Morgunblaðið - 01.04.1970, Blaðsíða 17
MORGUÍNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. APRÍL 1.970
17
Önundur Ásgeirsson:
ÖPUS V
um staðgreiðslukerfi
opinberra gjalda
Staðgreiðslunefnd hefur nú
skilað frá sér 5. ritverki sínu
(Opus V) um staðgreiðslukerfi
opinberra gjalda og að þessu
sinni í formi r.efndarálits, sem
lagt hefur verið fyrir Alþingi.
Jafnframt hefur nefndin lagt
fram þingsályktunartillögu þar
sem lagt er til, að staðgreiðslu-
kerfi þetta verði tekið upp hér
á landi. Segist nefndin hafa
„unnið ágætt starf og skilgreint
rækilega margvísleg fram-
kvæmdaatriði, þótt enn vanti
mikið á að grundvöllur sé lagð-
ur að öllum einstökum atriðum
löggjafar um málið.“ Er nú ósk-
að nýrrar viljuyfirlýsingar Al-
þingis eftir að þingmönnum hef-
ur gefizt kostur á að kynna sér
„hið greinargóða nefndarálit
miLliþinganefndarinnar“.
Höfundar nefndarálitsins
hafa séð ástæðu til að nefna
mig í sambandi við álit þetta, án
þess að láta bess getið að ég
hefi, hvar sem ég hef átt þess
kost, snúizt gegn því og talið
það mjög verulega afturför frá
núverandi álagningar- og inn-
heimtukerfi. Mér er því nauð-
syn á að þvo I.endur mínar af
aðild að tillögugerð þessari og
reyna að gera grein fyrir í
hverju ég tel að tillögur nefnd-
arinnar séu rangar og að um aft-
urför sé að ræða frá núverandi
kerfi.
EFNI NEFNDARALITSINS
Svo sem fram kemur af orða-
lagi ofangreindra tilvitnana í
þingsályktunartillöguna eru höf
undar nefndarálitsins harla
ánægðir með störf sín. Er þar
berum orðum sagt, að nefndin
hafi unnið ágætt starf, skilgreint
rækilega margvísleg fram-
kvæmdaatriði og skilað grein-
argóðu áliti.
Unnið hefur verið að áliti
þessu í þrjú ár og verður að
telja að eftirtekjan sé rýr.
Nefndin hefur talið nauðsynlegt
að takmarka verksvið sitt. Þann
ig telur nefndin það ekki í sín-
um verkahring að gera tillögur
um aðrar breytingar á skatta-
lögum og skattakerfinu í heild,
en þær sem að hennar áliti eru
algjörar lágmarksbreytingar,
nauðsynlegar til þess að hægt sé
að taka upp framkvæmanlegt
staðgreiðslukerfi (Op. V, bls.
12). Þó taka höfundar álitsins
fram að ýmsu sé ábótavant í
sambandi við íslenzka skatta
framkvæmd. Þantnig segja þeir
beinum orðum, að íslenzka
skattakerfið sé frábrugðið kerf-
um flestra annarra landa að því
leyti, að beinir skattar og gjöld,
sem ekki eru miðaðir við tekj-
ur, eru mjög mikilvæg bæði hjá
launþegum og atvinnurekendum
(Op. V, 13). Þetta þýðir með
öðrum orðum að íslenzk skatta-
lög eru óraunhæfari og óbil-
gjarnari en skattalög annarra
þjóða. Er gott að fá slíka yfir-
lýsingu frá opinberum aðilum að
lokinni rannsókn, enda ekki um
annað að ræða í þessari yfirlýs-
ingu en það sem áður var vit-
að. • En yfirlýsingin hefur þó
nokkuð sjálfstætt gildi. Væri
t.d. mjög æskilegt að Alþingi
óskaði eftir því að fram færi at-
hugun á þessari niðurstöðu eða
staðhæfingu nefndarinnar og
hvaða möguleikar eru á nauð-
synlegum úrbótum í þessu efni.
Greinargerðir þær, sem nefnd
in heíur látið frá sér fara, hafa
farið gildnandi með árunum.
