Morgunblaðið - 26.08.1970, Page 24
24
MORGUNHLAÐIÐ, MIÐ'VTKtrDAGUIl 26. ÁGÚST 1970
49
seinna, að ráðizt hefði verið á þá
báða aftan frá, af einhverjum 6-
þekktum mönnum. Þegar hann
veitti honum banahöggið, œtlaði
hann því ekki að verða nærri
svona hættulegt.
— Þetta var þá að nokkru
leyti slys? sagði Duena.
— Já, árás með vopni og mann
dráp, en ekki morð að yfirlögðu
ráði.
— Ég er næstum fegin, sagði
stúlkan, lágt.
— Og þegar svo meistarinn
féll til jarðar, meðvitundarlaus,
varð Ralph ofsahræddur. Fyrsta
hugdetta hans var heiðarleg, —
að koma manninum, sem hann
hafði siasað, til læknis. Hann bar
meistarann þessi fáu skref að
bílnum, setti hann inn og ók til
borgarinnar. Þegar hann kom inn
í miðbæinn varð honum loks
Ijóst, hvað hann hafði gert. Hann
stanzaði í hliðargötu, tók veskið
upp úr vasa hans og nóga pen-
inga úr því til þess að koma sér
úr vandræðunum, en skildi svo
líkið eftir á miðjum veginum og
veskið skammt frá. Svo ók hann
í snatri í næturkrána og tók við
starfi sínu þar, eins og hann
gerði reglulega tvisvar eða þrisv
ar i viku hverri.
— En hvers vegna skilja hann
eftir á miðjum veginum? spurði
Grace Endicott og rak upp stór
augu.
— Hann vonaði, að þetta yrði
kennt einhverjum bílstjóra, sem
hefði ekið á hann. Þessi staðsetn
ing líksins var auðvitað mikil
bending, en mér sást yfir það í
fyrstunni.
— En hitinn? spurði George
Endicott.
— Jú, hann varð Ralph ein-
mitt að tvennu gagni: Hann
minnkaði umferðina niður i næst
um ekki neitt og dró það á lang
inn, að líkið fyndist.
— Biðið andartak, sagði Frank
Schubert. — Hvað þá um þennan
verkfræðing, sem ók þarna um.
— Meðan hann stóð héma við,
spurði hann enginn um, á hvaða
tíma hann hefði verið á ferðinni.
Ralph sagði það hafa verið þrem
ur stundarfjórðunum áður en
Sam fann líkið, og vitanlega and
mælti Gottschalk því ekki, þar
eð hann hafði enga hugmynd um
hvenær líkið fannst. Hann fór
þarna um þegar Ralph var að
ræna myrta manninn. Ralph tók
eftir óvenjulegum bíl og þegar
maðurinn kom við í næturkránni
á bakaleiðinni, hringdi Ralph í
lögregluna og vonaði, að Gott-
schalk yrði tekinn fastur fyrir
yfirkeyrslu.
Grace Endicott hristi höfuðið.
— Það er naumast pilturinn er
innrættur! Ég gæti varla hugs-
að mér það.Hann er likastur
dýri.
— En hvað meira um nætur-
hitann? ýtti Gillespie undir.
— Já, þessi mikli næturhiti gaf
Ralph alveg óvænta fjarveru-
sönnun. Þegar læknirinn, sem
kom í sjúkrabílnum ákvað dánar
stundina, gerði hann það á venju
legan hátt, með þvi að áætla hita
tapið. En honum sást yfir að
reikna með hinum óvenjulega
lofthita, og skjátlaðist því veru-
lega í áætluninni. Næturhitinn
hafði bókstaflega haldið líkinu
heitu. Það var ekki fyrr en hægt
var að ryðja þessari meintu fjar
vistarsönnun Ralphs úr vegi, að
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Reyndu a3 gleyma engu, er þú gerir innkaup.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Það er rétt að taka til athugunar einhverjar endurbætur heima-
fyrir.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Enginn virðist ætla að ofgera sér á vinnu í dag. Þú skalt eiga
frumkvæðið að athafnasemi.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Reyndu að Ijúka öllum hálfköruðum verkum í dag, svo að þú
mcgir taka til við nýtt verk að morgni.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Á svona dögum, eru jafnvel hversdaglegustu verkin skemmtileg.
Meyjan, 23. ágúst — 22. september.
Gramsaðu í gömlu dóti, fieygðu einhverju. I*ú finnur margt
skemmtilegt.
Vogin, 23. september — 22. október.
Reyndu að taka þér frí í einn dag, og borðaðu hoilan mat lika.
Þú ættir að geta hvilt þig án þess að svíkjast um.
Sporðdrekinn, 23. októb-er — 21. nóvember.
Reyndu að gleyma aldrei að þakka fyrir þeginn lax.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember
Þú skalt velja þér hrekklausa skemmtun í kvöld.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Líttu yfir farinn veg, og gleðstu yfir áfanganum, sem þú hefur
þegar náð.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Reyndu að tala um þau mál, sem liggja þér mest á hjarta.
Fiskamir, 19. febrúar — 20 marz.
