Morgunblaðið - 29.09.1970, Qupperneq 6
6
MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPT. 1970
VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF.
er nú í Auðbrekku 63. Sími
42244. Var áður að Lauga-
vegi 178.
LANDKYNNINGARFERÐIR
til Gullfoss, Geysis og Laug-
arvatns alte daga. Ódýrar
ferðir. Frá Bifreiðastöð fs-
lands, sítni 22300. — Ólafur
Ketiteson.
INNRÉTTINGAR
Vanti yður vandaðar innrétt-
ingar í hýbýC yðar, þá leitið
fyrst tilboða hjá okkur. —
Trésm. Kvistur, Súðavogi 42.
símar 33177 og 36699.
8—22 FARÞEGA
hópferðatn'lar til ieigu í iengri
og skemmri ferðir.
Ferðabílar hf, sími 81260.
TIL SÖLU
Nýlegur vel með fatrinn
Regna peningaikassi, rafknú-
inn. Upplýsingar í síma
37936.
AMERÍSKUR STÚDENT
óskar eftir herbergi (Aðgang-
ur að baði æskilegur) í mið-
©ða vesturbæ. Tilboð sendist
afgr. MU. fyrir 1. okt. merkt
„Háskólastúdent 4434".
NÝLEGT PiANÓ
(Yamoha 3ja mán.) til sölu
ásamt bekk sem fykjir.
Verð 65.000,00. Upplýsingar
að Laugateig 56 á kvöldin.
BRONCO JEPPI ARGERÐ '66
óskast keyptur. Upplýsingar
í kvöld og annað kvöld
í síma 84156.
ATVINNUREKENDUR
— ef yður vantar þaulvana
skrifstofustúWcu fyrir hádegi,
þá hringið í síma 82795.
KEFLAVÍK
Tapazt hefor kvengurthringur
með rauðurn rúbínsteini.
Finnandi vinsam lega hring-i í
síma 1878, Keflavfk.
HÚSBYGGJENDUR
Húsasmíðameistari getur tek-
ið að sér verkefni, gerir fast
verðtiltooð. Upplýsingar send
ist afgr. Mbl., merkt „4435".
VEL MEÐ FARIÐ
drengjareiðhjól til sölu. Upp-
lýsingar í stena 42675.
BARNAGÆZLA
Bamngóð kona eða stúlika
óskast til að gæta átta mán.
drengs frá kl. 9—5, fimm
daga vikunnar. Helzt í Vest-
urbænum. Uppl. í sSma 20549.
TIL SÖLU
póleruð svefnherbergistoús-
gögn (þýzk gerð), stór sófi,
6 álma ijósaikróna, kjólföt á
meðalmann. Uppl. í síma
32212.
SNIÐKENNSLA
Dagtímar frá kl. 2—4.30,
tvtevar í viku.
Sigrún Á. Sigurðardóttir
DrápubUð 48, sámi 19178.
ÚR ÍSLENZKUM ÞJÓÐSÖGUM
Nú er skarð fyrir skildi
Einu sinni voru vel efnuð
hjón á-bæ eystra. Konan hafði
jafnan þann sið á hverju gaml-
árskvöldi að ganga þrisvar í
kringum bæ sinn með þessum
fyrirmála: „Komi þeir, sem koma
vilja, fari þeir, sem fara vilja,
mér og mínum að meinalausu."
Kona þessi dó, og bóndinn, sem
kunni illa einlífinu, fékk sér
aðra í hennar stað, sem ekki
skeytti gömlu siðunum. Eitt
gamlárskvöld var hún að
skammta í búri sinu. Kom þá
ÁRNAÐ IIEILLA
Áttatíu ára er dag, frú Pál-
íná Pálsdóttir frá Eyri Vest-
mannaeyjum, nú vistkona á
Hrafnistu. Hún tekur á móti
gestum eftir kl. 8 í kvöld í sal
Tannlæknafélagsins Bolholti 4
II. hæð.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
lofun sina ungfrú Stephanie
Scobie, dóttir Griffith Scobie,
stórkaupmanns, Sólheimum 28
og stud. med. Ari H. Ólafsson,
Björnssonar, prófessors.
GAMALT
OG
GOTT
Dansinn undir hlíða
hann er sig svo seinn
átján voru konurnar
en karlinn einn.
