Morgunblaðið - 02.08.1970, Side 12
12
MORGUMBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST 1970
Kann vel við
verzlunarstörfin
- Rætt við Guðrúnu Tómasdóttur,
afgreiðslustúlku
Tengiliður
vörugeymslunnar
við skrifstofuna
- Rætt við Gísla Kristjánsson,
yfirmann í vörugeymslu
Mikill fjöldi fólks hefur
þan/n st'arfa að afgreiða í verzl
unum. Það hefur dagleg sam-
skipti v.ð hundruð manna og
hlutverk þess er að aðstoða og
leið’beina um leið og það stund
ar sölu. í nýlenduvöruverzlun
á Grundarstíg 2a í verzluninni
Þiingholti, starfar ung og föngu
leg stúlka, Guðrún Torfadóttir.
Hún er jafnframt því sem hún
afgreiðir aðstoðarverzlunar-
stjóri og leysir hann af í frí-
um. Við hittum Guðrúnu einn
sólríkan sumardag, þar sem
hún var að afgreiða í verzl-
uniruni.
— Vinnudagur hér hjá okk-
ur hefst sem hjá öðrum, sem
við þessi sitörf fást kl. 9.00. Mitt
hlutverk er að fylla upp í hill-
ur — fylla skörðin, sem mynd-
uðust í gær. >á leysi ég af við
afgreiðsluna á meðan aðrir fara
í kaffi, en nota þá einnig morg-
uninm til þess að panta inn vör-
ur. Ég hringi í sölumennina.
— Jú, við seljum allar ný-
lenduvörur, svo og kjötvörur.
Viðskiptavimmir eru mest-
megnis hinir sömu ár eftir ár.
Hér er ákaflega gott fólk í
hverfinu og við þekkjum orðið
mikið af fólki. Þá er ocBt miikið
af skemmtilegu fólki, sem kem-
ur og ratobar — gerir að gamni
sínu.
— Ég er gagnfræðingur og hef
verið við þetta allt frá því er
ég lauk skólanum. Ég kann vel
við þetta — á stundum er mað-
ur þreyttur, en hvað er það.
Um það talar maður ekki.
— Jú, stundum kemur ýmis-
legt broslegt fyrir. Dag einn
fyrir skömmu voru hér staddir
tveir bifreiðarstjórar, sem koma
með vönu. Annar þeirra er dá
lítið erfiður á skapsmunum og
hefur gjarnan ýmislegt á horn-
um sér. Þeir mættust hér í dyr-
unum. Og einhvern veginn í
þann mund er þeir mættust datt
annar þeirra kylliflatur og
hafnaði niðri í kjallaratröpp-
um. Þetta hefði að sjálfsögðu
getað farið illa, en til allrar
hamingju varð manninum ekki
meint af — en broslegt var
þetta. Þá er og einn, bílstjórimn
alveg iogandi hræddur við
ketti. Hér í húsagarði hafa villi
kettir haldið til, svo að það er
mikil þraut fyrir manninn —
og Guðrún brosir um leið og
við kveðjum hana.
Eggert Kristj ánsson & Co.
h.f. hafa reist og tekið í notk-
un að Sundagarði 4, stórt og
mikið vöruhús, sem er ein full-
komnasta og hagkvæmasta
vörugeymsla landsins. Verk-
stjóri og lagermaður þar er
Gísli Kristjánsson, sem starfað
hefur við fyrirtækið í 18 ár.
Með honurn vinna þar að jafn-
aði 10 manns við vörumóttöku
og dreifingu. Einn dag fyrir
skömmu hittum við Gísla að
máli til þess að forvitnast um
það hvemig venjulegur vinnu-
dagur líði. Hann sagði:
— Við byrjum hér kl. 8 á
morgnana og skipuleggjum þá
starfið, tökum til athugunar,
hvaða vörur þarf að sækja til
skipaafgreiðslanna. Til þess
höfum við vörubíla, en smærri
bílar okkar eru hins vegar not-
aðir við vörudreifinguna. Vöru
dreifinguna höfum við undirbú-
ið daginn áður, svo að unnt er
að hefja hana þegar að morgni.
Um kl. 9 fer svo síminn að
hringja. Þá opnar skrifstofan
og líf færist í fyrirtækið.
— Ég set næst manmskapinn
í ýmis störf, sem þarf að vinna
og gef jafnframt skýrslu um
það til skrifstofunmar, bóka
skemmdir á viðteknum vörum
o.s.frv. Þá er mitt starf og fólg-
ið í því að svara í síma og er
ég eins konar tengliður milli
skrifstofunnar og vörugeymsl-
unnar hér.