Reyndu að ganga almennilega frá öllu, sem þú hefur unnið að.
Gleymdu ekki heilsunni i dagsins önn.
TRYSILÞILJUR:
ABACHI - FURA - UMBA
WENCÉ - EIK - OREGOH PINE
TEAK - PALISANDER
Einnig TRYSIL VEGGIR, 50 mm þykkir.
„ALPEX“ SPÓNAPLÖTUR:
þykktir 8 — 12 — 16 — 19
(væntanlegt) og 22 mm.
„ALPEX" hampplötur:
þykktir: 8 — 10 — 12 — 16 — 18 — 20 — 22 — 26 — 36 mm.
„ALPEX" trétex, hvítt, W þykkt, stærð 4x9 fet.
VIROPAN þiljur,
gullfallegar og ódýrar, vantsheld líming.
HARÐTEX „standard“ og olíusoðið.
„SWANWOOD"
mjög ódýrar, fallegar, plasthúðaðar þiljur.
Einnig höfum við á veggi: BRENNT OG SANDBLÁSIÐ GRENI,
BRASILÍSKA FURU, NORSKA FURU.
Harðviður í úrvali
Húsgagnaspónn Mikið urval
Ásbjörn Ólafsson hf.
Vöruafgreiðsla Skeifunni 8, sími 2 44 44.
ég gat vitað fyrir víst, að hann
var rétti maðurinn.
Tibbs var allt í einu orðinn
mjög þreytulegur. — Þá er eig-
inlega öll sagan sögð, sagði
hann. — Ég kom inn í nætur-
kránna og bað um glas af mjólk.
Hefði ég sagt „öskju", hefði ég
sennilega íengið hana. En sú til
hugsun, að ég færi að drekka úr
glasi þarna, kom honum úr jafn
vægi, og þegar ég gekk eftir því
að fá að borða þarna inni, varð
hann svo reiður, að hann lagði
hendur á mig. Þá gat ég tekið í
hann — ég hefði nú ekki átt að
fara þannig að, en ég vildi fá
einhverja fullnægingu. Hann fyr
irleit mig svo greinilega vegna
ætternis mins og taldi sjálfan
sig mér svo miklu æðri, að ég
vildi gjarna kenna honum dá-
litla lexíu. En vitanlega var það
barnaskapur.
Bill Gillespie ók Virgil til járn
brautarstöðvarinnar. Þegar hann
hafði lagt bílnum við pallinn,
steig hann út og tók tösku Vir-
gils. Tibbs skildi hann og leyfði
honum það.
Gillespie gekk á undan að
þeirri síðunni, sem lestin stanz-
aði við og setti niður töskuna við
eina bekkinn, sem bauð þeim er
biðu, takmörkuð þægindi.
— Ég hefði gjarnan viljað bíða
með þér, Virgil, en ég er alveg
að drepast úr syfju, sagði Gille-
spie. — Er þér sama þó ég fari?
— Vitanlega, Gillespie lög-
reglustjóri. Tibbs dokaði dálítið
áður en hann hélt áfram. *— Hald
ið þér, að það segist nokkuð á
því þó að ég hvíli mig hérna.
Veðrið er svo gott.
Gillespie vissi, án þess að gá
að þvi, að bekkurinn var merkt
ur hvítum mönnum. En nú var
orðið áliðið nætur og enginn
þarna viðstaddur.
— Ég skil ekki, að það geri
neitt til, sagði hann. — Ef ein-
hver segir eitthvað, þá segðu, að
það sé með mínu leyfi.
— Allt i lagi, sagði Tibbs.
Gillespie gekk tvö skref frá
honum, en sneri sér þá við.
— Þakka þér fyrir, Virgil,
sagði hann.
— Það var mér ánægja, sagði
Tibbs.
Giylespie langaði að segja eitt
hvað meira, en hætti við, þegar
hann kom því ekki upp. Maður-
inn fyrir framan hann var svart
ur og tunglsljósið gerði hviturn
ar í augunum í honum áberandi
í svörtu hörundinu.
— Jæja, góða nótt, sagði hann
í staðinn.
— Góða nótt, herra.
Lögreglustjóranum datt i hug,
að kveðja hann með handa-
bandi, en ákvað að láta það 6-
gert. Hann hafði gert það einu
sinni og það gat verið nóg. Það
gæti verið óheppilegt að endur-
taka það. Hann gekk til baka að
bílnum sínum.
Sðgulok.
Kona
sem er vön að smyrja brauð óskast, einnig stúlka til
afgreiðslustarfa.
Upplýsingar i skrifstofu Sæla-Café Brautarholti 22 •—
frá kl. 10 f.h. til 4 e.h.
Húsnœði óskast
Húsnæði um 200—300 fm, mega vera 2—3 samliggjandi hæðir,
óskast, 50—100 fm verður sem lager. Húsnæðið þarf helzt að
vera á I. hæð við aðalgötu eða hliðargötu í Reykjavík.
Þarf að vera laust sem fyrst.
Tilboð, sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist afgr.
Morgunblaðsins merkt: „HERTZ — 8359".