Morgunblaðið - 01.08.1970, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, UAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1970
21
ur-Aíríku, og heima fyrir voru
vanclamálin mörg og stór. Börn
in voru upp á móti foreldrum
sínum, eiturlyfjaneyzla var þá
vandamál, því börnin lásu hin-
ar geysivinsælu sögur um Shar
loök Holmes og Fu Manchu
hin kínveska, en báðir þessir
sögukappar neyttu eiturlyfja,
Sherlock var morfínneytandi en
Fu reykti ópíum. Þá höfðu börn
in ek'kert að gera, engin þrosk-
andi viðfangsefni, og Baden-
Powell sá unga fólkið standa
þúsunduim saman og horfa á
örfáa menn leika knattspyrnu.
Hann stofnaði því s;kátáhreyf-
inguna til að reyna að leysa úr
vandanum, reyna að fá börn og
unglinga til að gera eitthvað
upp á eigin spýtur og lifa hollu
og þroskandi útilífi.
Nú eru háð í Asíu og fyrir
botni Miðjarðarhafs mjög óvin-
sæl stríð. Börnin snúast gegn
foreldrum sínum, eiturlyfja-
neyzlan er gífurleg, unga fólk-
ið hefur engin verkefni og enn-
þá standa ungir menn og kon-
ur í stórum hópum og horfa á
'knattspyrnu og aðrar íþróttir,
en taka ekki þátt í þeim sjálf-
ir. Ég tel þess vegna, að ákáta-
starfið eigi enn meiri rétt á sér
nú en þá, vegna þess, að nú er
fólkið mun fleira og vandamál-
in miklu stæn-f
— Það er jafnan lögð á það
mikil áherzla í skátahreyfing-
unni í Bandaríkjunum að vera
í takt við tíimann. Við höldum
uppi nákvæmri skrásetningu á
félögum í hreyfingunni og þeg
ar innritun sýnir, að skátunum
hefur fækkað. er jafnan lögð
mikil áherzla á að innrita fleiri
nýliða. Og því höfum við reynt
að endurskoða reglulega alla
ckkar starfsemi til að okkur
ta'kist að vekja áhuga nýlið-
anna. En þó viljum við ek'ki
brenna okkur á sarna soðinu og
Englendingar, sem endurskoð-
uðu allt sitt starf fyrir nokkru
og gerðu ýmsar róttækar breyt
ingar. Þeir náðu ekki nýliðum
inn í hreyfinguna svo neinu
næmi. en misstu hins vegar
ýmsa gamla og reynda skáta úr
henni af þessum orsökum.
— Annars má segja, að skáta
starfið í Bandarí'kjunum og
raunar víðar hafi alla tíð ver-
ið á undan sínum tíma, en ek'ki
á eftir. Það kom glöggt í ljós,
þegar sérfræðingar fóru að
gera breytingar á skólakerfinu
þar. Þá komu þeir fram með
ýmsar nýjungar í kennsluhátt-
um, sem s'kátar höfðu notað í
starfi sínu í áratugi. Til dæmis
lpgðu þeir áherzlu á, að unga
fólkið gæti kennt og þjálfað
hvert annað, en þetta hafa
skátarnir verið að gera í 60 ár.
Sérfræðingar vildu meira val-
frelsi, en það hafa skátarnir
lagt áherzlu á frá uppthafi. Og
aðaltillaga sérfræðinganna var
um meira sjálfstæði einstakling
anna í námi, að menn reyndu
að læra sjálfstætt, en það er
einmitt eitt af aðalatriðunum í
starfi skátans að hann reyni að
læra og starfa sjálfstætt.
Bill Hillcourt hefur verið
starfandi skáti hátt í 60 ár. Á
þessum tíma hafa miklar breyt
ingar orðið á mannlífinu í heiim
inum og framfarir verið mikl-
ar á flestum sviðum. Bill hef-
ur fylgzt með öllum þessum
breytingum og dregið sinn lær
dóm af þeim. Hann telur skáta-
starfið eiga meiri rétt á sér en
fyrir 60 árum og það er vist,
að þar hefur hann rétt fyrir
sér.
— s. h.
I FJÖLSKYLDUBÚÐUNUM er skipulagið ákaf lega gott á flestum hlutum. T.d. eru bar afmark-
aðar gangbrautir, sem hafa hlotið hin ágætustu nöfn. A hominu á Fremri-skógi og Stóra-skógi
eru nokkur tjöld þétt saman og hafa þau hlotið viðurnefnið Belgsbúð. Eigendur tjaldanna eru
nefnilega eigendur Belgjagerðarinnar og auðvitað eru tjöldin framleidd þar. Framan við eitt
tjaldið sátu kona og tveir drengir við borð og drukku siðdegiskaffið. Konan kvaðst heita Mar-
grét og vera eiginkona Guðmundar Jónssonar. Han.n er skáti og synir þeirra eru i lireyfingunni
líka, en hún er sjálf ekki skáti, lætur sér nægja að fara með eiginmanni og sonum á skátamótin.
