Morgunblaðið - 23.04.1970, Page 13

Morgunblaðið - 23.04.1970, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1:970 13 Ræða Gunnars Framhald af bls. H búa okkur undir að bygg^ja upp iðnað, sem standast á sam- keppni við iðnað þróaðra iðnað- arþjóða, að einmitt skattlagn- ingu sé beitt af þeirri skynsemi, að það hvetji til uppbyggingar sterkra og heilbrigðra fyrir- tsekja. Það þarf að miða að því, að eftirsóknarvert sé að leggja fé í framleiðsluna með því að fyrir- tæki geti skilað arði og jafn- framt byggt sig upp, og séu þess megnug að ráðast í nýjar fram- kvæmdir og hætta einhverju í nýjungar, án þess að vera háð lánastofnunum um hvem eyri. Til þess að ná þessu marki verð- ur að rýmka heimildir um af- skriftir og er nú þegar komið fram frumvarp um það á Al- þingi. Þá verður að hætta að mismuna eigendum sparifjár, sem leggja fé sitt í banka eða kaupa ríkisskuldabréf, og eig- endum fjár, sem lagt er í fyrir tæki og draga úr tvísköttun arðs. Þá þarf að hverfa frá því, að bæjar- og sveitarfélög noti annan grundvöll við álagn- ingu skatts en ríkissjóður og endurskoðunar, en með því er fyrirtækjum mjög mismunað eft ir framleiðslu. Einnig kemur það mjög illa við fyrirtæki, sem út- flutning stunda. í>að þarf að auðvelda samruna fyrirtækja með því að skattleggja ekki varasjóði þó að fleiri fyrirtækj- um sé slegið saman, og það þarf að auðvelda fyrirtækjum fjár- festingu með því að fella niður söluskatt af vélum og annarri fjárfestingu til iðnaðar. Ýmsar fleiri ráðstafanir þarf að gera, sem hér yrði of langt að telja upp. Aukin sölustarfsemi mun verða einn veigamesti þáttur í viðleitni framleiðenda til að mæta aukinni samkeppni á inn- lendum markaði og vinna vörum sínum aukinn rnarkað innan- lands og utan. íslenzkir fram- leiðendur gera sér þetta Ijóst og má marka það af aukinni aug- lýsingastarfsemi, kaupstefnum og auknu og bættu vöruúrvali hér innanlands. Þá er hafin mark- viss sókn á erlenda markaði. Út- fluitnimglssíkriiflstofa Félags ís- lenzkra iðnrekenda hefur nú starfað í rúmt ár og hefur starf- semi hennar verið mikil og fer sívaxandi. Aðferðir við sölu á iðnvarningi eru talsvert ólíkar því, sem beitt er við sölu á þeim framleiðsluvörum, sem við ís- lendingar höfum einkum flutt út fram til þessa. Það er þess vegna ekki nema eðlilegt, að okkur skorti menn með reynslu í sölu á þessu nýja sviði. Mjög mikilvægur árangur af starfsemi Útflutningsskrifstofunnar er einmitt fólginn í því, að sívax- amdi hópi ungra miamina beflur getf izt tækifæri til þess að kynna sér sölu iðnvamings á erlend- um mörkuðum og öðlast þannig mjög dýrmæta reynslu, sem mun koma í ómetanlegar þarfir eftir því, sem útflutningur á iðnvarn- ingi eykst. Að byggja upp útflutning á iðnvamingi kostar þrotlaust starf og þar er endanlegur sigur aldrei unninn. Mér hefur virzt gæta nokk- urrar óþolinmæði hér hjá ýms- um um, að seint gangi að sýna álitlegar tölur um útflutning iðn aðarvara. f þvi sambandi vil ég minna á það, að vinna markað fyrir svo ágæta vöru sem ís- lenzkan humar, tók mörg ár og mikið starf er ennþá fyrir hönd- um að vinna íslenzkum niður- suðuvörum traustan markað, þótt stöðugt sé unnið að því. Almennur