Morgunblaðið - 27.09.1970, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPT. 1970
17
Gufuorka
Jarðhitann er ekki einungis
hægt að nota til heilsuræktar,
heldur hefur hann verið virkjað
ur I rikum mæli í löndum eins
og Italíu og Nýja-Sjálandi í því
skyni að afla orku bæði til iðnað
ar og annarrar rafmagnsnotkun
ar. Fróðlegt er að koma til Mý-
vatns og sjá þær miklu fram-
kvæmdir, sem þar hafa átt sér
stað. Kisilgúrverksmiðjan hefur
gefið góða raun, eins og allir
vita. Hún er knúin gufuorku og
í sumar hefur verið unnið að
því að auka þessa orku með nýj-
um borunum. Sá, sem kemur í
Bjarnarflag, hlýtur að hrífast af
þeim framkvæmdum, sem þar
hafa orðið og þeirri framleiðslu,
sem þaðan er send til útlanda.
Kísilgúrverksmiðjan fer vel í
flaginu og síður en svo, að hún
skyggi á náttúrufegurð við Mý-
vatn. Pramminn á vatninu, með
sogdælu til að sjúga upp botn-
leðjuna, er svo fyrirferðarlítill,
að ekki er ástæða til að amast
við honum. Með hinu ætti að
fylgjast rækilega, hvort nokkur
mengunarhætta stafar af reykn-
um frá verksmiðjunni.
Gufurafstöðin við Mývatn er
hin fyrsta sinnar tegundar hér á
landi, sem nokkuð kveður að.
Hún getur framleitt 3.000 kiló-
vött eða 3 megavött af rafmagni.
í>að er að vísu ekki mikil við-
bót við Laxárvirkjun, en þó betri
en engin. Laxárvirkjunar.stjórn
á miklar þakkir skilið fyrir það
framtak að ráðast í þessa gufu-
virkjun. Nýting orkunnar hefur
af ýmsum ástæðum orðið minni
en skyldi. En það er ekki höfuð-
atriðið, heldur hitt að hafizt hef-
ur verið handa um þessa tilraun.
Margs ber að gæta og nauðsyn-
legt að fiana að engu, þegar
stefnan er mörkuð og lagðar eru
undirstöður að framtíðaráætlun-
um hér á landi. „Við teljum, að
það sé framtíðin, að virkjuð
verði miklu meiri gufuorka í
Námaskarði," sagði einn af
„skæruliðaforingjum" þeirra
Mývetninga í samtali við bréf-
ritara fyrir skömmu. „Stofn-
kostnaður er lægri við gufu-
virkjun en vatnsvirkjun," bætti
hann við. Rétt er það, en þó
mun viðhalds- og rekstrarkostn-
aður meiri við gufuvirkjun en
vatnsvirkjun. Hugsjónir þeirra,
sem helzt hafa bent á mikla
möguleika gufuaflsvirkjunar,
eru glæsilegri en svo að unnt
sé að skella skollaeyrum við
málflutningi þeirra. Islendingar
verða, öðrum þjóðum fremur, að
nýta kunnáttu lærdómsmanna
sinna og vísindamanna. Án þess
verða framfarir hér hægar og
hætt við stöðnun.
Ekki andstæður
Ef hugsjónir framkvæmda-
manna brjóta ekki í bága við
óskir náttúruverndarmanna,
verður unnt að byggja ísland
upp á þann hátt, að okkar kyn-
slóð verði sómi að. Togstreita
milli þessara tveggja aðila hlýt-
ur að vera á misskilningi byggð.
Hugsjónir og framkvæmdir eru
ekki andstæður. Framkvæmda-
menn og náttúruverndarmenn
eiga að taka höndum saman
að byggja upp lahdið. Þessi upp-
bygging á ekki að valda sárs-
auka, heldur á hún að auka ör-
yggi, auka trú þjóðarinnar og
bjartsýni. Framkvæmdir, sem
hætta er á að spilli landinu,
vekja andúð og mótþróa þeirra,
sem tengdastir eru jörðinni og
sveitunum og eru harla hæpið
fyrirtæki svo að ekki sé meira
sagt.
