Morgunblaðið - 27.09.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.09.1970, Blaðsíða 6
6 MORG'UNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970 VORUM AÐ TAKA UPP hannyrðavörur, mikið úrval. HOF, Þjngholtsstræti 1. SÖNDERBORG GARN margir nýir litrr, lækkað verð, 53 kr. hnotan. HOF, Þingholtsstræti 1. OLlUKYNDITÆKI 9 fm ásamt brennara, dælu og þrýstidúnik, hentugt fyrir fjöltoýlishús eða verkstæði. Uppl. í símum 82214 og 81506 eftir kl. 19. VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. er nú í Auðtorekku 63. Sími 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. LANDKYNNINGARFERÐIR til Gullfoss, Geysis og Laiug- arvatns alla daga. Ódýrar ferðir. Frá Bifreiðastöð Is- lands, sími 22300. — Ólafur Ketilsson. HJÓN MEÐ ÞRJÚ BÖRN óska eftir íbúð sem fyrst í Hafnarfirði eða nágrenni. Ein- hver fyrirframgreiðsla, ef ósikað ©r. Vinsaimfega hringið í síma 10-4-19. TIL SÖLU Telefumken SK 85 segultoönd og Minox myndavélar. Uppl. í síma 26625. TIL SÖLU Zephyr 4, árgerð 1963, góður bfl'l. Góðir greiðsliuskilmálar. Upplýsingar i síma 41772. TEK AÐ MÉR hverskonar myndskreytingar í bcökur, blöð og tímarit. Þriggja ára listnám að baiki. Upplýsinger í sima 17977. IBÚÐ TIL LEIGU Tvö herbengii og eld'hús til ieigu. Tiltooð sendist afgr. blaðsins fyrir 1. oikt. merkt „íbúð 4898". TIL SÖLU líti'l tveggja hertoetgja fbúð í risi á góðum stað, mifliliða- iaust. Símar 35167 og 81046. ÞRJÚ HERBERGI OG ELDHÚS óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 40511 miili 5 og 6. HÚSNÆÐI — RAÐSKONA Reglusöm kon-a óskar eftir ráðskonustarfi hjá etdri hjón- um eða' eimhteypum í góðu húsnœði. Tiltooð sendist Mtol. merkt „Áreiðan'leg 4990". AFSLÖPPUN Námskeið í afslöppun o. fl. fyrir barnishafandi konuir hefst 1 okt. n. k. Uppl. í sima 22723. Hulda Jensdóttir. SKODA 1202 TIL SÖLU Efcinm 71 þús. km. í góðu lagi. Uppl. i síma 34215 og 19645. Klasi við Mývatn er himna- ríki á jörðu Það var á áliðnum sumar- degi í júlí í blíðskaparveðri, að við ókum i hlað á Kálfa- strönd við Mývatn til að heim sækja vini okkar þar í gamla bænnm, Ásu Árnadóttnr og Valdimar Halldórsson. Þetta var fyrir nokkrum árum, og voru þetta siðustu forvöð til að heimsækja þessa gömlu vini okkar, því að hið næsta sumar voru þau bæði ÖH, og þótti þá mörgum sem sveitar- brestur hefði orðið. Eftir að við höfðum þegið góðgerðir hjá Ásu og Valdi- mar, báðum við leyfis að tjalda í landi Kálfastrandar, og var það auðsótt. Valdimar vildi endilega að við tjöld- uðum í Klasa, en svo nefn- morguninn. Fjölskylda mín svaf svefni réttlátra í tjald- inu, og ég gætti þess að vekja hana ekki af værum blundi. Ég ætlaði í þetta skipti að ganga einn á vit hinnar hljóðu náttúru í Klasa, njóta kyrrðarinnar, þessarar ómótstæðilegu kyrrðar, þegar blæjalogn er á Mývatni, og drangarnir í Klasa standa á haus i vatninu, og fuglarnir synda letilega í rjómalogni þessarar paradísar. Sólin var rétt að koma upp, einhvers- staðar suður á öræfunum í átt til Bláfjalls og Sellandsfjalls. Ég var í léttu skapi, þegar ég gekk frá tjaldstaðnum við Norðurvoga i átt að Klasa. Andamergð var mikil á Norð Vaidimar og Ása á Kálfaströnd. ist fegursti bletturinn á þess ari dásamlega fallegu jörð. Valdimar gekk sjálíur með okkur til Klasa, og þar geng- um við um grasi og hvönn- um gróna bakka Mývatns, þar sem tígulegir klettadrangar hinar nafntoguðu Kálfa- strandarstripar risu upp og spegluðust í vatninu. Þarna voru líka hinir frægu Tví- buraklettar, einstakt náttúru fyrirbrigði. Við dáðumst að fegurðinni, og sú aðdáun kom frá okkar dýpstu hjartarót- um. Þá segir Valdi þau orð, sem ég mun aldrei gleyma: „Það var hérna í fyrra, þeg ar ég fékk slagið, og var svo nærri dauða mínum komið, að ég taldi mig sjá inn í Himnariki. Víst var þar fal- legt, en ég held bara að það sé fallegra hér í honum KIasa.