Morgunblaðið - 26.08.1970, Page 16

Morgunblaðið - 26.08.1970, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 Stórt fyrirtœki óskar að ráða vana vélritunarstúlku sem fyrst. Upplýsingar sendist á afgreiðslu Morgunblaðsins meikt: „5191" fyrir n.k. mánudagskvöld. Skrifstofur vorar og verzlun að BERGSTAÐASTRÆTI 10 verða lokaðar frá kl. 12—15,30 í dag miðvikudag vegna jarðarfarar frú Ingibjargar Ingimundar- dóttur, EINAR FARESTVEIT & CO. H.F. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild I lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt 2. ársfjórðungs 1970 svo og söluskatt fyrri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 24. ágúst 1970. Sigurjón Sigurðsson. TANGAR-STRAUMMÆLAR FYRIRLIGGJANDI SJÁLFVIRKNI — HVERFITÓNAR HVERFISGÖTU 50. OPIÐ EFTIR HÁDEGI, SÍMI 22940. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 1., 3. og 6. tbl. Lögbirtingablaðsins 1967 á húseigninni Aðalgata 28 A og B á Siglufirði þinglesinni eign db. Aage Schiöth, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Hákonar H. Kristjónssonar hdl., Gunnars Jónssonar lögmanns Iðnaðarbanka Islands hf., Gústafs A. Sveinssonar hrl., Útvegsbanka Islands, lögmanna Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar o. fl„ Ragnars Tómassonar hdl, Landsbanka Islands og Bjarna Beinteinssonar hdl. og samkvæmt ákvörðun skipta- réttar og hefst í dómsalnum á Gránugötu 18 Siglufirði föstu- daginn 28. ágúst 1970 kl. 14.00 og verður síðan fram haldið á eigninni sjálfri. Bæjarfógetinn á Siglufirði 21. ágúst 1970. Gangstéttarhellur með alslætti Seljum næstu daga lítið gallaðar hellur með miklum afslætti. Gott tækifæri fyrir fyrirtæki og einstaklinga að helluleggja ódýrt fyrir haustið. Opið þessa viku frá klukkan 8—22. Upplýsingar í síma 52467. HELLUVAL SF„ Hafnarbraut 15, Kópavogi. (Ekið Kársnesbraut til vesturs og beygt niður að sjónum yzt á nesinu). íbúð í Rafnarfirði Til sölu er ibúð í tvíbýlishúsi í Hafnarfirði (nærri Alverk- smiðju). Ibúðin er 164 ferm., 4 svefnherb., stofur, eldhús, þvottahús auk geymslu i kjallara og bilskúrs. Auk þess fylgir hlutur i sameign í kjallaraíbúð. Til greina kemur að selja hæðina sér eða með hluta í sameign i kjallara. Húsið er stað- sett á mjög fallegum stað. Upplýsingar i skrifstofu undirritaðs milli kl. 1 og 5. Lögmannsskrifstofa KNÚTUR BRUUN Simi 24940 og Grettisgötu 8. Aðstoðarlœknisstaða Staða aðstoðarlæknis við röntgendeild Landspitalans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja- víkur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna, Klapparstíg 26, fyrir 26. september 1970. Reykjavík, 24. ágúst 1970 Skrifstofa rikisspítalanna. Lœknisstaða við Rannsóknarstofu Háskólans er laus til umsóknar staða sérfræðings í líffærameinafræði. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykjavíkur og stjómarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd ríkisspitalanna, Klapparstig 26, fyrir 26. september n.k. Reykjavík, 24. ágúst 1970 Skrifstofa ríkisspítalanna. Ný sending. RIGA var að koma. Pantanir óskast sóttar strax. Nokkur hjól óseld. Kostnaðarverð hjólanna er krónur 13930.— Góðir greiðsluskilmálar. RIGA vélhjólin eru 2ja gira, rúmlega 2ja hestafla. Þau eru sérlega sterkbyggð og hafa reynzt ágætlega. INGVAR HELGASON, heildverzlun Vonarlandi við Sogaveg. Símar 84510—11. