Morgunblaðið - 02.08.1970, Side 15
MORGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. ÁGÚST 1070
15
Minningargjafir
til Félagsstofnun-
ar stúdenta
Eina og greint hefur verið frá
hér í blaðinu, hafa verið gefn-
ar stórgjafir til minningar um
Bjarna Benediktsson forsætisráð
herra, frú Sigríði Björnsdóttur
klon.u hans og dóttunson
þeirra, Benedikt Vilmundarson.
Hafa gjafir þessar runnið til
Félagsstofnunar stúdenta og
verður þeiim varið til byggingar
stúdentagarðs fyrir hjón, en
hjónagarð hefur mjög skort,
enda margir heimilisfeður við
framhaldsnám og stundum hjón-
in bæði.
Morgunblaðinu er kunnugt
um það, að ýmsir aðilar, bæði
opinberir aðilar, einstaklingar
og félög, óska að fá að gefa
minningargjafir. Er vel til fund
ið að beina þeim öllum á einn
stað, og æskilegra verkefni verð
ur ekki fundið en einmitt bygg-
ing hjónagarðsins.
Félagsstofnun stúdenta er sá
aðili, sem sér um þetta verkefni,
og væntanlega mun hún semja
skipulagsskrá eða reglugerð fyr
ir sjóð þann, sem varið verður
til framkvæmdanma, en þeim ber
að hraða sem mest má verða,
enda ætti hjónagarðurinn að
geta risið af grunnd strax á
næsta ári, ef undirbúningur er
þegar hafinn.
V er zlunar manna-
helgin
Um þessa helgi fer fjöldi
þeirra, sem í bæjum búa, í ferða-
lög um landið. Þótt þessi helgi
sé kennd við verzlunarmenm,
þar sem frídagur þeirra er fyrsti
mánudagur í ágúst, er fjöldi
annarra en þeirra, sem mikil-
vægustu verzlunarstörf vinna,
í fríi eimmitt um verzlunarmanna
helgina. Víða um lamd eru
skipulagðar samkomur, og öll
farartæki eru meira og minna í
notkun.
Um þessa helgi má því ætíð
búast við enfiðleikum og óhöpp-
um í umferðinmi, og þess vegna
er aldrei um of brýnt fyrir
mönnum að gæta fyllstu varúð-
ar.
Þá hefur það og stundum
henft, að samkomur hafa ekk'i
farið fram með þeim hætti, sem
vera skyldi, þótt mikið hafi ver-
ið gert til þess að bæta þar um
og til dæmis reynt að útrýma
áfengi af slíkum samkomum.
Vonandi er, að um þessa helgi
fari allt vel fram, og þeir, sem
hyggjast njóta rnáttúrufegurðar
og sumartíðar geti snúið heim
hraustari en þeir voru, er þeir
lögðu upp í för sína.
Auk þeirra samkoma, sem
beimlínis eru bundnar við verzl-
umarmannahelgina, er nú háð
skátamót, þar sem æskulýður
margra landa er saman kominn,
og væntanlega verður gest-
kvæmt hjá skátunum um helg-
ina. Skátafélagsskapurinn er
sem kuinnugt er hinn þroska-
vænlegasti fyrir öll ungmenni,
og mætti skátahreyfingin eflast
og aukast enn hér á landi.
Verzlunarkjör
og verðlagshöft
Á frídegi verzlunarmanna er
eðlilegt, að fólk leiði hugann að
þeim mikiivægu störfum, sem
verzlunars'téttin vinnur og geri
sér grein fyrir aðstöðu hemnar
og verzlunarkjörum þjóðarinnar
yfirleitt.
Við fslendingar búum enn við
verðlagshöft, en allar nágranna-
þjóðirnar hafa fyrir löngu af-
numið slíkt fyrirkomulag, því að
imen.n Ihafa sa.nnfæirzt um, að það
væri engum tii góðs, hwrki
neytendum, né heldur þróun
heiibrigðs og öflugs atvinnulífs.
Á síðasta þingi var gerð tilraun
til að breyta um til batnaðar í
þessu efni, en þótt hún hafi mis-
vakið athygii á og þannig verði
grundvöllur félagsins breikkað-
ur.
Foss í Fjarðará í Seyðisfirði. Ljióisim, Maits Wilbe Lund jr.)
Reykjavíkurbréf
Laugardagur 1. ágúst
tekizt, má ekki láta þar við sitja,
heldur verður að vinna að heil-
brigðri skipan verðlagsmála
áfram. Og hjá því getur ekki
farið, að umbætur verði skjótt
gerðar, því að menn skilja nú
æ betur, hve fáránlegt er að
viðhalda því úrelta kerfi, sem
verið hefur við lýði.
