
dæmi voru nefnd því til stuðn-
inigs. í bréfinu er mininzt á öll
þau réttarhöld, sem hér hefur
verið á drepið og mörg önnur.
Hreyfing á borð við þessa mun
halda áfram, a.m.k. „neðanjarð-
ar“. En athafnir á borð við
þetta bréf eru fyrirfram dauða
dæmdar á meðan núverandi
valdhafar geta hangið saman.
og haldið fólkinu þolanlega
ánægðu með tilveruna!
Þetta er hinn kaldranalega
og flókna staðreynd, sem Kuz-
netsov ákvað að snúa baki við.
Hann reyndi í bókum sínum,
líkt og allir beztu samtíðar-
menn hans eru að reyna, að
bæta sovézkt þjóðfélag með
því að filetta ofan af ýmiss kon
ar spillingu innan þess, en
ekki í því skyni að kollvarpa
kerfinu. Honum mistókst, eins
og hinum er að mistakast, og
hélt á braut.
(Observer — öll
réttindi áskilin)
Laust starf
í bókhaldsdeild á bæjarskrifstofunum í Kópavogi, verzlunar-
skólapróf eða svipuð menntun áskilin.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist undirrituðum fyrir 16. þ. m.
7. ágúst 1969, Bæjarstjórinn í Kópavogi.
KLÚBBURINN
Blómasalur:
HEIÐURSMENN
ítalski salur:
RONDÓ TRÍÓ
Matur framreiddur frá kl. 8 e. h.
Borðpantanir í síma 35355.
Opið til kl. 1.
Félagsheimilið
HV0LL
Dansleikur laugardagskvöld
Hinir frábæru
ROÓF TOPS
leika og syngja
Allir að Hvolsvelli á laugardagskvöld.