Morgunblaðið - 09.09.1970, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. SBPT. 1970
Otgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjón'
Auglýsingastjóri
Rítstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 165,00 kr.
f lausasölu
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjöm Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Simi 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 22-4-80.
á mánuði innaniands.
10,00 kr. eintakið.
ÓVIÐUNANDI ASTAND
17'lugvélaránin, sem framin
* voru um helgina, hafa
vakið heimsathygli. Arabísk-
ir skæruliðar rændu þremur
stórum farþegaþotum en rán
þeirrar fjórðu mistókst. Risa-
þota af gerðinni Boeing-747
var sprengd í loft upp á flug-
vellinum í Kairó skömmu
eftir að farþegar höfðu yfir-
gefið flugvélina, en tvær þot-
ur bíða enn í Jórdaníu með
farþega innanborðs. Hinir
arabísku skæruliðar hafa hót-
að að sprengja þær í loft upp
með farþegum innanborðs, ef
ríkisstjómir þriggja Evrópu-
landa iáta ekki að kröfum
þeirra og láta lausa hermd-
arverkamenn, sem í haldi eru
í þessum löndum. Ríkisstjóm
ir V-Þýzkaiands og Sviss
hafa þegar orðið við kröfum
skæruliðanna, en brezka rík-
isstjómin hefur ekki að svo
stöddu viljað verða við þeim.
Bersýnilegt er, að óþolandi
ástand er að skapast í far-
þegafluginu, er óbreyttir far-
þegar verða leiksoppar í
þeirri stjómmálabaráttu, sem
háð er í Austurlöndum nær.
Það er líka með öllu óvið-
unandi, að rí'kisstjómir fjöl-
margra landa séu knúðar til
að láta lausa lögbrjóta, sem
jafnvel hafa mannslíf á sam-
vizkunni.
Þeir, sem að þessu fram-
ferði standa, em arabískir
skæmliðar, og þeir virðast
geta athafnað sig að vild í
hvaða landi Araba, sem er,
einkum þó Jórdaníu og
Egyptalandi. Við þetta verð-
ur ekki unað til lengdar. Tak
ist ekki að stöðva flugvéla-
ránin, er einsýnt, að allt far-
þegaflug til og frá þessum
löndum og með farþega af
arabísku þjóðerni hlýtur að
leggjast niður.
Málsstaður Araba í deilun-
um fyrir botni Miðjarðar-
hafs hefur notið vaxandi
skilnings á Vesturlöndum.
Þeir, sem áður litu svo á, að
hin litla þjóð, sem byggir
ísrael, berðist hetjulegri bar-
áttu gegn ofureflinu, gera sér
nú ljóst, að Arabar hafa einn-
ig nokkuð til síns máls og að
Palestínu-Arabar hafa verið
órétti beittir. Þetta jafnvægi
í afstöðu manna á Vestur-
löndum tit deilumála ísraels
og Arabaríkjanna á sinn þátt
í því, að skapa það andrúms-
loft, sem nauðsynlegt er til
að deiluaðilar geti a.m.k.
ræðzt við.
En framferði flugvélaræn-
ingjanna stefnir þeirri vax-
andi samúð, sem málsstaður
Araba nýtur, í voða. Ef ríkis-
stjómir Jórdaníu og Egypta-
lands láta þessa framkomu
óátalda er ljóst, að þær setja
mjög niður í augum umheims
ins. Flugvélaránin eru að
verða alþjóðlegt vandamál,
sem flugþjóðimar verða að
taka föstum tökum. Ef aðrar
leiðir eru ekki færar verður
að gera það með þvingunar-
aðferðum af því tagi, sem
flugvéláræningjamir og
þeir, sem skjóta skjólshúsi
yfir þá, skilja. Því verður
ekki unað, að saklaust fólk
verði fómarlömb þeirrar bar-
áttu, sem þama er háð.
Forsetakjörið í Chile
lvrýlega er lokið forsetakosn-
’ ingum í Chile og nú hef-
ur það gerzt að yfirlýstur
marxisti, sem hefur það á
stefnuskrá sinni að gera Chile
að sósíalísku ríki, hefur
hlotið flest atkvæði í lýð-
ræðislegum kosningum. Á
hinn bóginn kemur það end-
anlega í hlut þjóðþingsins að
velja forsetann, þar sem eng-
inn frambjóðenda hlaut yfir
helming atkvæðamagns eins
og tiiskilið er. Eðlileg niður-
staða þjóðþingsins væri að
kjósa þann, sem flest at-
kvæði hlaut í hinum al-
mennu kosningum, en talið
er hugsanlegt, að andstæð-
ingar Allende reyni að koma
í veg fyrir það.
