Morgunblaðið - 26.08.1970, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 26.08.1970, Qupperneq 17
MOROUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1970 17 Akureyrarvarpan Það er almenn stefna nú í vörpugerð að reyna að minnka viðnámið með þvl að stækka möskvana í skver og vængjum og lengja trollið, og Lóð- rétta opnunin er aukin með þvi að færa dráttarátakið yfir á fót reipið og losa þannig um höfuð- línuna, svo að hún geti lyft sér. Einnig eru vængirnir klofnir í þessu skyni (stjörnutrollin). Áður hefur verið sagt frá því hér á Síðunni, að prófessor Freedman (Sóvétti) hafi sagt, að hægt væri að smiða vörpu fyr- ir hvaða skip sem væri. Það er því máski skammt í það, að skip stjórinn gefi upp vélarafl skips síns, þegar hann pantar sér vörpu, og biðji um hana hæfi- lega fyrir það dráttarafl, sem skip hans hefur. Það er þessi leið, sem Akureyringarnir eru að fara með þeirri vörpu, sem þeir settu upp í fyrra og notuð er nú með góðum árangri á Sigurði Bjarna syni. Hér er ekki um neina upp finningu að ræða, það er víða um heim búið að taka í notkun vörpur saumaðar eftir ofan- nefndri „teoríu," um viðnám og lóðrétta opnun og það má bæta því við, að menn réðust ekki í að stækka möskvana fyrr en þeir uppgötvuðu að fiskurinn leitar ekki út í skverinn eða vængina, heldur „fælist", inn í mitt vörpuopið, undan höfuðlín unni, fótreipinu og leggjunum og vængendunum og það er sið- an belgurinn, sem veiðir hann. Þetta vissu menn ekki fyrir vist fyrr en þeir náðu myndum af því, hvernig varpa veiðir. „Það er erfitt að bera saman veiðihæfni veiðarfæra," segir Guðni Þorsteinsson, „og rétt að láta sér jafnan hægt I þeim efn- um, þó að eitthvað sýnist í fljótu bragði betra en annað. Við samanburð þyrfti eigin- lega allt að vera eins, skip, skip stjóri, mannskapur, veður, straumar, fiskigegnd og hegðan fisksins." Löng reynsla sannar þó jafnan um síðir yfirburði eins veiðarfæris yfir annað. Þess vegna er skylt að fylgjast með, hvernig Sigurði Bjarnasyni geng ur, en æskilegt væri þó að fleiri reyndu þessar vörpugerðir. Með því fæst fyrr úr því skorið, hvort þær henta okkur. Það er ekkert vafamál að vörpugerðir breytast hér eins og annars stað ar á næstu árum, en hér við land er botnlag víða slæmt og fiskurinn kenjóttur og því verðum við að finna það út fyr- ir sjálfa okkur, hvernig við eig- um að breyta vörpunni í sam- ræmi við kröfur tímans. Hug- myndina getum við tekið frá öðr Piltur af Vesturgötunni í greininni „Piltur af Vestur- götunni“ í síðustu Sjómanna- síðu, segir að Gunnlaugur afi Ágústs Ólafssonar hafi haft járnsmiðju að Vesturgötu 23. Þar átti að standa Ólafur faðir hans. Þá segir í greininni, að Ágúst hafi verið i þrjá áratugi í Græn landi en átti að vera f jóra. Þess má að lokum geta, að Ágúst Ólafsson varð 70 ára 1. ágúst s.l. um, en hitt verða sjómennirnir að reyna á sjálfum sér, þvi að skammt hrökkva þessar 700 þús und krónur, sem fiskifræðingarn ir ætla til veiðarfæratilrauna, af þessum 55 milljónum, sem Haf- rannsóknarstofnunin fær sam- kvæmt f járlögum. 1 meira en hálfa öld breytt- ist botnvarpan sáralitið en aukin þekking manna á hegðan fisks gagnvart veiðarfær inu leiddi strax af sér breyting- ar sem áður segir, og nú eru svo margar vörputegundir á döf inni að ekki verður tölu á kom- ið. Grantonvarpan gamla er þó ekki úrelt og enn eru allar botnvörpugerðir grundvallaðar á henni og kunnáttumenn segja, að hún hafi einn meginkost: hún sé „idiotproof". Það er: það geta allir hversu sem gáfna farinu er háttað veitt með henni. Hjörtur Fjeldsted, netagerðar- maður á Akureyri var í hitt eð- fyrra úti í Þýzkalandi að kynna sér vörpugerðir og þegar hann kom upp hannaði hann vörpu, sem sett var upp í netagerðinni