Morgunblaðið - 06.02.1970, Side 14

Morgunblaðið - 06.02.1970, Side 14
14 MORiGUNB'LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1870 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald kr. 165.00 I lausasölu H.f. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sfmi 10-100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. á mánuði innanlands. kr. .10.00 eíntakið. GJÖRBREYTTIR STARFSHÆTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Á undanföm'um mánuðum ^ hefur verið unnið að þvi að koma í framkvæmd ýms- um breytingum í starfi Sjálf- stæðisflokksins, sem stefnt hefur verið að um nokkurt skeið. Þessar breytingar verða bezt skýrðar með því að geta þess, sem gert hefur verið í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, en með einum eða öðmm hætti hefur þvi verið fylgt eftir í fflokksfélög- um utan Reykjavíkur. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur haft forystu um prófkjör á Islandi, en á síðasta ári var tekin sú grundvailarákvörð- un að efna til prófskjörs á mun breiðari grtmdvelli en hokkru sinni fyrr. Fyrsta stig ið í framkvæmd þeirrar ákvörðunar var kosning kjör- nefndar. Áður hafði hún að mestu verið sjálfkjörin eða tilmefnd af stjómum Sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík, en fjórir fuiltrúar kjömir á aimennum fvmdi Fulltrúa- ráðsins. Nú var ákveðið að gjörbreyta þessu og draga úr áhrifum stjóma Sjálfstæðis- félaganna á skipun kjömefnd arinnar. Þess í stað var ákveð ið, að 9 fulltrúar í 15 mamna kjömefnd skyldu kjömir í leynilegri kosningu allra með lima Fulltrúaráðs Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík — en þeir eru nokkuð á annað þúsund talsins. Þetta var fyrsta stigið í þeirri viðleitni að taka upp lýðræðislegri starfshætti innan Sjálfstæðis- flokksins. Þegar meirihluti kjömefnd ar hafði þannig verið kosinn með almennri leynilegri kosmimgu, var næsta skrefið að velja frambjóðendur í hið fyrirhugaða prófkjör. Nú stendur yfir fyrsti þáttur þess vals. Skoðanakönmm fer fram í Fulltrúaráði Sjálfstæð isfélaganna um frambjóð- endur í prófkjörið. Hér er einnig um leynilega kosningu að ræða. Engar tillögur um menn eru gerðar til Fulltrúa- ráðsmannanna, heldur eiga þeir að skrifa á atkvæðaseð- il nöfn þeirra, sem þeir óska að taka þátt í prófkjörinu. Þegar þessari skoðanakönn- un er lokið hefst naesti þátt- ur í vali frambjóðenda. Þá geta allir meðlimir Sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík, sem skipta þúsundum, lagt fram tillögur um frambjóðendur í prófkjörinu. Og lobs er svo kjörmefndinni sjálfri heimilt að nefna frambjóðendur til viðbótar. Það er þó fyrst og fremst öryggisráðstöfun, ef ekki koma fram nægilega margir frambjóðendur eða einhverjar stéttir eða starfs- hópar búa við skertan hlut á prófkjörsseðlinum. Af þessu má ljóst vera, að gjörbreyting hefur orðið á kosningu kjörnefndar, sem er nú með lýðræðislegri hætti en áður var og ennfremur, að mjög er vandað til vals fram- bjóðenda í prófkjörinu og öllum flokksbundnum Sjálf- stæðismönnum í Reykjavík gefinn kostur á að koma fram með tillögur um þátt- takendur í því. Lýðræði í framkvæmd ¥ þeim prófkosningum, sem Sjálfstæðismenn efna til í Reykjavík nú er stefnt að mun meiri þátttöku en áður. Þátttaka í prófkjörinu verður ekki einskorðuð við flokks- bundna Sjálfstæðismenn, heldur verður öllum stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðis- flokksins heimil þátttaka. Það er alkunna, að margir ágætir borgarar vilja af ýms- um ástæðum ekki binda sig í flokki. Það sjónarmið ber að virða og skilja. Hins vegar er það skoðun Sjálfstæðis- manna, að við vai á