Þannig er þessi 5. greinargerð,
Opus V, nefndarinnar rúmar 100
síður að stærð og má segja að
að meginefni til megi skipta
nefndarálitinu í þrjá þætti:
1. Tillaga um skipun skatta-
mála almennt.
2. Tillaga um upptöku nýs
fyrirkomulags svoneÆnds
staðgreiðslukerfis í sam-
bandi við álagningu og inn
heimtu 20 tegunda opin-
berra gjalda, en jafnframt
sé fellt niður núverandi
kerfi um þessa sömu fram-
kvæmd.
3. Umræður og hugleiðingar
um framkvæmdaatriði í sam
bandi við hið fyrirhugaða
nýja kerfi skv. tölulið 2.
Greinilega kemur fram í
nefndarálitinu, að álitið sjálft
hefur orðið nefndarmönnum of-
viða. Þannig segja tveir nefnd-
armenn, þ.m.t. ritari nefndarinn-
ar: „Við höfum ekki haft að-
stöðu til að kynna okkur ýmis
framkvæmdaatriði, sem í all-
löngu máli er fjallað um í þessu
nefndiaráliti," (Opus V, 92) og í
nefndarálitinu sjálfu segir svo í
inngangi (Opus V, bls. III):
„Hins vegar er skoðanamunur
innan nefndarinnar um fyrir-
komulag álagningar og inn-
heimtu . . . Einstakir nefndar-
menn hafa einnig þann fyrir-
vara um þann kafla nefndarálits
ins, sem fjallar um tæknileg
framkvæmdaatriði staðgreiðslu-
kerfisins, að þeir hafi ekki haft
til þess tóm og aðstöðu aðkryfja
þau svo til mergjar, að þeir vilji
taka fulla ábyrgð á tillögum
þeim, sem gerðar eru um lausn
þeirra." Er það dapurlegur
skortur á sjálfsvirðingu að
skrifa undir slíkar yfirlýsingar
og sfingur þetta mjög í stúf við
hina gegndarlausu sjálfumgleði,
sem lýsir sér í þingsályktunar-
tillögunni og rakið var hér í
upphafi.
NÚVERANDI KERFI
Áður en vikið er frekar að
tillögum staðgreiðslunefndar er
rétt að rakið sé núverandi
álagningar- og innheimtukerfi,
eins og framkvæmd þess er í
dag hér í Reykjavík. Kerfi
þetta hefur þróazt á alllöngu
árabili og samlagast vel stað-
háttum. Nú þegar gerð er til-
laga um afnám þess má segja,
að enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur.
Kerfi þetta er miðað við eitt
framtal árlega, ári eftir skattár,
og koma þar fram eignir og
skuldir, tekjur og gjöld eða frá-
dráttarliðir, eins og heimilað er
og ákveðið í lögum. Framtali ein
staklinga skal skilað til skatt-
stofu fyrir lok janúarmánaðar,
en fyrirtæki fá mánuði lengri
tíma eða lengra ef um semst við
skattstofu og ástæða þykir til.
Undirbúningur álagningar fer
fram á Skattstofu Reykjavíkur,
en álagning og úrvinnsla fer
fram í skýrsluvélum. Á s.l. ári
mun hafa tekið u.þ.b. þrjár vik-
ur að ganga frá allri álagningu
fyrir Reykj avíkursvæðið í
skýrsluvélum, senda út álagn-
ingarseðla til allra gjaldenda,
þar sem fram kom heildarálagn-
ing og skipting niður á greiðslu
mánuði, ennfremur innheimtutil-
kynningar til fyrirtækja og ann
arra kaupgreiðenda um inn-
heimtu skattsins hjá þeim aðil-
um. Yfirstjóm allrar innheimtu
fer síðan fram hjá Gjaldheimt-
unni í Reykjavík, þ.m.t. eftirlit
með því að skattar séu innheimt-
ir og þeim skilað svo sem vera
ber.
Gjöldunum er jafnað niður á
10 mánuði ársins, þ.e. 5 mánuði
á fyrri árshelmingi og 5 mánuði
á síðari árshelmingi, en jóla-
mánuður og sumarleyfismánuður
eru undanþegnir skattgreiðslu,
og hlýtur þetta að teljast mjög
hagkvæmt fyrirkomulag fyrir
skattgreiðendur, enda er það yf
irlýst í nefndarálitinu að „hags-
munir skattgreiðendanna hljóti
alltaf að vera höfuðatriði,"
(Opus V, 4).