— Hingað fluttumst við fyr-
ir þremur árum — vorum áður
á Hverfisgötu 54. Hér er að
sjálfsögðu allt önnur vinnuað-
Staða, og var gamli staðurinn
alls ekki sambærilegur. Breyt-
ingarnar eru gífurlegar. Er
varan kemur frá skipaafgreiðsl
unni er hún sett hér á bretti og
síðan staflað upp í rekka með
lyftara.
— Meðferð vörunnar hjá
skipafélögunum hefur stórbatn
að, þrátt fyrir að þar sé ekki
alltaf allt sem skyldi.
— Með bættum vélakosti,
stærri og betri húsakynnum
hefur tekizt hér að gera
dreifingarkostnaðinn eins lág-
an og hægt er. Á Hverfisgöt-
unni vorum við um 18 að jafn-
aði en hér vinna nú um 10
manns.
— Jú, margt skemmtilegt kem
ur að sjálfsögðu fyrir við slíkt
starf. Hingað kemur margt
fólk til þess að sækja vörur. í
samskiptum við fólk fer allt eft
ir því hvemig maður sjálfur er
upplagður, en árekstra talar
maður ekki um. Eitt sinn henti
sjálfan mig þó smáóhapp. Síð-
an þá hef éig áivallt minnzt þess
að kapp er bezt með forsjá.
Þetta var áður en við fluttum
hingað. Mikil snjókoma hafði
verið, siðan hlánað og fryst. Á
götum mynduðust miklir skorn-
ingar, þar sem bifreiðir höfðu
ekið um. Verið var að aka til
okkar molasykri, 300 25 kg.
kössum og átti að fara
tvær ferðir eftir þeim. Er bíll-
inn var að koma upp Vatina-
stíginn með sykurinn hallaðist
bíllinn í skorningunum og var
sykurinn að detta af. Ég hljóp
þá að bílnum og sagðist ætla að
styðja við binginn. En er ég
er kominn að pallinum detta
kassarnir yfir mig. Ég slapp þó
með brotinn fót, en frá þess-
um atburði, hef ég ávallt tek-
ið hlutunum með mikilli gætni.
Og að svo búnu kveðjum við
Gísla Kristjánsson. Hann fylg-
ir okkur til dyra í þessu tæp-
lega 3000 fermetra húsi. Við
okkur blasir Viðey sólböðuð á
Sundunum.
— Gunnar Jónss.
Framhald af bls. 11
ið við nögl og þá má segja að
aðalstarf sölumannsins hafi ver
ið að reyna að gera eitthvað
fyrir alla og gleyma engum. Ef
kaupmaður ætlaði t.d. að kaupa
100 kg af sykri, varð að útbúa
umsókn tid skömmtunarskrifstof
unnar í þríriti og þar þurfti að
fá plöggin stimpluð, áður en
unnt var að afhenda vöruna
kaupandanum. Skömmtunin og
innflutningshöftin var leiðin-
legit tímabil, sem vonandi á
aldrei eftir að hrjá íslenzka
verzlun oftar.
Þá hafa verzlanir stækkað
og orðið nýtízkuilegri með
hverju ári. Þessar stóru verzl-
anir þurfa mikið vöruival.
— Já ég hef aliltaf fyltgt
þeirri deild hér, sem annazt
sölu matvara. í þessi 30 ár hef
ég unnið með þreimur forstjór-
um hér og hefði ég ekki getað
kosið mér betri húsbændur,
Carl Olsen, John Fenger og nú
Hilmar Fenger. Starfið er lif-
andi og skemmtilegt — skemmti
legast, þegar mest er að gera
og í sem flestu að snúast. Ætti
ég að gefa unigtum mönn.um, sem
eru að hefja störf í sölu-
mennsku heilræði vildi ég segja
þetta:
Sannleiikurinn er alltaf sagna
beztur. FrumSkilyrði í sölu-
menneku er ávallt að segja við-
skiptavininum satt og rétt frá
— það sem hann veit sannast
um vöruna. Þessi frumskylda
hefur ávallt reynzt mér happa-
drj'úg, sagði Gunnar Jónsson
að lo.kum.
Og við kveðjum Gunnar.
Hann fer aftur að vinna. Við
veitum því athygli að hann not
ar ekki símaskrá — hiann man
öll símanúmer, einingarverð,
magn í pökkum o.fl. Það er svo
sannarl'ega góður eiginileiki
söliumanns.