Það væri vissulega áfall
fyrir lýðræðið, ef tækist að
koma í veg fyrir, að sá mað-
ur, sem flest atkvæði hefur
hlotið í forsetakjöri setjist í
valdastól. Vonandi tekst lýð-
ræðisöflunum í Chile að forða
slíku óhappaverki. Kosning
Allende er sögulegur við-
burður og óneitaniega verð-
ur fróðlegt að fylgjast með
því, hvernig honum vegnar
að takast á við hin hrika-
legu vandamál, sem við blasa
í Chiiie, ekki síður en í öðr-
um löndum Rómönsku Am-
eríku. i
Stóraukin
verzlunarviðskipti
milli Rússa og V-í*jóðverja
fylgja sennilega í kjölfar
griðasáttmálans
Eftir Boris Kidel
IÐNREKENDUR í Vestur-
Þýzkialandi gera sér voinir um
Stóraukinn útflutning til
kommúnistaríkjanna í kjölfar
griðasáttmálans við Sovét-
ríkin. Stjórniarformaður
Krupps, stálfyrirtækisina
ritsavaxna, en bainn heitir
Bertihold Beitz, hefur spáð
t>ví, að útflutninigur Vestur-
Þýzkalands til kommúnista-
ríkjanma muini aukast úr 5%
af heildarútflutningi lands-
imis, eins og nú er, upp í 15
eða jafnvel 20% af útflutn-
ingnum á næstu árum. Að
áliti hans var það fynst og
fremst þörf Sovétríkjanna á
framleiðslutækjum frá Vest
ur-Þýzkalandi og á tækníi-
þekkingu, sem olli því, að
Sovétstjórnin leitaði eftir
samkomulagi við Bonmistjórn-
ina.
Jafnvel fyrir undirritun
fíriðasáttmála V-Þýzkalands
og Sov étríkj anrna í Moskvu
var V.-Þýzkalaind orðið það
land á Vesturlöndum, þaðan
sem mest var flutt út til Sov-
étríkjanna og kommúnista-
ríkjanna í heild. í fynra nam
útflutningur þess til komm-
ún'istaríkj anna 1,842 millj.
dollara og var þannig nær
þrisvar sinnum meiri en út-
fflutningur Bretlands til sömu
rikja.
Sovézku leiðtogarnir eru,
eins og glöggt kom í Ijós í
viðræðunum, sem Willy
Brandt kainzlari og aðrir vest-
ur-þýzkir stjórnmálameinn
áttu við þá í Moskvu, mjög
ákafir í að geta aukið verzl-
unarviðskipti við önnur lönd
í verulegum mæli. Iðnaðar-
máttur V.-Þýzkalandis virðist
greiinilega hafa seiðmögnuð
áhriif á þá menn í Kreml, sem
eru að reyina að greiða úr
ógnvekjandi efnahagserfið-
leikum lands síns.
Þeir viðhöfðu mikið orð-
s'krúð um hið nýja samkomu-
lag milli stjórnanrua í Moskvu
og Bomin og töluðu vomgóðir
um aðstoð af hálfu V.-Þýzka-
lar.ds í þvi að hagnýta nátt-
uruauðæfi Rúaslands. Sumir
embæt'tismenn gáfu meira að
segja til kynna, að unnt yrði
að gera samning til 20 ára um
efnahagslega og tækmiilega
samvinnu. Karl Schiller, efna
hagsmálaráðherra V.-Þýzka-
lands og Hans Leussink vís-
indamálaráðherra hefur verið
boðið til Moskvu í þessum
mánuði, sennilega til byrjun-
arkörjnunar á samstarfs-
möguleikunum.
Fyrsta meiriháttar tilraun-
in til fra'mtíðarsamvinnu er
beiðni Sovétstjómarinniar
til Daimler-Benz-verkismiðj-
anina, sem framleiða Merced-
es-bifreiðarnar, um að reisa
verksmiðju í Sovétríkjunum,
sem gæti framleitt 150,000
sitórar vörubifreiðar á ári, á
bökkum Kama-fljóteins í
grennd við Kazan hvni í miðj-
um Sovétrikjunium. Þar sem
Diaimler-Benz myndi ekki
eitt geta ráðið við slíkt risa-
verkefni, er fyrirtækið að
reyna að korna á samvinnu
við fyrirtæká í öðrum lönd-
um og eru það Renault í
Frakklandi, hollenzka fyrir-
tækið DAF og ef til vill
brezku Leyland-verksmiðj-
urnar.
Eins og við öll önnur mikil-
væg verkefini af þessu tagi í
Sovétríkjunum eru erfiðleik-
arnir einikum í því fólgni'r,
hvernig unnt verði að afla
fjármagns til þess. Það sem
Sovétríkin geta boðið í út-
flutninigsvörum til þess að
greiða fyrir vörubílaverk-
smiðjuna við Kama, hefur
takmarkað gildi fyrir Vestur-
lönd. Sovétríkin áttu þegar á
síðasita ári að stríða við óhag-
stæðan viðskiptajöfnuð við
V.-Þýzkaland er nam nálægt
75 millj. dollurum.