Meginkostur núverandi fyrir-
komulags er sá, að það er ein-
falt í framkvæmd. Skattgreið-
andi þarf aðeins að telja fram
einu sinni á ári og sé um fast
starf að ræða og engar breyt-
ingar gerðar á framtali af hendi
skattayfirvalda, greiðir gjald-
andinn skatt sinn af launum sín
um og hefur að fullu lokið skatt-
greiðslunni fyrir lok gjaldárs,
sem er sama ár og álagningar-
ár. Unnt er að koma við vinnu
í skýrsluvélum þegar frá upp-
hafi og fylgja innheimtu eftir í
skýrsluvélum.
Ýmsir launamenn telja það til
Önundur Ásgeirsson
foráttu núverandi fyrirkomu-
lagi að of lág gjöld séu greidd
á fyrra helmingi árs og því
verði skattar þyngri á síðari árs
helmingi. Þetta kæmi þá því að-
eins til greina að um verulegar
kauplagsbreytingar hefði verið
að ræða á skattárinu, þ.e. árinu
á undan gjaldári. Einfalt væri
þó að breyta þessu með því að
ákveða, að skattur á fyrra helm
ingi árs skyldi hækkaður, t.d. í
hlutfalli við hækkun kaup-
gjaldsvísitölu, og mundi þá ein-
falt framkvæmdaatriðd að
senda út greiðslutilkynningar í
skýrsluvélum miðað við þá fram
kvæmd.
Þá hefur það verið fundið nú
verandi skabtgreiðslufyrir-
komulagi til foráttu, að ef um
mikla tekjuaukningu væri að
ræða á tekjuárinu, t.d. vegna
aukinna tekna síldarsjómanna á
góðum síldveiðiárum, þá
greiddu menn ekki gjöld sín þeg
ar í stað og hefðu e.t.v. ráð-
stafað tekjum sínum til fjárfest-
ingarframkvæmda og hefðu
þannig ekki handbært fé til
greiðslu skattsins þegar þar að
kæmi. Slíkt fyrirhyggjuleysi er
að sjálfsögðu til, en það getur
vart talizt þjóðfélagslegit vanda-
mál þótt sjómaður á góðu tekju-
ári kaupi sér íbúð eða bíl, enda
hafa skattyfirvöld aðgang að
þessum eignum ef um van-
greiðslu er að ræða á greiðslu-
árinu.
Með núverandi skattafyrir-
komulagi eru álögð gjöld þann-
ig áætluð á fyrra árshelmingi en
mismunir jafnaðir út á síðari
árshelmingi, og allir, bæði ein-
staklingar og félög, eiga að hafa
lokið sínum gjöldum fyrir lok
álagningarársins.
FYRIRHUGAÐ
STAÐGREIÐSLUKERFI
Rétt er að taka fram strax,
að hið fyrirhugaða staðgreiðslu-
kerfi nefndarinnar er aðeins
bráðabirgðagreiðsla. Segir svo
berum orðum í nefndarálitinu
(Opus V, 9). „Staðgreiðsla
skatta á skattárinu er yfirleitt
einungis bráðabirgðagreiðsla, en
endanleg álagning fer fram eft-
ir á og er hún þá byggð á fram-
tali skattþegnsins, þ.e. á sama
hátt og nú á sér stað.“ Mismun-
urinn á kerfunum tveimur
er því einungis sá, að skv.
