Morgunblaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 7
MORGUNB-LAIHÐ, MIÐVIKUDAGUH 1. APRÍL 1070
7
ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
ÁRNAI) HEILLA
Grasið grær,
grundin hlær.
Blómin blá
blíðu þrá.
S. Þorvaldsson, Keflavík.
Staka
Orð, seim maður engin.n skilur,
eru jafnan litils virði.
Sífellt kaldur sálarylur
sumum reynist mikil byrði.
S. Þorvaldsson,
Keflavík.
SKEMMTILEGT ER MYRKRIÐ
75 ára er i dag, 1. aprfl, Einar
Angantýsson, starfsmaður á Hótel
Sögu. Verður staddur að Geitlandi
8.
í fyrndinni og allt til vorra
daga var það landssiður að vaka
yfir líkum, og var það oftast
gjört við ljós, ef nótt var eigi
albjört. Einu sinni dó galdra-
maður nokkur, forn í skapi og
illur viðfangs. Vildu fáir verða
til að vaka yfir líki hans. Þó
fékkst maður til þess, sem var
hraustmenni mikið og fullhugi
að því skapi. Fórst honum vel
að vaka. Nóttina áður en átti
að kistuleggja, slokknaði ljósið
litlu fyrr en dagur kom upp.
Blöð og tímarit
Heimilisblaðið SAMTÍÐIN apríl
blaðið er komið út og flytur þetta
efni: Kirkjusókn í Vestur-Þýzka-
landi minnkar stórlega (forustu-
grein). Neikvæð áhrif sjónvarps
eftir dr. Viktor Baily. Hefurðu
heyrt þessar? (skopsögur). Kvenna
þættir Freyju. Sambýlisfólk í Lun
dúnum (framhaldssaga). Undur og
Reis þá líkið upp og mælti:
„Skemmtilegt er myrkrið." Vöku
maður svaraði: „Þess nýtur þú
ekki.“ Kvað hann þá vísu þessa:
Alskinandi er nú fold,
úti er runnin gríma.
Það var kerti, en þú ertmold
og þegiðu einhvern tima.
Siðan hljóp hann ofan á lík-
ið og braut það á bak aftur.
Var það síðan kyrrt, það sem
eftir var nætur. (E.B.)
8Sagnakver Skúla Gíslasonar).
afrek. Samtal við Brigitte Bardot.
Finnsk „sauna“ er meira en bað-
stofa. Selja mest alla ullina ó-
þvegna úr landi. Glæpamaður ger
ist leikari. „Flóatetur, fífusund"
eftir Ingólf Davíðsson. Ástagrín.
Skemmtigetraunir. Skáldskapur á
skákborði eftir Guðmund Arn-
laugsson. Bridge eftir Árna M.
Jónsson, Erlendar bækur. Stjörnu
spá fyrir apríl. Þeir vitru sögðu
o. m. fl. — Ritstjóri er Sigurður
Skúlason.
Kvenfélagið Hrönn
heldur fund í kvöld, miðviku-
daginn 1. apríl kl. 8.30 að Báru-
götu 11. Spilað verður Bingó.
Föroyingafélagið og
Sjómannskvinnuringurin
halda kvþldvpku á F0roysku Sjó-
mannstovuni í Skúlag0tu 18 hós-
kv01di 2. apríl kl. 20.30.
Kvenfélagið Seltjöm
Fundur í kvöld kl. 8.30 í anddyri
íþróttahússins. Bókmenntakynning
Snyrtidama kemur í heimsókn.
Munið kaffibolla.
Barnaverndarfélag Reykjavíkur
heldur aðalfund fimmtudaginn 2.
apríl kl. 8.30 í Tjarnarbúð. Eftir
aðalfundarstörf flytur dr. Matthías
Jónasson erindi: Nútímakonan á
vegamótum. Einsöngur: Ruth Magn
ússon, Félagsmenn, takið með ykk
ur gesti.
Hvitasunnukonur!
Fundinum, sem halda átti í kvöld,
1. apríl er aflýst.
GAMALT
OG
GOTT
Sigurfræði
Sigurfræði vil ég syngja og tala,
þau skulu mér til sigurs og
frelsis vera.
Signi ég mig af bræði,
signi ég mig og mín klæði,
signi ég mig fram að gá,
signi ég mig upp að stá.
Sigur sé mér í höndum,
sigur sé mér í fótum,
sigur sé mér I öllum
liðamótum.
Bak mitt af járnd,
brjóst mitt af stáli,
höfuð mitt af hörðum
hellttsteini,
hendur mínar
harðar í greipum.
Enginn maður verði mér svo
sterkur, megn eða reiður, að
mér megi skaða gera eða mein.
VÍSUKORN
FRÉTTIR
„Eyjabúar óttast ofveiði loðnunnar"
— seg'ff formadur Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja. „A&eins" 4710 tonn fengust
síbasta sólarhring
,A-
-A.
HAFNARFJÖRÐUH Þriggja hertoergja íbúð trl teigu strax. íhúðio er á jarð- hæð, sér þvottahús, kyndimg og amddyrt. Upplýsimgar í síma 52136 eftir kl. 19. brotamalmur Kaupi allan brotamálm lang- hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 2-58-91.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu BYGGINGAMEISTARAR sem vilja gera .tiliboð í að koma tvíbýlishúsi upp fok- heldu, eru beðnir að leggja nöfn sín inn á afreiðslu Mbl, f. föstiud.kiv. 3. þ.m., merkt „Tvíbýliishús 8296".
Notið frístundirnar
Véiritunar- off
hraðritunarskóÍM
Vélritun — blindskrift, uppsetning og frá-
gangur verzlunarbréfa, samninga o. fl.
Dag- og kvöldtímar. Upplýsingar og inn-
ritun í síma 21768.
Hildigunnur Eggertsdóttir — Stórholti 27, sími 21768.
Auglýsing um sföðu
Staða háskólamenntaðs sérfræðings, hag-
fræðings eða viðskiptafræðings, er laus til
umsóknar við Búnaðarbanka íslands. Sér-
fræðingi þessum er ætlað að veita forstöðu
væntanlegri hagdeild við bankann.
Laun samkvæmt 8. launaflokki reglugerðar
um störf og launakjör starfsmanna bank-
anna.
Umsóknir sendist bankastjórn Búnaðar-
bankans fyrir 15. apríl næstkomandi.
Búnaðarbanki íslands.