Morgunblaðið - 26.08.1970, Page 7
MORGUNBiLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970
7
Perlan á sundunum bláu
Viðey hefur stundum verið
nefnd perlan á sundunum bláu
við Keykjavík. Oft hefur það
verið nokkrum erfiðleikum bund
ið að komast út í þetta gózen-
land, en nú er vandinn leyst-
ur. Hraðbáturinn Moby Dick,
sem hingað sigldi eins og vík-
ingaskipin forðum, þvert yfir
Atlantsála frá Noregi, hefur
leyst vandann, og Hafsteinn eig
andi hans, flytur fjölda fólks á
liverjum sólardegi út í Viðey.
Mvndina hér að ofan tók Sv.
Þorm. úti í Viðey, og sér í land
og birtum við hana sérstaklega
fyrir þá, sem ennþá hafa ekki
út í eyju komið, svo þeir geti
séð, hvernig höfuðborgin lítur
út séð frá eyjunnt
ARNAÐ HEILLA
ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
Áttræð
arsdóttir,
Ólafsvlk,
haga 26.
dag.
er í dag Rósa Th. Ein
fyrrv. prófastsfrú i
til heimilis að Hjarðar-
Hún er að heiman í
Laugardaginn 11. júlí voru
gefin saman í hjónaband af séra
Jóni Thorarensen ungfrú Guð-
björg Sveinsdóttir og Garðar
Eyland Bárðarson. Heimili
þeirra er að Háaleitisbraut 44.
Ljósmyndastofa Jón K. Sæm.
Tjarnargötu 10 B.
GAMALT
OG
GOTT
Plágan mikla
Þetta heyrðist kveðið í Síðu-
múlakirkjugarði fyrir pláguna
miklu:
Vögum vér og vögum vér
með vora byrði þunga,
upp er komið það áður vaf
1 ©ld Sturlunga,
1 öld Sturlunga.
Lengi má illt versna
Sögn gamailar konu
Einu sinni var uppi valdamað
ur nokkur svo vondur og ósvíf-
inn, að hann ekki einungis hall-
aði rétti lítilmagnans, heldur
bæði rændi og stal óbeinlínis
undir yfirvarpi laga og réttinda,
og vann yfir höfuð hvert níð-
ingsverkið á fætur öðru, svo al-
menningur hræddist hann og hat
aði jafnframt. Samt vogaði eng-
inn að kvarta opinberlega.
Hann vissi vel sjálfur, að hann
var hataður og að honum var
einungis hlýtt af ótta. Honum
brá því ekki iítið í brún einu
sinni, er hann reið um alfaraveg
með þjónum sínum á embættis-
ferð og bar rauð klæði, er
hann sá förukarl einn liggja á
grúfu þar sem vegirnir skipt-
ust, og var hann hátt og heyran
lega að biðja guð um að lengja
lífdaga þessa valdamanns. Þetta
þótti honum mjög kynlegt, fór
af baki og bað karlinn að segja
sér hreinskilnislega, hvað þetta
ætti að þýða, og sagðist ekki
skyldi gefa honum neina sök á
því, þó hann segði sér sannleik-
ann, hversu sem hann væri. Karl
tók þá þannig til orða:
„Afi yðar var hér valdamað-
ur eins og þér, og hann útsaug
hús ekkna og föðurlausra og
breytti illa á allan hátt. Eftir
hann kom sonur hans til valda.
Hann var faðir yðar, og var
hann föður sínum harðdrægari
og verri í öllu. Eftir hann kom-
uzt þér líka hér til valda, og
þér hafið verið mun verri en
hann og þeir báðir. Fyrst svona
fer fersnandi mann eftir mann,
þá heldur víst sama reglan
áfram, að eftir yður kemur ann
ar hálfu verri, og vitum vér eng
an þannig á sig kominn nema
sjálfan djöfulinn, og hann vilj-
um vér fyrir hvern mun ekki
hafa fyrir yfirboðara okkar. Af
þessu sjáið þér, að ég hef góða
ástæðu til að biðja yður langra
lífdaga."
Valdamaðurinn hlustaði með
athygli á ræðu karlsins, gaf hon
um talsvert og reið svo burtu.
En eftir þetta varð hann miklu
betri maður en áður.
(Þjóðsögur Thorfhildar Hólm.)
TVEIR UTLENDINGAR BROTAMÁLMUR
óska eftir Btilfi nýlegri íbúð. Kaupi al'lan brotamábm leng-
®em fynst. Uppl. í síma 84606 hæsta verði, staðgreiðsla.
eftir k'l. 6. Nóatúni 27, sími 2-58-91.