nefndarálitinu er gert ráð fyr-
ir að unnt sé að ná hærri skatti
af skattborgaranum á tekjuár-
inu. Verður að því vikið
síðar. Fyrst skal þó vikið að til-
lögu nefndarinnar, sem áður var
nefnt að væri í þrem liðum:
1. tillaga um SKIPAN
SKATTAJVIÁL
Nefndin gerir það að aðaltil-
lögu sinni, að skipan skattamála
verði hagað á þann hátt, að
skattamál verði fráskilin öllum
öðrum stofnunum ríkisins og
verði byggt upp mikið skatta-
bákn, sem myndi eins konar þrí-
hyrndan píramída (tetraeder)
og skal ein hlið stofnunarinnar
fara með álagningarmál, önnur
með innheimtumál og sú þriðja
með skattrannsóknamál. Á
topp þessa púiatmiída miætbi setja
gullna kúlu, sem á mætti letra,
að fornum hætti dariisks ein-
valdskonungs „vi alene vide“ og
væri hentugt að það væri með
gylltum stöfum. Hentar þetta al-
menningi auðsj áanlega einkar
vel, þar sem nefndarmenn hafa
sjálfir lýst því yfir, að þeir hafi
ekki treyst sér til þess að skilja
það, sem tillögur eru gerðar um
að framkvæma eigi. Megin-
áhyggjur sérfræðinga nefndar-
innar hafa einnig verið þær, að
ekki muni finnast í landinu nægi
legur fjöldi sérmenntaðs starfs-
liðs til að framkvæma svo flók-
ið og umfangsmikið kerfi. Eru
þessar áhyggjur eðlilegar því
það hlýtur að valda ungum og
efnilegum mönnum efasemdum
að láta grafa sig í svo fánýtu
og ábyrgðarlausu kerfi.
2. STAÐGREIÐSLUKERFIÐ
SJÁLFT
2. 1. Álagning samkvæmt hinu
fyrirhugaða staðgreiðslukerfi.
Skv. tillögum nefndarinnar er
gert ráð fyrir tvenns konar
framtölum til skatts í sambandi
við staðgreiðslukerfið. Skulu
framteljendur byrja á því, vænt-
anlega í september til október-
mánuði ár hvert, að leggja fram
upplýsingar með umsókn um
skattkort næsta árs til skatta-
yfirvalda. Skattkort þetta er
frumgagn að því er skattaálagn
inguna varðar, og er því viður-
hlutamikið fyrir skattborgarana,
að vandað sé til umsóknar um
skattkort. Þegar skattkort hefur
verið gefið út, kemur þar fram
í hverjum skattflokki viðkom-
andi skattborgari á að vera og
verða opinber gjöld tekin af
honum skv. þeim upplýsingum,
sem á skattkortinu standa, eins
og frá þeim er gengið af skatt-
stofu.
2. 2.
Launagreiðendur skulu sjá um
álagningu og innheimtu skatts-
ins af öllum launum, sem greidd
FYRRI HLUTI
eru. Skal álagning þessi miðuð
við þær upplýsingar, sem skatt-
stofa hefur skráð í skattkort við
komiamdi dkaibtlþelgnis og fr.am-
kvæmd skv. sérstökum skatta-
töflum, sem eru eins konar tossa
töflur útgefnar af yfirstjórn
skattamálanna fyrir hvert byrj-
að skattár. Verða skattatöflur
þessar, með ótal tilvikum inn-
an hverrar töflu, eftir fjárhæð
greiðslna og gerð skattkorts við
komandi launþega. Er með þess
um hætti talið að hæfilega sé séð
fyrir möguleikum á skekkjum i
framkvæmd hjá launagreiðend-
um.
Hver launagreiðandi verður
þannig eins konar skattstofa og
jafnframt innheimtustofnun. Má
gera ráð fyrir að fjöldi skatt-
stofa verði með þessu móti um
16.000 talsins í öllu landinu og
er þá miðað við fjölda þeirra
aðila, sem greiddu aðstöðugjöld
og landsútsvör á árinu 1969.
Gert er ráð fyrir að allir þessir
aðilar framkvæmi þessi verk án
endurgjalds og er því sérstak-
lega mótmælt af Sambandi sveit-
arfélaga að greiðsla verði innt
af hendi fyrir þebta starf. Skal
hér ekkert um það sagt hvort
ríkisvaldinu tekst að koma þess-
ari framkvæmd á hjá launagreið
endum, en ef þetta telst ein-
faldasta, ódýrasta og hagkvæm
asta aðferðin við innheimtu op-
inberra gjalda skv. núverandi
löggjöf um skattamál, sýnist mér
enn meiri nauðsyn á því að end-
urskoða núverandi skattheimtu-
kerfi í heild sinni með það fyr-
ir augum að leita eftir öðrum til-
tækilegum leiðum við skattt
heimtu til ríkis- og sveitar-
félaga.