Taki sá við dansi,
sem betur kann og má.
Látum herinn brynjaðan
borgunum ná.
FRETTIR
Kvenfélag Neskirkju
Fótaaðgerðir fyrir eldra sóknar
fólk byrja aftur miðvikudaginn
30. sept. kl. 9—12 i Félagsheim-
ili kirkjunnar. Pantanir teknar
á sama tíma Sími 16783.
ÁHEIT 0G GJAFIR
Áheit á Strandarkirkju
Guðrún 100, Axel 100, Þ.S.G.
200, Ónefnd 200, M.M. 1.000,
H.P. 200, E.S. kr. 250, E.E. 200,
G. J. 100, M.H. 50, A.H. 500, H.B.
100, Guðjón B. Ketilsson 100,
H. B. 150, O.N. 200, Guðný 100,
G.B. 100, G.G. 100, N.N. 200,
María 200, A.G. 50, S.Þ. 100,
K.Þ. 100.
s
Guðimindur góði
Ámi Guðmundsson, 500, S.J. frá
Stöpum 100.
DAGBOK
•Tesú sagði: llvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í minu
nafni, þar er ég mitt á rneðal þeirra. (Matt 18.20)
í dag er þriðjudagur 29. september og er það 272. (lagur ársins
1970. Eftir lifa 93 dagar. Mikjáismessa. Engladagur. Haustvertíð.
Árdegisháflæði kl. 5.49. (Úr fslands almanakinu).
AA- uuntökin.
viðlalstími er í Tjarnargötu 3c aila virka daga frá kL 6—7 e.h. Simi
'-«1373.
Almannar npplýsingar nm læknisþjónustn í borginnl ern gcfnar
símsvara Læknatfélags Reykja.víkur, sima 18888. Lækningastofur eiru
lokaðar á laugardögiun yflr sumarmánuðLna. Teki? verður á móti
beiðnum um lyfseðla og þess háttax að Græðastrætl 13. Sími 16195,
frá kl. 9-11 á laugardagsmorgnum.
bóndi hennar til hennar og
spurði hana, hvort hún ætlaði
ekki að hafa sama siðinn og kon
an sín sáluga, að ganga kring-
um bæinn og árna hverjum heim
ilt að koma og fara. Hún kvaðst
ekki mundu fylgja slíkri hé-
gilju, og skildu þau svo talið.
Vinnukona bar diska frá henni
inn til fólksins, en þegar ekki
var nema einn diskur eftir, sagð
ist húsfreyja mundu bera hann
inn sjálf. Gekk þá vinnukonan
inn. Þegar hana fór að lengja
eftir húsfreyju, fór hún fram til
að vitja um hana. Sat hún þá
enn í eldhúsinu og var mjög ut-
an við sig. Sagði hún, að maður
hefði komið í eldhúsið og mælt:
„Nú er skarð fyrir skildi, nú er
auðséð að gamla húsfreyjan er
lögzt á hliðina. Þú ert ekki svo
heimamannleg að bjóða gestum.“
(Þjóðsögur Thorfhildar Hólm.)
Blöð og tímarit
STEFNIR, 5. tbl. 21. árg. 1970,
tímarit sambands ungra Sjálf-
stæðismanna er nýkomið út og
hefur verið sent Mbl. Nýr rit-
stjóri er tekinn við Stefni, Frið-
rik Sophusson. Af efni blaðsins
má nefna: Til lesenda. Stórhuga
byggðarstefna eftir Herbert Guð
mundsson. Óttizt ekki þekking-
una eftir Jónas Kristjánsson.
Annarleg áhrif á lýðræðislegt val
eftir Styrmi Gunnarsson. Brezku
kosndngarnar eftir Markús Örn
Antonsson. Frá afmælishátiðinni
á Þingvöllum. Myndir og frá-
sögn. Heimsþing æskunnar eftir
Pál Braga Kristjánsson. Stefnir
er prýddur mörgum myndum og
prentaður á góðan pappír. Borg-
arprent prentaði. Ritstjóri er
eins og áður segir Friðrik Sop-
husson.
Tannlæknavaktin
er í Heilsuverndarstöðinni, laugar-
daga og sunnudaga frá kl. 5—6.
