Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1970
9
»
Us
r
Ásthildur Pétursdóttir, sem
skipar baráttusæti Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi:
Ásthildur Pétursdóttir
BARÁTTUSÆTI á lista
Sjálfstæðismanna í Kópa-
vogi skipar ung húsmóðir,
Ásthildur Pétursdóttir, en
hún er í 4. sæti listans. Á
því kjörtímabili, sem nú er
að ljúka hefur hún verið
varahæjarfulltrúi og starfað
í nefndum á vegum bæjar-
ins. Hún hefur því aflað sér
staðgóðrar þekkingar á bæj
armálum.
I viðtali við Ásthildi Pét-
ursdóttur lagði hún áherzlu
á málefni hinna yngstu og
hinna elztu. Brýn þörf er á
að fjölga opnuna leiksvæð-
um fyrir börn á ýmsum
aldri og halda jafnframt
áfram uppbyggingu barna-
heimila og gæzluvalla. Mörg
eldri hverfi hafa orðið af-
skipt í þessum efnum og
ekki hefur tekizt að byggja
þessa þjónustuaðstöðu upp
nægilega vel í nýjum hverf-
um.
— Ég tel nauðsynlegt, seg-
ir Ásthildur Pétursdóttir,
að skapa skólabömum að-
stöðu til heppilegra sumar-
verkefna. Ekki komast öll
börn í sveit á sumrin og
þess vegna þarf að finna
þeim starfsvettvang við
hæfi í bænum sjálfum. Ég
flutti fyrir nokkru tillögu
um þetta efni í bæjarstjóm
Kópavogs og geri mér vonir
um, að starfssvið Vinnu-
skólans verði stórliega auk-
ið. Þá væri æskilegt, að
Vinnuskólinn og Breiðablik
taki upp skipulegt sam-
starf.
— Unglingamir þurfa
Ný og
skipuleg
uppbygging
Kópavogs
— þarf að hef jast undir
forystu Sjálfstæðismanna
einnig að fá útrás í hollri
tómstundaiðju og íþróttum.
Æskulýðsráð, Breiðablik,
skátafélög og aðrir hafa lagt
ýmislegt af mörkum en ég
held, að við verðum í aukn-
um mæli að styðja hið
frjálsa félagsstarf. Hins veg
ar á bæjarfélagið að láta fé-
lögunum í té starfsaðstöðu
en gefa þeim að öðru leyti
frjálsar hendur.
— Við megum heldur
ekki gleyma eldri kynslóð-
inni. Kópavogsbær þarf að
sinna þeim málum í vax-
andi mæli. Æskilegast er,
að gamla fólkið geti búið á
sínum heimilum og njótiþá
þeirrar þjónustu og aðstoð-
ar, sem nauðsynleg kann að
vera en jafnframt þarf að
koma upp dvalarheimili fyr-
ir aldraða. Stefna bæjaryfir
valda í þessum efnum hefur
verið of mikið á reiki.
— Um leið og ég legg
áherzlu á umbætur í fé-
lagslegum efnum, segir Ást-
hildur Pétursdóttir, megum
við ekki gleyma því, að fé-
lagsleg vandamál verða ekki
leyst nema almennar að-
stæður og fjárhagslegar að-
stæður séu fyrir hendi. Þess
vegna þarf að stórauka at-
vinnureksturinn í Kópa-
vogi, fullgera gatnakerfið,
fegra bæinn og hefja nýja
og skipulega uppbyggingu
Kópavogs af fulliun krafti.
Til þess að svo megi verða
þarf að efla samstillta for-
ystu, sem Sjálfstæðisflokk-
urinn einn er fær um að
veita.
Lýsa vantrausti á eigin
fulltrúum
ÞAÐ þarf að vísu ekki að segja
Kópavogsbúum að bæjarfélag
þeirra hafi búið við lélega
stjórn. Vitnisburður «m það
blasir daglega við augum
þeirra. En þó hefur það vakið
nokkra athygli Kópavogsbúa,
að meirihlutaflokkarnir hafa
lýst yfir vantrausti á störfum
fulltrúa sinna í bæjarstjóm
Kópavogs.
Kommúnistar felldu van-
traustsdóm yfir helzta foringja
sínum í Kópavogi um 8 ára
skeið, Ólafi Jónssyni með því
að setja hann í vonlaust sæti á
framboðslista þeirra eða þriðja
sætið.
