Morgunblaðið - 23.04.1970, Side 9

Morgunblaðið - 23.04.1970, Side 9
MOROUNtBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 11970 9 „Hátt til lofts og vítt til veggja”? Rabbað við Guðlaug Rósinkranz um Þjóðleikhúsið 20 ára „Þegar ég lít yfir farinn veg, einu ári betur en tvo tugi ára, sem ég hef verið Þjóðleikhús- stjóri, er ég sjálfur tiltölulega ánægður. Auðvitað hef ég verið gagnrýndur og Þjóðleikhúsið sjálft, en mér finnst slík gagn- rýni, ef hún er heilbrigð og af hreinum toga spunnin, vera hetri en lognmolla sú, sem stund um skapast kringum mannlega starfsemi." 'Þannig mælti Guðlaugur Rós- inkranz Þjóðleikhússtjóri við okkur, þegar við sóttum hann heim að Ásvallagötu 58 s.l. sunnudag til að eiga við hann viðtal í tilefni af 20 ára afmæli Þjóðleikhússins. Við vorum boðnir velkomnir af frú Sigurlaugu, hans ungu og fallegu konu, og siðan lá leiðin upp á loft í skrifstofu hans, bjarta og vistlega. Guðlaugur sat við skrifborðið, bauð okkur sæti í ruggustól gegnt sér, and- rúmsloftið andaði af hlýju, sól skein fyrir utan, sól var inni. ★ „Hver var aðdragandinn að því, að þú gerðist Þjóðleikhús- stjóri, Guðlaugur?" „Um þetta leyti var ég fram- kvæmdastjóri Norræna félags- ins. Meðal annars rákum við þar leikstarfsemi nokkra, og það kom auðvitað í minn hlut að standa fyrir henni. Fyrsta leik- ritið sem við settum á svið, var leikþáttur úr Gösta Berlings- sögu eftir Selmu Lagenlöf. Ég held við Soffía Guðlaugsdóttir höfum þýtt hann saman, enda lék hún þar í. Við sýndum þenn an þátt aðeins einu sinni á fundi í félaginu, sem haldinn var í Tjarnarkaffi. Svo var það á stríðsárunum, að ég fékk hina ágætu norsku leikkonu, Gerd Grieg, sem þá var hér stödd, til að setja á svið Veizluna á Sól- haugum eftir Ibsen. Þetta var í sambandi við Noregssöfnunina, og áhugi fólks að styrkja hana var mikill, enda varð húsfyllir hjá okkur kvöld eftir kvöld. Og Noregssöfnunin græddi á þess- um tiltektum okkar. En Norræna félagið lét ekki þar staðar numið í leifclistarmál- um. Með hjálp Önnu Borg og Pouls Reumert sýndum við Dauðadansinn eftir Strindberg og Refina eftir Lilly HeLman“. „Var Norræna félagið þama í einhverri samkeppni við Leikfé- lag Reykjavíkur?“ „Nei, það er af og frá. Þetta var allt í bróðemi, enda leik- ararnir þeir sömu. En svona kviknaði áhugi minn á leiklist hér á landi, en ég hafði alltaf haft áhuga á leiklist frá því ég var í Stokkhólmi, en ég kem að því síðar.“ „Og svo hefirðu fengizt við samningu á kvikmyndahandrit- um, Guðlaugur. Hvert var hið fyrsta?“ „Jú, það var „79 af stöðinni." „En við skulum snúa okkur aftur að þeim tíma, sem þú gerð- ist Þjóðleikhússtjóri, og halda áfram að rekja aðdragandann til þess.“ „Já, það er mér kært. Ey- steinn Jónsson var þá mennta- málaráðherra. Við vorum og er- um miklir vinir. Við vorum oft á skíðum saman eða í göngu- ferðum. Svo var það eitt sinn í einni slíkri ferð, að hann fer að nefna það við mig, að nú standi fyrir dyrum að skipa Þjóðleik- hússtjóra. Og hann er ekki að orðlengja það frekar, heldur biður mig að nefna einhvern, sem við því embætti gæti tekið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég stakk upp á Alex- ander Jóhannessyni, bás'kóla- rektor. Við Alexander höfðum unnið saman í Lýðveldishátíðar- nefndinni, og ég vissi um dugnað hans og framkvæmdasemi. Ég treysti honufti manna bezt fyrir starfinu. Og Eysteinn biður mig þá að tala um þetta við Alex- ander. Ég kvað það alveg sjálfsagt, ég þekkti Alexander vel, og gerði það. Svar hans var stutt og laggott: „Ég er rehtor Háskólans, get ekki farið frá því starfi. Gerðu þetta sjálfur.