“ Þrátt fyrir fegurð Klasa, varð það þó úr, að við tjöld- uðum nær vegi, við skemmti- legan vog við vatnið svo- nefnda Norðurvoga, í góðu skjóli og undum þar marga daga i guðaveðri, nutum þess að skoða þessa dásemdarsveit og fuglalífið fjölskrúðuga. ★ Víkuf nú sögunni, þegar ég var uppi eldsnemma einn Kálfastrandarstrípar í Klasa standa á haus í biæjalogninu. urvogum þennan morgun; andamömmur hittust að morgni dags í eins konar kaffisopa hver hjá annarri, og í fylgd með þeim var heill slóði af ungum. Þarna var duggöndin, falleg og fín, ein hver algengasti varpfugl við Mývatn, og auðvitað lét hús- öndin sig ekki vanta, en það er hún, sem hvergi finnst í Evrópu utan Mývatns, og öll röskun á vatninu og vatna- sviði þess mun valda óbætan- legu tjóni á húsandarstoínin- um, og kem ég að því síðar. En ég rifja upp í huganum, þegar ég geng i norðvestur- átt meðfram Norðurvogum, er indi úr andakvæði Kára frá Víðikeri, og finnst það vel eiga við: „Duggöndin er einnig algeng, einkar prúð og fönguleg. Hún, sem Mývatns helzti varpfugl, hlýtur maklegt iof og veg. Húsöndin er hennar systir, heiðursfugl og varpönd góð. Margs hún hefur eyris aflað inn í Mývatnsbænda sjóð.“ Og mér miðar vel áfram. enda þótt ég fari mér i engu óðslega, mér liggur ekkert á, og hér er svo margt að sjá og skoða. Hvannastóðið í blóma á bökkum vogsins, birkihríslur lengra burtu, i norðri blasir við Hafurshöfði, og niður undan honum hið fal lega land, sem Héðinn Valdi- marsson átti, allt skógi vaxið. Og fyrr en mig varir, er ég kominn i Klasa. Kálfastrand- arstrípur eiga vart sinn líka á landi hér, einkanlega verð- ur mér starsýnt á Tvíbura- klettana, sem eru alveg eins, þótt allmikið bil sé á milli þeirra. Ég geng um hólma og sker, alltaf er ég að sjá nýjar og nýjar andategundir. Einhver ókennileg og íramandi dul- úð hvílir yfir þessu landi. Feg urðin er yfirþyrmandi. Auð- legð villtrar náttúrunnar er hér með ódæmum, og þó er það eift, sem öllu öðru tekur fram þennan júlámorgun í Klasa, og það er kyrrðin, þessi órofa kyrrð, líkt og hún sé samt talandi, talandi til allra þeirra sem njóta vilja og kunna þessarar frjálsu og fyrir að skoða dásemdir Mý- vatns, róa út í Slútnes, — já, þá var mælir fullur fegurðar og yndis. ★ En nú víkur sögunni tdl þessa tíma, sem nú eru. Nú á að gera tilraun til að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú á að kaffæra Laxárdal, raska samhengi vatns og ár, eyðileggja þessa perlu, sefn svæði þetta er, ódýrt rafmagn skal fást, og þá virðist sjálf- sagt að kasta krónunni fyrir róða, eyðileggja Mývatns- svæðið fyrir fáeina aura mun á rafmagnsverði. Ó, þú heil- aga einfeldni, eða eins og Rómverjar orðuðu það: „O sancta simplicitas.“ Allir landsmenn, sem skilja hvers virði Mývatnssvæðið er fyrir náttúru landsins, mót- mæla hvers konar eyðilegg- ingu á þvi, og er hún þó nóg fyrir. ★ Eyðilegging blasir við, ef raskað verður samhengi í nátt úru Mývatnssvæðis, og von- andi ber þjóðin gæfu til að Gamli bærinn á Kálfaströnd við Mývatn. Valdi og virnr hans lija Tvibnraklettum í Klasa. ósnortnu náttúru. Jónas kveður svo í Huldu ljóðum: „Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley, sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, - liægur er dúr á daggamótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt.“ Jónas var skáld náttúrunn ar, og þótt hann kveði vel, nær þó máski enginn, ekki einu sinni skáldin, að lýsa andblænum í Klþsa. Það hlýt- ur að vera eitthvað til i orð- unum hans Valda sáluga, hér er himnaríki á jörð. Og brátt er ég aftur kom inn í tjaldstað, fjölskyldan er komin á ról, morgunverður er snæddur á vatnsbakkanum, sól skín í heiði, eftir stutta stund erum við komin í gufu- bað i Jarðbaðshól, og syngj- andi kát yfir fegurð lífsins, syndum við í Grjótagjá, og síðan áttum við allan daginn stinga við fótum, áður en það er orðið of seint. Og þegar við yfirgefum Mývatn og Laxá eftir þessa dásamlegu júlídaga fyrir nokkrum árum, hljóma fyrir eyrum okkar kaflar úr ljóðum Sigurðar frá Arnarvatni: „Yndislega áin mín, æðin stærst frá hjarta þínu ! Hugann laða ljóðin þín, ljúfa bemsku vina min. Þar sem fossar fræði sin flytja Berurjóðri mínu. Yndislega áin mín, æðin stærst frá hjarta þínu.“ Og þannig kveðjum við Mý- vatn, Laxá og Klasa að sinni. — Fr. S. Uti víöavangi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.