áhugi virðist vera að vakna á því að stuðla að út- flutningi iðnaðarvara, og vilja þar margir leggja gott til. Iðn- aðariráðunieytið hefuir veitt Út- flutningsskrifsbofunni mikilvæg- an fjárhagslegan stuðning og iðnaðiarráðherra hefur sett á lag irnar nefnd, sem á að gera til- lögur um framtíðarskipan út- flutningsmála iðnaðarins. Þá er komin fram á Alþingi þings- ályktunartillaga um útflutnings- ráð. En í þessu sambandi vil ég minna á, að haldast verður í hendur vöruframboð og sölu- starf. Það væri mjög miður far- ið að rjúka af stað og bjóða vörur á erlendan markað, sem síðar væri svo ekki hægt að af- greiða og væri þá ver af stað farið en heima setið. Hér er um mjög veigamikið mál að ræða. Það þarf að vinna ötullega að vöruþróun, þ.e,a.s. að hanna vaming, sem hentar þeim mörkuðum, sem við viljum selja á. í sambandi við vöruþró- un hefur verið talað um, að við íslendingar ættum að einbeita okkur að svokölluðum þjóðleg- um iðnaði, og er þá átt við þann varning, sem framleiddur er úr innlendum hráefnum. Það væri miður farið, ef við ætluð- um að sníða okkur svo þröng- an stakk. Það er auðvitað sjálf- sagt að við hagnýtum okkar eig- in hráefni og stefnum að því að vinna úr þeim verðmæta iðn- aðarvöru í landinu. En vöruþró un og hönnun byggist fyrst og fremst á því, hvaða tökum ein- staklingurinn nær á efninu; lista maðurinn, iðnaðarmaðurinn eða vísmdamaðurinn. Hvaðan efnið kemur skiptir minna máli. Þessa höfum við mörg dæmi frá hrá- efnasnauðum löndum. Annar þáttur hefur gífurlega þýðingu í sambandi við við- skipti við önnur lönd og getur í mörgum tilfellum haft úrslita- þýðingu í sambandi við útflutn- ing, en það er þáttur samgangna við aðrar þjóðir. Hagsæld þjóð ar okkar hefur frá upphafi ver- ið nátengd samgöngum á sjó. Tíð ar og ódýrar samgön/gur vega upp það óhagræði, sem er á fjar- lægð okkar frá mörkuðum og stuðlar jafnframt að lægra vöru verði innanlands. Það er okkur því nauðsynlegt að nota full- komnustu tækni og beita ýtr- ustu hagræðingu við rekstur og skipulag flutninga á sjó. Farm- gjöld á iðnvarningi, sem fluttur er til útlanda, mega ekki verða til þess að gera varninginn ósamkeppnishæfan. Þessu til áherzlu má benda á hin gífurlegu áhrif, sem sam- göngur hafa á þróun byggðar- laga hér á landi. Flugið er orðið okkur íslend- ingum algjör nauðsyn, ef stunda á sölumennsku á erlend- um markaði með nokkrum ár- angri. Tíðar ferðir á kaupstefn- ur og samskipti við kaupendur eru forsendur þess, að viðskipti takist. Er því mjög mikilvægt, að ekki sé of kostnaðarsamt að komast milli landa. Ferðir til út landa eru ekki nein forréttindi heldur nauðsyn og nauðsynlegri fslendingum en flestum öðrum þjóðum. Þá er það afar mikilvægt, að öll fjarskipti geti gengið vel og séu hamdhæg og ekki of kostn- aðarsöm. Við fslendingar munum nú sennilega vera eina vestræna þjóðin, sem ekki getur bagnýtt sér sjálfvirkan síma milli landa. Eitt atriði ennþá þarf að benda sérstaklega á í sambandi við aðild okkar að EFTA. Það er hin aðkallandi og brýna rnauð syn þess, að sett verði lög um einokun og hringamyndun. fs- land mun vera eina landið, sem er aðili að Fríverzlunarbanda- laginu og ekki hefur