“ Mér hafði aldrei dottið það í hug, en hvatninguna fékk ég frá Alexander, hann skrifaði m.a.s. bréf til ráðuneytisins. Hann hvatti mig á alla lund. Ég lét undan Alexander og sótti um stöðuna. ★ Svo er ekki að sökum að spyrja, að 1. marz 1949 var ég skipaður Þjóðleikhússtjóri.“ „Og tóku nú ekki við erfið- ir tímar?“ „Það er óhætt að segja. Það varð að taka til hendi við svo ótalmargt, en ég var bjartsýnn og lét ekkert á mig fá. Árið 1944 skiluðu Ameríkanarnir húsinu. Það vantaði fé, Þorsteinn M. Jónsson og Jakob Möller komu í gegn á Alþingi frumvarpinu um, að skemmtanaskattur skyldi allur renna til Þjóðleikhússins. En samt vantaði fé til síðasta áf angans. Ég tók lán á 2—3 stöð um. Þá var eiginlega engin króna til í sjóði. Á þessum tíma ferðaðist ég líka til Norðurlanda og Englands, beimisótti þjóðleik- hús þar, hitti forystumennina og fékk þar góð sambönd. Fékk þar vilyrði fyrir búningum, og m.a. keypti ég töluvert búningasafn á spottprís. Með því var komið upp búningastofni leikhússins og það er enn verið að nota sitt hvað af þeim 300 búningum, sem ég fékk ódýrt í Svíþjóð í þá daga. Þar á ofan festi ég kaup á ýmsum „antik“-húsgögnum, rokoko og barok, fyrir afarlágt verð, og hefur það komið okk- ur vel síðar. Hins vegar er geymslurými hér ákaflega tak- markað. En ég hygg þó, að leik- húsið eigi nú um 5000 búninga, sem fyrst og fremst eru flokk- aðir eftir leikritum. Til dæmis eru búningar í íslenzk leikrit geymdir alveg sér, tiltæíkir hve- nær sem er, þegar þau verk verða endursýnd. Hinir eru flokkaðir eftir tímabilum, og auðvelt er að finna þá, þegar á þeim þarf að halda. Við höfum annars lánað mik- ið af búningum út á land, til hinna ýmsu leikfélaga. Það er býsna mikill erill í sambandi við öll þessi lán og stundum koma búningarnir skemmdir til baka. Flest félögin eru þó skilvís.“ ★ „Var undirbúningsvinnan ekki alveg geysileg?" „Jú, óhætt er að segja það, og við margvíslega erfiðleika var að etja. Ég hafði auðvitað náið samstarf við Þjóðleikhúsráð og Byggingamefndina, og síðast en ekki sízt við Guðjón Samúelsson húsameistara ríkisins, sem teikn að hafði húsið. Hann dó, viku eftir vígsludaginn. Og svo um haustið kom til minna kasta að ráða leikara, og þeir voru ráðnir frá 1. nóvem- ber. Ég held ég muni þá alla: Indriði Waage, Lárus Pálsson, Gestur Pálsson, Haraldur Björnsson, Valur Gíslason, Æv- ar Kvaran, Arndís Bjömsdóttir, Inga Þórðardóttir, Herdís Þor- valdsdóttir, Þóra Borg, Hildur Kalman, Jón Aðils, Regína Þórð ardóttir og Róbert Amfinnsson. Leikritavalið hefur alltaf ver- ið í mínum höndum, en auðvitað er það rætt í Leikritanefnd og Þjóðleikhúsráði. Við vorum all- ir sammála um, að fyrsta leik- ritið skyldi vera Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, þeim manni til heiðurs, sem raunveru lega má telja frumkvöðul að Þjóðleikhúsinu. Ekki spillti það heldur að hafa dótturson hans, Indriða Waage, sem leikstjóra. Þá skyldi næst koma Fjalla- Eyvindur Jóhanns Sigurjónsson ar og síðan nýtt verk, íslands- klukkan. Ég held, að Halldór Laxness kenni mér um það fyr- irtæki; að ég hafi komið til hans upp að Gljúfrasteini, og fengið hann til þess ama. Svo var það á sumardaginn fyrsta, 20. apríl 1950, sem Ný- ársnóttin var frumsýnd, daginn eftir Fjalla-Eyvindur, og á laug- ardaginn fslandsklukkan, og þá varð loks tími til að slappa af og halda veizlu. Þá var Þjóð- leikhúsið komið á laggirnar. Síð an hef ég reynt að halda í horf- inu, hef aldrei leyft því að drabbast niður, alltaf endurnýj- að teppi og húsbúnað, þetta á alltaf að vera eins og nýtt, og m.a. eru fá eðia engim, þjóðleik- hús, sem eiga svona góðan veit- ingasal í nánum tengslum við húsið og við, með okkar Þjóð- leikhúskj allara." „Hvernig var þér innan- brjósts, Guðlaugur, þennan fyrsta dag?