Odda, forstöðumaður er Þor- valdur Guðjónsson. Sigurður Bjarnason, austur-þýzkur tog- pungur, eign Leós Sigurðssonar, skipstjóri Steingrímur Aðal- steinsson, hefur verið með þessa vörpu undanfarið og lánazt vel, einkum að sögn, þegar fiskur lyftir sér frá botni, þá kemur hin mikla lóðrétta opnun að not- um. Sigurður er ekki nema 250 tonn með 800 hestafla vél en varpan, sem hann notar er með 135 feta höfuðlínu (plús höfuð- línuleggjum) og talsvert garn- meiri en þær vörpur sem stóru togararnir nota. Það hefur því greinilega tekizt að minnka all- verulega viðnám vörpunnar. Möskvastærðin í skvernum eða toppnetinu er 200 mm„ og í belgnum 160—130—120 mm. Not- aðir eru 45—50 ferfeta hlerar við þessa vörpu. Vanræktur atvinnuvegur Meiri fjölbreytni í atvinnulíf ið — fleiri stoðir undir gjald- eyrisútveginn — þannig hljóð- ar dagskipanin. Gamlar og grónar iðnaðarþjóð ir í grennd við okkur bíða nú í óttablandinni óvissu um það, að hverju við helzt snúum okk- ur, þvi að þær efast ekki um það frekar en við sjálfir, að okkur verði auðvelt sökum meðfæddra yfirburða, að ryðja okkur til rúms með iðnvarning- inn, þegar við bara höfum ákveð ið hvað framleiða skuli. Aðrir eru þeir, sem halda að okkur muni haldkvæmara að uppgötva eitthvað, sem leggi undir sig markaði heimsins snarlega og átakalítið, og er ég einn af þeim. En meðan við bíðum eftir iðnaðarpatentinu, væri kannski ráð að sykra upp gamlar lumm- ur. Frá því sögur fara af þjóðum, hefur ein þjóðin hneigzt meira til siglinga en önnur, og hafa aðstæðurnar venjulega ráðið þar mestu um. Þó að nauðsyn kunni að hafa ráðið upphaflega, og mótað siglingaþjóðina, þá blasir sú staðreynd við, að sjómennska og siglingar eru einni þjóðinni eðlislægari atvinnuháttur en annarri, þó að lönd beggja liggi að sjó, og báðar hafi svipaða þörf fyrir siglingar og fiskveið- ar. Ég veit ekki hver raunin verð ur á í iðnaði, þar sem við þurf- um að vinna upp forskot, en í sjómennsku höfum við tvimæla- laust yfirburði, vegna legu landsins og þar af uppeldis og mótun kynslóðanna allt frá land námstíð, og manni finnst að þessa yfirburði ættum við að notfæra okkur. Að hafa þjálfað fólk til einhvers atvinnuvegar er af öll- um vísum mönnum talið nú á dögum frumskilyrði þess að at- vinnuvegur geti lánazt. Ein af nágrannaþjóðum okk- ar, Norðmenn, sem stundað hafa eins og við sjómennsku og sigl- ingar frá ómunatíð, og ræður því yfir þrautþjálfuðu fólki sem er runnin sjómennskan í merg og bein, notfærir sér þetta og hjá henni, eru siglingar arðbær at- vinnuvegur, sem færir henni miklar gjaldeyristekjur og hún eflir þennan atvinnuveg með ráð um og dáð. Norskir farmenn njóta mikils álits og af þeim sök um fara Norðmenn ekki halloka i samkeppninni, heldur eru fengnir til að annast flutninga fyrir aðrar þjóðir, sem ekki ráða yfir jafnþjálfuðu fólki til sigl- inga. Islenzkir farmenn njóta góðs álits hjá Norðmönnum. Þar er fjöldi þeirra starfandi nú og af því má marka að þetta eru engir skussar. Hvernig ætti það líka að vera? Þó að farmennska og fiskimennska sé sitthvað, þá er hvort tveggja sjómennska, og okkar farmenn jafnvel þótt sum- ir þeirra hafi alizt upp á trill- um, eru því þjálfaðir sjómenn og fyrsta flokks menn í starfi. Farmannadeildin við stýri- mannaskólann útskrifar um það bil þrjá tugi farmanna á hverju ári, en við eigum ekki skip fyrir þessa menn, og þeir. leita því annað -— margir fara út — samt fullnægjum við ekki eigin þörf með flutninga. Við höfum sem sé ekki manndóm til að skaffa þjálfuðu fólki atvinnutæki, en viljum óðir kaupa tæki fyrir óþjálfað fólk. Nú er það rétt, að það getur orkað tvimælis á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum hjá okkur, að hve miklu leyti við eig