Morgunblaðið - 26.08.1970, Qupperneq 28
JMragMttMafrtö
nUGLVSinGRR
#*-»22480
MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGtJST 1970
Niðurstöður
skoðanakönnunar
Fulltrúaráðsins
1 GÆRKVÖLDI lauk skoðana-
könnun innan Fuiltrúaráðs Sjálf
stæðisfélaganna í Reykjavík um
frambjóðendur I prófkjör Sjálf-
stæðismanna vegna næstu al-
þingiskosninga. Þessi skoðana-
könnun er fyrsta stig í vali fram
bjóðenda í prófkjörið en annar
þáttur þess vals er nú hafinn.
Er hann fólginn í þvi, að flokks
bundnir Sjálfstæðismenn i
Reykjavík hafa rétt á að gera
tillögur um frambjóðendur í próf-
kjörið og er framboðsfrestur til
29. ágúst n.k. (Sjá nánar frétt
á bls. 2).
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar, sem lauk í gærkvöldi hafa
eklki verið birtar en Morgunblað-
iinu er kunnugt um, að Jóhann
Hafstein, forsætisráðherra, varð
efstur að atkvæðaimagni, Geir
IHallgrímsson, borgarstjóri varð
næstur og Pétur Sigurðsson, al-
þingismaður, hlaut þriðja mesta
atkvæðamagnið.
Þau, sem næst urðu að at-
kvæðamagni eru (nöfn þeirra
Laxármálið:
Sýslumenn
sáttasemjarar
SÝSLUMENN Eyjafjarðar- og
Þingeyjarsýsiu, þeir Ófeigur Ei-
riksson og Jóhann Skaptason,
hafa verið skipaðir af iðnaðar-
málaráðherra sáttasem jarar í Lax
ármálinu.
Morgunblaðið náði í gær tali
af Ófeigi, og kvaðst hann þá rétt
í þessu hafa verið á fá skipunar
bréfið. Væri enn ekki afráðið,
hvenær þeir mundu halda fund
með deiluaðilum, en hann og Jó
hann hygðust hittast nk. fimmtu
dag til að ræða málið.
birt í þeirri röð, sem atkvæða-
magn þeirra sagði til um): Ól-
afur Bjömsson, Auður Auðuns,
Birgir Kjaran, Gunnar Thorodd-
sen, Ragnhildur Helgadóttir,
Þorsteinn Gíslason, Guðmundur
H. Garðarsson, Ellert B. Schram,
Geirþrúður Bernhöft, Sveinn Guð
mundsson, Gunnar J. Friðriks-
son og Hörður Einarsson. Allir
þessir aðilar fengu yfir 20% at-
kvæðamagns en skv. reglum um
skoðanakönnunina hljóta 12
efstu sæti á prófkjörslistanum,
enda hafi þeir hlotið 20%
greiddra atkvæða.
Myndin er af bátnum, þar sem hann liggur á hliðinni á skerinu utan við höfnina í Ólafsvík. —
Sjá frétt á bls. 20. (Ljó sm. Mbl.: Hinrik Konráðsison) —
Dregur til tíðinda í Laxárvirkju narmálinu:
Skörð rof in við stíflu-
garð í Mið-Kvísl
í*ingeyingar segja hana byggða án heimildar
og eyðileggja urriðagöngu í Mývatn
Björk, Mývatnssveit, 25. ágúst.
I KVÖLD kl. 19 mættu á annað
hundrað manns úr Mývatnssveit
og víðar úr Þingeyjarsýslu við
stíflu Laxárvirkjunar í Mið-Kvísl
milli Arnarvatns og Geirastaða.
Stífia þessi er steinsteypt og brú
yfir hana, en mannskapurinn tók
sig til og rauf 5—8 metra skarð
beggja vegna stiflunnar, en þar
var fyrir steypa og malarfylling.
Var beitt dráttarvélum, hökum,
skóflum og síðast dínamíti við
þessa framkvæmd.
Forsaga þessarar stiflugerðar
er þessi: Þegar lokið var hinum
N auðgunar kær a
RANNSÓKNARLÖGREGL-
UNNI barst í gær kæra um að
þritugri stúlku hefði verið nauðg
að, og var máiið enn i rannsókn
í gærkvöldi.
Lögreglan handtók manninn,
sem grunaður er um nauðgunina,
og er hann í gæzluvarðlhaldi. >á
var farið með stúlkuna í læfcnis-
rannsókn, en endanlegar niður-
stöður hennar lágu ekfci fyrir.
Allt bendir þó til þess, að kæran
sé á rökum reist.
miklu stíflumannvirkjum 1960 í
Yztu-Kvísl hjá Geirastöðum, þ.e.
við Mývatnsósa, en með þeim
gat hún algjörlega haft vald á
vatnsyfirborði Mývatns, sneri
hún sér næst að því að stífla
Mið-Kvisl. Landeigendur fullyrða,
að aldrei hafi verið samið við
þá um þessa framkvæmd, og hún
unnin gegn þeirra vilja. Engar
skaðabætur hafi heldur fengizt
greiddar.
Með þessum aðgerðum var al
gjörlega lokað samgönguleiðum
silungs milli Mývatns og Laxár.
Afleiðingin hefur lika orðið sú,
að urriðaveiðin hefur farið stór-
þverrandi, bæði í Mývatni og í
Laxá, enda urriðanum lífsnauð-
syn að hafa greiðan aðgang að
Mývatni. Það hefur oft komið
til tals meðal manna hér að rjúfa
þessa stíflu, enda aldrei lögleg
heimild fyrir byggingu hennar,
þótt eigi hafi komið til fram-
kvæmda fyrr en nú.