“ ★ „Ég kveið fyrir, það er ekki rétt að leyna því. Ég hafði ekki mikla reynslu í þessum efnum, fram yfir það, sem ég hef áður sagt þér. En ég hafði mikinn áhuga á leiklist, alltaf haft hann, e.t.v. hef ég fengið hann fyrst, þegar ég var í Stokkhólmi. Ég þekkti þar fjölskyldu, sem vann við leikhús, við Dramaten, og ég fékk alltaf frímiða á leiksýning- ar. Það kom sér vel, því að efn- in voru ekki rmkil, og þar tók ég bákteríuina. Svo var ég míð í stofnun leik- klúbbs stúdenta og nemenda í skóla mínum, „Social-poletisk Institut," en það var skóli, sem útskrifaði stjómunarmenn fyrir ríiki og bæ og ýmis staerri fyr- irtæki. Við vorum róttækir þá, vildum helzt sýna framúrstefnu leikrit, og man ég eftir einu þýzku, með 4 sviðum á senunni í einu. Nýstárleg uppfærsla, sem rutt hefur sér rúm síðar. En þennan fyrsta vetur Þjóð- leikhússins var æft stíft, myrkr- anna á milli, þetta var þaulæft. Leikfélag Reykjavíkur sýndi þann þegnskap þennan vetur, að leggja starfsemi sína niður. Ein ingin var svo mikil. Þótt sum- ir væru á móti mér, voru samt allir glaðir og ánægðir. Þetta voru stórar stundir. Það er gott, að minnast slíkra daga. Svo að lokum kom hátíðarsýn inigún. Alliir vonu í 'kjól og hvítiu, og m.a. með orður, og það er sjaldgæf sjón hér í húsi. Fyrst Guðlaugur Rósinkranz, Þjóðleikhússtjóri. var leikinn þjóðsöngurinn. Síð- an fluttu ávörp Vilhjálmur Þ. Gíslason, Björn Ólafsson, Hörð- ur Bjarnason og ég. Þá flutti Tómas Guðmundsson skáld há- tíðarljóð, og Sinfóníuhljómswit- in lék hátíðarforleik Páls ísólfs sonar. Þá var og leikinn forleik urinn að Nýársnóttinni. Þetta var allt mjög hátíðlegt. Fólki fannst yfirleitt hrein opinberun að koma í húsið, sjá alla stuðl- ana í loftinu, sjá, hve allt var hér hátt til lofts og vítt til veggja. Þetta urðu 3 frumsýning ar. Haraldur Björnsson var leik stjóri að Fjalla-Eyvindi, Lárus Pálsson að íslandsklukkunni og léku báðir. ★ Þetta var ákaflega stór stund, ógleymanleg stund. Undirbún ingurinn var erfíður, og það var á mörkum, að þetta tækiist. Upp haflega var þetta ráðgert í febrúar, en húsið varð ekki fyrri til. Síðustu smiðirnir yfirgáfu það ekki fyrr en á morgni vígsludagsins. Og aðsóknin var ótrúleg. Það var alltaf fullt hús fram til 1. júlí. Og það var margt að gera áður en þetta yrði. Saumastofu, smíðaverk- stæði, málaraverkstæði, hár- kolluverkstæði, þurfti að koma á laggimar. Æft var á hverjum degi, frá því í nóvember, sér- staklega íslandsklukkan, hún var ný. En við nutum líka nýrr- ar tækni, eins og logndrífunnar, eldsins í Kaupmannahöfn, hring senunnar og svo margs og margs fleira, sem hér hafði aldrei sézt.“ „Og svo, Guðlaugur, þegar þú lítur til baka, lítur yfir farinn veg; ertu ánægður?“ „Jú. Ég er tiltölulega ánægð- ur. Ég hef verið gagnrýndur, leikhúsið hefur verið gagnrýnt, en hvað er að fáist um það. Gagn rýni er holl, ef hún er heilbrigð, og ég vil heldur umtal og fjaðra fok, en lognmollu og skeyting- arleysi. Ég hef leitazt við að gera hús ið að þjóðarleikhúai. Láta það flytj a verk á breiðum grund- velli. Fyrst og fremst þjóðleg ís- lenzk verk. Þá ekki síður sí- gild verk. Ég hef talið það hlut- verk mitt, að tengja það við okk ar gömlu, íslenzku menningu. Og alltaf tekur maður upp aftur og aftur íslenzk verk, t.d. eins og Pilt og stúlku og íslandsklukk- una. Við reynum að kynna fólk- inu, sem nú lifir, þessa horfnu tíma. Enda eru alltaf til nýir áhorfendur. Þjóðinni fjölgar, og hver nýr árgangur verður að sjá Skugga-Svein, Mann og konu og Pilt og stúlku. Það er þátt- ur í uppeldi þjóðarinnar. ★ Leikhús á heldur ekki að vera grafalvarleg stofnun, við verð- um að hafa í réttum hlutföllum gamanleiki og alvöruleiki. Ég 'tiel, að 'Wklizt ihaifi að velja erlend leikrit til sýningar, bæði Framhald á bls. 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.