Morgunblaðið - 21.07.1970, Blaðsíða 17
17
MOBGUNlBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2)1, JÚL.Í 1970
FRETTA-
MYNDIR
Anna Bretlandsprinsessa gengur niður tröppur bandaríska þing-
hússins eftir að hafa skoðað það ásamt bróður sínum, Charles
prins, bæði fulltrúadeild og öldungadeild þingsins. í fylgd með
prinsessunni er William Wannall úr öldungadeildinni, en til
vinstri hliðar við liann sést Tricia Nixon, dóttir Bandaríkjafor-
seta.
Frá Madrid — Aurelio Calatayud stekkur yfir naut á nautaats-
vellinum Las Vestas. Þessi íþrótt, að stökkva yfir nautið, er eldri
en sjálft nautaatið, en þar er dulu veifað framan í nautið og það
fellt með sverði, er það hefur örmagnazt. En manni er spurn:
Hvað gerist, ef nautið stangar í stöngjjia?
Norski sægarpurinn Thor Heyerdahl í Barbados. — Mynd þessi var tekin, er verið var að lyfta
papýrusbát Heyerdahls, „Ra 11“ í þurrkví. Sæfarinn hefur þama rakað skegg það, sem honum
safnaðist á 57 daga langri ferð Ra II yfir Atlantshaf frá Safi í Marokkó.
Frá Reggio Calbria á ítalíu — Óeirðaseggir gera gys að lögreglunni, sem komin var til þess að
stilla til friðar eftir fjögurra daga samfelldar óeirðir, sem komu upp, þegar borgin Catanzaro var
skipuð héraðshöfuðborg í stað Reggio. Að minnsta kosti einn maður hefur þegar beðið bana, en
hundruð manna, þar á m eðal 90 lögreglumenn, hafa hlotið meiri eða minni meiðsli.
:
V
:W>V Ví ' I
;;
mmmmm
Brezkir hermenn á verði við bankabyggingu í Belfast, en mikil sprenging varð
sl. fimmtudag. Þrjátíu manns særðust í sprengingunni og gluggar brotnuðu
skemmdir urðu á byggingunum umhverfis.
I