Lengi vel tókst að telja mönn-
um trú um, að verðlag almennt
mundi hækka, ef verðlagshöft
yrðu afnumin, því að kaupmenn
og kaupfélög myndu stórhækka
álagningu sína. En nú skilja
menn, sem betur fer, að málið er
ekki svo einfalt.
Þess er í fyrsta lagi að
gæta, að samkeppni á að ríkja
um hylli viðskiptavina, og sjálf-
sagt er að hafa eftirlit með því,
að engin samtök séu mynduð um
verðlagningu, enda miðaði verð-
lagsfrumvarpið að því, og var
hugmyndin að hafa um þetta
efni svipaðar reglur og gilda í
nálægum löndum.
Álagningarreglur, sem miða
við ákveðinn hundraðshluta,
eru beinlínis til þess fallnar að
draga úr hvöt manna til að leita
eftir hagstæðum innkaupum, og
íslenzkir kaupsýslumenn lenda
oft í vandræðum, er þeir skipta
við eriendia viðsemjlendur, sem
kunnugt er um þessar reglur
hér, og eru þess vegna ekki til-
takanlega fúsir að veita hag-
stæð kjör, þar sem þeir geta
bent á, að báðir aðilar skaðist á
lægra verði.
Fyrir þjóðarheildina er auð-
vitað frumskilyrði að ná sem
hagstæðustum kjörum við inn-
flutning vara, og þau nást því
einungis, að hörð samkeppni sé.
Hitt skiptir minna máli, þótt
álagning kunni í einstökum til-
fellum að vera hærri að hundr-
aðshluta til en núverandi regl-
ur bjóða. Varan getur samt sem
áður orðið ódýrari en ella og,
þar að auki er eiinungis um til-
flutning tekna að ræða hér inn-
anlands og engan skaðar það,
þótt kaupmaður eða verzlunar-
félag hagnist af sérstakri út-
sjónarsemi og du'gnaði, ef al-
menningur nýtur samt sem áður
betri kjara en ella.
Hækkanir og
verðlagsreglur
Einhverjir kunna að segja, að
illa fari saman að afnema reglur
um hámarksálagningu og tala
jafntframt um það, að naiuðsyn
beri til, að sem flest þjóðfélags-
öfl sameinist um að stemma
stigu við þeim miklu verðlags-
hækkunum, sem fyrirsjáanlegar
eru af völdum kauphækkananna
í vor. En þau rök, sem að fram-
an eru greind, hníga að því, að
þarna sé ekki um andstæðar að-
gerðir að ræða. Þvert á móti er
fullkomlega samræmanlegt að
leitast við að örva sem mest má
verða samkeppni atorkumanna
við að gera sem bezt innikaup
til landsins og neyta jafnframt
aninarra ráða til að stemma
stigu við öðrum hækkunum
vöruverðs, og svonefndum víxl-
hækkunum kaupgjalds og verð-
lags, sem fyrirsjáanlega verða
mjög miklar, ef ekki er spymt
við fótum, en það tekst því að-
eins, að það samstarf komist á
milli ríkisvalds, lauiniþegasam-
taka og vinnuveitenda, sem rík-
isstjórnin hefur óskað eftir.
f þessari viðleitni er hlutverk
Verzlunarstéttarinnar vissulega
ekki lítið; hún á að leggj'a
sig alla fram um að bæta þjón-
ustu og ná hagstæðum viðskipta
kjörurn og ekkert er við það að
athuga, að verzlunin beri úr
býtum sæmiiegan arð, þegar vel
er að innkaupum staðið.
Jurtabók
Almenna
bókafélagsins
Almenna bókafélagið hefur
gefið út fallega bók um íslenzk-
an gróður, -grös og jurtir, sem
mjög vel er til þess fallin að
örva áhuga manna á flóru lands-
ins. Ferðaflóra, nefnist þessi
bók og er hin þriðja, sem félag-
ið getfur út í ferðabókarbroti um
máttúru landsins, fuglalíf og
fiska.
Þessar bækur Almenna bóka-
féliagsins, ættu sem flestir að
hafa með sér í ferðalögin, fletta
upp í þeim, auka þekkingu sína
og ánægju af dvöl úti í náttúr-
unmi.
En úr því að verið er að tala
um Almenna bókafélagið má
gjarnan miinmast þess, að það er
nú 15 ára gamalt og hefur á
þessu tímabili gegnt merkilegu
hluitverki í ísienzku mtenninigar-
lífi.
Baldvin Tryggvason, fram-
kvæmdarstjóri Almenna bókafé-
lagsins, gat um það á aðalfundi
fulltrúaráðs félagsins fyrir
skömmu, að uppi væru um það
hugmyndir að breyta á ýmsan
hátt skipulagi félagsins, fá nýja
starfskrafta og áhugamenn til að
örva starfsemina og auka þann-
ig enn þau áhrif, sem þetta
merka félag getur haft til góðs
fyrir islenzka menningarstarf-
semi'.