Mývatn
Margt hefur verið rætt og rit-
að um sprengingarnar við svo-
kallaða Miðkvísl í Laxá. Fróð-
legt er að koma á staðinn og
virða kvíslina fyrir sér. Stiflan
er horfin, en í miðri kvíslinni
stokkur, þar sem Laxárvirkjun-
arstjórn ætlaðist til að silung-
urinn gengi milli vatns og ár,
en allt þetta vatnasvæði er auð-
vitað ein heild. Engum dettur í
hug að fagna þeim aðgerðum,
sem áttu sér stað við Miðkvísl,
þegar stíflan var sprengd. Með
lögum skal land byggja, en ekki
sprengiefni. Hermóður, bóndi í
Árnesi afneitaði i sjónvarpsþætti
þessum aðgerðum. Það hafa flest
ir gert. Aftur á móti fer ekki
hjá því, að fyrsta hugsunin, þeg-
ar staðið er við Miðkvisl sé sú,
að þarna hafi ekki verið eyði-
lögð mikil eða markverð mann-
virki. Aðgerðirnar voru þvi
fyrst og fremst táknrænar. Þær
sýndu hug bænda á Mývatns-
svæðinu og ótta þeirra við þró-
un mála í og við vatnið. Stífl-
an við ósana ræður vatnsborði
Mývatns. Laxárvirkjunarstjórn
taldi, að samgangur milli ár og
vatns væri tryggður, en bændur
ekki. Þeir bentu á, að vatn næði
ekki að stokknum, svo að úti-
lokað væri að silungur hefði
frjálsan aðgang milli vatnsins og
árinnar. Laxárvirkjunarstjórn
þykist hafa ummæli færustu
manna fyrir þvi, að stokkurinn
hafi átt að tryggja þennan sam-
gang. Þar stóð hnífurinn í kúnni.
íslendingar hljóta að geta tal-
azt við án þess þeir fyllist tor-
tryggni hver í annars garð. Öll
eigum við landið. Engum þykir
vænna um það en öðrum. Við
eigum að láta staðreyndir og
visindalegar niðurstöður ráða,
en ekki tilfinningahita dægur-
baráttunnar. Undirstaða fram-
fara og verndunar landsins
eru ekki marklaus gífuryrði,
heldur rannsóknir og góðvild.
Bændur segja, að mýið kvikni
einkum í sandfjörum, en með
vatnsstöðuhækkun hverfi sand-
fjaran við Mývatn og blasi nú
afleiðingarnar við: minnkandi
silungsveiði og röskun á öllu lífi
við vatnið. Laxárvirkjunar-
stjórn svarar: Ekki svæfðum við
mýið. Slík orðaskipti eru fyrir
neðan svo virðulega málsaðila,
sem hér eigast við. Þeim er skylt
að kalla til vísindamenn og láta
niðurstöður þeirra ráða mál-
flutningi.
Það eru lokurnar í Geirastaða
kvísl, sem ráða vatnsborði Mý-
vatns, þó að unnt hafi vérið að
hafa betri hemil á vatninu með
þvi að stífla bæði Miðkvísl og
Syðstukvísl. Lokurnar í Geira-
staðakvísl, sem eru talsvert mann
virki, voru ekki sprengdar. Ef
bændur hefðu viljað bjarga
vatninu í eitt skipti fyrir öll,
hefðu þeir auðvitað sprengt þær.
Það gerðu þeir ekki. Það var of
dýrt spaug. Og ekki hefði slík
aðgerð leyst nein vandamál,
heldur einungis aukið á ágrein-
inginn. Samt eru margir bændur
í Mývatnssveit, kannski flestir,
þeirrar skoðunar, að nauð-
synlegt sé að koma vatnsborð-
inu i fyrra horf. Höfum við efni
á að láta ekki kanna þetta og
fleiri ágreiningsatriði til hlítar?
„Mýlirfan er aðalfæða silungs-
ins og ef til vill fugla líka,"
sagði fyrrgreindur bóndi og full
yrti raunar, að hungursneyð
hefði ríkt hjá fuglum við Mý-
vatn i sumar, endur flúið hreið-
ur sín og skilið eftir óútunguð
egg vegna minnkandi ætis. Slík-
ar fullyrðingar eru ekki vísindi.
En þar sem við erum staðráðin í
að vernda Mývatn og umhverfi
þess, verðum við að gefa þessum
orðum gaum; verðum að krefjast
þess, að vísindamenn taki rösk-
lega til hendi og geri á þessu
rannsóknir, sem byggja megi á.
Að slíkum rannsóknum loknum
er bæði Laxárvirkjunarstjórn
og öðrum skylt að gera þær ráð-
stafanir, sem unnt er til vernd-
ar vatnasvæði Mývatns og um-
hverfi einnar fegurstu sveitar
landsins. Upphrópanir, þver-
móðska eða hermóðska eru ekki
lausn á neinum deilum, hvort
sem þær eru um virkjanir við
Mývatn og Laxá eðá annað.
Vaðlaheiðin er ekkert járntjald.
Við tölum sama tungumál og
hljótum að geta skilið hvert ann-
að. Hér er margs að gæta —
en einkum þess að lenda ekki í
þvi sem verst er af öllu: að
verða geðmengun að bráð.
