Morgunblaðið - 17.10.1969, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.10.1969, Qupperneq 3
MORGUlNBLAÐiÐ, FÖSTUDAGUR 17. OKTÓBER 1060 3 Búnaðarfélagið kaupir kynbóta- naut fyrir 40 þús. kr. — Samtal við Ólaf E. Stefáns- son, ráðunaut MOR)GUNB>LAÐEÐ átti stutt sam tal við Ólaf E. Stefánsson, naut- griparælktarráðunaut og innti hann eftir því, hvað helzt væri í fréttum í nautgriparsektanmál- um. „Það, sem nýjast er og telja má fréttnæmt, er það, að Bún- aðarifélag íslands hefur fest ’kaup á nauti fyrir hærra verð en nökk urt naut hefuir til þessa verið selt á 'hérlendis, en kaupverðið er 40 þúsund krónur“, segir Ólafur. ,.Naut þetta er Soklki N-146, eign Sambands nautgriparæktarfélaga Eyjafjarðar, og hefur lengi verið notað á sæðingarstöðinnd á 1 undi“. „Eins og að líikum lætur, standa að Soiklka sterkar ættir. Faðir hans var Fylkir N-88 frá Hellishoiltum í Hrunamanna- hreppi, 1. verðlaunanaut, sem notað var í Eyjafirði, og móðir Ó:-'k 47, Skarði við Alkureyri, dóttir Viga-Skútu N-4 og Ljóma lindar 17. Afkvsemarannsúkn á Lundi leiddi í ljós, að Sokki ha-fði milkið kynbótagildi, og var hann óispart notaður eftir það, enda voru sýndar fleiri dætur hans en noklkurs annans nauts á nautgripasýninguim í Eyjalöirði nú í sumar eða 198 kýr, og hlutu 150 þeirra 1. verðlaunaviðurkenn ingu, sem er algjört met. Hefði verið skemmtileg sjón að sjá þann systrahóp saman ikaminn á einum stað.. f rauninni er þó verðið elkki hátt, þó að það sé tvöfalt nautsverð, þar sem hér er um úrvalsgrip að ræða og í hlut á aðabúgrein landbúnað- arins“. Hvað ætlar svo Búnaðarfélagið að gera við Sökka? „Þegar heilbrigðisdkoðun hef- ur farið fram á honum og noíkkr um nautum öðrum, sem keypt hafa verið í Eyjafirði, verða þau fiutt á nautastöð Búnaðarfélags íslands á Hvanneyri, þar sem þau verða notuð í sambandi við að koma upp birgðum af nautasæði. Nú þegar haifa verið keypt 7 naut, sem fyrir voru á stöðinni á Hvanneyri, þar af 2 1. verðlaunanaut, Glói V-87 og Fjölnir V-110. Drög hafa verið lögð að kaupuim á Kolskegg S- 288 frá Laugardæluim, 1. verð- launanauti, sem mörgum er minn isstætt frá því, er það var á landbúnaðarsýningunni í fyrra- sumar. Væn.tanilega verða keypt eitt eða tvö naut frá Bllönduós- stöðinni, þegar hún verður lögð niður, en aðaikaupin nú eru úr Eyjafirði. Aulk Solkka verður 'keypt annað 1. verðlaunanaut, Dreyri N-139, og tvö rösklega árs gömul naut, aulk þess sem líkur eru til, að reynt verði að fá fest kaup á enn yngri kálfuim. Með þessu er annars vegar verið að tryggja áhrif beztu elztu nautanna, jafnvel eftir að þau hafa verið felld, en hins vegar valin ung naut, sem að jafnaði eiga að vera betri en meðallagið af eildri nautunum, þar sem erfða framfarir verða með hverri nýrri kynslóð af nautum. Á stöðinni á Hvanneyri er geymir sem tekur 80000 ákammta aif nautasæði, og því verður imn ið af kappi að því að satfna birgð um, þar sem rekstrarkostnaður er hinn sami við geyminn, hvort sem hann er notaður