Morgunblaðið - 21.08.1970, Blaðsíða 3
MOBGUNBLAÐH), FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1970
3
um mynd af Lagarfljótsormin
um og verður ekki af henni
annað séð en ormurinn ®é enn
hinn sprækasti. En þá má líka
telja mengun minni í Lagar-
fljóti en Loch Ness; — enn-
11:»*
Alla vega er hér á ferðinni
mái, sem ekki má draga að
glögigir menn geri sér grein
fyrir. Við kveðjum til liðs
skrímislfræðing okkar Þórberg
Þórðarson.
\ \ . .'
..
Loch Ness
og Lagarfljót
ER Loch Ness-skrýmslið
fræga orðið raengnn að bráð?
Enski vísindamaðurinn Dougl
as Drysdale heldur svo. Hann
tekur fram, að hann trúi á
skrímslið en hins vegar sé é-
mögulegt að það lifi af þá
miklu mengun, sem nú er í
Loch Ness vatninu.
Fvrirtæki það, sem selur
ferðamönnum aðgang að
skrímslinu, hefur brugðizt
hart við fullyrðingum Drys-
dale og spyr hvernig megi
vera, að fiskur lifi enn góðu
lifi í vatninu. Þvi þá ekki
skrímslið? Og spumingu fyrir
tækisins fylgdi frásögn um, að
„Nessie“ hefði nýlega sézt og
þá ekki virzt annað en við
beztu heilsu.
Okkur íslendingum má vera
málið skylt, þar sem við höf
um okkar Lagarfljótsorm. Fyr
ir skömmu náði ljósmyndari
Morgunblaðsins á Egilsstöð-
mmm.
Skrímslið í Loch Ne ss — bráð mengunar?
TÍZKUVERZLLN
UNGA FÓLKSINS
TÝSGÖTU 1
<§» KARNABÆR
ÞIÐ HAFIB BEÐID EFTIR...................................................
HERRADEILD
ÞESSUM VÖRUM:
★ STÖKUM JÖKKUM
SAFARI-SNIÐ ÚR SKYGGÐU
SKINNLlKI OG VELOUR-
FLAUELI
★ BRODERUÐUM SKYRTUM OG
SKYRTUM m/BINDI
★ BOLIR — BATIK
EINLITIR OG m/MYND
★ TERYLENE & ULL
BUXUM i MIKLU LITAÚRVALI
k HERRAPEYSUM SÍÐUM
PÓSTSENDUM
UM LAND ALLT.
„ÞEGAR ÉG ER ORÐIN STÓR
ÆTLA ÉG AÐ KAUPA FÖTIN
MÍN I KARNABÆ".
DÖMUDEILD
ÞESSUM VÖRUM:
★ SLÉTT — FLAUELISBUXUM
1 VÍNRAUÐU, FJÓLUBLAU
DÖKKBRÚNU, STALBLAU
k JAKKAPEYSUM
★ SÍÐUM PEYSUM
k ANGÚRU-PEYSUM
k BATIK-BOLUM
k BOLUM
k TERYLENE- & ULLARBUXUM
í MIKLU LITAÚRVALI o.m.fl.
OPIÐ TIL KL. 4 E. H.
ALLALAUGARDAGA
STVKSinwi;
Undanlátssemi?
Blöð stjórnarandstöðunnar eru
f miklum ham um þessar mund-
ir. Umræður þær, sem fram hafa
farið um hugsanlegar haustkosn-
ingar virðast hafa valdið upp-
lausn í herbúðum stjórnarand-
stæðinga. Þjóðviljinn segir í for-
ystugrein í gær: „Uppdráttar-
sýkin innan stjórnarliðsins hef-
ur verið að magnast árum sam-
an og hefur nú náð algeru há-
marki. Stjórnvöldin beygja sig
fyrir hverjum þrýstingi í þjóð-
félaginu, til skiptis fyrir launa-
mönnum, atvinnurekendum og
fjárplógsmönnum og skeyta því
engu þótt af hljótist bullandi
óðaverðbólga."
Þessi ummæli Þjóðviljans eru
að ýmsu leyti merkileg, þar sem
Þjóðviljinn hefur ævinlega hald-
ið því fram, að ríkisstjórnin kúg
aði launamenn; en mi hefur blað
inu verið snúið við. Að vísu hef-
ur rikisstjórnin ekki hlutazt til
um kjarasamninga milli atvinnu
rekenda og launþega, nema hvað
rikisstjórnin lagði fram við síð-
ustu kjarasamninga tillögu um
gengishækkun krónunnar sem
lið í kjarabótum, en á þessa til-
lögu vildi hvorugur aðila fallast.
Bikisvaldið hefur þannig aidrei
látið undan þrýstingi við gerð
kjarasamninga.
Hitt er sérstaklega athyglis-
vert við ummæii Þjóðviljans, að
hann telur nú undanlátssemi við
kröfur launþega í kjarasamning-
um orsaka „builandi óðaverð-
bólgu.“ Þjóðviljinn hefur ekki
áðm- viðurkennt, að launahækk-
anir, sem fara fram lir greiðslu-
getu atvinnuveganna, leiði óhjá-
kvæmilega til víxlhækkana verð-
lags og kaupgjalds, sem aftur
hefur í för með sér auka verð-
bólguþróun. Það er ánægjulegt,
að Þjóðviljinn skuli nú fallast á
þessa staðreynd, sem oft hefur
verið bent á. Bitstjóri Þjóðvilj-
ans verður hins vegar að gera
sér grein fyrir þvi, að kjara-
samningar atvinnurekenda og
launþega fara fam án íhlutunar
ríkisvraldsins. Launþegasamtökin
hafa talið það meginatriði, að
þessi frjálsi samningsréttur yrði
í engu skertur. Það kemur hins
vegar úr hörðustu átt, ef rit-
stjóri Þjóðviljans vill veikja
þennan rétt með auknum af-
skiptum stjórnvalda. En „kross-
tré“ geta brostið sem önnur tré.
Mikil örvænting
Það má glöggt merkja á skrif
um stjórnarandstöðublaðanna, að
hugsanlegar kosningar valda
þeim kvíða. Tíminn fer um
það mörgum orðum í forystu-
grein í gær, hversn lengi full-
trtiar stjórnarflokkanna eru að
komast að niðurstöðu um, hvort
efna skuli tii kosninga í haust
eða ekki. Tíminn uppliefur gömlu
þuluna um dáðleysi stjórnarinn-
ar, sem endurtekin hefur verið
svo til óbreytt í heiian áratug:
„Annars er ekki að vænta af rík
isstjórn, sem er orðin uppgefin
og ráðalaus, og hefur ekki áhuga
á öðru en að hanga sem lengst
. . . Slíka stjórn á þjóðin að fella
við fyrsta tækifæri."
Það er ekki nema von, að
Framsóknarmenn tvistígi nú
vegna kosningaskjálfta, þegar á
það er litið, að hér er um að
ræða staðnaðan flokk, sem sýnt
hefur fádæma ístöðuleysi í stjórn
málaafstoðu sinni. Forystugrein
ar Tímans eru órækur vottur um
þá stöðnun, sem átt hefur sér
stað í Framsóknarflokknum lið-
inn áratug. Ekki er nema von, að
nú örvænti menn í þessum lier-
búðum, jafnvel þótt framsóknar
menn fái nú „vaxandi traust“ á
I foringja sinum.