Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1970 Eiga Kópavogsbúar að bíða til 1986 eftir varanlegu slitlagi á gatnakerfið? Framsóknarmenn og kommúnistar ráða ekki við stærsta vandamál Kópavogs og Hafnarfirði, er unnið ötullega að varan- legri gatnagerð. Því er ekki að heilsa í Kópavogi. Neðri myndin er táknræn fyrir götumar þar. I KÓPAVOGI hafa Framsóknarmenn og kommúnistar haft meirihluta sarnan um 8 ára skeið. Stjórnarferill þessara tveggja flokka í Kópavogi er slíkur, að nú er orðin höfuð- nauðsyn að þar verði breyting á. Að loknu 8 ára stjómar- samstarfi þessara tveggja flokka í bæjarstjóm Kópa- vogs er: 0 Gatnakerfið í molum. 0 Lausaskuldir óhæfilega háar. 0 Ástandið í holræsamálum stórhættulegt frá heil- brigðissjónarmiði. 0 Stöðnun í vexti og uppbyggingu bæjarféiagsins. Og þannig mætti lengi telja. Ástandið í gatnamálum Kópavogs er hörmulegt og hefur nú þegar haft mjög al- varlegar afleiðingar fyrir bæjarfélagið, t.d. varðandi fast- eignaverð í bænum og vöxt þess og viðgang yfirleitt. Fyrir kosningarnar 1966 samþykkti bæjarstjórn Kópavogs heild- aráætlun um varanlega gatnagerð á næstu 10 ámm en síðan hefur lítið orðið vart við þá áætlun. Á síðustu árum hefur varnnlegt slitlag aðeins verið lagt á 11 km af götum í Kópavogi og gangstéttir eru þar óþekkt fyrirbrigði. Þetta ástand gatnakerfisins stingur mjög í stúf vegna þeirra miklu framkvæmda við varanlega gatna- gerð, sem orðið hafa í nágrannabæjum Kópavogs, t. d. Garðahreppi og Hafnarfirði. Með sama framkvæmdahraða og ríkt hefur undir stjóm Framsóknarmanna og komm- únista mundi ef tii vill verða lokið við að leggja varan- legt slitlag á núverandi gatnakerfi á árinu 1986 og er þá ekki gert ráð fyrir væntanlegri aukningu á gatnakerfinu á næstu árum. Sjálfstæðismenn í Kópavogi telja, að þetta ástand sé orðið með öllu óþolandi. Framsóknarmenn og kommún- istar hafa sýnt, að þeir ráða ekki við það verkefni, sem framundan er í gatnamálum Kópavogs. Varanleg gatnagerð er hins vegar forsenda þess, að: 0 Uppbygging og vöxtur bæjarfélagsins haldi áfram. 0 Fasteignir í bænum haldi sama verði og fasteignir í nágrannabyggðarlögum. 0 Fólk vilji búa í Kópavogi. Stefnubreyting er nauðsyn í þessum málum sem öðrum í Kópavogi. Sjálfstæðisimenn leggja áherzlu á eftirfarandi: 0 Gerðar verði nákvæmar verk- og fjárhagsáætlanir um stóra áfanga í gatnagerð í senn og þeir boðnir út. 0 Fjárveitingar til varanlegrar gatnagerðar verði aukn- ar verulega. 0 Varanlegt slitlag verði lagt á götur Kópavogs á næstu árum. Kópavogsbúar ættu að athuga eftirfarandi staðreyndir: 0 Meirihluti Framsóknarmanna og kommúnista hefur fengið 8 ár til þess að sýna hvað í honum býr. 0 Gatnagerðaráætlunin frá 1966 hefur í höndum Fram- sóknarmanna og kommúnista orðið marklaust plagg. 0 Reynslan sýnir, að núverandi meirihluti ræður ekki við þctta verkefni. 0 Verði meirihluti Framsóknarmanna og kommúnista áfram við völd er fyrirsjáanlegt að gatnakerfið í Kópavogi heldur áfram að grotna niður. Forysta Sjálfstæðismannia í bæjarstjórn Kópavogs er forsenda þess, að ný vinnubrögð verði tekin upp á sviði gatnagerðar — sömu vinnubrögð og Sjálfstæðismienn í ná- grannabæjum hafa haft forystu um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.