Rétt er hér að minna á tillög-
ur þær, sem fram hafa komið,
um að afnema beri alla beina
skattlagningu á tekjur. Skrif-
stofustjóri Skattstofu Reykja-
víkur gerðist talsmaður þessarar
hugmyndar í sjónvarpinu í jan-
úarmánuði í vetur, en áður hafði
Gísli Jónsson, alþm., flutt um
það tillögu á Alþingi. Hingað til
hafa slíkar tillögur ekki verið
teknar alvarlega og engin rann-
sókn átt sér stað. Sá möguleiki
kann þó að vera fyrir hendi, að
þessi leið sé hin jákvæðasta til
uppbyggingar öflugu atvinnu-
lífi og örari hagþróun hér á
landi. Leikur ekki á tveim tung-
um að samanlögð upphæð tekju-
skatta og tekjuútsvara hér á
landi á einstaklinga er allt of há,
og að reglurnar um stighækk-
un þessara gjalda eru löngu úr-
eltar. Hefur verið reynt á und-
anförnum árum að leiðrétta
þetta með hækkun persónufrá-
dráttar, sem haldið hefur verið
fram að ætti að samsvara nauð-
þurftartekjum. Allt er þetta fyr
irkomulag hins vegar löngu
óraunhæft og þarfnast gagn-
gerðrar endurskoðunar og rann
sóknar.
„Staðgreiðsla“ viðkomandi
gjaldárs fer því þannig fram, að
u.þ.b. 16.000 launagreiðendur,
eða undirskattstofur, munu
leggja á fyrir opinberum gjöld-
um eins konar bráðabirgða-
greiðslur. Skal áætlun þessi
framkvæmd hvert skipti, sem út
borgun launa á sér stað, og
myndi þannig vera um 12 álagn-
ingar að ræða, ef í hlut ætti
mánaðarkaupsmaður, en 52
álagningar ef í hlut ætti viku-
kaupsmaður. Launagreiðendur
skulu draga skattinn frá launa-
greiðslu í hverju tilviki og
standa innheimtustofnun skatt-
kerfisins skil á andvirðinu ásamt
tilskildum skilagreinum svo oft,
sem þurfa þykir að áliti inn-
heimtustofnananna. Meginstefna
gj aldheimtunnar skal vera sú,
að taka skal heldur meira af
hverjum launþega en skattinum
nemur, þannig að unnt sé eftir
lok ársins að endurgreiða það,
sem umfram er tekið. Er þetta
gert í því skyni að ekki þurfi
að hefja nýja innheimtuherferð
gagnvart þessum launþega eftir
á.
2. 3.
Að loknu gjaldárinu skal
launþegi skila framtali fyrir lok
janúarmánaðar á sama hátt eins
og nú á sér stað. Skal hann þá
tína saman allar þær upphæð-
ir, sem hinir ýmsu launagreið-
endur hafa af honum tekið, og
telja fram tekjur sínar, gjöld,
eignir og skuldir á sama hátt og
nú á sér stað. Fer síðan fram
álagning með skýrsluvélum á
sama hátt og nú er. Skal
sú álagning heita frumálagning
og er það orð væntanlega valið
til að sýna skattborgurunum
fram á, að öll sú vinna, sem á
undan hafði gengið í u.þ.b. 18
miánuði, var aðeins lögð fram í
því skyni að þjóna gamansemi
skattyfirvalda. Skal frumálagn-
ingin teljast hin endanlega
álagning og sæta kærum skatt-
borgaranna eins og nú tíðkast.
SAMANBURÐUR Á
FRAMKVÆMD
SK ATTKERF ANN A
Þegar hér er komið er rétt að
staldrað sé við og að því spurt
hvað hafi unnizt með hinni nýju
framkvæmd. Hin endanlega
álagning samkvæmt hinu fyrir-
hugaða nýja „staðgreiðslukerfi“
Framhald á bls. 18