Morgunblaðið - 09.09.1970, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SEPT. 1970
O
ísraelsmenn hafa ákveðið að hætta þátttöku í friðarviðræðun-
um í New York þar til Egyptar hafa flutt á brott eldflaugar
þær, sem ísraelsmenn segja að þeir hafi flutt að Súez-skurði
síðan vopnhlé gekk í gildi 7. ágúst. Á myndinni er frú Golda
Meir, forsætisráðherra, að koma af stjórnmálafundi þar sem
hún setti fram þessa kröfu.
1 tjöldum
í sóttkvínni
Kaupmamraahöfn, 7. sept.---
NTB
DANSKIR hermenn reistu í dag
tjöld á lóð Blegdam-sjúkrahúss-
ins í Kaupmannahöfn, og er ætl-
unin að þar dveljist um það bil
50 manns, sem voru settir í sótt
kví í dag vegna bólunnar, og
170 manns, sem verða settir í
sóttkví á morgun. Horfið var frá
því ráði að einangra fólkið á
mörgum stöðum og ákveðið að
hafa það allt í einangrun á sama
stað.
f Stokkhólmi er sagt að allir
farþegamiir, sem ferðuðust með
SAS-flugvélinini með norska
bólusj úklingnum f rá Af ghanist
an, til Kaupmannahafnar og það
an til Svíþjóðar, hafi verið settir
í sóttkví í dag að tveimur und-
anskildum. Lýst hefur verið eft
ir farþegunum, sem ekki hefur
tekizt að hafa upp á, bæði í Sví
þjóð og erlendis. Tekizt hefur að
hafa upp á flestum ef ekki öllum
þeim Svíum, sem fóru frá Skods
bcnrg-hælinu meðan Norðmaður-
inra dvaldist þar 27.—31. ágúst.
Líðan norska bólusjúklings-
ins hefur hrakað nokkuð, en ekk
ert bendir til þess að hann hafi
smitað þá sem nú hafa verið
settir í sóttkví. Meðal þeirra sem
hafa verið settir í sóttkví er
starfsfólk í sjúkrcLhúisiniu sem
Norðmaðurinn dvelst á.
í Álasundi í Noregi hafa tveir
verið settir í einangrun, en lítil
hætta er sögð á smitun. Annars
staðar í Noregi hafa kennarar og
nemendur við skóla og fjölskyld
ur þeirra verið settar í sóttkví,
þar sem eirara nemandinn var í
Skodsborg þegar bólusóttartil-
fellið kom upp. Alls hafa 29
Norðmemi komið til hælisins
þann tíma, en smituraar hefur
ekki orðið vart.
blaðbííroarfolk
OSKAST í eftirtalin hverfi
Bergstaðarstrœti — Hverfisgötu trá 14-56
— Laufásvegur frá 58-79 — Hátún
Rauðarárstígur frá 1-13 o.fl. — Lindargata
Skúlagata
TALIÐ VIÐ AFGREIÐSLUNA í SÍMA 10100
BÚTASALAN
hefst í dug
ÞÚSUNDIB BÚT Al
álnavöru
markaður
BUTAR BUTAR
Lokað í hádeginu kl. 11,30 - 13,00
HVERFISGOTU 44
Álnavörumarkaðurinn er að Hverfisgötu 44