Framsóknarmenn lýstu yfir
vantrausti á helzta leiðtoga sín
um í bæjarstjóm Kópavogs, Ó1
afi Jenssyni, með því að fella
hann í prófkjöri.
Þessar vantraustsyfirlýsingar
meirihlutaflokkanna tveggja í
Kópavogi eru staðfesting á því,
sem Sjálfstæðismenn hafa liald
ið fram, að Kópavogi væri illa
stjórnað og að ráðamenn þar
valdi ekki þeim verkefnum,
sem að kalla. En nauðsynlegt
•er, að kjósendur i Kópavogi geri
sér grein fyrir því, að þrátt fyr
ir þessa opinberu staðfestingu
Framsóknarmanna og kommún
ista á því, að fulltrúar þeirra
liafi ekki verið hæfir til að
stjórna, hafa frambjóðendur
Framsöknarmanna þegar lýst
því yfir, að þeir muni halda á-
fram að vinna með kommúnist
um í bæjarstjórn Kópavogs, fái
þessir tveir flokkar meirihluta
til þess. í»ess vegna hefur eng
in breyting á orðið þótt manna-
skipti séu á listunum.
Eina leið Kópavogsbúa til
þess að tryggja bæjarfélaginu
nýja forystu og trausta forystu
er að styðja Sjálfstæðisflokk-
inn í kosningunum á morgun.
Lausa-
skuldir
Kópavogs-
bæjar
hafa
tífaldazt
— í tíð Fram-
sóknarmanna
og kommúnista
EIN alvarlegasta afleiðingin af
meirihlutastjórn Framsóknar-
manna og kommúnista í Kópa
vogi er sú staðreynd, að lausa-
Skuldir hafa aukizt mjög. í
grein, sem Axel Jónsson, ritaði
fyrir nokkru í blað Sjálfstæðis-
manna í Kópavogi upplýsti
hann að
^ Lausaskuldir Kópavogs-
bæjar væru nú um 50 millj.
króna
• Lausaskuldir bæjarins
hafa tífaldazt í tíð núver-
andi meirihluta Framsókn-
armanna og kommúnista
t Yfirdráttarheimildir eru
fullnýttar áður en aðal fram
kvæmdatími ársins hefst.
Sjálfstæðisimenn í Kópavogi
leggja áherzLu á eftirtalin at-
riði í fjánmálaatjórn bæjarims:
• Með tilliti til hinnar ríku
fjármagnsþarfair bæjarfélagsin3
ber sérstaklega að forðast að
festa fé bæjarins í dýrum tækj
um og aðstöðu þeirra vegna
umfrarn brýnustu þarfir, svo og
verkefnum, sem verktafcar geta
tekið að sér með góðum árangri
og hagstæðum kjörum. Véla-
sjóður bæjarins verði endur-
skipulagður í samræmi við
þetta sjóniarmið, en fraim-
kvæmdir bæjarfélagisins boðin-
ar út svo sem framiasit verður
við komið.
• Full ástæða er til að kanna
ítarlega, hvort ekki megi nýta
framkvæmdafé í ýmsum grein
um betur með aukinni sam-
vinnu við nágrannasveitarfélög
in um meiriháttar framkvæmd-
ir svo sem ráunar er bent á í
nokkrum einstökum atriðum í
þessari málefnayfirlýsingu.
• Sjálfstæðisflokkurinn tel
ur það höfuðmeinið í stjórn nú
verandi meirihluta bæjarstjórn
ar á framkvæmdum bæjarfé-
lagsins, að ekki hefur tekizt að
ná skipulegum tökuim á nýt-
ingu þess fjármagns, sem til
fraimkvæimda'nna hefur verið
varið. Sá mikli misbrestur, sem
hér hefur á orðið, er löngu orð
inn of dýrkeyptur. Er mál að
linni. >að er grundvallaratriði,
að brotið verði blað í þessu
efni. í fyrsta lagi að langtímaá-
ætlanir uim öflun tekna. og láns
fjár og ráðstöfun fjármagnsins
verði í raun undirstaða allra á-
kvarðama um rekstur og upp-
byggingu bæjarfélagsins. í
öðru lagi, að tæknilegur undir-
búningur framkvæmda verði
færður í viðunandi horf og full
nægjandi eftirliti komið á. —
Þetta hvort tveggja er forsenda
þeirra umbóta í fjármálastjórn
bæjarfélagsins, sem Sjálfstæðis
flakkurinn telur brýnt og óhjá
kvæmilegt að unnið verði að.