Allir þeir fjölmörgu Mývetn-
Morgunblaðið reyndi árangurs-
iaust seint í gærkvöldi að ná
sambandi við stjórnarmenn Lax-
árvirkjunar til að leita upplýs-
ingar og Þingeyingar, sem unnu um gildi þessarar stíflu fyr-
að þvi að rjúfa stífluna, gera
sig ábyrga hver fyrir annan og
allir fyrir einn. Auðvitað eru þess
ar aðgerðir miðaðar við það að
sýna Laxárvirkjunarstjóm svart
á hvítu, að Þingeyingar láta ekki
sitja við orðin tóm í stríðinu gegn
Gljúfurversvirkjun.
— Kristján.
Laxárvirkjun og viðbrögð
þeirra gegn þessum aðgerðum.
Eins reyndi blaðið að ná í sýslu-
mann Þingeyinga og spyrjast fyr
ir um hver yrðu viðbrögð yfir-
valda við þessum aðgerðum, en
ekki náðist heldur samband við
hann.
Stórrigning
Sólarhringsúrkoma um helming-
ur meðalúrkomu ágústmánaðar
MIKIL úrkoma var sunnanlands
í gærmorgun og fyrrinótt. Sólar-
hringsiirkoman var þá víða um
þriðjungur eða helmingur meðal-
úrkomunnar í ágústmánuði öll-
1 Loftsölum var sólarhringsúr-
Óttaðist að ég væri að deyja
66
55
— segir maöurinn, sem á laugardagskvöld var
fluttur í sjúkrahús ósjálfbjarga af neyzlu hassis
„ÉG hafði enga stjóm á hugs-
un minni, gat ekki einbeitt
mér að neinu, var ýmist ofsa
kátur eða skelfingu lostinn og
óttaðist, að ég væri að deyja“.
Þannig lýsti maðurinn, sem á
sunnudagskvöld var fluttur í
slysadeild Borgarspítalans ó-
sjálfbjarga af völdum hassis,
líðan sinni eftir að hann hafði
reykt tvær pípur um kvöldið.
Maðurinn kvaðst ékki hafa
fundið til neinna breytinga við
fyrri pípuna og því þegar feng
ið sér aðra. Þá létu áhrifin
ekki á sér standa; maðurinn
valt út af máttlaus með öllu
og hugur hans tók á rás. Lá
manninum ýmist við gráti eða
hlátri, honum fannst eina
stundina hann verða að gera
eitthvað en í sömu andrá varð
hið sama mesta fásinna. Hann
kvaðst allan tímann hafa vit-
að af umhverfi sínu en alls
ekki getað einbeitt sér að því
frekar en öðru. Svo langt gekk
hugsanaruglingur mannsins,
að hann taldi sína síðustu
stund upp runna, sem fyrr seg
ir.
Hann kvaðst hafa keypt-efn
ið af tveimur mönnum, sem
hann hitti á götu í miðborg-
inni að loknum dansleik um
fyrri helgi. Hann var þá
drukkinn og tók mennina tali
og útkoman varð sú, að hann
keypti af þeim hass en hvað
hann greiddi fyrir man hann
ekki. Hann segir menn þessa
hafa verið íslenzka en getur
ekki gefið frekari lýsingu á
þeim.
Læknir sá, er við manninum
tók á slysadeild Borgarspítal-
ans, sagði Morgunblaðinu, að
maðurinn hefði verið með öllu
ósjálfbjarga, er kunningjar
hans komu með hann, iíkt og
um ofurölvi mann væri að
ræða.
Maðurinn var hafður í slysa
dei'ldinni nokkum tíma, þar
til hann hafði jafnað sig að
mestu en þá tók rannsóknar-
lögreglan hann í sínar hendur.
Mál þetta er fyrsta sinnar
tegúndar, sem rannsóknarlög-
reglan hefur afskipti af. Mað-
urinn afhenti rannsóknarlög-
y reglunni nokkur grömm af efn
inu og voru þau í gær send
Þorkeli Jóhannessyni prófess-
or til rannsóknar. Hann tjáði
Morgunblaðinu, að niðurstaða
myndi liggja fyrir undir viku-
lok en að henni fenginni mun
rannsóknarlögreglan ákveða
næsta skref í rannsókn máls-
ins.
koman 60 mm og svipað var í
Vestmannaeyjum. 57 mm voru á
Kirkjubæjarklaustri og 54 mm
á Þingvöllum en 25 mm hér í
Reykjavík. Meðalúrkoman á
þessum stöðum í ágúst, er sem
hér segir: Reykjavík 66 mm, í
Vestmannaeyjum 108 mm, á
Þingvöllum 105 mm og á Kirkju-
bæjarklaustri 156 mm.
Veðurstofan gerði í gær ráð
fyrir áframhaldandi suðlægri átt
sunnanlands og vætusamri tið.
Norðanlands var þurrt og hlýtt
í veðri — 18 stig á Sauðárkróki
og 17 stig á Akureyri.
5 bátar
með góðar sölur
FJÓRIR síldveiðibátar seldu í
Danmörku í gær og einn í Þýzka
landi. Örn seldi 44.5 tonn fyrir
897 þúsund, Kristján Valgeir
seldi 29 tonn fyrir 541 þúsund,
Þorsteinn seldi 55 tonn fyrir
1.082 millj. og Jón Garðar seldi
32 tonn fyrir 745 þúsund krónur.
Náttfari seldi í Þýzkalandi alls
50 tonn fyrir 990 þúsund. Meðal-
verð var hæst hjá Jóni Garðari
eða 23.27 kr. á kíló.