Eina lausnin virðist vera að
láta Rússum í té lán til langs
tíma. Berthold Beitz, sem er
einn af fremstu sérfræðing-
um á sviði viðskipta miilli
austurs og vesturs, hefur
mselt eindregið með öiiátum
lánskjörum til þess að greiða
fyrir sölu á þýzkum vörum til
Sovétríkjanna. Hann heldur
því fram, að viðskiptasamn-
ingar við Sovétríkin, sem
gerðir yrðu til langs tíma,
myndu veita V.-Þýzkalandi
raunhæfari vernd en hermað-
arráðstafanir. Það er ódýrara
að láta Rússum í té hagstæð
vaxtakjör, heldur en að ausa
fé í framleiðslu hengagna.
Vestur-þýzka stjórnjin hefur
og gefið í skyn, að hún sé
reiðubúin til þess að ábyrgj-
ast að minnsta kosti hluta af
mauðsyimlegu lánsfé í því
skyni að greiða fyrir við-
skiptasamniingum við Daiml-
er-Benz.
Fyrirhuguð vörubílaverk-
smiðja er aðeiras eitt af mörg-
um fyrlirhuguðum verkefn-
um, sem nú eru til athugun-
ar. Sovétríkin eru tekin að
leita inin á miý svið og hafa
sýnt afar mikinn áhuga á
tæknibúnaði Þjóðverja og
efmaiðnaði þeirra. Eitt þýzkt
fyrirtæfci hefur þegar gert
samning um að reisa verk-
smiðju til framleiðslu á gervi
gúmmíi og á verfcsmiðja
þessi að kosta nær 25 millj.
dollara. Þá eru önnur vest-
ur-þýzk fyrirtæki að gera
samnimiga um að koma upp
verksmiðjum til framleiðslu
á olíuiðnaðarvörum og tilbún
um áburði.
Vestur-þýzkir embættis-
menn gera sér fulla grein fyr-
ir því, að vúj i Brandte til
þess að viðurkenna núver-
andi landamæri í Evrópu haíi
ráðið afar mifclu fyrir Rússa,
er þeir gerðu griðasáttmál-
ann við V.-Þýzkaland fyrir
skemmstu. Rússar gerðu sér
það ljóst, að núverandi stjórn
í Bonn, sem lýtur forystu
jafnðarm'anma, veitti þéim
eiinistakt tækifæri til þess að
kornast að víðtæku samkomu-
lagi við V.-Þýzkaland.
Sú skoðun er þó ríkjandi
í Bonn, að eínahagsástæður
hafi skipt þar mjög miklu
máli. Sovézku leiðtogarnir
tóku ákvörðun sina um að
reyna óvænt að n(á sam-
komulagi við Vestur-Þjóð-
verja, sem allt fram að þessu
hafa verið úthrópaðir sem
..stríðsóðir hefndarsinmar", á
sarna tíma og efniahagslíf Sov
étrlkjanna á við alvarlega
örðugleika að etja.
Aukningin í iðn'aðarfram-
leiðslu Sovétríkj annia á síð-
asta ári var sú minmsta allt
frá styrjaldarlokum að áliti
þýzkra sérf'ræðiimga. Sovétrík
in skortir auk nýrra iðn-
greina nýjar vélar, sem kom-
ið geti í Staðinn fyrir úreltar
vélar í þeim verksmiðjum,
sem til eru. Þrátt fyrir tækni-
framfarir er talið, að Sovét-
rí'kin ei'gi nú aðeins 4200 tölv-
ur borið saman við 5800 í
Vestur-Þýzkalandi. Og því
er háldið fram, að sovézkar
tölvur séu þremur kyinslóð-
um á eftir þeim, sem fram-
leiddar eru hjá Siemene-
verkismiðjunum í V.-Þýzka-
landi.
Sú staðreynd, að leiðtogi
sovézka kommúnistaflokks-
ins, Leonid Brezhnev, gerði
hlé á sumarleyfi sínu til þess
að eiga fjögurra klukku-
stunda fund með Brandt, gef-
ur í augurn Þjóðverja til
kyrurua, hve mikinn áhuga
Rússar hafa á efnahagsBam-
vinniu. Afstaða sovézku leið-
togana hefur va'kið miklar
vonir í Bonn um, að þeilr séu
reiðubúnir til þess að sýna
sáttfýsi í Berlínanmáliinu, en
á það er litið sem meginþol-
raun á, hver áform Rússa
eru, en fjórveldaviðxæðurnar
um Berlín eiga að hefjast að
nýju í þessum mánuði.
— OBSERVER