fram- boðslista þeirra í Reykjavík, síkipti ekki megirimáli, hvort um er að ræða flokksbund- inn Sjálfstæðismann eða ekki. AHir stuðningsmenn Sjálfstæðisf 1 okksins í Reykja vík hafa rétt til þess að taka þátt í prófkosningunni. Sjálfstæðismenn gera sér ljóst, að þær breytingar, sem nú er verið að framkvæma í flokki þeirra, munu engan veginn ganga snurðulaust Og þeir gera sér einnig ljóst, að prófkjörið í Reykjavík í marz er stærsta tilraun, sem gerð hefur verið hér á landi til þess að gefa hinum al- menna borgara þátt í því valdi, sem stjórnmálaflokkar hafa yfir að ráða. En Sjálf- stæðismenn eru sannfærðir um, að þetta er í samræmi við vilja almennings og að þess vegna ætti vel að takast til. ERLEND TÍÐINDll HARÐNANDI barátta fsraelsmanína gegn Aröbuim sýnir meðal annars, að | Þeir haífa elkki trú á stórveldasamlkomu- lagi um lausn deilumálanna fyrir botni Miðjarðarhatfsins og telja sig eklkert þurfa að óttast atf hálfu stórveldanna ' svo framarlega sem hagsmunum þeirra er eklki beinlínis stetfnt í hættu Að dórni þess fréttaritara, sem hefur reynzt flest- um dkarpskyggnari um ástandið, Micha- , 01 Elkins, vilja ísraelsmenn sýna að Egyptar geti efekd komið atf stað nýrri styrjöld, að ísrael sé stórveldi í Mið- , auisturlöndum og fjórveldaviðræðurnar , um ástandið séu því efefei eins mikilvæg ar og þær sýnist vera. Þannig reyni þeir í rauninni að gera viðræðurnar mark- , lausar. r Dayan hershöfðingi hefur lýst yfir því, að tilgangur hinna harðnandi ár- ása sé þrenns konar: að viðhalda ó- breyttri vígstöðu, að hindra það að Eg- ' yptar komi atf stað algeru stríði og láti egypzku þjóðina tfinna það að hún eigi í stríði. Tilganigiurinn er ekki hvað sízt • sálfræðilegur. Egyptar hafa tiltölulega litið fundið fyrir átöikunum, en nú er reynt að vekja hjá þeim óánægju í garð stjórnarinnar og áhuga á því að friður I verði saminn. Reynt er að grafa undan áhrifum Nassers bæði heima fyrir og í Arabaheiminum. Hernaðarlegi tilgang- , urinn er sá að draga úr hernaðanmætti i eina Arabarílkisins, sem gæti hatfið sófcn og koma í veg íyrir að egypzki herinn nái^ sér etftir sex daga stríðið. , Árásir ísraelsmanna hatfa ótvírætt leitt > í ljós, að þeir hafa enn alger ytfirráð í lotfti og að loftvarnir Egypta eru afar veikar þrátt fyrir mikla aðstoð frá , Rús-sum. Egyptar hafa ekki getað varizt " lágflugsérásum ísraelskra flugvéla, sem hafa ráðið lögum og lotfum á 150 mílna svæði sunnan Súez-skurðar og getað flog « ið óhindrað yfir Súez-flóa og þaðan til ’ árása á skotmörk í otfanverðum Nílardal og yfir eyðimörkina til úthvertfa Kaíró (þetta hatfa ísraelsmenn eklki sízt mátt ■ þakka því herbragði sínu að ræna heil- " um ratsjárstöðvum). Lotftvarnir Egypta við Súez-skurð eru litliu betri: þar hatfa ísraelsmenn eyðilagt flesta stootpalla J þeirra áður en Egyptar hafa getað skot- ið eldflaugum sínum, en sjáltfir hatfa ísraelsmenn haft ötflugt vamarnet gegn þeim eldflaugum, sem Egyptum hetfur J tekizt að stojóta. Lofcs hafa Egyptar forð azt lotftbardaga við ísraelsmenn, þar sem þeir vilja spara beztu flugtmenn sína. Áhrifin hafa efeki Jiátið á sér standa. " Ráðstatfanir hatfa verið gerðar til að herða aga í egypzka hernum, og hatfa fjórir liðsforingjar verið téknir af lifi og 12 dæmdir til langrar fangelsisvistar ■ vegna árásarinnar á Shadwan-eyju. — Egypzkir ráðamenn óttast, að loftárás- irnar í nágrenni Kaíró gratfi undan bar- áttuþreki almennings, og tilíkynnt hetfur ‘ verið að hatfinn sé undirbúningur að amiði nýs lotftvarnafeerfis. Óstaðtfestar ifréttir herma, að Nasser hafi brugðið sér í leynilega heimisókn til Moskvu og J beðið um fleiri