Morgunblaðið - 29.01.1970, Qupperneq 10
10
MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1®70
I umsjá í»órarins Magnússonar
Maggi semur músik
fyrir kvenfélagið
Yfirgefur Shady og
Jökullinn Trúbrot?
ÞAÐ Á ekki að þeim að ganga
í>AÐ ERU fleiri en Júdasað-
dáendurnir, sem njóta tónlistar-
gáfu Magnúsar Kjartanssonar
og má þar m.a. nefna Kvenfé-
lag Ytri-Njarðvíkur, en Magnús
hefur nýlokið við að semja fyr-
ir það félag hljómlist við ljóð-
ið „Tröllin” eftir Davíð Stefáns
son frá Fagraskógi og er ætlun-
in að sýna stykkið á Þorrablóti
Kvenfélagsins, sem haldið verð-
Ur n.k. laugardag. Mun Magnús
Georg líka
NÚ HEFUR George Harrison
farið að dæmi hinna Bítlanna
og gefið út sína eigin plötu. Er
það L.P.-skífa með lögum eftir
George og auðvitað er hann
sjálfur í fremstu víglínu flytj-
endanna.
Meðal laganna á plötunni er
að finna gömul og góð lög eins
og t.d. „Old Brown shoe”, „Inn
er light”, „Sour milk sea” og
auðvitað það alira bezta: „Some
thing”. Platan er væntanleg á
markaðinn upp úr næstu mán-
aðarmótum.
Af „Brúðkaupsplötu” John
og Yoko Ono er það að frétta,
að hún selst eins og heitar pyls
ur á þjóðhátíðardegi — þótt
hún sé óheyrilega dýr. Lítið hef
ur aftur á móti heyrzt frá sóló-
plÖtu Ringó Starr, hverju sem
það er nú að kenna.
annast undirleikinn og hefur
hann hugsað sér að nota orgel
sitt til að koma þeirri hljómlist
til skila. Einnig fær hann
Hrólf trimbil Júdasar sér til að-
stoðar.
Og þá má geta þess, að
Magnús hefur prýðisgóða söng-
rödd, sem þeir í Júdas nota ó-
spart, en auk þess hefur kirkju
kór Ytri-Njarðvíkur hana til af-
nota við sálmasöng út í Stapa
á sunnudagsmorgnum, en
Magnús syngur þar við messur
ásamt Vigni gítarleikara í
Júdas.
Loks hefur verið hafizt handa
við upptöku fyrstu hljómplötu
Júdasar, en það er tveggja laga
plata, útgefin af Tónaútgáfunni,
þegar þar að kemur. Bæði lög
plötunnar eru erlend, en í út-
setningum Magnúsar Kj. og hef
ur textunum verið snarað yfir
á ástkæra ilhýra málið — ís-
lenzkuna, en á frummálinu hétu
lögin „Everybody lovers a lov-
er” og „You never walk alone”.
í síðannefnda laginu (sem hlot-
ið hefur íslenzka heitið „Þú ert
alldred einin á ferð“) er notiazit
við blásara og fleiri fínerí, auk
þess sem gefur að heyra nýja
söngrödd í því lagi, og freist-
ast maður ósjálfrátt til að láta
sér til hugar koma, að þar sé
á ferðinni annar nýliðanna, sem
heyrzt hefur að komið hafi fraan
með Júdasi í klúbbum Keflavík
urvallar að undanfömu ...
Júdas hefur verið boðið að
koma fram „í góðu tómi” sjón-
Maggi kenndi tónfræði við
Bamaskóla Keflavíkur í fyrra-
vetur — núna er hann að
spreyta sig á landsprófin.u.
varpsins, en afþakkað boðið á
þeim forsendum, að þeir telji
slíkt ekki tímabært og vilja
heldur fá að eiga það til góða
(það stendur þá sem sé eitthvað
til á þeim vígstöðvum???).
félögunum í Trúbrot. Þeir eru
ekki fyrr lausir við umtalið og
„útilokunina” út af hash-reyk-
ingum sínum en nýtt vandamál
blasir við þeim og það all ill-
kynjað engu síður en hið fyrra.
Shady Owens söngkona þeirra
hefur sem sé látið á sér skilja,
að hún muni segja skilið við
Trúbrot frá og með næstu mán-
aðamótum og þeysa síðan á eft-
ir móður sinni til Kalíforníu
Bandaríkjanna, en Shady hefur
ameriskan ríkisborgararétt frá
því hún bjó með móður sinni
(íslenzkri) og föður sínum
(bandarískum) þar í landi. Það
var árið 1967, sem Shady flutt-
ist hingað til lands átján ára
gömul með móður sinni og ári
síðar hóf hún upp raust sína með
Óðmöonum og söng síðan í því
„bandi” þar til Hljómar nældu
sér í hana og höfðu hana seinna
með sér yfir í Trúbrot.
Trúbrotsfélagarnir eru að von
um all óhressir yfir þeirri
skyndilegu ákvörðun Shadyar
að yfirgefa þá, en telja þetta
þó ekki vera heimsendi fyrir þá,
eins og einum þeirra varð að
orði.
En hvað tekur við hjá þeim,
ef Shady gerir alvöru úr því
að hætta? Eitt er víst, að ekki
geta þeir haldið áfram án þess
að fá nýjan söngkraft í hljóm-
sveitina í hennar stað, ef svo
illa færi, því það hefur sýnt
sig, að söngurinn er hin veika
hlið Trúbrots — ef frá er skil-
ið framlag Shadyar til þeirra
mála — og það viðurkenna Trú-
brot möglunarlaust.
„Hvað tekur nú við?”, spurð-
um við Rúnar Júlíusson s.l.
mánudag.
„Það er alls óvíst”, svaraði
Rúnar. „Við höfum mikið pælt
í málinu, án þess að eygja
nokkra lausn.”
