Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 21. ÁGUST 1970
Friðheimar í
Biskupstungum
Þar hafa Njáll og Lilian búið um
sig innan um tré og blóm
Beygt er við hlaðinn torfvegg
við þjóðveginn og ekið eftir
einkavegi heim. Skyndilega blas
lr við litskrúðugnr blómagarður
— 6000 blómstrandi stjúpur,
nemesíur, krysantemur, ljóns-
munnar og orkideur, innan um
fallega grasfleti og upphlaðna
veggi. í þessum stóra garði og
ofan við svolitla brekku stend-
ur fallegt stórt íbúðarhús. Og
þegar gengið er upp að húsinu,
sést til hægri við það grænmál-
uð sundlaug með steinboga yfir.
Þetta er ekki lýsing á húsi í
Hollywood, heldur í Biskups-
tungum. Þar búa Njáll Þórodds-
son, garðyrkjubóndi og fyrrver-
andi kennari, og frönsk kona
hans, Lilian. Þarna hafa þau ver
ið að koma sér fyrir undanfarin
ár, unnið hörðum höndum og
þar sem hann var á ferð á reið-
hjóli, og dregið hann með sér
langan veg. 1 mölinni höfðu skaf
izt allir vöðvar af baki manns-
ins, og niður lærin. Ekkert hold
var þar eftir. En Islendingurinn
lifði þetta af og kom til Parísar
fyrir jól. Hann var að vísu svo
illa farinn, að hann var dæmd-
ur til 40% örorku fyrir lífstíð.
Og þar sem vöðvar myndast ekki
aftur, þó hægt sé að færa til og
græða skinn, þá bíður Njáll
þessa aldrei bætur og á oft erfitt
með vinnu.
Árið 1956 var Njáll að hugsa
um að flytja alfarinn til
Ameríku. Þá hafði hann verið
þar við að kynna sér vissa heim
spekikenningu. En hann hafði
alltaf haft mikinn áhuga á skóg-
rækt og var búinn að gera sér
Lilian og móðir hennar, Madame Zilberman, á veröndinnl
framan við húsið.
ekki dregið af sér til að gera sér
snyrtilegan friðarreit. Friedland
heitir húsið eða Friðarheimar. Og
nú er kominn litill prins í höll-
ina. Haukur, sem er þriggja ára,
bættist í heimilið um síðustu jól.
Þá höfðu þau Njáll og Lilian í
nokkur ár verið að leita eftir
kjörbarni. Og þau vilja gjarnan
taka fleiri börn, ef þau geta feng
ið þau, þar sem þau hafa góðar
aðstæður og eru búin að koma
sér vel fyrir.
Þegar Njáll keypti þetta land
árið 1947, voru þarna aðeins
2000 fermetrar af fúamýri. Hann
hafði ekkert sérstakt í huga. 1
mínum augum er það ekkert und
arlegt. — Ég trúi á innblástur
og stjórn að handan, segir hann
Þessi innblástur átti vissulega
eftir að hafa áhrif á líf Njáls sið
ar. Þá var hann kennari á Suð-
urlandi, og kenndi lengi eftir
þetta. Var siðast í Mýrdalnum og
líkaði vel.
Áður en Njáll settist að i Bisk
upstungunum, dreif ýmislegt á
daga hans. Þegar undirritaður
blaðamaður sótti þau hjónin
heim einn sunnudag og borðaði
franskan miðdag hjá frúnni, rifj
uðust einmitt upp fyrstu kynnin
af Njáli fyrir nákvæmlega 20 ár
um. Þá starfaði undirrituð á
sendiráði Islands í Paris.
Þann 9. ágúst þetta haust var
hringt i sendiráðið til tilkynnt,
að íslendingur hefði orðið fyrir
bílslysi í Suður-Frakklandi.
Hann væri á kaþólsku sjúkra-
húsi og væri vart hugað líf. Stór
trukkur hefði ekið utan i hann,
sþlrt skógarbelti á landspild-
unni sinni.
