Morgunblaðið - 31.10.1969, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.1969, Blaðsíða 14
14 MORtGUNlBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31, OKTÓBBR 1(960 — Krisíindómur Framhald af hls. 15 kommúnisma til Krists“, þýdd af Renedikt Arnkelssyni cand theol Höfumdurinn, R.M. Osment, er brezk menntakona af rússnesk- um Gyðingaættum. Frá æskuár- um hafði hún lifað sig inn í hug- sjónafræði hins klassíska komm únisma og starfað í þjónustu hreyfingarinnar. Þessari þ j ón- ustu lýsir hún vel í bókinni. En svo hverfur hún frá kommúnism anum til Krists, lýsir þessari reynslu sinni og þeim parsónum, sem þair feomu við sögu. Sjálf tók hún þátt í hinni „klassisku uppreisn", sem kommúnistór verða að byrja byltingafteril sinn á, uppreisninni gegn Guði. Lífið í æskulýðsfylkingunni þekkti hún af eigin reynd o@ virðist hvergi hafa svikizt um. Hún eignaðist tröllatrú á skipu- lagi og áætlunum (sem er eðli- legt meðan maður er að læra sitærðlfrætðii; því þair ihlötnidllar mað ur stórasannleik lífsins: Þeir sem reikna rétt, fá allir eins útkomu eða svar). Rétt skipulag eða áætl un ætti því að gefa rétt þjóð- félagsástand. Eða ef kerfinu er breytt úir ranglátu í réttlátt, þá hlýtur útkoman að verða hið rétt láta þjóðfélag. Þetta er ein mikil vægasta trúargnein marxismians. Að þessar vonir rætast ekki undir stjórn formannanna og hinna nýju stétta, það veldur sársaukanum, firringunni og þrúguninni austan tjaldanna. Höf undur gerir það ljóst hvernig á því stendur að þessi vonbrigði verðia. Og höfundur er alls ekki blindur gagnvart mannkostum fomvina sinna í flokknum, held- ur lýsir þeim afdráttarlaust ábls 10. Og það væri mikill misskiln- ingur að vér vestrænir menn hins frjálsa heims gætum þvegið hendur vorar, líkt og Pílatus og sagt: „Saklaus er ég. . . “ Þvert á móti. Þrúgunin, firring- in og vanlíðanin er eininig nið- ur stigin til vor, einkum gegn um fjöilmiðliunaritælkáin og „hiag- ræðingu“ alls lýðs gegnumþessi tæfci. Munurinn er einfeutm sá hve miklu hægar þrælbindingin á sér stað hjá oss. Aðeins ör- fáir verða henniar varir hér, en austan tjalds fcemur hún svo hratt að manneskjan kveinar. Þess vegna er það svo merki- legur viðbuirður að kommúnisti finnur hvað það er, sem getur varðveitt manneskjuna, mennsku hennar og frelsi: Trúin á Guð, ásamt hinmi virku þátttöku í til- beiðslunni. Réttlætiskrafan er nauðsynleg, en gleymist misk- unnsemin og frelsisvonin, þá fer mannúðin forgörðum og hairð- stjóirnin gengur sigri hrósandi af hólmi. Jóhann Hannesson. Hjónin Peter og Hlen Kroger, áður voru þau þekkt undir nöfnunum Morris og Cohen veifa hér í kveðjuskyni, er þau stigu upp í flugvél á Lundúnaflugvelli á dögunum og héldu til Varsjá. Þau höfðu verið dæmd í 20 ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og höfðu setið inni í átta ár, þegar þeim var sleppt í njósnaskiptum. Þau segjast ætla að setjast að í borg- hjónavígslu-nni Iokinni. Aga Khan prins og trúarleiðtogi gekk á dögunum í heilagt hjónaband. Kona lians er lafði Sarah Chrichton Stuart, en héðan í frá verður hún nefnd Begun. Myndin er tekin í París að hjónavígslunnni lokinni. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarful-ltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 165.00 ! lausasölu H.f. Árvakur, Reykjavík. Haraidur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur, Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Srmi 10-100. Aðalstræti 6. Simi 22-4-80. á mánuði innanlands. kr. .10.00 eintakið. HJARTA VERND í FIMM ÁR Oto-fmm og starfsiemi hjarta- ^ og æðaverndarfélaga víðs vegar um landið vakti mikla athygli á sínum tíma og kom glögglega í ljós þeg- ar fyrstu félögin voru stofn- uð, að mikill og sterkur hljómgrunnur var fyrir starf- semi þeirra. Um þessar mund ir eru liðin 5 ár frá stofnun Hjartaverndar, landssamtaka hjarta- og æðaverndarfélag- anna og þess vegna er gott tækifæri tii að meta störf þessara samtaka á þessu tímabili. Hjarta- og æðaverndarfé- lögin eru nú 22 með yfir 3000 félagsmenn. Samtö-kin hafa komið á fót rannisóknarstöð, sem stundað hefur kerfis- bundnar rannsóknir á konum og körlum á ákveðnu ald- ursskeiði frá 1967. Tilgangur- inn með starfsemi rannsókn- arstöðvarinnar er fyrst og fremst að fyrirbyggja sjúk- dóma e-n ein-nig að kanna tíðni og orsakir sjúkdóm-a. Rannsóknarstöð Hjarta- verndar hefur nú rannsakað um 6200 einstaklinga og á sl. ári komu fram hjá 2130 körl- um sjúkdómar, sem þeir vissu ekki um áður en þeir komu ti'l rannsóknar. Aug- ljós-t er, að Hjartavernd hef- ur unnið mikið og merkt starf á þ-essum fimm árum. Það starf þarf að auka og efla á næstu 5 árum. Hjartavernd og hin ein- stöku svæðisfélög voru s-tofn- uð af áhugamönnum. Starf- semi þeirra hefur verið bor- inn uppi af áhugamönnum, frjálsum samtökum ein-stakl- inga. Þetta er til fyrirmynd- ar. Hjartavemd hefur tekið að sér þýðingarmikið hlut- verk í heilbrigðisgæzlu okk- ar og rækt það af slíkri prýði að sjaldgæft er. LANDGRÆÐSLA AUKIN Áhugi á landgræðslumálum hefur farið mjög vax- ' andi hin síðari ár. Fyrir ekömniu voru stofnuð Land- græðslu- og náttúruverndar- samtök íslands og er tilgang ur þeirra að koma í ve-g fyr- ir gróðureyðin-gu og hve-tja til landgræðslu. í umræðum, sem urðu á Alþingi í fyrradag um land- græðslumál, upplýsti Ingólf- u-r Jónsson, landbúnaðarráð- herra, að á sl. sumri hefðu 600 manns tekið þátt í land- græðsluferðum sem sjálf- boðaliðar og var dreift um 130 tonnum af grasfræi og áburði á örfoka land. Á yfir- standandi ári var varið 12.9 milljónum króna til land- græðslu og gróðurvemdar en í fjárlagafmmvarpi fyrir ár- ið 1970 er ráðgert að hækka þessa fjárveiti-n-gu og verja 13,6 milljónum króna í þessu skyni. Framlög ríkisins til þessara mála hafa vaxið j-afnt og þétt á undanfö-mum ámm og ef miðað er við verðla-g ársins 1969 hafa þau a-ukizt úr 7,3 milljón-um 1959 í 13,6 milljón- ir 1970. Það vekur sérstaka at- hyg'li og ánægju, að ungt fólk hefur sýnt landgræðslu málunum mikinn áhuga. Æskulýðssamband íslands hafði ásamt Hin-u íslenzka náttúrufræðifélagi fmm- kvæði um stofnun hinna nýju Landgræðslu- og nóttúm- vernda-rsamtaka. Fjárhags- legur stuðningur ríkisvalds- Ins og áhugastarf sjálfboða- liða mun tvímælalaust ná miklum árangri á næstu ár- um við að græða landið. Hin- um vaxandi áhuga á land- græðslumálum be-r að fagna og stuðla að því að e-nn fleiri en nú er, gerist þátttakend- ur í þessu starfi. FRÆÐSLA UM SÞ IT'ulltrúar íslands á Allsherj- * arþingi Sameinuðu þjóð- snna hafa lagt þar fram mjög athyglisverða tillögu þess efni-s, að einni kennslustund í skólum í hverjum mánuði verði varið til fræðslu um starfsemi Sameinuðu þjóð- anna á árinu 1970 í til-efni af 25 ára afmæli samtakanna. Dr. Gu-nnar G. Schram, sem er einn af fulltrúum ís- lands á Allsherjarþinginu, mælti fyrir þess-ari tillögu og lét í Ijós þá ósk, að þessi hugmynd yrði tekin upp til frambúðar í aðildarríkjun- um. Með flutningi þessarar til- lögu hafa íslenzku fulltrú- arnir á Alls-herjarþinginu fylgt eftir því frumkvæði er þeir tóku á síðas-ta Allsherj- arþingi. Slík vinnubrögð af hálfu hinna íslenzku full- trúa eru vel til þess fallin að vekja traust annarra þjóða á íslandi og afskiptum okkar litla lands a-f málum á al- þjóðavettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.