Taldi hann eðlilegt, að menn
stöldruðu við á þeim tímamótum,
er félagið væri hálfs annars
áratugar gamalt, og hugieiddu
hvaða breytinga væri þörf til að
fylgjast ætíð með tímanum. Að
þessum málum er nú unnið og
vonandi, að víðtækt samstarf ná-
ist um þær úrbætur, sem fram-
kvæmdastjóri félagsins hefur
Kosningaverkföll
f þættinum „Um daginn og
veginn“ síðastliðið mánudags-
kvöld minntist Halldór Blöndal
á það, sem hann nefndi kosn-
ingaverkföll, og taldi að huga
bæri að því við breytingu á
viinniuiöggjötfiinini , ihivort bann
ætti að leggja við því að grípa
til verkfallsvopnsins skömmu
fyrir kosningar, hvort heldur
um væri að ræða Alþingiskosn-
ingar eða sveitastj ó.rnarkosning-
ar.
Hér í blaðinu, hefur verið
bent á, að tilgangslitlar mundu
þær breytingar á vinnulöggjöf-
iinni, sem ekki næðist sæmileg
samstaða um, og gætu þær jafn-
vel orðið til tjóns. En um þetta
atriði, sem hér er vakin athygli
á, ætti svo sannarlega að geta
náðst sæmileg samvinna. Það er
vissulega andstætt heilbrigðri
lýðræðisþróun að grípa til þving
unaraðgerða eins og verkfalla
eða verkbanna, örskömmu fyrir
kosningar, þar sem fólkið á að
dæma með atkvæði sínu um
menn og málefni. Á því leikur
heldur ekki vafi, að það getur
orðið til stórtjóns fyrir laun-
þega, ef foringjar þeirra telja
sig tilneydda að leggja út í
verkfallsaðgerðir rétt fyrir
kosningar eða hrekjast undan
eins og átti sér stað í vor, þar
sem yfirboð á pólitískum at-
kvæðamarkaði voru látin ráða,
en ekki hagsmunir verkalýðs-
ins.
Vissulega er athugandi að
setja í lög ákvæði um það, að
engin verkföll megi heyja t.d.
einn mánuð fyrir kosningar, því
að „kosninigaverkföU“ hljóta að
verða atf pólitískum toga spunn-
in, en ekki til þess gerð að bæta
kjör launlþega. Hitt er annað
mál, að enginn veit, hver hagn-
ast af slíkum þvingunaraðgerð-
um rétt fyrir kosninigar, en ein-
mitt sú staðreynd á að geta
stuðlað að samkomulagi í þessu
efni. Það veit t.d. enginn, hvort
Sjálfs'tæðisflokkurinn hefði
haldið meirihluta sínum í Reykja
vík, ef ekki hefði verið gripið
til verkfallsvopnsins — og raun
ar veit heldur enginn nema
flokkurinn hefði unnið enn
stærri sigur, ef ró hefði verið
á vinnumarkaðnum.
En aðalatriðið er, að æskileg-
ast er að firra menn áhyggjum
af því að reyna að reikna út
slíka hluti, kaupgjaldsbarátta
og kosningar eru tveir aðskild-
ir þættir — og eiga að vera það.
Árangurinn
í Kollafirði
Ánægjulegar eru þær fréttir,
að lax skuli nú leita til baka í
Kollafjarðarstöðina í þúsunda-
tali. Þar með er endanlega sann-
að, að fiskirækt jafnvel í litl-
um ám og lækjum getur orðið
geysiþýðingarmikill atvinnuveg-
ur í framtíðinni eins og margir
hafa raunar haldið fram, en
aðrir aftur á móti dregið í efa.
Fiskigengdin í Kollafjarðar
stöðinni mun án efa verða þess
valdandi, að miíkill skriður komist
nú á öll fiskiræktarmálefni. Eig
endur straumvatna muftu nú
huga að þeim verðmætum, sem
þeir ekki hafa sinnt um áður og
um land allt mun fiskirækt stór-
eflast á komandi árum.
Mikill styrr, hefur sem kunn-
ugt er staðið um Kollafjarðar-
stöðima og vafalaust má benda á
ýmislegt, sem betur hefði getað
farið. En þarna er um tilrauna-
stöð að ræða og auðvitað hljóta
einhverjar tilraunir að mistak-
ast. Raunar verður í slíkri stöð
að leggja út í tilraunir, sem lík-
ur eru til að illa muni fara um,
einungis til þess að sannfærast
um, að ekki sé unnt að fara ein-
hverja ákveðna leið, heldur
þurfi að leita annarra úrræða.
Framhald á bls. 21 ,