Næturlaeknir í Keflavík
29.9. og 30.9. Kjartan Ólafsson.
1.10 Arnbjörn Ólafsson.
2., 3. og 4.10. Guðjón Klemenzs.
5.10. Kjartan Ólafsson.
Ráðgjafaþjónusta
Geðverndarfélagsins
þriðjudaga kl. 4—6 síðdegis að
Veltusundi 3, sími 12139. Þjón-
ustan er ókeypis og öllum heim-
il.
Læknisþjónosta á gtofn á laugar-
dögum sumarið 1970.
Sumarmániuðina (júní-júlí-ágúst-
sept.) eru læknastofur í Reykja-
vik lokaðar á laugardögum, ncias
læknastofan í Gaxðastræti 14, sem
er opiin alla laugardaga í sumar
kl. 9—11 fyrir hádegi, sími 16195.
Vitjanabe,'ðnir hjá læknavaktinni
sími 21230, fyrir kvöld- nætur- og
helgidagabeiðnir.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74,
er opið sunnudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga frá kl.
1.30—4. Aðgangur ókeypis.
SÁ NÆST BEZTI
Jens hefur alltaf verið mikill „pinnamaður", en daginn fyrir
óþurrkinn lagði hann á stað í hálfsmánaðar sumarleyfi austur í
sveit, og hafði aðeins eina brennivinsflösku með sér. Þegar Jens
kom aftur úr sumarleyfinu, mætti hann kunningja sínum á götu,
og þótti kunningjanum hann vera slæptur og niðurdreginn. „Hvað
er þetta, maður“, segir kunninginn, „hefurðu verið veikur, þú ert
grár og skininn eins og draugur upp úr gröf ?“ „Er það að furða“,
svarar Jens, „ég ég búinn að vera 12 daga í sumarleyfi i eintómri
rigningu, engan „snaps" fengið og er eins og útvatnaður salt-
fiskur.“
Knattspyrnulið Loftleiða. Fararstjórinn, Friðrik Theodórsson er lengst ttl hægri. (Sv.
Þorm. tók myndina á fimmtudag.) Á myndina vantar 2 menn.
55
Við unnum 1:0 í Luxemburg“
— sagði Friðrik Theódórsson
fararstjóri
„Loftleiðir, góðan dag.“
„Já, gæti ég fengið að taia
við Friðrik Theódórsson?"
„Andartak. Ég skal gefa yð
ur samband.“
„Friðrik hér.“
„Sömuleiðis hér á Morgun-
blaðinu. Hvað getur þií sagt
okkur frá knattspyrnuferð
ykkar til Luxemburg um helg
ina?“
„Við komum heim á sunnu-
dagsnótt, en fórum út á föstu
dagsnótt. Það var knatt-
spyrnulið Loftleiða hér, sem
fór þangað til að keppa í
knattspyrnu við knattspyrnu-
lið LUX Air, og var keppt um
farandbikar, sem Olíufélagið
h.f. (Essó) hér gaf til keppn-
innar. Er meiningin að keppt
verði um bikar þennan í 5 ár,
tvisvar á ári. Þjálfari okkar
er hinn góðkunni knatt-
spyrnumaður Óli B. Jónsson,
en fyrirliði liðsins er Finn-
bogi Kristjánsson."
„Og hvernig fóru svo leik-
ar?“
„Leikar fóru svo að við
unnum með 1 marki gegn
engu, og hlutum því bikar-
inn að þessu sinni. Einnig
kepptum við annan leik við
starfsmenn Loftleiða á staðn-
um og unnum þá með 4 mörk-
um gegn einu. Við lékum
þarna í 20 stiga hita og fal-
legu veðri. Þess má einnig
geta í framhaldi af þessu, að
við erum komnir í úrslitarið-
il i firmakeppninni hér
heima.“
„Og þið haldið náttúrlega
áfram að æfa, Friðrik farar-
stjóri?"
„Já, vist áreiðanlega, þetta
eru áhugasamir strákar og til
í tuskið."
„Jæja, ég þakka þér fyrir
spjallið, og vertu svo blessað-
ur, nafni minn.“
„Já, allt í sama rnáta."
Fr.S.
Essóbikarinn, seni keppt var
iim i Luxembnrg- nm lielgina.
Tveggja
mínútna
símtal