Morgunblaðið - 30.05.1970, Blaðsíða 11
MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1970
11
— skólasel fyrir Vogaskóla
undirbúið að Kolviðarhóli
þegar skólafólkið í Vogaskóla
færí heim að loknum 3kólaslit-
um myndi það hafa meðferðis
bréf til foreldra sinna þar sem
þeir væru inntir eftir áhuga og
skoðunum á uppbyggingu skóla
sels, sem þess er fyrirhugað er
að Kolviðarhóli þar sem nem-
endur og kennarar myndu
vinna saman að uppbyggingu at
hafnasvæðis í fögru og hollu
náttúruumhverfi.
Þegar við renndum í hlað að
Kolviðarhóli var fjöldi unglinga
úti við að hreinsa til í rústum
gamla Sæluhússins, ditta að lóð
inni og nokkrir knáir piltar
voru að setja gler í nokkra
glugga hússins. Allir voru
hressir og kátir og virtust
brenna í skinninu eftir að
vinna aðkallandi verkefni, en
auk margs annars á eftir að
mála húsið, búa húsgögnum,
innrétta suma húshluta og
margt fleira, en það var hlýtt
í húsinu og öllum leið vel.
Um kvöldið var síðan kvöld-
vaka, dans og varðeldur og það
var mikið sungið af gömlu
góðu lögunum, eins og „Kátir
voru karlar,“ og fleiri þjóð-
kunn lög fyrir alla aldurs-
flokka.
Við röbbuðum við nokkra
unglinga sem allir eru 13 ára
um hugmyndina að aðstöðufyr
ir skólann á þessari jörð og
fara viðtölin hér á eftir:
Ingibjörg Friðriksdóttir sagði
að það væri mjög skemmtilegt
að fá að fara hingað bæði til
þess að vinna að uppbyggingu
staðarins og til skemmtunar.
Hún kvað það líka góða til-
breytingu frá borgarlífinu að
fara til Kolviðarhóls með félög
um sínum. Hún sagði að krakk-
arnir vildu gera sem mest,
mála, hreinsa og áhuginn væri
mikill, enda stæði allur skól-
inn með þessu. Hún sagði einn-
ig að foreldrar sínir væru mjög
hlynntir þessu áformi um skiól a
sel og aðstöðu til þess að njóta
útilífsins í hollum félagsskap.
Þá sagði hún að krakkarnir
væru mjög ánægð með að marg
ir fullorðnir hefðu gefið sitt-
hvað til hússins, sem kæmi vel
að notum.
Áwú Sigfússon sagði að allir
væru mjög samtaka um að gera
þennan sögulega stað eins vel
úr garði og hægt væri og
skapa þarna varanlega að-
stöðu fyrir skólafólk úr Voga-
skóla til margháttaðs félags-
starfs. Allir vilja gera eitt-
hvað og hérna eru mörg verk
efni, svo mörg að þau eru næst-
um óþrjótandi og það gerir
þetta líka svo spennandi.
Auk þess að bæta úr því sem
þyrfti væri hægt að fara í
könnunarferðir í nágrenninu,
njóta kennslu í sjálfu húsinu,
fara í margs konar leiki, inni
og úti, og það hefði sýnt sig að
skemmtun í svona félagsstarfi
væri örugg.
Hann kvað reglur strangar
um hegðun umglinganna og
hann sagði að þeim líkaði það
vel og sæju sér fært að fara
eftir þeiim, en hins vegaf væri
það alveg ljóst að það væri
mikið líf og fjör í fólkinu og
oft ekki sem hljóðlátast.
„Við vonumst til að geta gert
hérna skemmtilegt skólasel,“
sagði Ámi, „sem hægt er að
ganga að hvenær sem er ársins
og njóta hér fróðleiks og
skemmtunar í framtíðinni.“
Elín Þóm Friðfininsdóttir 13
ára gömul sagði að sér hefði
ekki litizt vel á þessa hug-
mynd í fyrstu. „En nú lízt mér
ofsalega vel á þetta,“ bætti hún
við og ljómaði öll. Hún kvað
það skemmtilegt að fá að vera
hér með vinum sínum í nokkurs
konar útilegu, en hafa samt
ákveðin verkefni í starfi og
leifc. Hún sagði að sér fyndist
skemmtilegast að byggja þarna
upp til þess að stuðla að því
að geta farið þangað í fram-
tíðinni.
„Við gistum aðeins eina nótt
hér núna,“ sagði hún, „en við
vonumst til þess að geta gist
hér lengur seinna."
Elín sagði að krökkunum lit-
ist mjöig vel á þá hugimynid að
fara til Kolviðarhóls bæði að
sumar- og vetrarlagi og sagð-
ist hún viss um að allir skóla-
krakkar í Reykjavík hefðu
mikinn áhuga á svona félags-
starfi undir handleiðslu kenn-
ara.
Þóroddur Svaimsson sagði að
sér þætti þetta mjög skemmti-
legt og taldi að svona aðstaða
ætti að vfera fyrir alla skóla.
Hann sagði að sér þætti mjög
skemmtilegt að hreinsa til á
jörðinni og svo væri líka svo
hressandi að komast upp í
sveit og vera' í næði og róleg-
heitum sveitalífsirus. Hann sagði
að sér þætti skemmtilegast að
fara í fjallgöngur, en það væri
líka margt að vinna, mála,
hlaða upp og fleira.
„Við viljum reyna að koma
þessu húsi upp sem mest
sjálf,“ sagði Þóroddur, „og með
því að kennaramir skipuleggi
starfið eigum við að geta það
með hjálp góðra aðila.“
-á. j.
— nemendur í vinnu- og
skemmtiferð heimsóttir
Kennararnir sem voru með nemendunum buðu upp á kaffi og
þarna er kaffikönnunni hampað. Frá vinstri: Rag-nhildur Bjama
dóttir, Sigfús J. Johnsen og Dagbjört Kristjánsdóttir. —
Um kvöldið var varðeldur haldinn og kösturinn var hlaðinn upp
úr spýtnabraki, sem hafði fallið til í hreinsunarferðinni. AUir
skemmtu sér vel við varðeldinn.
Þóroddur Sv-einsson
Elín Þóra Friðfinnsdóttir
Árni S. Johnsen