flugvélar og önnur her- gögn, en að því er virðist án árangurs. Vinur hans, Muhammed Heilkal, ritstjóri Al Ahrarn, hetfur játað að árásirnar , hafi haft sáiræn áhrif og að pólitískur áróður stjórnarinnar hatfi ekki haft tii- ætluð áhrif. í stað þess að þegja um ( tfall allt að 100 hermanna, villl hann að , stjórnin íjkýri fyrir almenningi erfið- leilkana á því að verjast árásunium. Árásirnar hafa síður en svo þau áhritf, , að Nasser verði fúsari til samningavið- ■ ræðna en áður. Hann má ekfci sýna nein veifcleifcameifei meðan á árásunum stend ur, og aftir því sam ísraelsmenn herða , meir á árásunum, þeim mun mikilvæg- ' ara er það fyrir hann að gera engar til- slakanir. Þetta sést á síðustu ræðu Nass- ers, þar sem hann vísaði ölllum samning- i um á bug. LSkurnar á lausn deilumál- " anna verða þannig stöðugt minni. Ólík- legt er að stetfnubreyting verði í Kaíró þótt Nasser neyðist til að leggja niður ■ völd, en hvað sem því líður virðist hann " efciki þunfa að óttast um völd sín, því að Egyptar virðast efeki hatfa um annan leiðtoga að velja. En þar sem ýmsir ísra elskir ráðamenn virðaist líta svo á, að enginn möguleitoi sé á friðsamlegri lausn, geta þeir séð sér hag í því að valda sem mestum glundroða í Egypta- landi. Stuðningur Rússa við Egypta held ur ekki aftur af ísraellsmönnium: Rússar virðast hvorki vilja að átökin harðni né að tfriður verði saminn, því að friðsam- leg lausn mundi gera Araba minna háða þeim en ella. Á meðan halda átökin átfram, en vegna ytfirburða ísrælsmanna í lotfti geta Egyptar lítið aðhafzt. Varla fer á milli mála, að Egyptar hatfa átfonm á prjónunum um stórfelldar hernaðarað- gerðir á Sinai-skaga, en þær eiiga langt í land. Eins og sakir standa einbeita þeir sér að því að þjáilfa hermenn sína og stappa í þá stálinu. Rússar hafa kom ið því til leiðar, að nú er vandað mjög val á flugmönnum og ekki tefeið tillit til aldurs og tignargráðu. Fyrir sex-daga stríðið vonu herflugvélar Egypta á nolkkrum helztu aðalflugvöllum, en nú hefur þeim verið dreift á 30 flugvelli. Neðanjarðarflugsfeýli hafa verið gratfin við alla nýja flugvelli, og langtflestir hertfllugmenn Egypta fá nú þjáltfun siína erlendis. Dayan hershöfðingi hefur sagt, að árásirnar sýni að ekkert Skotmark í Egyptalandi sé óhult fyrir ísraelskum iherflugvélum, en hins vegar neitar hann því að loftárásir verði gerðar á iðjuver eða borgir. ísraelsmenn vita, að gangi þeir of langt eiga þeir á hættu hetfndar árásir á israelstoar borgir, og Dayan getf- ur í skyn að loftárásir verði efelki gerðar á byggð svæði nema því aðeins að Egypt ar reyni að ráðast á borgir í ísrael. Rætt hefur verið urn þann möguleika að ísra elsmenn sendi árásarleiðangur langt inn í Egyptaland og ráðizt atftan að Egypt- um við Súez-akurð eða Kaíró, en hér yrði um mjög stórfelldar hernaðarað- gerðir að ræða og ísraelsmenn eiga lítið atf landgönguprömmum. Sá möguleiki, að ísraelsmenn ráðizt beint yfir Súez- skurð, er Mka ólíklegur: þar hatfa Egypt ar sex herfyllki en ísraelsmenn aðeinis eitt, en báðir hatfa Skriðdreka og bryn- vagna til vara. Slík árás yrði dýrfeeypt. Þótt ísraelsmenn hafi yfirráðin í lofti og frumfcvæðið í símum höndum, bendir flest til þess að þeir tatomanki sig við aulknar sikyndiárásir og strandhögg til þess að rugla Egypta í ríminu, valda sem mestum glundroða og læða því inn hjá þeim að emginn staður í landi þeirra sé óhultur fyrir árás. Til dæmis geta Egyptar átt von á því að fámennt lamd- gömgulið stígi á land við vestanverðan Súez-tflóa, þrammi yfir eyðimörkina og geri usla í úthverfum Kaíró. G. H. rv

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.