— Borgarstjórinn plantaði
einu tré í Heiðmörk og fékk
mynd af sér í blöðin. Ég setti
niður 1800 tré 1954 og engin
mynd kom af mér, segir Njáll.
Og ég varð enn fyrir innblæstri,
-— að setjast hér að, þó það væri
sannarlega ekki álitlegt.
Njáll var sem sagt farinn að
skapa sér framtíðarstað, þótt
hann hefði ekki gert sér grein fyr
ir því. Hann var byrjaður að gera
skjólbelti þar i kring. — Maður
verður að girða af með skjólbelt
um og fá með því nokkurs konar
vin, segir hann. Það er nauðsyn
legt að hafa skjólbelti til að
verja sig. Engin vandræði væru
með snjómokstur á vegum hér,
ef skjólbelti væru notuð. Hér á
ég i engum erfiðleikum með snjó
á vetrum. Þið sjáið skjólbeltin
hérna í kring. Ég á t.d. 6 ára
gamla ösp, sem er mannhæðarhá.
Annars er hægt að ákveða hve
hár skjólgarðurinn á að vera,
vilji maður ekki missa útsýnið.
— Ég hefi miklu meira gaman
af því að rækta tré og blóm í
garðinum en ræktuninni í gróð-
urhúsunum, sem ég lifi þó af,
bætir Njáll við. Ég gæti ekki lif-
að án blómá. Þau eru eitthvað lif
andi. Ég finn alltaf til sömu að-
dáunar yfir þessu undri, þegar
maður setur niður fræ og fær
upp blóm eða gulrót, án þess að
hafa nokkuð til þess unnið. Nátt
úran vinnur það fyrir mann. Þar
er til einhvers að vinna. Því vil
ég leggja mig fram og spara mig
ekki.
Njáll hefur fimm gróðurhús,
2000 fermetra að stærð. Þar rækt
ar hann mest tómata og gúrk-
ur. 1 byrjun hafði hann lika gul
rætur, en er mikið til hættur því.
Á sumrin hefur hann fólk i
vinnu, en á vetrum eru þau hjón
in iðulega ein." Þó reyndist það
erfitt s.l. vetur vegna gömlu
meiðslanna. Bakið er alltaf slæmt
og erfitt að sitja lengi. 1 sumar
vinnur hjá honum ung skóla-
stúlka, og tveir piltar, annar ís-
lenzkur og hinn franskur. En
nóg rými er í nýja húsinu, þar
sem eru auka herbergi, bæði fyr
ir starfsfólk og gesti.
Lilian hefur verið önnum kaf-
in við matinu meðan við spjöll-
um saman. Hún hefur gaman af
að búa til kunna franska rétti.
1 franskri matargerð er ekki ver
ið að spara vinnuna, enda er mat
urinn góður. Móðir hennar, Mad
ame Zilberman, er í heimsókn
hjá henni, í fjórða skiptið. En
nú er faðir hennar ekki með.
Hann er nýlátinn.
Við tökum Lilian tali og för-
um að spyrja um hvernig standi
á því að hún, Parísarbúi, lenti
upp í sveit á Islandi. Hvort hún
hafi nokkuð vitað hvað hún var
að fara út í, begar hún gifti sig.
Jú, það vissi hún vel. Hún var
búin að kynnast Islandi áður.
Árið 1963 kom hún til Islands
Njáll, Lilian og Haukur á steinboganum, sem þau eru nýbúin að
setja yfir laugina.
sem ferðamaður og hitti Njái —
i Biskupstungunum, ekki langt
frá framtíðarheimlii þeirra. Hann
hafði frétt af einhverjum útlend
ingi, sem engan gat talað við og
kom til hjálpar. Þessi unga
stúlka var á leiðinni til Gull-
foss og Geysis, og hann sá ekki
annað ráð en að aka henni þang
að.
