Morgunblaðið - 03.01.1970, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.1970, Page 12
12 MOR)GUNBL,AÐIÐ, LAU-GARDAGUR 3. JANÚAR 1070 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar RitstjórnarfuIItrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 165.00 i lausasölu H.f. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. S:mi 10-100. Aðalstræti 6. Slmi 22-4-80. á mánuði tnnanlands. kr. .10.00 eintakið. ÖLL f SAMA BÁTNUM ¥ áramótaræðu sinni ræddi *■ Bjami Benediktsson for- sætisráðherra meðal annars um þær miklu breytingar, sem orðið hafa til batnaðar í íslenzkum efnahagsmálum á sl. ári. Síðan komst forsæt- isráðherra að orði á þessa leið: „En þótt játa verði, að mik- ið hafi áunnizt á þessu ári, þá fer því fjarri að allir örð- ugleikar séu úr sögunni. Þvert á móti veltur mest á því, að menn kunni sér nú hóf og rjúfi ekki þann grund- völl að betri framtíð, sem tókst að leggja á árinu 1968. Metum nú á ný allar aðstæð- ur rétt. Eðlilegt er að hver skoði stöðuna þá frá sínu sjónarmiði og að þá verði nokkrar deilur og gagnrýni. Á meðal frjálsra manna skað- ar slíkt sízt, heldur er til hvatningar og öryggis á með- an hóf er haft á. En höfum hugfast að við erum öll í sama bátnum. Oft þarf að bíða lags, en þegar lagið kemur, ríður á, að sem flestir leggist í einu á árar, svo að skriður komist á. Við megum að vísu ekki ætla okkur meira en við erum menn til, en umfram allt aldrei láta hugfallast. Því að hugurinn getur borið okkur hálfa leið í gegmun brim og boða til betri tíma“. Undir þessi ummæli Bjama Benediktssonar er vissulega ástæða til að taka. Meginmáli skiptir að ekki verði raskað þeim grundvelli að betri fram tíð, sem lagður var á árinu 1968. Baráttunni fyrir traust- ara efnahagslífi verður að halda áfram. Rekstur atvinnu tækjanna má ekki sökkva á ný í fen hallareksturs, sem ævinlega leiðir til kyrrstöðu og atvinnuleysis. íslenzka þjóðin verður að halda áfram að auka framleiðslu sína, þamnig að meira geti komið ti'l skipta í hlut hvers ein- staks, og lífskjörin haldið áfram að batna. Allir eru sammála um að atvinnuleysi sé böl, sem umfram allt verði að forðast. En það tekst því aðeins að þjóðin hagi sér skyn samlega, og komi fram af á- byrgðartilfinnimgu og þroska. Rík ástæða er til að fagma því að samkomulag hefur nú tekizt milli sjómanom og út- vegsmanna um kaup og kjör. Getur því vetrarvertíð hafizt af fullum krafti nú þegar. Lofar það vissulega góðu um afkómu ársins 1970. íslenzk menning Tj'orseti Islands, dr. Kristján ’ Eldjám, gerði meðal ann- ars íslenzka menningu að umtalsefni i áramótaávarpi sínu til þjóðarimmar. Komst hann þá m.a. að orði á þessa leið: „Rétt er og skylt að hafa á sér andvara, en ég get ekki séð að íslenzk menning sé á neinu umdamhaidi, nerna síð- ur væri. Og ég sé ekki befur en að í landinu sé ung kyn- slóð, sem sé tii alls amnars lífeleg en að afrækja menn- imgararfleifð íslendinga. Það verður hennar að gæta hlut- ar íslamds í samskiptum við aðrar þjóðir, gæta þess m.a. að íslenzk menning og þjóð- arvitund eflist að heilbrigð- um metnaði í því samstarfi við stærri þjóðir, sem allt bendir til að fremur vaxi en minnki í framtíðinni. Sjálf- stæði og menming þjóðarinn- ar er ekki hnoss, sem höndlað var í eitt skipti fyrir öll, held- ur sá arineldur, sem því að- eins lifir og lýsir og vermir að sífellt sé að honum hlúð og á hann bætt. Og hví skyld- um við ekki vera menn til þess, hér eftir sem himgað til? Oss hættir til að einblína á hásfeamn og vandanm, og oft mætti ætla af taLi manna að við Íslendingar ættum öllum þjóðum fremur við ramrnt að rjá. Hitt er þó sanmara, að alls staðar og ævinlega er við ein- hver vandasöm úrlausnarefni að fást. Bölmóður stoðar lítt, heldur það eitt að snúast við vandanum í góðum hugum, og gleyma þá efeki að gleðjast yfir þvi, sem rétt horfir og fram stefnir. Það er, sem bet- ur fer, alltaf margt“. Forsetinn ræddi einnig af víðsýni og skilningi um fólks- flutnimga frá strjálbýli til þéttbýlis og byggðaþróunina í landinu yfirleitt. í því sam- bandi komst hanm þamnig að orði: „Vonleysi og uppgjör er mönnum fjarri, heldur