Morgunblaðið - 08.08.1969, Page 20

Morgunblaðið - 08.08.1969, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST lí>69 g 4 ^ Kenneth Royce Maumlega slc þið getið einmitt lagt þær sann- anir fram. Þið verðið fluttir á stað, þar sem sími ér, ef ykkur skyldi þykja þörf á honum, vegna ykkar eigin öryggis, en staðurinn verður að vera leyni- legur og þið megið ekki hafa samband við lögregluna fyrr en tveir sólarhringar eru liðnir, tal- ið frá þeirri stundu, sem þið gangið að skilyrði mínu. Það er nauðsynlegt, að báðir aðilar treysti hvor öðrum að vissu marki, jafnvel þótt við vantreyst um hver öðrum í aðalatriðum. Ég skal taka gilt loforð ykkar um, að þið notið ekki símann og þið verðið að treysta því, að þið verðið öruggir á staðnum þar sem ég kem ykkur fyrir. Ef þið viljið ekki samþykkja þetta fyrirfram, geta þessar viðræður ekki orðið lengri. — Ef þér viljið treysta því, að við notum ekki símann, hvers vegna þá ekki treysta því líka, að við gefum ekki lögreglunni upplýsingar, ef við fáum að fara héðan, spurði Pont. 52 ÁLFTAMÝRI 7 BLOMAHÚSIÐ simi 83070 Opið alla daga 611 kvöld og um helgar. Blómin frá Blómahúsinu veita verðskuldaða ánægju. — Þetta var vel að orði kom- izt ,hr. Pont, en trúið mér til, að ég er búinn að hugleiða málið frá öllum hliðum. Ég skal játa, að ég er fyrst og fremst að hugsa um sjálfan mig. Lögregl- an hefur leyfi til ýið hafa upp úr ykkur, hvaðeina, sem hún tel ur áríðandi upplýsingar. Það er- uð ekki þið, sem ég vantreysti, heldur hún — hana klæjar í lófana eftir að ná í mig og þetta yrði henni of mikil freisting. — En setjum nú svo, að við kæmum aldrei aftur út úr þess- um felustað, sem þér ætlið að búa okkur? sagði Tucker. — Ef ég 'hefði í hytgggiu aið veiðia ykkur í gildru, mundi ég tæpast gera það með vitund lögreglunn- ar. Ef þið komið ekki fram aftur, verð ég grunaður nr. 1. En svo er önnur ástæða til þess, að ég er að reyna að finna mér undan- komiuleið. Við Capelli megum ekki sjást saman. Capelli hefur aldrei komið hingað í húsið. Og hann veit ekki um og mundi aldrei hafa hugmynd um staðinn, sem ég ætla að senda ykkur til. En þar sem ég er þess fulltrúa, að Capelli ætlar að stúta ykkur, hvernig sem veltist, þá finnst mér ég vera að vernda ykkur og það tvo heldur en einn. Pont kinkaði ofurlítið kolli til Tuckers, sem hafði svarað Gass Hef flutt Iækningostofu minn að Klapparstig 25. Viðtalsbeiðni á morgnana frá kl. 10—12 f. h. í síma 11228. Símaviðtalstími frá kl. 2—2,45 alla virka daga nema föstudaga og laugardaga. Haukur Jónasson, læknir. Vymura vinyl-veggfóður ■ Ifi*^ 1 ÞOLIR ALLAN ÞVOTT Œ LITAVER Grensásvegi 22-24 Simi 30280-32262 í samþykkjandi tón. — Við ætl- um þá að leggja þetta á hættu. Gass stóð upp. — Það gerum við einmitt allir. Hann gekk að skrautlegum kínverskum skáp og tók út úr honum skjalakassa, og upp úr kassanum tvö saman- heft skjöl. Hann rétti þau sitt 'hvorum. — Gefið ykkur góðan tíma og lesið þetta. Þau eru sam- hljóða. Tucker og Pont tóku að lesa. í aðalatiriðum var innihaldið það sama sem Tucker hafði heyrt um borð í snekkjunni, en greindi á milli í verulegum atriðum. Upp- haflegi eigandi frímerkjanna var þarna nefndur með nafni. Einn- ig frímerkjasalan í Frakklandi og svo maðurinn, sem