Lilian hélt svo áfram ferða-
lagi sínu kringum landið. Þegar
hún kom til Reykjavíkur, átti
hún nokkra daga eftir á land-
inu. Þeim vildi hún heldur eyða
úti í sveit en í bænum. Hún
mundi þá eftir manni austur í
sveit, sem ekki hafði bústýru og
bauðst til að elda matinn fyrir
hann og starfsfólk hans, ef hún
mætti vera í nokkra daga. Þá
kynntust þau betur og skrifuð-
ust á, eftir að hún fór. -— Svo
kom að því að ég sagði pabba
og mömmu frá þvi að ég ætlaði
að giftast og flytja til íslands,
segir Lilian. Mamma grét yfir að
ég skyldi ætla svo langt í burtu,
en pabbi tók því vei. Svo kom
Njáll í september til Parísar og
við giftum okkur.
Þau Njáll og Lilian komu
ekki beint heim til íslands eftir
brúðkaupið. Þau lögðu lykkju á
leið sina og fóru kringum hnött-
inn. Þau tóku skemmtiferðaskip
ið North Star í Southampton og
sigldu með því í 72 daga til Kan
aríeyja, suður fyrir Afríku, til
Friðheimar í Biskiipstungiiin, heiniili Njáls og Lilian Þóroddsson.
Ástralíu, Tahiti, Mexico, um Pan
amaskurðinn, til Trinitat og yfir
Atlantshaf til Southampton. —
Það var yndisleg ferð, segir Lil
ian. Og í henni tóku þau mikið
af myndum og kvikmyndum.
Myndataka er tómstundagaman
þeirra. Bæði eiga þau kvik-
myndavélar og í nýja húsinu er
lítil lúga í borðstofunni, sem
hægt er að sýna myndir gegnum
á tjaldi.
Það hljóta samt að hafa verið
mikil viðbrigði fyrir þessa 25
ára gömlu stúiku að koma til Is-
lands og gerast húsfreyja í sveit
og garðyrkjukona. Hún er fædd
í París, en fjölskylda hennar
kemur frá Austur-Evrópulönd-
um. Faðir hennar var læknir og
var í Suður-Frakklandi á stríðs
árunum. Þá settist fjölskyldan
að i litlum bæ í Ardennafjöllum.
Þar gekk Lilian í menntaskóla
og tók stúdentspróf. Síðan hélt
hún til Parísar og innritaðist í
háskólann. Hana langaði til að
verða læknir, en var talin á að
fara heldur í lyfjafræði. Hún
átti eftir tveggja ára nám, þegar
hún venti sínu kvæði í kross og
fluttist til Isiands.
Og hvernig fellur henni svo
sveitalífið? — Ég vissi auðvitað
hvað ég var að fara út i, segir
hún. Þó er slík aðlögun að al-
veg nýju lífi erfið. Og ég var
ekki beinlínis fyrir svona erfið-
isvinnu. En ekki sé ég eftir því
að hafa breytt lífi minu. Sveita-
lífið reynist mér að vísu svolít-
ið erfitt. Og málið háir mér. Við
tölum alltaf saman ensku hér
heima og við erum ein allan vet
urinn. Það er erfitt að ná sam-
bandi við fólk undir þeim kring
umstæðum. En ég bjarga mér
þegar ég þarf.
Nú er Haukur litli kominn á
heimilið og unir sér sýnilega vel.
Hann verður að sýna gestunum
nýja bílinn sinn og hjólar um
stéttina. Og pabbi og mamma
þurfa helzt að sjá allt sem hann
gerir. — Við vildum gjarnan
taka barn, þegar við sáum að við
yrðum ein og við höfum alla
möguleika til að láta fara vel um
það, segir Lilian. Við sóttum um
það á Islandi, í Frakklandi og í
Þýzkalandi, en enginn virtist
vilja láta barn til okkar. Þar til
í vetur. Og nú erum við ákaf-
lega ánægð. En ég vildi gjarnan
taka fleiri, — þrjú í viðbót, ef
hægt er. Ég held að Haukur
hafi lika gott af því að fleiri
börn séu á heimilinu.
Við göngum út að sundlaug-
inni, til að taka myndir. Laugin
er 55 metra löng og Njáll er ný'
búinn að steypa á hana stein-