er einmitt Verið að búast fyrir af bjartsýni og áhuga, menn leggja metnað sinn í að byggðin haldi vellli og geti boðið upp á nútíma lífskjör, enda mun fólkið þá hvergi fara heldur búa sér framtíð í heimahögum. Þróun byggð- anna í landimu er sammarlega eitt af sjálfstæðismá'lum þjóð arinnar, og það er vel, að þefta mál er nú mjög til um- ræðu og ranmsúkmar og skiln- irngur vakandi á mikilvægi þess“. íslenzk menn- ing er ekki á undanhaldi Nýjárs-ávarp forseta íslands dr. Kristjáns Eldjárns Góðir íslendingar. í dag óskum vér hver öðrum gleðilegs nýjáirs. Sú kveðja er söm og jöfn, ein hitt er síbreyti legt, í hverjum hug, glöðum eða döprum, hún er fram borin hverju sinnL Um síðast liðin ára mót vaæ venju fnemur þungt yfir þjóðlífiruu á landi hér, og ollu því óhagstæð umskipti í þjóðar- búskapnum. Svo er fyrir að þakka, að yfiirleitt er nú léttara yfir, þegar á heildina ©r litið, en í sumum byggðarlögum ala menn þó enn ugg í brjósti vegna óvissrar afkomu, stopullar at- vinniu, ónógra fóðurbirgða. Og ekki breytist það lífsins lögmál, að ýmsir vor á meðal eigi um sárt að binda á þessum degi sem öðrum. En kveðja vor á fyrsta degi ársins, óskin um gleðilegt nýjár, er óháð því sem yfir hef- uir gengið. Hún felur í sér fögn- uð og þökk fyrir að fá enn að lifa, starfa og vona, fá enn að taka þátt í samfylgd manna á þessari vegferð, sem lífið er. í dag þökkum vér hver öðr- um fyrir liðið ár. Sjálfur hef ég, eins og áður, margt að þakka landsmönnum, þótt ég geti ekki notað þessa stuttoi stund til að telja það upp. Það er eigi að síður vel í minni geymt. Aðeins eitt skal nefnt, því að þar á mikill fjöldi manna hlut að máli. Ég þakka af al- hug viðtökuir þær, sem kona mín og ég fengum á kynnisför okkar um Norðlendingafjórðung í sum ar sem leið, fyirstu för okkair af því tagL Slíkar ferðir og þau kynni sem af þeim leiðisr, styrkja forsetann til þess hlutverks, sem hans er í þjóðlífinu, en þó er það gildi þeirra mest, ef þær megna að efla almenna tilfinn- ingu fyrir einingu þjóðarinnar í bæ og byggð. Allt það sem oklkur var gert tifl.1 gtóði og sómia í þessari fetrð, tek ég sem vott um góðan hug fólksins í landinu til þess embættis, sem ekki hvað sízt er tákn þjóðlegr/ar sam- stöðu. Margar myndir úr þessari kynnisför ber fyrir hugskots- sjónir, myndir lands og lýðs, gamalkuinnair að vísu, en þó allt- af nýjar eftir því hvernig ljós á þær fellur. Við vorum á Skaga- strönd, og þar blasti við Spá- konufell, tignarlegt og sérkenni- legt fjall. Leiðsögumaður lét svo um mælt, að þarna væiri hið heilaga fjall byggðarinnair, sem heimiamiönniuim þœitti öflltum fjöll- um betra, vættur byggðarinnar. Við vorum í Kelduhverfi, og þair féllu orð á þá leið, að forn- ar fjallvættir, Óttar og Eilífur, vektu yfir byggðum. Það er gnunnt á slíkum hugmyndum meðal íslendinga. Þetta &r forn arfur, sem aldrei hefur alveg fyrnzt yfir. Forfeður vorir á landinámisöld hafa kjörið suim fjölfl öðruim fremiur til að vera bústaðir landvætta. Og það er skáldleg og hrífandi hugsun, að goðmögn í náttúrunnar ríki vaki yfir hveirtri byggð, og áhrifamik- ið tákn um samskipti mannanna við landið, sem er fóstra þeirra og lífgjafi. Eitt sinn var svo kveðið: íslands óhamingju verð- ur allt að vopni, eldur úr iðcr- um þess, ár úr fjöllum, breið- um byggðum eyða. Upp er kom- in á vorum dögum rík tilfinn- ing fyrir því, að afstýra beri slíkri óhamingju héðan í frá. Vér getum ekki vænzt þess, að landvættir séu oss hollar, nema vér séum einnig þeim hollir og bústöðum þeirra. Á því ári, sem nú eir liðið, hafa margir orðið til þess að hvetja þjóðina til að váka yfir lamdiniu, vernda þaið fyrir spjöllum af mannanna hendi og eyðamdi öflum þess sjálfs, til að fara vel með land- ið, bæta fyrir yfirsjónir liðinna itámia og gæita varúðar í öllu, sem varanleg áhrif hefuir á náttúru landsins. Á alþjóðaþingi hafa ígtenzkir fufllitrúar borið fram til lögu um verndun fiskistofna haf svæðanna gegin ört vaxandi mengun hafsins, í endu-rskoðun eru lög um náttúruvernd og síð- asta Alþingi samþykkti lög um vemdun þeiirra mannaminja í landinu, sem vér viljum að