Morgunblaðið - 21.07.1970, Síða 15

Morgunblaðið - 21.07.1970, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚLj 1970 15 Stofa heldra fólks frá 19. öld, sem sýnir vel hvernig heimili þessa tíma voru oft ofhlaðin innanstokksmunurn. Hvað er heimili? Samtín- ingur aðkeyptra hluta utan úr bæ eða vistarverur, sem einstak'lmgar skapa sér og sem þeim líður vel í. Byggingarvöru- og hús- gagn'averzl'anir bjóða okkur mikið úrval alls kyns góð- gætis. Á hverju ári bætist eitthvað nýtt og spennandi á markaðinn, nýjar línur og form, nýir litir og áferð. Eitt tímabil er tekk í tízku og áður en við vitum af er farið að atiglýsa beyki sem það eina rétta. Sá sem er harðánægður með fína danska glerlampann verður allt í einu í vafa, þegar hann kemur auga á japanska pappírslampa í gluggaútstill ingu. Sömu sögu er að segja um hvítu, gljáandi eldhúsin, sem á næsta augnabliki virð ast þurfa að vera í æsileg- um litum — síðan allt í harð viði. Fólk spyr oft hvað af þessu hafi þýðingu og hvað muni endast. Óhjákvæmilega rík- ir tízka í húsgögnum og lit- um, en er a.m.k. ekki ennþá sambærileg við hugmyndir fatatízkufrömuða, sem kepp ast við að koma með nýjar og ferskar hugmyndir fyrir vor- og sumarfatnaðinn. Þessir hlutir fara þó saman m.a. að því leyti að hug- myndir t.d. tízkufrömuða, vefnaðarhönnuða og arki- tekta eru oft af sörnu rótum. Geimferðir hafa orðið mörg- um innblíástur. Ný efni koma á markaðinn með nýj- um möguleikum og menn glíma við þau allt frá arki- tektum tiil hattahönnuða. Eins hafa stefnur í myndlist og ákveðnir listamenn kom- ið víðar við en í söfnum og listaverkabókum. Það er í sjálfu sér ekkert sem mælir á móti því að kaupa allar öfgar nýjustu tízku á nýja heimilið. Að- eins ber að hafa í huga að áhrifin gætu fyrr en varir orðið svipuð og af poplaginu frá í fyrra. Það gerir meiri kröfur til fólfcs og óhætt er að full- yrða, að það mun gefa betri raun ef reynt er fyrst að komast að því hverjar hinar raunverulegu þarfir eru og hvernig heimilið sem heild muni fullnægja kröfum íbú- anna. Hvernig þau efni, sem notuð eru, muni þoia hnjaskið, ljósið, hitann og breinsun- ina. Yfirleitt má líka ná skemmtilegum áhrifum án þess að leggja út í stór- kostnað. Liðtækur hönnuður, sem Svona býr frægur danskur arkitekt. Myndin sýnir hvernig nútímabygg- ingarlist hefur þróað list rýmisins. Áher/.la er lögð á einungis það allra Eftir Ernu Ragnarsdóttur Börn þurfa gott leiksvæði innan veggja heimilisins, ekki hvað sízt með tilliti til gólfrýmis, sem ber að nýta tii hins ítrasta. tekur að sér ákveðið verk- efni, hefur það að mark- miði að útkoman verði góð hönnun (design), sama hvort um er að ræða hurð- arhún, salerni eða flugvél. Góð hönnun felur í sér fyrst og firemst hagnýta notkun og gott útlit miðað við verð. Hönnun heimilis lýtur í að- al!atriðum þessum sömu meginreglum um notagildi og gott útlit, þó að persónu- legur smekkur íbúanna ráði óhjákvæmilega mestu um það síðara. í raun getur enginn hönnuð- ur tekáð sig til og skipulagt heimili fólfcs efitir eigin höfði hversu lofisamlegar sem þær hugmyndir kunna að vera, afhent síðan teikningu og sagt: Garið svo vel, búið og verið hamingjusöm. Hann þarf að byrja á því að kynna sér háttu þessa fólks og hvemig það kemur til með að nota íbúðina. Heimili eru mismunandi og ekki aðeins að því leyti að þau eru fyrir fjölskyldur með böm, bamlaus hjón eða einstaklinga. Einmi fjöl- skyldu fylgir ys og þys og gestagangur, önnur kýs kyrrð og næði. Hjá öðmm eru frístundir notaðar til lestarar, stórt og mikið bókasafn er yfirgnæfandi hluti heimilisins. Til eru fj ölskyldur, sem vilja hlusta á kammertónlist við sem bezt skilyrði; allir á heimil- inu spila hver á sitt hljóð- færið. Fyrir enn aðra er heimilið einungis nætur- skjól. Eitt af því mikilvægasta, sem við höfum lært af braut ryðjendum nútíma bygging- arlistar, er að móta um- hverfið innanfrá í samræmi við þarfir og kröfur okkar sjálfra. Þeir sýndu m.a. fram á fánýti þess að hafa stórar og miklar viðhafnar- stofur sem voru svo fínar, að enginn venjulegur mátti þar nærri koma. Hvernig hefð og aldagamlar siðvenj- ur í híbýlum manna tóku ekkert tillit til fólksins, sem þar bjó. Enginn skyldi samt ætla að þeirra merku orð og verk hefðu verið sögð og gerð i eitt skipti fyrir öll. Aðstæður fólks hafa breytzt furðumikið á síðustu ára- tugum og eru stöðugt að breytast. Er því nauðsynlegt að vera vel á verði gagnvart því, hvers konar heimili þjónar tilgangi ókkar nú og hvað ekki lengur. Með tilkomu stáls og stein- steypu hurfu þunglamalegir burðaveggir að mestu úr sögunni og við fengurn möguleika til opnari og hreyfanlegri híbýla. Gleðin yfir fengnu frelsi hefur var- að lengi. Enda þykir nú sjálfsagt að allar íbúðir séu opnar inn á gafl, þótt slíkt fyrirkomulag geti síður en svo hentað öllum. Sérstak- lega eiga börn illa heima í Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.