Staðreyndir
á borðið
Bændur „telja“, að vatnsborðs
hækkun í Mývatni sé 30—40 cm;
„telja“ er ekki sama og vísinda-
leg niðurstaða. Auðvitað ætti
slík rannsókn að liggja fyrir,
svo að ekki þurfi um það að
karpa. Fullyrt er, að orðið hafi
stórkostleg spjöll á strand-
lengju og hólmum frá þvi stifla
var byggð við Mývatnsósa, og
bent á að varphólmar undan
ströndinni séu nú á förum
vegna isreks og of hárrar vatns
stöðu. Ætti ekki Laxárvirkjun og
landeigendur að sýna þann
myndarskap að taka höndum
saman og láta fara fram ræki-
legar rannsóknir á slíkum full-
yrðingum og bregðast drengi-
lega við, ef niðurstöðurnar
sýndu ótvírætt að hætta væri á
ferðum. Engin ástæða er til að
ætla annað en stjórn Laxárvirkj
unar gæti farið margar leiðir til
að tryggja líf i og við Mývatn.
Laxárdalur
Laxárdalur er langur dalur.
Þar eru sex eða sjö bæir. 1
kring um Mývatn eru fimmtán
jarðir og víðast eru marg
býli, svo að hér eru hagsmunir
fjölda heimila í veði. Þessum
hagsmunum er ekki hægt að
ganga fram hjá. En þá er ekki
heldur hægt að sk«Ua skollaeyr-
um við hagsmunum þeirra, sem
þurfa á rafmagni Laxárvirkjun
ar að halda og það helzt án taf-
ar. Laxárvirkjunarstjórn hefur
ekki hafið framkvæmdir fyrir
ofan stífluna í Laxárdal I því
skyni að spilla dalnum. Engum
mundi detta í hug að bera slíkt
á borð. Framkvæmdir hennar
stafa einungis af því, að henni
er skylt að sjá Laxárvirkjunar-
svæðinu fyrir nógu rafmagni. F,f
ekki er hafizt handa nú þegar,
er fyrirsjáanlegur rafmagns-
skortur á svæðinu. Ef nýju
virkjunarframkvæmdirnar væru
stöðvaðar, yrði auðvitað að fara
nýjar leiðir. Sumir segja, að
Laxárvirkjunarstjórn eigi að
gera samning við Landsvirkjun
um að leggja streng með viðbót-
arorku inn í Laxárvirkjunar-
kerfið. Það mundi bæta úr
brýnni þörf. Aðrir virðast þeirr-
ar skoðunar að ekki sé ástæða
til að fara þá leið, benda m.a. á,
að Laxárvirkjunarstjóm hafi
gert samninga við Norðurverk
og sé hún skuldbundin til að
standa við þá. Við virkjunar-
framkvæmdir vinni tugir
manna, hagsmunir þeirra séu
ekki síður mikilvægir en land-
eigenda.
Nú er sem betur fer hætt við
svonefnda Suðurárveitu, sem
hefði haft í för með sér yfir
fimmtíu metra háan stíflugarð
ofan við Laxárvirkjun — og yf-
irvofandi flóðahættu.
Fróðlegt er að koma að Laxár
virkjun og skoða nýju mann-
virkin. Byrjað er að sprengja
göngin inn í bergið, þar sem
stöðvarhúsið á að vera. Það
verður mikið mannvirki. Göng
þessi hafa alið á tortryggni, sem
erfitt virðist að eyða. Landeig-
endur segja að þau eigi að vera
nógu víð fyrir svonefnda Suður-
árveitu og kalli beinlínis á hana.
Vilja þrengja göngin. Stjórnend
ur Laxárvirkjunar benda á að
auðvitað sé hægt að þrengja
göngin, en það mundi engu
breyta; þrátt fyrir það væri auð-
velt að veita öllu vatni úr Suð-
urárveitu í gegnum þau. Þannig
rekst hvað á annars horn.
Deiluaðilar hafa ekki talazt við
af þeim skilningi og umburðar-
lyndi, sem nauðsyn krefur. Þeir
virðast láta stóru orðin ráða I
stað þess að láta vísindaleg-
ar rannsóknir og niðurstöður
þeirra móta stefnuna.
Ef bændur í Þingeyjarsýslu
eru á móti því, að Laxárdalur
fari undir vatn eða hluti hans
og ekki er hægt að nota ork-
una úr ánni án þess að þær
verði afleiðingamar, hlýtur það
að teljast mikill ábyrgðarhluti
að taka óhikað slika ákvörðun.
Vítin eru til að varast þau. Auð-
vitað er virkjun vatnsorkunnar
íslenzku þjóðinni lífsnauðsyn.