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 31., 32. og 33. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1970 á Nýbýlavegi 27 B, efri hæð, þinglýstri eign Sigurðar St. Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 2. september 1970 kl. 14. - sís Framhald af bls. 11 myndasamkeppni á vegum Gefj- unar um beztu tillögur að ýms- um handunnum vörum úr is- lenzkri ull. Tókst hún með ágæt um og fjöldi fallegra muna barst. Árangurinn varð til þess, að stofnsettur var „Hugmynda- banki Gefjunar,“ sem kaupir lopapeysur, herðasjöl, vettlinga og ýmsar vel gerðar ullarvörur, sem nú er hafinn útflutningur á. Þetta hefir orðið mörgum heim- ilum verulegur tekjuauki. 1 haust verður aftur efnt til hug- myndasamkeppni á vegum Hug- myndabankans, og gefst konum þá einnig kostur á að prjóna úr hespulopa frá Gefjuni, sem unninn verður . í hinum nýju kembivélum, sem verksmiðjan fékk í sumar. Efnt hefir verið til kynningar og námskeiða í kaupfélögunum, þar sem margs konar prjónles er kynnt og kon um veitt tilsögn i framleiðslu á þessum varningi. Þeirri starf- semi verður haidið áfram. tJTFLUTNINGUB OG MABKAÐSÖFLUN Á þessu ári hafa verið fram- leiddar ullarvörur, einkum peys ur og teppi, upp í samning við Sovétríkin, en samningsupphæð- in var um 98 millj. kr. Nú er búið að afgreiða upp í samn- inginn vörur að verðmæti 58 millj. kr. Þá hefir Iðnaðardeild SlS tekið þátt í nokkrum sölu- sýningum erlendis, og þátttaka í þeim hefir verið mjög gagn- leg með tilliti til markaðskönn- unar. Þar hafa einnig fengizt mikilsverðar upplýsingar vegna framleiðslu á nýjum vörum. SÍS er aðili að félaginu fs- lenzkur markaður h.f. á Kefla- víkurflugvelli. Vonir eru til, að markaðurinn, sem félagið rekur þar, stuðli að kynningu á ís- lenzkum iðnaðarvörum og mark- aðsöflun erlendis, auk þess sem veruleg sala eigi sér stað. SfS er aðili að markaðsfélag- inu Iceland Products Marketing í Bandaríkjunum, en það félag er nú að hefja undirbúning að víðtæku sölustarfi þar i landi á iðnaðarvörum Sambandsins. Nordisk Andels Export, sem er útflutningssamband samvinnu sambandanna á Norðurlöndum, hefir vörur frá íslenzku sam- vinnufélögunum til sölumeðferð- ar í sýningarbás sínum í Bella- centret í Kaupmannahöfn. Stóraukinn útflutningur er grundvöllur þess, að íslenzkur iðnaður geti vaxið og dafnað og orðið sá burðarás í þjóðlífi ís- lendinga, sem menn dreymir um. Framtíðarþróunin byggist þó mest á því, að verðbólguskriða kippi ekki fótum undan þessari starfsemi. Því miður virðist ekki bjart fram undan í þeim efnum. Flestir kostnaðarliðir eru stór- hækkandi, og það er fráleit ályktun, að hækkun á fiskverði erlendis réttlæti hækkun á reksturskostnaði í iðnaðinum. Þótt ýmsir möguleikar séu fyrir hendi að bæta reksturinn innan frá með aukinni vinnuhagræð- ingu og meiri tækni, er þetta þó vissum takmörkunum háð. Nú þegar hafa verið gerð stór átök í samvinnuverksmiðjunum á þessu sviði. Markaðsöflun og sölustarfsemi er mjög þýðingar- mikili þáttur. Þennan þátt verð- ur að styrkja. Koma þarf á fót skipulegri þjálfun starfsfólks í öllum verksmiðjunum. Rann- sóknarstarfsemi þarf að auka. Nýjar vörur þarf að framleiða. Verkefnin eru mörg og stór. Samvinnufélögin munu reyna áð leysa þessi verkefni á sem far- sælastan hátt. Sv.P. LE5IÐ Bntiiijiuiþuiy. r DRGIEGn Bæjartógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.