„Hefur nokkuð verið ákveðið,
hvort taka skuli frekar í „band
ið” söngvara eða söngkonu?”
„Nei, það hefur engin ákvörð
un veirið tekin þar um. Enda
ekki fullvíst hvort við tökum
nokkurn í staðinn, að minnsta
kosti er ekki uim auðugan garð
að gresja hér á landi hvað
„progressiv”-söngvurum viðkem
ur.”
„Væri hugsanlegt, að t.d. Guð-
mundur Haukur eða Björgvin
Halldórsson verði fyrir valinu?”
„Nei, það tel ég ólíklegt og
ástæðan er sú, að hvorug-
ur þeinra fellur inn í Trúbrots-
stöflfið — að mínum dómi, að
minnsta kosti.”
,En er eitthvað til í því, að
þið hafið fengið til ykkar á
reynsluæfingar þá Engilbert
Jensen og keflvís/ka söngvar-
ann Ingva Stein?”
„Ha?”
Og lengra varð það ekki, en
það geta líklega allir verið sam
„Brýtur hún samningana við
Trúbrot".
mála Rúnari um það, að það sé
ekki á hvers manns færi að
hoppa allt í einu umsvifalaust
í hljómsteitina, sem með þrot-
lausum æfingum og samspili hef
ur byggt upp sinn sértsaka stíl,
sem er um svo margt ólíkur stíl
annarra íslenzkra pop-hljóm-
sveita.
En, er það nú fulvíst, að
Shady geri alvöru úr þessari
hugmynd sinni? Það er að
minnsta kosti margt, sem hald-
ið gæti aftur af henni hvað það
áhrærir, t.d. mundi hún brjóta
með því samninga þá, er hún
og hinir Trúbrotsmeðlimirnir
hafa gert við hljómblötudeild
Fálkans og Umboðsskrifstofuna
„Bendix Music” — en síðar-
nefndi samningurinn hljóð-
ar upp á spilerí frá hendi Trú-
brots í Kaupmannahöfn í apríl
n.k.
Slær Shady strilki yifir það
allt saman og hættir í Trúbrot
í næsta mánuði??? Og hver er
þá ástæðan fyrir þeirri skyndi-
legu ákvörðun hennar?
Þessum spurningum og mörg-
um fleiri vonumst við til að
geta fengið svör við í viðtali
við Shady, sem birtist hér á síð-
unni í næstu viku.
HÆTTIR GUNNAR JÖKULL
EINNIG?
Sá orðrómur hefur verið á
á kreiki, að Gunnar Jökull hafi
hugsað sér að hætta í Trúbrot á
næstunni vegna heymar-
skemmda af völdum of mikils
hávaða. Hefur það fylgt sög
unni, að Sveinn Larson, trommu
leikari Ævintýris, taki sæti
Gunnars við trommusettið og
trommuleikari Tatara, Áskell
Máson, taki við trimblisstarf-
inu í Ævintýri.
,Síðan” sneri sér til Erlings
Björnssonar, umboðsmanns Trú-
brots, og spurði hann hvað hæft
væri í öllum þessum sögusögn-
um.
„Þetta er allt saman tóm
della”, var svarið.
Athyglis-
verð
samsteypa
ALL ATHYGLISVERÐ hljóm-
sveit hefur hafið æfingar hér í
bæ, en það er samsteypa
tveggja pop-hljómsveita, sem
kölluðu sig Tárið og Tjáning.
Þessar tvær hljómsveitir
höfðu leikið nokkuð mikið sam-
an á dansleikjum áður en þeim
hugkvæmdist að rugla saman
reitum sínum og koma fram sem
ein hljómsveit. Til að byrja með
var þetta aðeins hugsað sem
skemmtiatriði og gert til að
skemmta gestum Þórscafés í leik
hléi, en þegax til kom leizt
þeim félögum svo vel á útkom-
una, að þeir ákváðu að halda
samspilinu áfram og eru nú að
æfa upp fullt prógram sem dans
hljómsveit. f þessari nýju sjö
manna hljómsveit eru: Þorgils
Baldursson (áður í Föxum og
Tárinu og nú síðast í Tjáningu),
hann spilar á gítar og munn-
hörpu, Ólafur Torfason orgel-
leikari, Sigþór Hermannsson
saxafónleikari og Páll Eyvinds-
son bassaleikari. Þeir, sem
steyptu sér út í samsteypuna úr
Tárinu, voru: Sven Arve tromp
etleikari og Benedikt Torfason
söngvari (bróðir Harðar þjóð-
lagasöngvara Torfasonar). Um-
boðsmaður og menningairlegur
ráðunautuir hljómsveitarinnar er
eiranig kominn úr Tárinu og ber
hann nafnið Páll Dungal.
Trommuleikari nýju hljómsveit-
arinnar heitir aiftuir á móti Ein-
ar Baldursson og lék hann síð-
ast á trommur sínar með Föx-
um.
Þessi nýstofnaða hljómsveit
mun líklega koma fyrst fram á
nokkurs konar Pop-Festivali
nofckura pop-hljómsveita, í
Glaumbæ 3. febrúar n.k.
Hluthafafundur
í Sameinaða vátryggingafélaginu hf.
skv. áður sendu fundarboði, verður haldinn í kvöld fimmtu-
dag 29 janúar kl. 20.30 í Norræna húsinu.
DAGSKRA:
Greint frá byrjunarstarfsemi félagsins.
STJÓRNIN.
Shriístoíuslúlko óskust
Stórt fyrirtæki óskar eftir að ráða vana stúlku til starfa við
bókhaldsvél og útskriftir reikninga. Góð laun.
Umsóknir sendist blaðinu merkt: „Vélabókhald — 8274".