En það hlýtur að vera hægt að
veita yl og orku inn á islenzk
heimili og vinnustaði, án þess að
hætta sé á landspjöllum. Sumir
segja, að hagkvæmnissjónarmið
ið eitt eigi að ráða. En nú á tim
um mengunar og þröngbýlis víða
um heim er ekki síður hægt að
selja náttúrufegurð og óspillt
umhverfi en yl og orku.
Allir góðviljaðir menn hafa
áhuga á að leysa deilurnar á
Laxárvirkjunarsvæðinu. Við höf
um ekki efni á þvi, lítil þjóð, að
geta ekki byggt upp land okkar
eins og við þurfum vegna deilna
og átaka. Landeigendur við
Laxá virðast nú hafa hvað mest-
an ótta af því, að nýja virkjun-
in komi i veg fyrir fiskirækt fyr-
ir ofan stíflu. Á þessu þarf að
gera rækilega könnun, niður-
stöður eiga að liggja fyrir. Og
hvað segja visindamenn um þá
fullyrðingu, að virkjun valdi
dagsveiflum i Laxá fyrir neðan
virkjunina, vegna þess að á mesta
annatíma verði miðlunarvatnið
notað til að auka rafmagnið og
þá flæði áin yfir ís og eyðileggi
seiðin? Þær upplýsingar virðast
ekki liggja fyrir. Stundum hefur
hlaupið vöxtur i ána og hún spýtt
laxaseiðunum upp á bakka og
sagt er að hún hafi orðið vatns-
laus og drepið seiði. Hvað segja
vísindamenn um þetta? Eða: er
rétt hjá landeigendum að 20 m
miðlunarstifla yrði til þess að
bændur misstu ræktunarmögu-
leika fyrir ofan stíflu? Bent er á
í þessu sambandi að laxinn kom-
ist ekki á milli þessara svæða,
eins og nú er ástatt og ný virkj-
un breyti því engu um það.
Hvaða leið er hægt að fara i
þessum efnum? Hvað segir
Sigurjón Rist? Hvað segir Þór
Guðjónsson? Loks: mundu
bændur fallast á áframhaldandi
virkjun, ef þeir sannfærðust um,
að þessar og aðrar hættur væru
ekki fyrir hendi? Úr því þarf að
fá skorið, áður en lengra er
haldið. Áframhaldandi virkjun
mundi, að því fullyrt er, verða
til þess að aðstöðugjöld yrðu
engin fyrir Aðaldælinga
í nokkur ár. Þarna eru miklir
hagsmunir í véði, ekki sízt land-
eigenda. En afstöðu sina getur
sveitarfélagið auðvitað ekki
byggt nema á vísindalegum nið-
urstöðum sem eru í samræmi við
náttúruverndarsjónarmið. Hvað
hefur það gert til þess að þær
niðurstöður liggi fyrir?
Hvað þá?
En fyrst og síðast blasir við
sú staðreynd, að Laxárvirkjun-
arstjóm hefur ekki leyfi til að
virkja nema fyrsta áfanga stíflu
gerðarinnar, eða um 8 mega-
vatta viðbótarvirkjun, sem borg-
ar sig engan veginn, að þvi er
talið er. Stjórninni er ekki heim-
ilt að hefja annan áfanga virkj-
unarinnar, nema með nýjum lög-
um frá Alþingi og að undan-
gengnum líffræðilegum athugun-
um á vatnasvæðinu. Annar
áfangi kallaði á 20 m. miðlunar-
stíflu, sem mundi veita um 19
megavatta viðbótarorku. Talið
er að 4 km af Laxárdal fyrir
ofan núverandi stíflu, fegursti
hluti dalsins mundi þá
fara undir vatn. Er óeðli-
legt að allt þetta veki
törtryggni, þegar Laxárvirkjun
hefur nú hafizt handa um fram-
kvæmdir fyrsta áfanga, sem eng-
an veginn mundi borga sig, ef
annar áfangi yrði ekki leyfður?
Hvað ætlar Laxárvirkjunar-
stjórn að gera, ef Alþingi neitar
um heimild til áframhaldandi
virkjunar?
Hér í þessu Reykjavíkurbréfi
hefur verið fjallað um orku og
náttúruverndarmál. Morgun-
blaðið hefur áður tekið afstöðu
gegn því að spillt sé fögru um-
hverfi vegna virkjunarfram-
kvæmda. í þessu Reykjavikur-
bréfi hefur verið haldið þeirri
stefnu, en þó einnig reynt að
túlka þau sjónarmfð önnur, sem
fram hafa komið. Án þess fæst
aldrei nein niðurstaða í þessv
viðkvæma máli.