Morgunblaðið - 26.08.1970, Síða 10

Morgunblaðið - 26.08.1970, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 BLAÐAMENN MORGUNBLADSINS FERÐ > UM < LANDIÐ Sauðárkrókur: Einhent atorkukona Gnðrún Sveinsdúttir. Rabbað við Guðrúnu Sveins- dóttur, fyrrv. kennslukonu Á ellideild Sjúkrahússins á Sauðárkróki hitti ég Guð- rúnu Sveinsdóttur. Hún varð áttraeð í vor, þann 30. maí og síðustu sjö árin segist hún hafa tekið lífinu með ró. Annars var hún kennsiukona áratugum saman og alþekkt hannyrðakona er hún. Ekki hefur staðið henni fyrir þrif- um, að hún hefur aðeins eina hönd. 1 herberginu hennar voru ótal munir, myndir og útsaumur sem hún hefur unn ið. — Það hefur aldrei háð mér að vera einhent, segir hún. — Ég er fædd svona og fannst þetta ósköp eðlilegt mál. Ég man eftir því, þegar ég var á fjórða árinu, var ég eitthvað að fikta við stubbinn og þóttist vera að spila á hann, eins og harmóniku og hef orð á þessu hróðug við eldri systur mína. Þá man ég að ég sá tár renna úr augum hennar og hún segir: „Það vildi ég að guð gæfi big tæki það aldrei sárar en þig tek- ur það núna.“ Þá fór ég að hugsa dálítið um þetta. En það dró ekki úr mér kjark- inn. Ég er fædd í Bjarna- staðarhlíð í Vesturdal. Næst yngst í stórum systkinahópi; við vorum tólf sem komumst upp. Hagsýni og sparsemi sat í fyrirrúmi á heimili foreldra minna. Þau voru mesta dugn aðarfólk og við systkinin höf um erft vinnusemi frá þeim. Við urðum öll vel sjálfbjarga. Ég var látin fara að vinna um leið og ég gat og þó með þennan annmarka að hafa bara aðra höndina. En ég lærði allt, ég sló og rakaði á við hvern annan. Það held ég sé þorandi að segja. Eitt sumar var ég kaupa- ktrna á Einarsstöðum í Reykja dal og öðru sinni á Barði í Fljótum. Þar sló ég og rak- aði með séra Sigurjóni. Ég er nú þannig gerð að ég uni mér ekki nema hafa eitthvað að gera. Sjaldan hef ég átt skepnur, þó var ég hesteig- andi í nokkur ár. En það er 'angt síðan. Það var rauð- skjóttur gæðingur, afbrigða- skepna. Og svo fórstu suður á Kvennaskólann ? Já, ég var tvo vetur þar. Sá fvrri var síðasti vetur þeirra ágætu hjóna Þóru og Páls Melsted og svo tók frök en Ingibjörg Bjarnason við. Öll voru þau mestu afbragðs manneskjur. Það er ungu fólki hollt að vera samvistum saumi. Menn vantreystu mér dálítið eins og gengur. Það var ekkert við því að segja og ég reyndi að láta það ekki á mig fá. — Byrjaðirðu síðan að kenna? — Já og kenndi í fimmtiu og fimm ár. Fyrsta veturinn minn var ég á Stóra Hrauni i Árnessýslu, heimiliskennari barna séra Ólafs Helgasonar. ur agi en að hafa meinlausan kennara og afskiptalítinn. Ég lagði mig eftir að kenna handavinnu — þá var ekki mikið gert af þvi. Ég kenndi krökkunum að sauma, saga út og prjóna. Strákunum lika og þeir voru sumir bráðflínk ir. Svo héldum við handa- vinnusýningu á hverju vori. Margir af nemendum minum er dugnaðar- og reglufólk. Þau voru aldrei baldin við mig, ég þurfti sjaldan að beita mér. Þau hefur líklega grunað að þá gæti hvesst svo um munaði. Stundum voru mér sendir erfiðir krakkar úr öðrum landshlutum. Mér þótti takast sæmilega vel að aga þau. Ég hélt þeim þétt að nám inu og þau komust ekki upp með moðreyk. Það þýðir ekk- ert annað. Það sagði fólk að ég hefði aldrei haft krakka hjá mér, sem ég gæti ekki troðið einhverju í. Nú eru börnin ekki eins áhugasöm við lærdóminn. Það er kannski ekki von, það er allt rétt upp í hendurnar á þeim og þeir hafa peninga eins og hver vill. Áhugaleysi kemur af þessu með öðru. Áður voru börn látin læra að vinna og vöndust mikilli vinnu — kannski var hún of mikil, ég skal ekki segja. Nú er frek- ar látið reka á reiðanum. — Mér er sagt þú hafir gef ið sjúkrahúsinu myndarlegar gjafir? — Meðan það var í bygg- ingu gaf ég fimmtíu þúsund krónur til þess. Og svo hef ég mælt svo fyrir að minar ý við svo ágætlega merkt fólk og þau voru. Og allir voru mér framúrskarandi góðir — nema ég fékk ekki að taka fatasaum, það fannst mér verra. Það var fyrir mestu náð ég fékk að taka þátt í út Sjúkraliúsið á Satiðárkróki. Síðan kom ég norður aftur og kenndi út og suður; í Lýt- ingsstaðahreppi, Skarðs- hreppi og 31 ár í Staðahreppi. Barnakennsla átti vel við mig. En ég þótti ströng. Þó held ég að börnum falli bet- Frá Satiðárkróki reytur renni til baráttunnar gegn krabbameini og hjarta- sjúkdómum. Ef krabbameins veikinni verður útrýmt á að nota féð gegn því sem þá kann að koma upp. Mennim ir losna víst seint við sjúk- dómana. Mér hefur þótt vænt um að geta gefið þessar gjaf- ir. Ég hef alltaf verið spar- söm. Ef nýtni og sparsemi sætu viðar í fyrirrúmi væri margt betra en nú. Og þó að sjónin sé farin að bila get ég þó aldrei verið iðjulaus. Nú er ég að klippa niður mjólk- urpoka og svo flétta ég ræm- urnar saman og bý til gólf- mottur og gef vinum mínum. Svo hef ég verið á föndur- námskeiði sem var á sjúkra- húsinu og lærði þar bast- og tágavinnu. Útsauminn get ég ekki stundað eins og áður. En það er alltaf hægt að finna sér nóg að gera, jafn- vel þótt maður gerist gamall og hafi aðeins eina hönd. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.