mikið eða lítið. Nautasæðið er geyxnt við 4- 196° C í fljótandi köfnunar- efni, sem fraimleitt er í Áburðar verksmiðjunni í Gufunesi". Er djúpfrystingarstöðin þá tek in til starfa? „Já, en þó 'hefur verið farið hægt af stað, enda margis að gæta við slí'ka nákvæmnisvinnu. Fram kvæmdastjóri var ráðinn Diðrik Jóihannisson, sem áður var sér- fræðingur við sæðingarstöðina á Hvanneyri, sem búnaðansaimbönd in á Mið-Vesturlandi áttu, en Búnaðarlfélag fslands keypti ®töð ina á þessu ári og fóru eigna- dkipti fram 1. júlí. Sæðingar- menn á því svæði nota nú ein- göngu djúpfryst sæði, og mun notkun stöðvarinnar aukast í vet ur, en aðallega næsta vor. Verða því miáli væntanleiga gerð nán- ari s'kil fyrir bændur og aðra, sem áhuga hafa á nautgriparækt áður en 'langt um líður. Hluta af nautatfjósi, sem hafði verið notað fyrir heygeymsliu, er nú verið að innrétta fyrir þau naut, seim verið er að safna saman á stöðina". Eru Eyfirðingar ökki tregir til að láta SoMka úr héraðinu? „Nei, Auðvitað munu þeir sjá eftir honum, en forráðamenn S.N.E sýndu velvilja og fram- sýni í málinu. Þeir vita, að etf vel te'kst til, eiga eyfirzikir bændur eins og aðrir bændur landsins kost á að nota nautið enn meir en ella og líka eftir að það fellur frá Sotkfci er nú 10 vetra og þó að vonandi eigi hann eftir að lifa enn um skeið, þá er elkki óal- gengt, að svo gömul naut verði ónothæf af einhverjum ástæðum. Og þó að Eytfirðingar láti nú tvö 1. verðlaunanaut, hafa þeir feng ið þá viðurkenningu handa tveim ur öðrum nautum nú í vikunni. Það stendur nefnilega svo á, að aBkvæmarannjsiókn á tveimur nautum var að Ijúka á Lundi. Voru í henni 16 dætur Þjáltfa N- 185 og 14 dætur Bægifótar N-186. Ég sá þessa systrahópa í sumar, en beðið var með að ákveða við urikenningu á nautunum, unz rannsókninni lyki. Svo undar- lega vildi til, að þeseir hópar mjólkuðu að meðaltali á fyrstu 304 dögunum eftir burð að fyrsta káltfi nákvæmlega jatfnmik ið eða 2934 kg. Hins vegar hatfa Þjáófadætur hærri mjólkurfitu eða 4,38% á móti 4,08% í hinum hópnum, en hvort tveggja er gott“. „Þá má að lokum geta þess“, segir Ólafur, „að Rannsóknastofn un iandbúnaðarins hetfur ‘keypt meiri hiuta þessara kvigna til fóðrunartilrauna, og hatfa þser nú verið fluttar að Galtalæk við Ak- ureyri, en þar rakur sú stofnun tilraunastöð, sem hingað til hef ur verið eingöngu á sviði jarð- ræktar. En til þessa tíma hafa fóðrunartilraunir með nautgripi verið fáar í landinu vegna skorts á aðstöðu og sérfræðilegri um- sjón og hilutur þessarar búgrein- ar verið furðu rýr á tilraunasvið inu< Er þess að vænta, að þetta sé upphaf þáttaskila í þeiim etfn uim og munu bænduir fagna því. Kynbæturnar atftur á móti eru í ’höndum búnaðarfélagsskaparins og þar hetfur miðað vel fram á veg. Ættu framifarimar á því sviði jatfnvel að verða enn örari á næstunni, þegar rælktunará- ætlanir hatfa verið endurskoðað ar með tilliti til hinnar nýju tæikni". Nautastöðin á Hvanneyri Sokki ÞETTA EB AUGLTSIHG FBA @ KARNABÆR TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS — TÝSGÖTU 1 — SÍMI 12330. NYJAR VORUSENDINCAR ★ ★ ★ Herradeild: ★ NÝ SENDING AF PEYSUM M/RENNILAS ★ HEILAR PEYSUR — GOTT VERÐ BINDI — KLÚTAR — SETT NÝ SENDING SKYRTUR — BRODERAÐAR STAKAR BUXUR TERYLENE FI.AUELSBUXUR — NÝTT — NÝTT. Dömudeild: ★ PEYSUR FRA ERICA BUDD OG HAROLD INGRAM ★ PRJÓNABUXNADRAGTIR ★ ULLARSOKKABUXUR ★ HETTUKAPUR — LITAÚRVAL ★ STRAUFRiAR SKYRTUBLÚSSUR FRÁ LADY MANHATTAN ★ ..ANTIQUE-VELVET" SÍÐBUXUR. HVER ER MAÐURINN? Opið tU klukkan 4 e. h., luugurdng STAKSTEINAR Nýjasta úrræði Framsóknar Svo sem kunnugt er hefur Framsóknarflokkurinn einungis sett fram tvær tillögur um úr- bætur í atvinnumálum. Önnur er sú að koma á fót ríkisútgerð tog- ara. Fyrir utan alla aðra ann- marka þeirrar tillögu, sem ræki- lega hefur verið gerð grein fyrir, er ljóst að smíði margra nýrra togara tekur það langan tíma að slíkt getur ekki verið bjargráð nú á næstunni. Hin tillaga Fram- sóknar er sú að banna innflutn- ing á öllum iðnaðarvörúm, sem hægt er að framleiða í landinu sjálfu. Þar með hafa Framsókn- armenn valið einangrunarstefn- una í iðnaðarmálum í stað fram- farastefnunnar, sem Sjálfsitæð- ismenn boða og byggist á þvi að efla eigi iðnaðinn tii nýrra átaka, t.il útflutningsstarfsemi. En nú hefur Framsóknarflokkurinn birt enn eina tilögu. Það gerði Ólafur Jóhannesson á Alþingi í fyrra- dag er hann lagði til að bætt yrði úr atvinnuskorti með því að hefja byggingu skrifstofuhúsnæð- is fyrir ríkisvaldið og Alþingi. Ólafi datt ekki í hug að Ieggja til að fjármagni yrði varið til íbúðabygginga eða bygginga- framkvæmda fyrir atvinnulífið. Nei, skrifstofuhúsnæði skal það vera. Hvemig lízt mönnum nú á úrræði helzta stjórnarandstöðu- flokksins? Hvað vilja kommar? Það verður að segja Ólafi til lofs að hann sett fram ákveðna tillögu, þótt ekki væri hún ris- mikil. Lúðvík Jósepsson hafði hins vegar engar tillögur fram að færa í umræðum þeim sem fram fóru á Alþingi utan dag- skrár í fyrradag um atvinnumál- in. Hann sagði að vísu að það þyrfti að „bregðast skjótt við“ og gera „nauðsynlegar ráðstaf- anir“ í atvinnumálunum en hann hafði engar tillögur fram að færa. Hins vegar vita allir hverjar tilögur Lúðvíks eru. Hann mun leggja til að byggðir verði 10—15 nýir togarar. Það er föst venja hjá Lúðvík að leggja þetta til, þegar hann er beðinn um tillöigur í atvinnumálum. Samstarf Enda þótt forustumenn þing- flokka stjómarandstöðunnar hafi ekki komið fram með rajum- hæfar tillögur um ákveðin úr- ræði er þó engu að síður ástæða tii að allir þingflokkamir taki höndum saman um að gera það átak sem þarf í atvinnumálum til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi í vctur. Ríkisstjórnin hefur þegar beitt sér fyrir viðamiklum ráðstöfunum í þessum efnum en atvinnuleysi er slíkt böl að allir aðilar hvar í flokki sem þeir standa verða að taka höndum saman um að ráða niðurlögum þess. VELJUM ÍSLENZKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.