um að stofna til samkeppni um eigin flutninga og þá máski með þeim afleiðingum að lama þau flutningafyrirtæki, sem starf- andi eru, en þess gerist bara ekki þörf — farmennska og sigl ingar er góður alþjóða „business", ef um þjálfað fólk er að ræða. Við getum selt þessa þjónustu á alþjóðamarkaði eins og Norðmenn. Ef við höldum að við getum rutt okkur til rúms með iðnvarning á mörkuðum, af hverju þá ekki með þjónustu- starf eins og siglingar fyrir aðra? Farmannastéttina vantar at- vinnu og margir ungir menn eru óðfúsir að leita í farmennsku, þvi að það starf, eins og önnur sjómennska virðist eiga vel við okkur og falla vel að eðli okk- ar, sem á sér náttúrlega orsök, eins og I upphafi var bent á — við erum sæfaraþjóð frá fornu fari af náttúrlegum orsökum. Af hverju má ekki útvega þessu fólki atvinnutæki, sem hægt er að sanna að borga sig ? Ég hef áður skrifað grein um það, að komi maður inn i banka og vilji kaupa trillu og geti sýnt að trillan borgi sig og veiti hon- um atvinnu, þá fær hann ekki lán, trillan veitir ekki næga at- vinnu í landi. — Sama sjónar- miðið gildir um farmennskuna. Ef þú biður um bankaábyrgð til kaupa á skipi til siglinga, sem sér þrjátíu ferðamönnum fyrir at vinnu og þjóðinni gjaldeyri og borgar sig — þá færðu hreint nei — þetta skip skapar ekki atvinnu i landi. — Hins vegar máttu kaupa hvaða fleytu, sem þú vilt, og tapa eins og þú vilt á henni, ef þú getur séð 10 járniðnaðar- mönnum, 10 skipasmiðum og 10 verkamönnum fyrir atvinnu út á þessa fleytu. Sjómennska, hvorki far- mennska né fiskimennska, er við urkenndur sjálfstæður atvinnu- vegur með réttmæt sérsjónarmið. Ég hef áður i grein auglýst eft- ir því, hvar heyrzt hafi á und- anförnum árum I leiðurum blaða eða í greinarstúfum almenn- ings, að það þurfi að kaupa skip fyrir sjómenn og efla eigi sjó- mennskuna sem atvinnuveg, sem eigi rétt í sjálfum sér — og ekki aðeins til atvinnuaukningar fyr ir annað fólk. Það hefur enn þá ekkert kom- ið út á þessa auglýsingu. Það er búið að snúa þessu öllu við. Það er enginn að vinna fyrir sjó- manninn í landi, eins og var hér áður fyrr, heldur er sjómaður- inn að róa fyrir landmanninn. Frystihúsin eru ekki byggð eft- ir þörfum fiskibátanna, helduí fiskibátarnir eftir þörfum frysti- húsanna, sjómaðurinn fær að selja á markaðsverði eftir því, hvort vinnslustöð í landi vantar .fíann hans eða ekki, hann verð- ur jafnvel að flytja síld, sem hann saltar um borð, langan veg heim til íslands í stað þess að selja hana i næsta landi — af því að það þurfa þrír-fjórir menn i landi að handfjatla og selja tunnuna — þannig enda- laust. — Nýjasta herópið er þó máski sérkennilegast: — Islenzkar skipasmiðastöðvar vantar báta. — Byggjum báta fyrir isl. skipa- smíðastöðvar. Og öll þjóðin tapar vitaskuld á kerfinu, því að með þessu at- vinnubótasjónarmiði, sem ríkt hefur í fjóra áratugi, og ríkir enn, binzt sifellt fleira og fleira fólk í óarðbærri atvinnu, sem að eins hefur getað þrifizt með því að loka landinu með hafta- og tollamúrum. Frumskilyrði þess að við get- um nokkurn tímann orðið sam- keppnisfærir er að reka atvinnu bótasjónarmiðið burt úr atvinnu vegunum. Það hlýtur að vera hægt að útvega þessum fáu vinnufæru hræðum hér á landi 1 — þær eru nú ekki að verða nema 20 prósent af þjóðinni — hitt er í skólum og á hælum og sjúkrahúsum — arðbær störf ef það sjónarmið fær að rikja. Ein leiðin til þess er að efla sigl- ingar og farmennsku. Islenzk skip með íslenzka fán- ann við hún og íslenzka menn um borð, eiga að vera í förum um allan heim, á þeim vettvangi eigum við samkeppnisfært fólk. Farmannastéttin á rétt á at- vinnutækjum eins og aðrir, þó að þau borgi sig. —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.