BARNGÓÐ OG ÁREIÐANLEG ÚTSALA
kona óskest tíl að gætoa 3ja á haonyrðevönum og nokkr-
toma seinoi pant dags og á um litum af Sönderborg -garm
ikvöild'iin frá 1. sept. UppL i þes®a víku.
siíma 32388 ettÍT kl. 7 e. h. HOF, Þingholtsstnæti 1.
HERBERGI — FÆÐI WILLY’S LENGDUR ÁRG. '66
Umgengisgóður piltur, sem til söki. Skipti kome til
stondair nóm í Verzkinarskóla greima, e'mmig gneiðsta með
Isfemds ós'kar eftiir fæðli og Skiuldabréfum.
Ibúsnæði, forstofuherfb, æskil. Bílasalan, ÐorgeTtún'i 1,
Uppl. í s. 93-1721 e. M. 5 eíh. siim'i 18085.
UNG HJÓN
seon baeði stunda nám óska SAAB
eftir beimgóðri, regfus. loonu til hekniisistarfa og gæzlu 2ja ungbanne i vetur. Herfc. rrveð sérirvng. ef óslkað er. Uppl. í sima 1-62-44 eiftir kL 17. Vil kiaupa góðan Saafc. Stað- geeiðsle. Uppl. i síma 19200 »rá W. 9 til 5 og 83979 fná kl. 7t»9á kvöMin.
Sólbaðsvísur
Skynjarðu ljósið sem fellur á hörund heitt?
Skynjarðu hvernig ljós og líí eru eitt?
Eða skynjarðu vinur næstum því ekki neitt?
Án ljóss væru engin birtu og og skuggaskil.
Án þess væri hvorki um hatur að ræða né yl
þvi heimurinn væri í rauninni ails ekki til.
Og finnst þér gaman að vaxa og vera hér
þá reyndu sem oftast að liggja i ljósinu ber
og láttu það skina — jafnvel á botninn á þér!
Ú.R.
SA NÆST BEZTI
Sumarið 1908, þegar Friðrik konungur áttundi kom hingað til
iandsins, var unglingspiltur, sem var innanbúðarmaður í verzlun
einni í Reykjavík, fenginn til þess að aka á hestvagni til Þingvalla
saierni (eða kamri, eins og það hét þá), sem kóngurinn átti að
nota þar. Þegar pilturinn var á miðri Mosfellsheiði, mætti hann
sveitamanni. Sveitamaðurinn spurði piltinn tiðinda úr höfuð-
staðnum og á hvaða ferð hann væri. „Ég er kammerherra í fylgdar-
liði konungsins", svarar piiturinn, „og er á leið tii Þingvaila".
„Skyndiiega hefur þú hækkað í tigninni", segir sveitamaðurinn,
„fyrir örskömmu síðan man ég eftir þér sem búðarloku í Reykja-
vik.“ „Já, satt er það", svarar pilturinn, „skammt er skemmtilegra
viðburða á milli, því að nýlega sá ég þig á fjórum fótum fyrir
utan bjórkjallarann hans Thomsens, en nú ert þú aðeins á tveimur
og likist manni“.
Lottskeytaskólinn
Nemendur verða teknir í 1. bekk Loftskeytaskólans nú í haust.
Umsækjendur skulu hafa gagnfræöapróf eða hliðstætt próf
og ganga undir inntökupróf i ensku, dönsku og stærðfræði.
Umsóknir ásamt prófskírteini og sundskírteini sendist Póst-
og símamálastjórninni fyrir 12. september n.k.
Tilhögun inntökuprófs tilkynnist síðar.
Reykjavík 25. ágúst 1970.
PÓST- OG SliV/IAMALASTJÓRIMIN.
Frúarnámskeið
Dag- og kvöldnámskeið fyrir
frúr, sem vilja endurnýja og
rifja upp kunnáttu sína og
hæfileika, hefjast i næstu viku.
Sérfræðingar leiðbeina með:
★
★
★
★
★
★
★
snyrtingu
hárgreiðslu
matreiðslu
fatavali
borðsk reytingu
framkomu
kurteisi
Afsláttur fyrir saumaklúbba og
smáhópa.
Snyrti- og tízkuskólinn
Unnur Arngrímsdóttír,
sími 33222.
Fiskiskip
Höfum kaupendur aÖ
2—300 lesta fiskiskipi, einnig 100 lesta stál-
skipi og 60—50—20 og 10 lesta bátum.
Til sölu
100 lesta nýlegur bátur, einnig 37 lesta, 23
lesta, 18 lesta, 12 lesta bátar.
TRYGGINGAR & FASTEIGNIR
Austurstræti 10. 5. hæð
Sími 26560 — Kvöldsími 13742.