verði hluti af þjóðararfinum á kom- andi tímum. Þetta er allt af sömu rót runnið. Lífsbaráttan og framvindan krefjast þess jafnan, að einhyerju verðifórn- að, sem þó væri gagn og gaman að eiga, en háski er enginn á ferðum, ef sá skilningur er vak- andi og almennur, að faira beri nærigætnum handum um það land, sem ekki aðeins er heim- kynni vort, heldur einrnig þeirra niðja vonra, sem eftir oss koma. Þá verður þeim vanda, sem oft vill rísa, þegair um ör að ræða verndun lands og minja, ráðið til eins farsælla lykta og auðið er. En það er fleina en elduir úr iðrum jarðar og ár úr fjöllum, sem eytt hefur byggðum á ís- landi, þótt á aninian hátt sé. Þjóð flutningarnir inmanlands og þó einkum straumur fólks til suð- vesturhluta landsins, til höfuð- borgairsvæðisins, á undangengn- um áratugum, hefur komið hairt niður á mörgum byggðarlögum, skilið sumar byggðir eftiir mann lausar, en valdið öðrum miklum efnahagslegum og félagslegum vanda, svo að ekki sé minmzt á persónulegan sársauka, sem þess ari þiróun hiefur fylgt. Þetta hef- ur verið tímabil, sem kenna má öðrium þræði við eyðingu lands, þótt það hafi vissulega einnig verið tími gróandi og nýs iand- náms á mörgum sviðum. Vér höf um horft á merkilega sögu ger- ast. Meðam þjóðin var meira en helmingi fámennari en hún er nú, varð hún að gjörnýta hvem slægan blett í landinu til þess að sjá sér farborða. En nú standa forn höfuðból mannlaus og frægar verstöðviar auðar og yfirgefnair. Hin nýju hlutföll í skiptingu byggðarinnar hafa haft gífuirleg áhrif á allt þjóð- lífið. Víst voru hinar fomu fé- lagsheildir smáar og veikar, en þær fundu eigi að síður til sín sem mikilvægra eininga með sinn tilgang og verksvið í því gamla jafnvægi, sem aldalöng reynsla bændaþjóðfélagsins hafði skap- að. Brottstreyimi fóflikisiinis hefuir svipt mörg byggðarlög meira en liitliu af sinuim fyrri metnaði. Em samitiímis höfum vér byiggt stóra höfuðborg. Hennar metnaðuir eir að sama skapi mikill og það með réttu, því að hún er fjölbreyti- teg miðstöð þjóðllMns allö. En margiir hafa óttazt þessa þró- un, sagt að vér værum að verða borgríki eða likt þjóðfé- laginu við mannvenu með of stóirt höfuð en að því skapi veika og valta fætur. Ýmsum hefur fundizt sem þjóðin smækk aði með samdrætti byggðanna, þrátt fyrlr síhækkandi heildaav tölu landsmanna, og þjóðfélagið verða tilbrigðasinauðana og svip minna en áðuir. Þess ber þó vel að minnast, að önnur fjölbreytni, sem nauðsynleg er í nútíma þjóð félagi, hefur komið í staðinn. En oss nægir ekki í þessu efni annað hvort — eða, helduir verð um vér að hafa hvart tveggja. Vér verðum að hafa efni á að eiga mokkuð stóra höfuðborg, sem er miðstöð menningair og alls þjóðlífs og þjónar þar með landsmönnum öllum. En jafn- framt verðum vér vissulega að byggja landið. Ekki af óraun- hæfri xómantík eða sögulegri til finmingasemi, þó að slíkar kennd ir séu skiljanlegar, heldur til þess að nytja lífsskilyrðin skyn samlega, efla möguleika til lífs og búsetu og auka fjölbreytni í athöfn og mannlífi. Og það er ástæða til að vona, að undan- hald byggðanna hafi runnið sitt skeið á enda og jákvætt viðnám sé hafið. Bæindatoyggðir miuiui sennilega ekki mikið dragast saman úr þessu, en kaupstaðir og sjávarþorp, þéttbýli lands- byggðairinnar, mun eflast. Ég kom aftur úr ferð minni í sumar efldur að trú á framitíð þeirra byggðarlaga, sem við fórum um. Sveitarstjórnir höfðu víða þurft að takast á við óvenjulegan vanda sökum áirferðis, en einmitt í því Ijósi var sérstakt fagnaðar efni að heyirta forustumenn lýsa þeim áformum, sem þefr hafa á prjónum, þeim framtíðarsýnum, sem þeir sjá hver á sínum stað. Vonleysi og uppgjöf er mönnum fjariri, heldur er einmitt verið að búast fyrir af bjarttsýni og áhuga, menn setja metnað sinn í að byggðin haldi velli og geti boðið upp á nútímalífskjör, enda mun fólkið þá hvergi fara, held ur búa sér framtíð í heimahög- um. Þróun byggðanna í landinu er sannarliega eitt af sjálfstæðis málum þjóðarinnar, og það er vel, að þetta mál er nú mjög til umirtæðu og rannsóknar og skiln

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.