Til vinstri við Margréti sat sonur hennar Meyvant, og hann er nýorðinn ylfingur, en til hægri
við hana sat lítil fjölskylduvinur, sem heitir Michael, og hann er að byrja í ylfingastarfinu. Og
öll voru þau sammála um, að skátamótið væri alveg dýrðlegt.
Símaþjónusta er nú góð
EINS og sagt hefur verið frá í
Mbl. var símaþjónustan á lands-
móti skáta mjög slaem fyrstu dag
ana. Var það vegna þess, að
skátamótið fékk aðeins afnot af
sameiginlegri línu Hreðavatns-
skála og Bifrastar, og var sú lína
þó fullnýtt fyrir. Urðu mótsgest-
ir og starfsmenn þvi oft að bíða
langtknuim saman eftir símasam-
m
GARÐBÚAR úr Bústaðahverfinu í Reykjavík buðu hlaðamanni Mbl. í kvöldmat og á matseðl-
inum voru fiskibollur og kartöflur. Maturinn bragðaðist ágætlega, en því miður var borðhald-
ið ekki fest á filmu. Hins vegar náðist mynd af morgunverðinum, kakói og franskbrauði með
osti. Á myndinni má einnig sjá stúlkurnar, sem voru að innbyrða morgunverðinn.
bandi til Reykjavíkur og annarra
staða á landinu. Mynduðust þá
langar biðraðir framan við sím-
stöðvarskýlið á mótinu, en sem
betur fer eru þær nú alveg úr
sögunni á mótinu. Brá Lands-
síminn fljótt og vel við og bætti
úr vandræðunum hið snarasta.
eftir að Mbl. hafði skýrt frá
vandræðaástandinu. Tengd var
bein lína frá landsmótinu til
Reykjavíkur án nokkurra milli-
stöðva.
Reynir Ármannsson, póst- og
símamálastjóri mótsins, sagði í
viðtali við Mbl., að strax eftir að
lagl'æringin var gerð á símamál-
unum, hefðu farið að berast pakk
ar og sendingar til skátanna á
mótinu, því þá hefðu skátarnir
loksins fengið tækifæri til að tala
heim til sín.
Þá sagði Reynir, að um helg-
ina væri búizt við miklum
fjölda gesta í heimsókn á mótið,
foreldra og ættingja og annarra
velunnai'a skátanna, og myndu
skátarnir þá gangast fyrir sölu
frímenkja og umslaga, sem
stimpluð hafa verið með móts-
stimplinum. Allur ágóði af söl-
unni rennur til að standa straum
af mótskostnaði. en lauslega
áætlað er kostnaðurinn talinn
um 2,7 milljónir króna, en greidd
mótsgjöld eru áætluð 2,7 millj-
ónir króna líka, svo að ekki má
miklu muna til að halli verði á
mótinu.
A VARÐELDINUM: Óli Silla tekur nýliðaprófið hjá Magga Júl.: „Hvort ég kunni skátalögin?
Ég held nú það! Skáti segir ávallt satt og gengur aldrei á bak orða sinna — bara á bak hesti
eða belju!“
Skátamót:
Landsmóti að ljúka!
NÚ ER farið að síga á seinni
hluta landsmóts skáta að
Hreðavatni. Hinum eiginlegu
skátastörfum er að mestu lok-
ið, í dag lýkur einstaklings-
og flokkakeppni í skátagrein-
um og skipulagðar göngu- og
könnunarferðir hafa allar ver
ið farnar. En um þessa helgi
eru heimsóknardagar á mót-
inu og mun starf skátanna að
mestu snúast um móttöku
gestanna.
í dag er heimsókn boðsgesta
eftir hádegi. Forseti íslands og
forsetafrúin munu heimsækja
mótið ásamt öðrum gesturn.
Að þessu sinni verður ekíki
efnt til sérsta'krar skemmtun-
ar fyrir bessa gestú heldur
verður þí.im sýnt mótssvæðið
og hinar ýmsu tjaldbúðir.
Munu skátafélögin sjá um
stutt fræðslu- og skemmtiatr-
iði hvert fyrir sig.
Á morgun verður móts-
svæðið opið almenningi og er
búizt við miklum fjölda for-
eldra og annarra velunnara
skátanna í heimsókn. Ekki
verður um neina sérstaka dag
skrá að ræða, nema hvað hald
inn verður gestavarðeldur
kiukkan 5.
í fyrramálið verða haldnar
tvær guðsþjónustur á mótinu,
önnur þeirra kaþólsk og mun
prestur af Keflavíkurflugvelli
messa. Sóknarpresturinn sér
um hina almennu messu.
Skátamótinu verður slitið á
mánudag kl. 4 e.h. Síðan fara
menn almennt að tygja sig
til brottfarar og má búast við
að þá verði handagangur í
öskjunum, tjöldunum, bak-
pokunum og svefnpokunum.