slík lög og er það okkur íslenzkum fram- leiðendum mjög mikið áhyggju- efni, þar sem við teljum okkur ekki hafa þá vernd, sem okkur er nauðsynleg til þess að erlend stórfyrirtæki geti ekki náð ein- okunaraðstöðu á markaði okkar. önnur veigamikil forsenda þess, að aðild EFTA verði til góðs, en ekki til ófarnaðar, er að þess sé gætt, að framleiðslu- kostnaður fyrirtækja hækki ekki meir e n svarar aukinni framleiðni. Takist það ekki hef- ur það í för með sér, að sam- keppnisaðstaða framileiðsilunnar rýrnar einmitt á þeim tíma, sem mest er í húfi, og allt veltur á að unnt sé að vinna framleiðslunni markað erlendis. Um EFTA aðild álmennt vil ég segja, að iðnrekendum er vissulega ljós sá vandi, sem þeim er á höndum við að mæta hinum breyttu aðstæðum og hinni auknu samkeppni. Þeim er einnig ljóst, að ekki er skynsam legt að standa á móti þróuninni til stærri markaðsheilda. Skoð- anakönnun sú, sem fram fór meðal iðnrekenda um aðild ís- lands að EFTA sýnir vissulega, hversu ríka ábyrgðartilfinningu iðnrekendur hafa, þar setn þeir tóku afstöðu með málinu, þótt þeim væri það ljóst, að aðild bitnaði hart á mörgum meðlim- um félagsins. Held ég að iðn- rekendur hafi sýnt þar meiri ábyrgðartilfinningu en venjast má meðal hliðstæðra hagsruuna- hópa. Það verður að vona að aðild- in að EFTA verði almennt til góðs. Hún verði til þess að raunhæfar sé tekið á efnahags- vandamálunum og það gert í sam ræmi við þarfir atvinnuveganna. Það er nú ljósara en nokkru sinni áður, að flestar þjóðir stefna að því að sameinast í stærri efnahagsheildir og er ástæðan fyrst og fremst sú, að smærri þjóðir geta ekki staðið hinum stærri á sporði í þróun tækninnar. f Evrópu virðist vera markvisst stefnt að því, að lönd Fríverzlunarbandalagsins og Bfnalhagsbandalagsina samemist í eina efnahagsheild. Þær þjóð- ir, sem ekki treysta sér til að bindast öðrum þjóðum svo nán- um böndum, munu reyna að ná einhverju samkomulagi við þau, og er nú svo komið, að öll Frí- verzlunarbandalagslöindin hafa óskað eftir viðræðum við Efna- hagsbandalagið. að íslandi einu undanislkildu. Er okkuir vissulega vandi á höndum, en óneitanlega mun það gera aðstæður okkar auðveldari, að við skulum þegar vera orðnir aðili að Fríverzlun- arbandalaginu og geta þannig fylgzt að með öðrum þjóðum, sem svipað er ástatt um, og á ég þar fyrst og fremst við Finna og Austurríkismenn. Ég vil að lokum segja þetta. Það er trú mín, að þegar litið verður til baka til þessara síð- ustu ára, verði þau talin ein merkustu tímamót í atvinnusögu landsins. Þá hafi fslendingar hafið markvisst göngu sína inn á öld tækninnar til þess að taka sér þar með sæti meðal hinn-a þróuðu iðnaðarþjóða og tryggja þannig efnahagslega velferð þj óðarinnar. CjLkL ecj t ótimar Hf. Öígerðin Egill Skallagrímsson Sumarbústaður Vil kaupa eða taka á leigu sumarbústað í nágrenni Reykjavíkur. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. maí merkt: „Sumar — 434". SUMARGjOF FORD CORTINA ArG. 1970 VOLKSWAGEN 1300 ÁRG. 1970 LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS •V ■iíf 'iS-V.'íL Jfc Hvítir strigaskór Hagstœtt verð Austurstrœti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.