hafði sprengt upp flugvélina. Þarna voru og fleiri nöfn þátttakanda í þessu fyrirhugaða svikaneti og fjöldamorði. Allur gangur glæp- anna var þarna rakinn nákvæm -lega, þar með taldar athafnir, sem enn voru óframdar, svo sem sala frímerkjanna fyrir hálft raunverulegt verð, eftir að safn inu hafði verið sundrað og fullt verð þess fengið út úr trygging- uraum. Það var ekki hægt að sjá hvort þessi nöfn voru raunveru leg, en að minnsta kosti gat Tucker þarna séð allan ganginn í þessari glæpastarfsemi. Capelli var þarna talinn aðal- maðurinn og hagnaði hans af verkinu var þarna lýst, ásamt núverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sem stóð leynilega undir hans stjórn. Þarna var allt, sem máli skipti nema þáttur Gass sjálfs, en hann var þarna kallaður hr. x og nefndur í þriðju persónu. Með þessum upp lýsingum hefði Khayar nóg í höndunum til þess að hefja rainn- sókn og koma snörunni um digra hálsinn á Capelli. En skjalið var óundirritað enn sem komið var. Það sem Tucker hafði heyrt um borð í snekkjunni, staðfesti það sem þarna stóð, en eitthvað var samt ekki eins og það átti að vera og olli honum óróa, þar til hann loksins undir föstu augnatilliti Gass, las skjalið aft- ur. Hann var að vísu engu fróð- ari, þ©gar þvi var lokið, en hafði það samt einhvern veginn á til- finningunni, að eiruhverju hefði verið breytt eða fellt út. En hann gat bara ekki áttað sig á því, hvað það var. Það kynni að vera eitthvað, sem hann hafði heyrt, en var sleppt úr hér. — Er eitthvað þarna, sem yð- ur líkar ekki, hr. Tucker? Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. Þú verður dálítið heppinn í dag. Nautið, 20. apríl — 20. maí. Það er fljótlegt að gefa ioforðin. Athugaðu fyrst allar kringumstæður. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní. Reyndu að liggja í láginni í dag, allt verður öðruvísi á morgun. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Fólk er svo tilkippilegt, notaðu þér það. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Nu færðu ýmis tengsl við fólk, sem annars hafa ekki verið til reiðu. Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Þú verður að vera nákvæmur í dag, og vertu við öllu búinn. Vogin, 23. september — 22. október. Ofgerðu engu i dag, og vertu ekki forvitinn. Sporðdrekinn, 23. október. — 21. nóvember. Taktu nýjungum með varúð. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Yfirfærslur og upplýsingar úr fjarska verða þér erfiðar í dag. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar. í dag skaltu treysta eigin hugmyndum. Fáðu lán, eða láttu skrifa hja per, hvort sem pægilegra er. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Láttu alla hjálpa þér við starfið. Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Ef þú ert í of nánum tengslum við hrekkjótt fólk, gctur það dregið dilk á eftir sér. — Já, mér finnst eitthvað vanta í. —Ég mundi nú ekki gera mér neina irellu út af því. Gass hellti í glas handa sér, en leit ekki af Tucker. — Þér hljótið að hafa heyrt sitt af hverju þarna um borð. Ég get ekki hald ið því fram, að ég hafi tekið allt með. En öll aðalatriðin eru þarna skráð. Ef lögreglan getur ekki eyðilagt Capelli með þessu skjali og þeim rannsóknum, sem það