Morgunblaðið - 23.04.1970, Page 11
MOROU'NBLAÐBÐ, FIMMTUDAjGUR 23. APRÍL 1070
11
— Hátt til lofts
Framhald af bls. 9
klassísk t.d. eftir Shakespeare,
Holberg og Moliere, og hin nýju
eftir Miller, Williams, Frisch,
Osborne, jafnvel framúrstefnu-
leikrit eins og Nashyrninga
Jonesco, og ég hief lagt álherzlu
á að taka þessi leikrit upp til
sýningar um leið og þau eru
sýnd úti í heimi. Það er atriði
að vera í takt við tímann.
Við höfum sýnt 43 íslenzk
leikrit á þessum árum, meira en
2 á ári, og þar af 28 alveg ný
íslenzk leikrit, og á þessu sviði
erum við sízt eftirbátar annarra
þjóðleikhúsa á Norðurlöndum.
En það eru gerðar aðrar og
strangari kröfur til íslenzkra
leikrita, og mér finnst þær óþarf
lega strangar. Það veldur okk-
ur erfiðleikum. Við höfum samt
reynt að gera eins og hægt er.
Ekki megum við gleyma að
minnast á söngleikina. Fyrsta
óperan var Rigólettó. Dr. Urban
sic stjómaði. Það var spáð illa
fyrir mér. Guðmundur Jónsson
fór með aðalhlutverkið og var
það frumraun hans á sviði.
Mánudagsblaðið taldi j afnframt
greinilegt, að ég væri vitlaus,
og ráðherra bæri að setja mig
af, en Björn Ólafsson gerði það
ekki. Símon Edvardsen var leik
stjóri. Rigólettó var sýnt 27
sinnum við metaðsókn. Síðan
höfum við sýnt 33 óperur og
óperettur. Árið 1953 stofnuðum
við Þjóðleiklhiús'kórin.n, sem starf
að hefur við leikhúsið æ síðan.
27 verkefni erlendra gestaleikja
hafa og verið frá 26 mismun-
andi þjóðlöndum.
Við stofnuðum leiklistarskóla
1950. Þaðan hafa 70 útsikrifazt,
og mér telst til, að um 80% af
þeim stundi leiklist að aðal-
Starfi. Margir þeirra eru hjá
Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi
Reykjavíkur. Við eigum Erik
Bisted mikið að þakka með ball-
ettskólann, sem stofnaður var
1951, en hann stjórnaði honum
fyrstu 7 árin. Því miður eru
verkefnin of lítil, varla skilyrði
fyrir ballettflokk, enda ekki
gert ráð fyrir neinni sérstakri
fjárveitingu til skólans.
Við höfum samt fengið úr
skólanum góða flokka, og höf-
um haldið 9 sjálfstæðar ballett-
sýningar. Svo eru margir dans-
arar frá þessum skóla ytra, og
nægir að nefna Helga Tómasson,
sem er um það bil að verða
heimsfrægur.“
„Hefur þjóðin, Guðlaugur,
sýnt Þjóðleikhúsinu verðugan
áhuga?“
„Já, það er fullvíst. Aðsókn-
in sýnir það glögglaga. Á þess-
um 20 árum hafa sótt leikhús-
ið 2 miilljóndr manna. Þetta sýn-
ir, að leikhúsið hefur náð til
fólksins, til þjóðarinnar, og það
Var markmiðið. Að tiltölu við
fiólksfjölda er þessi aðsókn
geipilég. Og ég á enga ósk heit-
ari en þá, að hún megi halda
áfram, þjóðin haldi áfram að líta
á Þjóðleikhúsið, sem leikhús
sitt“
Þegar við svo höfðum drukk-
ið kaffi með þeim hjónunum,
kvöddum við, báðum þau vel að
lifa, og áttum þá ósk heitasta,
að Þjóðleikhúsið yrði hér eftir
eins og hingað til, óskabam
þjóðarinnar. — Fr. S.
Opnum nýja vcrzlun á föstudag að
Laugaveg 99
horninu á Laugaveg og Snorrabraut
Verzlunin BELLA
horninu á Laugaveg og Snorrabraut
® Notaðir bílar til sölu
Willys ’66, mjög góður bíll.
Moskwitch ’68.
Chevrolet Corvair ’64, blæjubíll.
Singer ’63.
Volkswagen ’64.
Sírni
21240
HEKLA hf
Laugavegi
17017 2
NYTT — NYTT - NÝTT — NÝTT
m
m
NÝTT FYRIR HÚSMÆBUR
COOKY-ÚÐUN I KÖKUFORMIN OG Á PÖNNUNA.
Hvað er COOKY? COOKY er óblandað úðunarefni, sem kemur
í veg fyrir að kakan festist í forminu eða maturinn á pönnunni.
COOKY er hreint jurtaefni, ólitað en með SMJÖRBRAGÐI.
COOKY er lausnarorðið fyrir þá, sem eru í matarkúr.
í steikingu og
baksturinn.
sparar — er drjúgt í notkun,
þvl dósin úðar 100 sinnum. Notið COOKY fyrir
pönnukökur — spæla egg — fiskbollur — fisk-
flök — blóðmör — kótilettur — fugla.
COOKY
í hvert
eldhús.
COOKY FRAMUEITT AF ENNA Hollandi.
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
Þ. ÞORGRlMSSON & CO.,
Suðurlandsbraut 6. — Sími 38640.
NÝTT — NÝTT - NÝTT
NYTT