Morgunblaðið - 27.09.1970, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1970, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESRÓK 219. tbl. 57. árg. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1970 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flugslys í Færeyjum: Sex Islendingar meðal 34 um borð ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun ríkti óvissa um afdrif þeirra 30 farþega og 4ra manna íslenzkrar áhafnar á Fokker Friendship flugvélinni TF-FIL, sem fórst á fjallinu Knúkur á Mykinesi í Færeyjum í gær. Fregnir hermdu að allir hefðu komizt af, en nokkrir illa særðir og ennfremur að fimm eða sjö væru lokaðir inni í einum hluta flaksins, sem er í þrem pörtum við rætur fjallsins. Eldsneytið flóði þá allt í kringum flakið, en ekki liafði kviknað í vélinni. Þegar síðast fréttist voru 13 manns komnir til Mykiness, en þrír þeirra voru sagðir illa slasaðir. Þá var danska varðskipið Hvíta- björn komið til Mykiness með lækna um borð og hjúkrunar- lið. Auk þess voru fleiri björgunarsveitir á leið á slysstaðinn, t.d. frá Sörvogi. Flugvél frá Keflavíkurflugvelli tókst að varpa lyfjum niður við Hvítabjörninn. Veður fór mjög versn andi. Auk íslenzku áhafnarinnar um borð í flugvélinni, sem fórst voru tveir íslendingar, en ekki er Morgunblaðinu kunnugt um nöfn þeirra. Bjarni Jensson flugstjóri Hinir farþegarnir voru flest ir danskir og færeyskir. Flug- stjóri í þessari ferð var Bjarni Jensson, Páll Stefáns- son aðstoðarflugmaður og flugfreyjur Hrafnhildur Ólafs dóttir og Valgerður Jónsdótt- ir. KNÚKUR 560 M. HÁR Folkker fluigvélin sem ihér um ræðir vair sameign SAS og Fliug- félags íslands, en flugfélagið ann aðist retesbuirinn. Véliki vax á leið frá Björigivin til fiuigvallarimls í Vogum á Vogey. Vélin kom frá Kaupmannialhiöfn, en haifði vegna veðurs orðið alð bíða tvo sólar- hriniga í Björgvin. Mikil þoka var yfir Mylkiraesi, þegax fiuig- vélin kom þaingaið í gænmorgura. Hún svetoiaði yfir í hálftíimiav en var á leið til lendimgar 'þegair slysið varð. Knúkur er 560 metra há’t't fjáll og að sögn Arge, frétta- ritaira Morgunlblaðsins í Færeyj- urai, á aötflugsleið til fhiigvallair- tos, en þó niokkru raeðar. Tail- Framhald á t>ls. 2 Flugvélin sem fórst Páll Stefánsson aðstoðarflugmaður Nasser segir slátrun 1 Jórdaníu — Hussein neitar og kveður vopnahlé virt - Segir nýja ríkistjórn í undirbúningi Beiruf og Kairó, 26. sept. — AP. EGYPTAR sökuðu í dag Jór- dani um að hafa brotið hi8 sólarhrings gamla vopnahlé og sögðu, að stefnt væri að því að „útrýma“ Palest- ínuskæruliðum í land- inu. Hussein, Jórdaníu- konungur lýsti því hins vegar yfir í útvarpinu í Amm an í morgun, að her hans virti vopnahléð „þrátt fyrir endalausar ögranir,“ eins og hann orðaði það. Hvatti Hussein skæruliða til þess að „láta með öllu af ágreiningi og vopnaviðskiptum.“ Þá til- kynnti Hussein í útvarpinu að ný ríkisstjórn „yrði mynd- uð innan fárra klukku- stunda,“ til þess að taka við af herforingjastjórninni, sem hann sjálfur kom á laggirnar áður en bardagar hófust í Jórdaníu. Herforingjastjóm- in sagði af sér á föstudag. Konungur saigði, að Jórdaníu- her sæti um kyrrt og hefðist ekkli að umíhverfis Ramtha og Irbid, um 80 km norðan Amman. Husisein ®agði að allt væri með kyrrum kjörum í Ammam, „ef frá eru tekin einstök atvdte, þar sem ráðizt hetfur verið á sfjórn- arheriran.4‘ Hussein sagði, að ýmsir hópar skæruliða væru vopnahléinu andsnúnir og reyndu þeir eftir megni að graía undan því. Ásak- anirwar um að Jórdanir hefðu rofið vopnahléð komu friam í Skeyti, sem Nasser, Egyptalands fonseti, sendi Hussein, og lesið var í útvarpið í Amiuan. Skeyt- ið var sent í nafni níu Araha- ríkja, en leiðtogar þeirna sitja nú fund í Kaíró. í fréttum frá Jórdaníu í gær- kvöldi sagði að bardögum væri loteið. Útgöngubanndnu, siem ver- ið hefur í giidi allan sólarhring- iran í meira en viku í Amrnan, hefur nú verið aflétt í fimm klst. á dag, að því er útvarpið í Amman sagðL I fyrrgreindu skeyti sínu til Hussein sagði Nasser að „hræði- leg slátrun” ætti sér stað í Jór- daníu. Skeytið, sem samið var á fundi sem Yassir Arafat, leið- togi A1 Fatah-steæruliðasamtak- anna, sat, sagði að fúllyrðdngar af hálfu Jórdana þess efnis að herforingjar Husseins myndu halda vopmaihléð, „hefðu þegar verið algjörlega brotmar og hefðu ekteent raunverulegt gildi.44 í skeytinu sagði, að sendinefnd Framhald & bls. 25 Mykines séð frá Vogey. Kafbátastöðin alvarlegt mál Stefna Kennedys frá 1962 í fullu gildi er sagt í Washington Washimgton, 26. ®ept. — AP. BANDARÍKJASTJÓRN reynir nú með alvarlegum affvörunum aff koma í veg fyrir aff Sovét- menn geri meiriháttar flotahöfn fyrir sovézk skip á Kúbu. I gær lýsti varnarmálaráffuneytiff bandaríska því yfir, aff þaff hefffi í höndum sannanir fyrir því, aff í byggingu væri aff því «r virtist kafbátahöfn viff borgina í Cien- fuegos. Væri hugsanlegt aff stöff- ina ætti aff nota fyrir sovézka kafbáta, búna eldflaugum, sem vitaff er aff eru á sveimi í At- lantshafi. Eimibættismenn í Hvíta Ibúsinu haifa sagt, að Bamdaríkjastjóm „onundi líta hirauim aivarlegustu augum á gerð sliknar stöðvar í Kairiibahatfi". Hiins vegar hatfa op- intoer mótmæli ekki verið borim fram við stjómtoa í KreamL Embættismeran í Waahingtora voru fltjótir til a@ minraa á eld- flaugamálið á Kútou 1962, er John F. Kenmedy, þáveramdi Bandaríkjaiforseti, sagði a@ friiður myndi því aöeins haildast að Sov- étrílkin fjarlægðu ÖU árásarvopn Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.