gefur tilefni til, þá á Cap- elli það skilið að sleppa. Hefði ég tíma til þess, gæti mér sjálf- sagt dottið eitthvað annað í hug, en tími er nú einmitt það, sem mig skortir helzt. — Er þetta nægilegt svar, Keith? Pont horfði fast á félaga sinn. — Jú, það kynni það að vera. Ég verð að játa, að sumt af því, sem ég heyrði er hér skráð. Tucker rétti Gass skjalið aftur. Skrifstofustúlka Fyrirtæki í Kópavogi vill ráða vana skrifstofustúlku með kunn- áttu í vélritun og ensku. Tilboð sendist afgr Mbl., merkt: „Fyrirtæki 211" fyrir 12. þ. m. Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í yfirbyggingu (möl- burð) Þórisvatnsvegar frá Eystragarði við Búrfellsvirkjun og norður fyrir brú á Tungnaá, alls rúmir 30 km. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykjavík, frá og með föstudegi 8. ágúst n.k. gegn 1000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 14:00 hinn 21. ágúst n k„ en þá verða þau opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum, sem óska að vera viðstaddir. Reykjavík, 7. ágúst 1969. LAIMDSVIRKJUN. — Og hvað nú? — Ef þið samþykkið þetta, ætla ég að undirrita akjalið og þið getið undirritað það, aem vit undarvottar, og til þess að forð- ast hugsanlegar véfengingar, ætla ég líka að fá einhvern þjóna minna til að undirrita það. Þegar þeir höfðu samþykkt þetta, undirritaði Gass skjalið ipeð rithönd, sem var jafn smá- vaxin og snyrtileg og hann sjálf- ur. Pont og Tucker skrifuðu því næst undir sem vitundarvottar. Síðan hringdi Gass á þjón sinn, sem undirritaði líka, eftir að Gass hafði breitt yfir skjalið með þerriblaði. — Og hvað verður svo næst? — Næst, hr. Pont, segið þér Khayar lögreglustjóra að kalla menn sína burt héðan, og segið honum, að þið verðið fjarver- andi í tvo daga. — Og gætum við tekið við þessu hjá yður tók Tucker fram í og gerði höfuðbendingu til skjalsins í höndunum á Gass. — Það gætuð þið sannarlega. En þið munduð bara aldrei fá að fara með það burt héðan úr húsinu. Ég hef nokkra velæfða og harðhenta þjóna, hr. Tucker. Tucker hafði langað til að sjá viðbrögð Gaiss. Ponit 'gdktk úít úir tósiiniu «g etftir lainigia miafliar- stíigmiuim áflieiiðliis að Wiðiiniu. HoCiimie fór mieð Ihioiniuim, senirai- lega til þess að gera viðvart, ef lögiretgilain slkyldi sniögigfliega talka það í sig að gera áhlaup á hús- ið. Vilð hfliiðiið ikiallliaiði Panit !hátt á Khayar. Það leið nokkur stund áður en hann heyrði jafnt fótatak lögreglumannsins. Svo töluðu þeir saman gegnum járn- grindina í hliðinu. Pont skýrði frá því, esm gerzt hafði og Khay ar gerði það sem hann gat til þess að fá Pont til að hætta sér ekki aftur í hendurnar á Gass. En teningunum hafði þegar ver- ið kastað . . . Og eina ráðið til þess að komast að sannleik- anum var að halda áfram með fyrirætlun sína. HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS Á mánndag verður dregið í 8. flokki. 2.300 vinningar að fjárhæð 8000.000 krónur. í dag er síðasti endurnýjunardagurinn. Happdrætti Háskóla Íslands 2 á 500.000 kr. 2 á 100.000 — 140 á 10.000 — 352 á 5.000 — 1.800 á 2.000 — Aukavinningar 4 á 10.000 kr. 2 300 1.000.000 kr. 200.000 — 1.400.000 — 1.760.000 — 3.600.000 — 40.000 kr. 8.000.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.